Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2000, Blaðsíða 28
Snyrtiborð, dúkkur, dúkkuvagnar, vöggur, þríhjól og bílar fyrir litlar dömur. Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun meö leikföng og gjafavönjr FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 The New York Times: íslensk rokktón- SSst á heimsvísu t Stórblaðið The New York Times fjallaði um íslenska rokktónlist í listakálfi sínum í gær og þar er lýst undrun á þeirri fjölbreytni sem tón- listin hefur upp á að bjóða. Höfund- ur greinarinnar telur hljómsveitina Sigur Rós með þeim bestu í heimin- um sem spila rokk í dag. í greininni er farið mörgum orðum um ís- lenska náttúru og telur höfundur að hún sé drifkrafturinn á bak við gróskuna í íslenskri rokktónlist. -Kip Sjá nánar bls. 36. DV-MYND KK Eldur í Hafnarfiröi Töluveröar skemmdir urðu á Véla- skemmunni hf. í Hafnarfirði ígær er eldur kom upp á verkstæðinu. Engin slys urðu á fólki. ' Kviknaði í verk- stæði Eldur kom upp í Vélaskemmunni hf. í Trönuhrauni í Hafnarfirði síð- degis í gær. Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu var kallað að verk- stæðinu og voru fjórir reykkafarar sendir inn. Þeir fundu upptök elds- ins og gekk slökkvistarfið vel, þrátt fyrir mikinn reyk og töluverðan eld. Engin slys urðu á fólki en skemmd- ir á verkstæðinu eru talsverðar. Einn maður var á verkstæðinu þeg- ar eldurinn kom upp og komst hann út heill á húfi. -SMK A6T ER i I ¦& DVMYND E.ÓL. Brotlenti á Reykjavíkurflugvelli Lítilli flugvél afgerðinni Cessna 172 RG hlekktist á við lendingu ð norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar um sexleytiö ígær. Fiugvélin lenti utan brautarinnar, en svo virðist sem hjólabúnaður hafí ekki verið niðri þegar hún lenti. Flugkennari og nemi voru í vélinni og sluppu báðir með skrekkinn. Milljón Víkingaskip til sölu: I • llara fley - fyrir íslending eftir siglinguna í kjölfar Leifs heppna Kanadíska stórblaðið The Chron- icle - Herald greinir frá því að vík- ingaskipið íslendingur sé til sölu, eða eins og stendur í blaðinu: Notað vík- ingaskip til sölu. Siglt 6.400 kílómetra og í góðu ásigkomulagi. Verð: Ein mflljón dollara. „í upphafi stóð ég i þessu aleinn. Hlutverk mitt var að smíða skipið og sigla því. Fyrir mér var New York endastöðin og nú vil ég selja skipið," segir Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóri íslendings, í samtali við The Chronicle - Herald, sagður staddur um borð í skipi sínu í höfhinni í New York. Ekki er ljóst hversu mikill áhugi meðal væntanlegra m W^m * samtali við DV: orðum Gunnars E I að gerast." hlut í höndunum [_________-\~<±~jWí~ »^- j j kjölfar LeLfs þar sem víkinga- íslendlngur tll sölu heppna vestur um skipið er. Ljóst er Fyrjr mér var New York endastöðin, naf nófst 17- 3*™* * hins vegar að fengi segjr skipstjórinn. Reykjavík og var Gunnar Marel millj- ¦ siglt til Grænlands, ón dollara fyrir íslending leystust mörg vandamál hans hér heima. Smíði skipsins var Gunnari Marel dýr og sem dæmi má nefha að það lenti á uppboði í byrjun árs en þá Nýfundnalands og endað í höfhinni í New York þar sem margir helstu framámenn íslendinga í stjórnmálum og menningarlífi tóku á móti Gunn- ari Marel og áhöfn hans. Nú er veisluhöldunum lokið og víkinga- skipið liggur bundið við festar í stór- borginni sem aldrei sefur. Um borð situr Gunnar Marel skipstjóri og bið- ur kaupanda sem er tilbúinn til að reiða fram eina milljón dollara fyrir gripinn. Að mati sérfræðinga er erfitt að meta hvers virði víkingaskipið ís- lendingur er í raun, en eins og einn þeirra orðaði það: „Thnbrið kostar lítið sem ekkert en þarna er á ferð- inni handverk sem fáir ráða við. Gunnar Marel er einn þeirra og nú er spurning hvort hann fer að fjölda- framleiða víkingaskip ef markaður- inn tekur við sér." -EIR Saman Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff við indverska hofið Taj Mahal ígær. Átök um 10 ára barn af Akranesi: Telpan áfram i fóstri DV-MYND URUS KARL Akureyri í gær. Þar sem Akranesbær hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Hér- aðsdóms Vesturlands, sem felldi úr gildi forræðissviptingu foreldra yfir 10 ára gamalli dótt- ur sinni og þeim aftur dæmt forræði dóttur sinnar, er ekki hægt að flytja barnið frá núver- andi fósturforeldrum sínum til Akraness., Sviðsett „Það er að sjálfsögðu búið að bjóða upp á umgengnisrétt foreldra við barnið," sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi. Barnið var tekið af foreldrum sín- um á Akranesi í janúar síðastliðnum eftir að Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fóður stúlkunnar sýkn- an saka af kynferðisbroti gagn- vart henni. Fyrir þremur árum dæmdi Hæstiréttur manninn í ársfangelsi skilorðsbundið í fimm ár fyrir sama brot en al- varlegri ákæru. Barnaverndarnefnd Akra- ness taldi öryggi telpunnar mynd. ógnað í fóðurhúsum og svipti því foreldrana forræði í janúar. Hér- aðsdómur taldi hins vegar barna- verndarnemd ekki hafa gert allt sem í hennar valdi var til þess að fylgjast með barninu í foreldrahúsum og felldi úrskurð barnaverndarnefhdar úr gildi. Gísli útskýrði að ekki yrðir hróflað við barninu fyrr en Hæstiréttur hefði kveðið upp sinn dóm, þar sem áfrýjun- in frestar réttaráhrifum dómsins. Að sögn Gísla var það ekki talið þjóna hagsmunum barnsins að flytja það þá daga sem líða milli þess að dómur var kveðinn upp þangað til áfrýjunarstefn- an verður lögð fram. Aðspurður hvort barnaverndar- nefhd hafi haft rangt fyrir sér í ákvörðun sinni um að taka barnið af foreldrum sínum svaraði Gísli: „Það telur héraðsdómurinn. En menn eru ekki sammála honum. Það er alveg ljóst að það eru greinilega skiptar skoðanir um málið." -SMK Fjöldi bíla fauk Margir flutninga- bílar og aðrar bifreið- ar fóru út af vegum á Norðurlandi vestra, í nágrenni Blönduóss, í nótt. „Þeir eru alls stað- ar. Ég hef ekki tölu á því hvað þeir eru margir," sagði lóg- reglumaður á Blöndu- ósi í morgun. Um eittleytið í nótt fór flutningabíll á hliðina í Víðidal og póst- bfll frá íslandspósti fór út af og lagðist á hliðina í Langadal á fimmta tímanum í nótt. Bflar fóru út af veginum í Vatns- skarði í nótt og margir bílar komust ekki upp Bakkaselsbrekkuna. Auk þessara fóru fleiri bílar út af vegum á þessu svæði en mikil hálka var á veg- um á Norðurlandi vestra í nótt og í morgun. Engin slys urðu á fólki.-SMK Vandaðar kveðjur XYfARWVÍDDIR Sími 569 4000 blOthef P-touch 9200PC Prentaöu merkimlöa beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98ogNT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.