Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 17
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Þverhoiti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Augiýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoidarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbírtingar af þeim. Kosið um forseta Bandaríkjamenn, að minnsta kosti þeir sem hirða um kosningarétt, ganga á morgun, þriðjudag, að kjörborði til að velja sér nýjan forseta. Valið stendur á milli tveggja manna, frambjóðenda sem eiga meira sameiginlegt en það sem sundrar þeim. George W. Bush, ríkisstjóri Texas, og A1 Gore varafor- seti, sem gera sér báðir vonir um að ná völdum í Hvíta húsinu, hófu kosningabaráttuna með þvi að beina athygl- inni að málefnum, en eftir því sem kjördagurinn hefur færst nær hafa hefðbundin bellibrögð almannatengslafull- trúa og auglýsingasnillinga ráðið ferðinni. Úrslit forseta- kosninganna munu því ekki ráðast af málefnum heldur af snjallri auglýsingamennsku. Slíkt er miður því liklega hafa Bandarikjamenn aldrei þurft jafnmikið á því að halda að kjósa sér forseta sem hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að gripa til nauðsynlegra ráðstafana til að leysa vandamál sem ekki er hægt að lýsa með öðrum hætti en sem tímasprengjum. Síðasti áratugur hefur verið góður fyrir Bandaríkin í efnahagslegu tilliti en góðærið hefur því miður ekki verið notað til að ráðast að meinsemdum og vandamálum. Hvorki Bill Clinton forseti né meirihluti repúblikana á þingi hafa haft pólitískt þrek eða burði til að grípa til ráð- stafana sem öllum er þó ljóst að gera þurfi. Þvert á móti hafa menn kosið að ýta vandanum á undan sér. Breska tímaritið The Economist bendir á í liðinni viku að líklega hafi næsti forseti Bandaríkjanna síðasta tæki- færið til að ráðast að rótum vandamála sem eru mesta ógnun sem steðjar að landinu, án þess að valda of miklum sársauka. Að óbreyttu mun almannatryggingakerfið verða gjaldþrota á næstu áratugum og á sama tíma er opinbert menntakerfi i verulegum vandamálum; nær fjórðungur nemenda á síðasta ári í menntaskóla er ólæs. Á næstu tveimur áratugum mun kostnaður við al- mannatryggingakerfið og heilbrigðisþjónustu margfaldast og flöldi vinnandi fólks til að standa undir kerfrnu mun lækka úr þremur til íjórum á hvern lífeyrisþega í tvo. Verði ekkert að gert neyðast stjórnvöld til að skerða rétt- indi ellilífeyrisþega eða hækka skatta verulega. Hvort tveggja getur haft alvarlegar afleiðingar. Til að auka enn vandann glímir bandarískt skólakerfi við mikil vandamál sem í framtíðinni hefur veruleg áhrif á framleiðni vinnu- afls, sem aftur gerir vanda almannatryggingakerfisins meiri. í fyrstu voru frambjóðendurnir tveir tilbúnir til að benda á leiðir úr út þeim ógöngum sem Bandaríkin eru komin í. Bush vill fara leið markaðarins með því að láta fólk bera meiri ábyrgð á framtíðinni, en Gore vill nýta af- ganginn á fjárlögum til styrkja kerfið. Báðar hugmyndim- ar fresta vandanum en leysa hann ekki. Síðustu vikur kosningabaráttunnar hafa hins vegar verið nýttar í annað en málefnin og afleiðingin er sú að Bandaríkjamenn munu ekki velja sér forseta eftir málefn- um. Á meðan brennur Róm. Bill Clinton, sem lætur af embætti forseta í byrjun komandi árs, hafði tækifæri til búa í haginn fyrir framtíðina en aðhafðist ekkert. Þess vegna er verkefhið stærra og erfiðara viðfangs og þess vegna skiptir það Bandarikin mestu að næsti forseti hafi pólitískan kjark sem núverandi forseti hefur ekki búið yfir. Óli Björn Kárason MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 I>V Skoðun Stöndum vörð um landbúnaðinn Táknrænn fundur „Blaöaraannafundur landbúnaðarráðherra i Kreddur kalda stríðsins Viða er pottur brotinn í málefnum námsmanna. Námslánin endurspegla ekki raunverulega fram- færsluþörf, húsaleigubætur skerða námslán og hús- næðisekla kemur illa við marga ásamt himinháu leiguverði. Háskólinn er og hefur verið fjársveltur til tjóns undanfarin ár og stjórnvöld sniðganga kröfur kennara um launahækkan- ir og flótti þeirra í önnur störf eykst. Námsmenn eru fastir í neti íhaldsins sem Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaOur og