Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Síða 10
10 Tælenskur matur Take away Frí heimsending 561-29-29 Thal Expt*ess Laugavegi 126 105 Reykjavik Sími 561-29-29 Fax 561-11-10 e-mail: thai-express@simnet.is Sólar- og öryggisfilma á hús og bíla. Hlerar gegn fárviðri og þjófafélaginu. Sterk og ódýr, örugg, t.d. fyrir kjallaraglugga. Uppsetningarþjónusta ef óskað er. Dalbrekku 22 - sími 544 5770 Útlönd MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 DV Vafasöm íhlutun forseta í kosningum í Aserbaídsjan: Sonurinn verði skipaður nýr forseti Svo gæti farið að í kjölfar þing- kosninga, sem fram fóru í fyrrum sovétlýöveldinu Aserbaídsjan í gær, færu völdin í landinu úr höndum fóður til sonar. Vestrænir eftirlits- menn hafa lýst kosningunum sem svindli. Forseti Aserbaidsjan, Haídar Aljev, gaf í skyn eftir kosningamar að sonur hans, Ilham, yrði hugsan- lega næsti forseti landsins ef hann kysi að láta af störfum fyrr en áætl- að var fyrir aldurs sakir. Forsetinn er 77 ára gamall. Opinberir embættismenn í stjórn- arflokki landsins hafa gengið lengra en forsetinn og tekið af allan vafa um hvernig túlka beri orð forsetans. Áróðursherferð hefur verið hrundið af stað þar sem sonur forsetans er kynntur sem nýr arftaki. Háttsettur embættismaður í vest- rænni eftirlitsnefnd, sem fylgst hef- ur meö kosningunni, sagði að ekki hefði verið farið eftir kosningalög- Artur Rasizade forsætisráðherra og stjórnarliöi í Aserbaídsjan. um og að óreiða og svindl hefði ein- kennt kosningamar. Aserar hafa aö undanfórnu sóst eftir aðild að Evrópuráðinu sem rækir mannréttinda- og lýðræðis- mál í álfunni. Hafa stjórnmála- skýrendur bent á að framganga stjórnvalda í kosningunum í gær muni setja svip sinn á ákvörðun ráðsins um að heimila Aserum að- ild. í fyrstu þingkosningum í land- inu, eftir að Sovétríkin liðu undir lok, sátu stjórnvöld einnig undir ámæli og ásökunum um kosninga- svindl. Athyglin beindist að ILham Aljev þar sem hann mætti ásamt föður sínum, forsetanum, á kjörstað í mið- borg Baku í gær. Þegar forsetinn var spurður hvort hann sæi son sinn fyrir sér sem nýjan forseta landsins svaraði hann: „Hann er ekkert smábam ... hann ákveður það sjálfur.“ Kjörtímabil forseta nær til 2003. Táragas í Ramallah Palestínskir mótmælendur reyna að forða sér undan táragaskúlum sem ísraelskir hermenn skutu að þeim sl. föstudag í bænum Ramallah á Vesturbakkanum. Til óeirða kom í bænum á föstudag. Bush-bræður gera lokaatlögu að Flórída George Bush, frambjóðandi repúblikana til bandarísku forseta- kosninganna, ferðaðist um Flórída- fylki í gær í úrslitatilraun til að ná meirihluta kjósenda fylkisins á sitt band fyrir kosningamar nk. þriðju- dag. Skoðanakannanir hafa ýmist sýnt að fylgi Bush og Gores í fylkinu er hnífjafnt eða fylgi Gores hefur mælst ívið meira. Yngri bróöir Bush, Jeb, sem jafnframt er ríkisstjóri í Flórida, ferðaðist með bróður sínum Kosningaforinni var heitið um West Palm Beach og þaðan til Mi- ami, Tampa og Orlando. „Við erum að ferðast um þetta stóra ríki í dag með ein skilaboð. Náum í atkvæðin. Kjósendumir eru þarna," sagði George Bush á kosn- ingafundi sem efnt var til á flugvell- George og Jed Bush Ríkisstjórinn og forsetaframbjóðandinn á útifundi. inum í West Palm Beach í steikj- andi hita. Kannanir sýna að fylgi Gores er ívið meira en fylgi Bush í ríkjum á borð við Kaliforníu og New York þótt fylgi Bush mælist enn þá tveim- ur prósentum meira þegar litið er til landsins alls. Stjómmálaskýrend- ur hafa því bent á mikilvægi þess að Bush nái meirihlutakosningu í Flór- ída en fylkið hefur á að skipa 25 af 270 atkvæðum kjörmannaráðsins sem þarf til að ná meirihluta í for- setakosningunum. A1 Gore, frambjóðandi demó- krata, dvaldist í Fíladelfíu í gær þar sem hann ávarpaði m.a. 1500 manns sem voru samankomin á kosninga- fundi í Fairmont Park. Búist er við því að allt að 100 milljónir manna sniðgangi kosning- arnar. Mubarak meft meirihluta Forseti Egypta- lands, Hosni ■ Mubarak, og stjórn- I - ' , f arflokkur hans unnu yfirgnæfandi meiri- í hluta i annarri um- M ferö þingkosninga ■ v • sem fram fóru í land- Líðan Ingiríðar óbreytt Líðan dönsku drottningarmóður- innar, Ingiríðar, er óbreytt en heilsu hennar tók að hraka fyrir nokkrum dögum og hefur hún verið rúmliggjandi að undanförnu. Ingiríður varð níræð á þessu ári. Sprenging í Estoniu Bandaríski auðkýfingurinn Gregg Bemis, sem kafaði niður á flak farþegaferjunnar Estoniu sem liggur á hafsbotni I lögsögu Finn- lands, segir hugsanlegt að spreng- ing hafi orskakaö það að ferjan fórst. Gríski mannræninginn sem rændi rútu í Aþenu á fostudag og sleppti eftir tveggja daga umsátur lögreglu framdi í gær sjálfsmorð með því að henda sér út um glugga á sjöundu hæð á lögreglustöð þar sem hann var í haldi. í tengslum vift þjóðina Tony Blair ítrek- aði í gær aö hann væri í tengslum við bresku þjóðina þrátt fyrir aö neita að lækka olíuskatta til að koma upp á móti olíuverðshækkun- um að undanförnu. Olía í sjóinn Brasilíski olíurisinn Petribras hefur. enn sætt ámæli fyrir að menga strendur Brasilíu. í gær fóru um 50.000 lítrar af hráolíu í sjóinn í Sao Sebastiao-flóa þegar olíuskip frá félaginu rakst á steinblokk á hafnar- garðinum. í júlí á þessu ári varð mesta mengunarslys í Brasilíu síð- ustu 25 ár þegar um 1 milljón lítra af olíu rann í sjóinn við strendur landsins. Talar til pólitíkusa Jóhannes Páll páfi II sagði í ræðu við messu í Vatíkaninu í gær að stjórn- málamenn ættu að byggja vinnu sína á ótakmarkaðri og óeigingjarnri ást. Bað hann þá um að leysa vandamál sin framveg- is með rökræðu fremur en ofbeldi. „Lifið í pólitíkinni og í þjónustu við aðra,“ sagði páfí. Á fjórfta rými Kúrsks Kafarar náðu að fjórða rými kjarnorkukafbátsins Kúrsk i gær en skemmdir á þeim hluta reyndust það miklar að ekki var unnt að að ná fleiri líkum úr kafbátnum að svo stöddu. Taismaður Norðurflotans rússneska sagði að kafarar yrðu fyrst aö komast fyrir brotajárn sem hindraði aðgang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.