Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 DV 9 Fréttir Stúlka fær milljón í bætur vegna vinnuslyss: Sögöu keil- Látin bera þriðjung tjónsins vegnaskulda DV AKRANESI________________________ Hæstiréttur hefur staöfest dóm Héraðsdóms Vesturlands frá í vor og dæmt ungri ungri konu, Sigurlinu Bjamadóttur, 1,1 milljón króna í bæt- ur auk dráttarvaxta vegna vinnu- slyss í versluninni Skagaveri á Akra- nesi 2. ágúst 1995. Auk þess er versl- uninni gert að greiða henni 450.000 krónur í málskostnað i héraði. Stúlkan vann við afleysingastörf í versluninni. Var hún að losa sorp inn í vörugám sem nýttur var til sorpgeymslu er hún rann til í bleytu á gólfi gámsins. Féll hún við og hlaut við það brot á liðfleti hnéskeljar. Kraföi hún Skagaver um skaðabætur og taldi aðstæður á vettvangi hafa verið á ábyrgð Skagavers og mistök annarra starfsmanna hafa orðiö þess vald- andi að hún hlaut meiðslin. Verslunin Skagaver var í héraði dæmd bótaskyld á grundvelli sak- arreglu og húsbóndaábyrgðar fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með vörugáminum og því starfs- fólki sem bar sorp í hann. Var verslunin látin bera ábyrgð á því að slysið var ekki tilkynnt lög- reglu eða Vinnueftirliti ríkisins og frásögn stúlkunnar lögð til grund- vallar niðurstöðum, enda sam- ræmdist hún frásögn vitna. I ljósi þess að stúlkan vissi eða mátti vita um aðstæður í gámnum var talið að hún ætti nokkra sök á því hvernig fór. Var hún því látin bera þriöjung tjóns síns sjálf. -DVÓ Keflavíkurverktakar tóku ekki keilusal í Keflavik upp í skuldir eins og sagði í blaðinu á dögunum. Salinn hafa þeir átt í áratug eða svo. Að sögn Braga Pálssonar, stjórnarformanns Keflavíkurverk- taka, sagði fyrirtækið upp leigu- samningi við Keilufélagið vegna skulda og munu Keflavíkurverk- takar tapa einhverjum fjármunum vegna þessara viðskipta. -DVÓ Almenn þátttaka í söfnuninni Göngum til góðs og gjafmildi við brugðið: Þau gengu götuna til góðs DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Þjófstart Krakkarnir sem söfnuðu í Vík þjófstörtuðu, en meö fullu leyfi, enda var þetta eini tíminn sem hentaði sveitakrökkunum. DV, STQÐVARFIRÐI, VIK, SELFOSSI:______ íslendingar voru rausnarlegir þegar sjálfboðaliðar gengu í hús um helgina og söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn til baráttunnar gegn alnæmi. Það má segia að sjálíboðaliðamir hafi gengið götuna til góðs, en söfnunarátakið heit- ir einmitt Göngum til góðs. Fjölmenni gekk tU liðs við Rauða krossinn við söfnunina og mætti fólkið góðum skilningi landsmanna. Ungt fólk jafnt og hið eldra fór af stað, sumir þjófstört- uðu, með góðfúslegu leyfi reyndar, og fóru af stað með „Göngum tU góðs“. Þetta gerðu tU dæmis nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Mýrdalshrepps, sem byijuðu klukkan 5 á föstudags- kvöldið en nokkrir krakkar fóru dag- inn eftir. Þetta þjófstart var vegna þess að sumir af þessum krökkum eru úr sveitinni vestan við VUt og það hentar þeim best að klára þetta áður en þau fara heim, að sögn Sigurðar Karls Hjálmarssonar, fréttaritara DV í Mýr- dal. Á laugardaginn gekk starfsfólk ís- lenskrar miðlunar á Stöðvarfirði í hús og safnaði fyrir landssöfnun Rauða krossms, en þar er safnað fyrir alnæm- issjúka í Afríku. AUir starfsmenn ís- lenskrar miðlunar tóku þátt í verkefn- mu, en fyrirtækið er annar stærsti vinnustaðurinn á Stöðvarfirði, með um 13 starfsmenn, að sögn Garðars Harðarsonar, fréttaritara á Stöðvar- firði. Ekki vildu