Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 I>V Utlönd 11 Arafat heldur til fundar við Clinton í Washington á fimmtudag: rAVA> M€NNTP»F€inG ÖVGGINGnfilÐNflÐflfl Tveir Palestínu- menn skotnir til bana Israelskar hersveitir skutu í gær tvo Palestínumenn til bana á Gaza- svæöinu, að því er talsmaður á nær- liggjandi sjúkrahúsi greindi frá. Talsmaður Shifa-sjúkrahússins á Gaza sagði í gær að 28 ára gamall maður heföi orðið fyrir skoti í hjart- að nærri Kami-svæðinu sem skilur að landshluta ísraela og Palestínu- manna á Gaza. Sextán ára ungling- ur lést fyrr um daginn þegar hann fékk skotsár á höfuð í óeirðum við flóttamannabúðir Palestínumanna, al-Bureij, nærri ísraelsku landa- mærunum. Talsmenn ísraelska hersins báru fréttir af láti drengsins til baka og sögöu hersveitir þeirra hafa hæft hann í fótinn þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á ísraelskt yfir- ráðasvæði. Að minnsta kosti 173 hafa látist frá því að óeirðir milli ísraela og Palestínumanna hófust fyrir rúm- um fimm vikum en þar til í gær Með sigurmerkiö á lofti Arafat heiöraöi í gær minningu þeirra sem látist hafa í átökunum. hafði enginn fallið í átökunum í rúma tvo sólarhringa á undan. Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, þáði í gær boð Bills Clin- tons Bandaríkjaforseta um að hitta forsetann að máli í Washington á fimmtudag. Að sögn ráðagjafa Arafats, Nabil Abu Rdainah, er „heimsóknin mik- ilvæg þar sem hún er í tengslum við friðarferlið og áframhaldandi árásir ísraela á Palestínumenn". Bill Clinton hefur sagst munu reyna að leita leiða til að eiga við- ræður við Arafat og Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sinn í hvoru lagi til að reyna að binda enda á blóðug átök sl. fimm vikna. Pústrar og átök hafa haldið áfram undanfama daga og í gær skutu ísraelskar hersveitir á mótmælend- ur sem voru saman komnir við landamæri ísraels og Líbanons. Að sögn vitna særðist enginn í átökun- um. Kærkomin brjóstbirta Fiorence Cathiard, eigandi Chateau Smith Haut Lafitte í Bordeaux í Suöur-Frakklandi, bragöar hér á nýjum vínárgangi sem kynntur var í gær. Búist er viö aö hagstæö veðurskilyröi og góö uppskera í ár gefi af sér úrvals árgang. Loksins tilboð á myndatökum! Hringdu nuna! mt 11 fWi fAr I Finnbogi Ijósmyndari 562-1166 Auglýsing um sveinspróf í húsasmíði. Sveinspróf í húsasmíði verður haldið 28.-30. janúar 2001. Umsóknarfrestur ertil 1. desember. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Með umsóknum skal leggja fram afrit af burtfararskírteini skóla og námssamningi. Þeir sem Ijúka námi á yfirstandandi önn þurfa ekki að leggja fram burtfararskírteini. Upplýsingar og umsóknareyóublöð liggja frammi hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg 1,1. hæð, Reykjavík, sími 552 1040, fax 552 1043. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Menntafélagsins: www.mfb.is Útgerðapmenn, bændur, verktakar og aðrir VIR fyrirLYFTUR tæki og vélar Höfum ávallt á lager ýmsar gerðir víra. • Stálvír ■ Kranavír ■ Riöfrír vír Göngum frá endum í samræmi við óskir kaupenda. Netagerð Jóns Holbergssonar ehf Hjallahraun 11, 220 Hafnarfjörður sími: 555 4949

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.