Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 Utlönd Þjóðverjar þróa sýklavopn Þýski herinn þróar í leyni sýkla- vopn sem standast fúkkalyf. Þetta kemur fram í þýska blaöinu Die Welt í gær. í skriflegri yfirlýsingu staðfest- ir þýska varnarmálaráðuneytið erfðarannsóknir í samvinnu við NATO. Þróun sýklavopna er vísað á bug. Die Welt skrifar að rannsókn hafi verið gerð á genabreyttum kartöflum og sojabaunum en einnig á þarma- bakteríum og efnum sem framkalla sjúkdóma eins og kóleru. Vorum aö taka upp glænýjar vörur fyrir dömur og herra. 25-40% lægra verö. Ný myndbönd sem áöur kostuðu 2.490, nú á 1.500. Geröu samanburö á verði, úrvali og þjónustu. #jET' Fðkafeni 9 • S. 553 1300 Opið laug. 10-16 mán.-fös. 10-80 Fæst I Apótekinu, lyfju, lyf og heilsu og apótekum landsins. Verktakar, útgerðarmenn, bændur og aðrir VÍfl LYFTUR tæki og vélar Höfum ávallt á lager ýmsar gerðir víra. • Stálvír ■ Kranavír • Riðfrír vír Göngum frá endum í samræmi viö óskir kaupenda. Netagerð Jóns Holbergssonar ehf Hjallahraun 11, 220 Hafnarfjörður sími: 555 4949 Clinton þrýstir á Ehud Barak Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti í gær Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, til að vinna að þvi að koma friðarferlinu í Miðaustur- löndum aftur í gang. Talsmaður Clintons, Elliot Diringer, sagði for- setann hafa hringt í Barak og rætt viö hann í síma í 15 mínútur. Að sögn Diringers var símtal við Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, ekki á dagskránni. Barak tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að gera hlé á friðar- viðræðunum við Palestínumenn um óákveðinn tíma. Tilkynningin var gefin út strax að loknum fundi leið- toga arabaríkja. í lokaályktun arababandalagsins sagði að arabaríki styddu friðarferlið en for- dæmdu ofbeldi Israels gegn Palest- ínumönnum. Arababandalagið krefst þess að Sameinuðu þjóðirnar sendi alþjóðlegar sveitir til her- teknu svæðanna til vemdar Palest- ínumönnum. Fulltrúar íraks og Líbýu voru óá- nægðir með ályktunina. Höfðu þeir krafist víðtækra aðgerða gegn ísra- el. Barak réttlætir einnig frestun friðarviðræðnanna með því að saka Palestínumenn um að hafa ekki framfylgt Sharm al-Sheikh-sam- komulaginu sem deiluaðilar gerðu síðastliðinn þriðjudag. Reyndar fullyrðir Barak við Bandaríkin að friðarferlinu sé ekki lokið og við þjóðemissinnana heima fyrir aö það haldi ekki áfram. Stjórnmálaskýrendur segja til- kynningu Baraks af innanríkis- pólitískum toga. Hann geti ekki lokkað þjóðemissinna í stjóm sína nema hafna friðarviðræðum um sinn að minnsta kosti. Án þjóð- stjómar eru dagar Baraks taldir. Barak hefur alls engan áhuga á kosningum þessa dagana þar sem hann nýtur lítils stuðnings í skoð- anakönnunum. Samkvæmt nýjustu fylgiskönnun- um myndi stjómarandstæðingurinn Ariel Sharon sigra Barak væri kos- ið um forsætisráðherra nú. Benja- min Netanyahu myndi mala Barak. Líklegt er þó talið að þjóðstjórn myndi springa vegna innri ágreinings. Neiti ísraelar að ganga til friðarviðræðna um langan tíma hefur það áhrif á útflutningsiðnað. .I....