Rauðakrossliðar tjá sig um hve mikið safnaðist þegar Garðar innti eftir því, en voru dijúgir og sögðu að vel hefði gengið. Sunnlendingar voru ötulir í söfnun Rauða krossins, bæði að safna og borga. Þátttaka í söfhun Rauða kross- ins „Göngum til góðs“ var prýðisgóð á Suðurlandi, að sögn Njarðar Helgason- DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Talið upp úr baukunum. Halldóra Gunnarsdóttir, svæðisstjóri RKÍ á Suðurlandi, telur uþþ úr bauk- um söfnunarliösins. ar, fréttaritara á Árborgarsvæðinu. Hann ræddi við Halldóru Gunnarsdótt- ur, svæðisstjóra RKÍ á Suðurlandi, sem sagði að hátt á annað hundrað manns hefði tekið þátt í söfnunarstarf- inu víðs vegar á Suðurlandi. Hún seg- ir að viðbrögð ibúa hafi alls staðar ver- ið mjög góð enda sé um gríðarlega mikið vandamál að ræða og að það sé nær en menn gruni. „Hvar verða menn staddir ef fer sem horfir víða í Afríku að heilu kynslóðimar nánast deyi út af völdum sjúkdómsins," sagði Halldóra. -JBP Gekk vel! Á myndinni er starfsfólk íslenskrar miðlunar á Stöövarfiröi ásamt fulltrúa Rauða krossins á staðnum, Þóru Björk Nikulásdóttur, sem er lengst til hægri i neðri röð. Sjálfboðaliðar ÍM sögðu að vel hefði gengið en vildu ekki nefna krónutölur. rt fi Jólastemningin hefst í Völusteini. Starfsfólk Völusteins kemst í jólaskapið langt á undan öðrum. Allt efni til jólaföndurgerðar er komið í hillurnar um miðjan september. Föndurblaðið Fimir fingur kom út um mánaðamót sept./okt., uppfullt af hugmyndum í haust- og jólafóndri. Námskeiðahaldið í haust hefur aldrei verið blómlegra. Vinsælustu námskeiðin eru, eins og fyrri ár, keramikmálun, trémálun, haustkransar, stórir jólasveinar eða englar. í ár einkennast jólin í Völusteini af litum i viktoríönskum stíl, stíl sem er mjúkur og fallegur. Vínrautt og flöskugrænt með miklu glimmeri. Flauel og glitrandi efiti eru mjög vinsæl, t.d. í jólakúlugerð eða til að sauma poka utan um vínflöskur. Námskeiðin i jólasveina- og englagerð eru einmitt í þessum stíl. Þá má segja að aldrei hafi verið meira og fallegra úrval af borðum en nú. Jólaenglamir í Fimum fingmm era einmitt gerðir úr borðum. Þeir sem vilja mála fyrir jólin verða ekki sviknir af jólakeramikinu. Þurrburstunin er aðferð sem var mjög vinsæl fyrir allmörgum árum og hefur aftur náð miklum vinsældum, enda hentar hún mjög vel á jólakeramikið. ^ Úrvalið af ómáluðum trévörum er óendanlegt, bæði þar sem er innflutt og það sem hannað er og framleitt hér á landi. Það vekur athygli að þeir hlutir sem hannaðir eru og ffamleiddir í Völusteini eru mun vinsælli en hinir innfluttu. Allir tréhlutir sem eru á námskeiðum eru hannaðir og ffamleiddir hér. Kortasaumur með útsaumstvinna er sérstaklega fallegt föndur. Saumað er í kort, svipað og „naglamyndimar“ fyrir allmörgum árum. Tvinninn myndar falleg munstur, annaðhvort heilsárs eða t.d. jólamynd. Kortið verður mjög persónulegt. Þessi saumur hefiir náð miklum vinsældum í ár. Þegar nær dregur jólafóstunni mun starfsfólk Völusteins verða með sýnikennslu á föstudögum eða laugardögum. VÖLUSTEINN Faxafen 14 • 108 Reykjavík • Sími 588-9505 Buxur-peysur-bolir, stakar stærðlr, kr. 990—1.990 Prince dúnúlpur, st. 36-44 nú 3.990 Donna dúnúlpur, st. 36-44 ]jL9@0 nú 4.990 Anorakkar m/hettu og úlpa m/hettu, 140-164 8.940 nú 4.990 Micro-íþróttagalli XS-XL nú 2.990 Reef-bandaskór- innískórst. 35-46, 50% afsl., nú 1.990— 3.490 Nóatúni 17 SPAR L SPORl r [toppmerki á lágmarksverði]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.