| Fylgt til grafar Grímuklæddir og vopnaöir Palestínumenn viö iík 14 ára palestínsks drengs sem skotinn var til bana á taugardaginn í Ramallah á Vesturbakkanum í átökum viö ísraelska hermenn. Drengurinn var jarösettur í gær. Bush með forystu í öllum könnunum Frá því að þriðju og síðustu kapp- ræður Georges Bush, ríkisstjóra í Texas og forsetaframbjóðanda repúblikana, og Als Gores, varafor- seta og forsetaframbjóðanda demókrata, fóru fram síðastliðinn þriðjudag hefur Bush haft forskot á Gore í öllum skoðanakönnunum. Nemur forskot hans frá 3 prósentu- stigum upp í 11. Samkvæmt skoðanakönnun Reutuers, sem birt var í gær, hlýtur Bush fylgi 45 prósenta kjósenda en Gore 41 prósents. Samkvæmt könn- un CNN og USA Today á laugardag- inn hlýtur Bush 51 prósent atkvæða en Gore 40 prósent. Stjómmálaskýrendur benda á að svo virðist sem Gore hafi ekki getað nýtt sér reynslu sína í sjónvarps- kappræðunum til að komast fram úr Bush. A1 Gore er sagður hafa Gore þarfnast hjálpar Clinton forseti má ekki ekki koma upp á sviö meö Gore en hann má veita hjáip meö því aö gagnrýna Bush. breytt um aðferðir i kappræðunum og kjósendur hafi því séð þrjár út- gáfur af sama manni. Repúblikanar hafa notfært sér það óspart og þá ekki siður grínarar. Bush er sagður hafa verið sjálfum sér líkur í öllum kappræðunum. Nú er fullyrt að Bill Clinton verði nýtt vopn Gores í kosningabarátt- unni. Forsetinn fær reyndar ekki að koma upp á svið við hlið Gores þar sem hann minnir kjósendur á öll hneykslismálin sem hann er með í farteskinu. Auk þess vill Gore helst standa á eigin fótum. Clinton má hins vegar nýta öll tækifæri sem hann fær til að ráðast sjálfur á repúblikana og George Bush. Clint- on er meistari í kosningabaráttu og vill hjálpa til eins mikið og hann má. Stuttar fréttir Fagnað í Sarajevo Sarajevobúar fögnuðu í gær stuttri heimsókn Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, þangað i gær. Var þetta i fyrsta sinn sem júgóslavneskur leiðtogi heimsækir Bosníu frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði 1992. Kostunica átti við- ræður við háttsetta bosníska emb- ættismenn á flugvellinum í Sara- jevo. Ánægðir með skaðabætur Ættingjar fómarlamba Creutzfeld- t-Jacob-veikinnar lýstu yfir ánægju sinni í gær með áætlun breskra yfir- valda um að greiða þeim skaðabæt- ur. Yfir 70 manns hafa látist af völd- um veikinnar í Bretlandi. Miðflokkurinn sigraði Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, óskaði í gærkvöld Miðflokknum til hamingju með sig- urinn í sveitarstjórnarkosningun- um. Sigur flokksins þótti vís þegar búið var að telja 37 prósent at- kvæða. Eðlileg geislavirkni Geislavirknin inni í kafbátnum Kúrsk er eðlileg. Þetta kemur fram í vatnssýnum sem tekin voru í gær. Sýnin voru tekin gegnum gat sem norskir kafarar gerðu á skrokk kaf- bátsins 1 gær. Kjarnorkusprengja Kínverjar hyggjast nota kjarn- orkusprengjur til að sprengja göng gegnum Himalajafjöllin við gerð stærsta raforkuvers heims. Kanada Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti í gær að kosningar yrðu haldnar 27. nóvember næst- komandi. Forsætis- ráðherrann er nú með 20 prósentu- stiga forskot á andstæðinga sína í skoðanakönnunum. Fleiri Danir skipta um kyn Dönum sem vilja skipta um kyn fjölgar stöðugt. Árlega skipta nú 7 til 8 Danir um kyn. Sprengjuárás í Baskalandi Fangelsisstjóri lést í gær er sprengja sprakk undir bíl hans í bíl- skúr í Vitoria í Baskalandi. Schröder vinsæli poppari Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er orð- in poppstjarna í heimalandi sínu og gæti þénað 1 millj- ón dollara á laginu: Hol mir mal ‘ne Flasche Bier eða Færið mér bjór. Schröder lét þessi orð falla í sumar á heitum degi og grínarinn Stefan Raab notaði þau í sveitasöng. 360 þúsund plötur með laginu hafa selst. Páfi dregur sig í hlé Belgískur kardínáli skrifar í bók að Jóhannes Páll páfi kunni að draga sig í hlé eftir áramót. Kosningar i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.