fram- kvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar farið hefur með menntamálin um allt of langt skeið. Bætt kjör námsmanna Undirritaður hefur ásamt nokkrum þingmönnum Samfylking- arinnar lagt fram á Alþingi þingsá- lyktunartillögu þar sem ríkisstjórn- inni er falið að bæta kjör náms- manna. Þar er m.a. sérstaklega tekið á ofantöldum þáttum, enda bitnar núverandi ástand harkalega á efnam- inna fólki, bamafólki og námsmönn- um utan af landi. Mikið óréttlæti felst í því að skattleggja húsaleigu- bætur á meðan vaxtabætur eru skattfrjálsar og hefur Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, lagt fram fmmvarp til laga um tekju- og eigna- skatt þar sem skattlagning húsaleigubóta er afnumin. Um leið og ljóst er að við verjum miklu minna fé til skólamála en aðrar þjóðir þá vilja stjómvöld ekki verða við kjarabótakröfum kennara. Heldur er al- mannafé dælt í einkaskóla þar sem skólagjöld bætast ofan á ríkisgreiðsl- urnar i stað þess að byggja upp fyrsta flokks almennt skólakerfi. Fjármagn er sett í einkaskóla til að efla nám fyrir bestu nemendurna en almenna kerfið svelt og verður æ verra. Afleiðingin er atgervisflótti kennara í önnur störf og skólar sem standast erlendan samanburð æ verr. Aðför að námsmönnum Það er aðfór að þeim námsmönn- Sverrir Jakobsson sagnfræðingur ritar kjallara í DV 31. okt. þar sem hann skammar ungliða Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar fyrir já- kvæða afstöðu þeirra til Atlantshafs- bandalagsins. Afstaða ungliðanna túlkar þá trú að alþjóðasamfélagið eigi að búa yfir úrræðum tO að stöðva morðhunda þessa heims - en af þeim er víst nóg eins og ljóst má vera af fréttaflutningi. Gatslitnar kennisetningar Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á því þá er NATO einfaldlega eina alþjóðastofnunin sem hefur mátt tU að stöðva hemaðartilburði harðstjóranna. Aðeins NATO hefur allt í senn, pólitískan vUja og umboð, auk hernaðarlegrar getu til að verj- ast alþjóðlegum voðaverkum. Aðrar alþjóðastofnanir í okkar heimshluta eru einfaldlega getulausar þegar til átaka kemur. Sameinuðu þjóðimar eru því miður máttlausar eins og dæmin sanna og komast sjaldan að niðurstöðu í tæka tíð. Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu hefur aldrei haft pólitískt umboð tU annars en eftirlits, og Vestur-Evr- ópusambandið er með öllu getulaust. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki. Það er því sorglegt tU þess að vita að uppi á íslandi sé enn tU fólk sem er svo forpokað i kreddum kalda stríðsins að það sér bara rautt þegar NATO ber á góma. Sökum pólitískr- ar innrætingar kappkosta íslenskir sósíalistar því að lappa upp á gat- „Aðeins NATO hefur allt í senn, pólitískan vilja og umboð, auk hernaðarlegrar getu til að verjast alþjóðlegum voðaverkum. Aðrar alþjóðastofnanir í okkar heimshluta eru einfaldlega getulausar þegar til átaka kemur. “ „Fjármagn er sett í einkaskóla til að efla nám fyrir bestu nemenduma en álmenna kerfið svelt og verður œ verra. Afleiðingin er atgervisflótti kennara í önnur störf og skól- ar sem standast erlendan samanburð œ verr. “ - Frá ný- legri kjaramálaráðstefnu Kennarasambands íslands. um sem þurfa að vera á leigumark- aði að hækka vexti af lánum tU leiguíbúða sem árum saman hafa verið 1% og gert mögulega uppbygg- ingu námsmannaibúða og hóflega leigu námsmanna. Ef hækka á vext- ina blasir það við að annaðhvort hækkar leigan hjá námsmönnum verulega eða dregur úr uppbyggingu leiguíbúða. Því er lögð á það áhersla í tillög- unni að vextir af leiguíbúðum hækki ekki. Verði um hækkun aö ræða er brýnt að mæta henni með sambærUegri hækkun húsaleigu- bóta og byggingarstyrks tU félaga- samtaka sem standa að uppbygg- ingu leiguibúða. Ástandið var afar slæmt í fyrra og mörgum námsmönnum tókst ekki að fmna sér fast húsnæði áöur en skóli hófst, eða urðu að láta sér lynda óviðunandi herbergjakompur á himmháu leiguverði sem teljast ekki tU mannabústaða. Allt bendir tU þess að ástandið verði verra í ár og Alþingi verður að grípa tU mark- vissra aðgerða tU að snúa þessari þróun við sem stefnir í óefni. Björgvin G. Sigurðsson Menn hafa alllengi þráttaö um réttmæti þess að flytja inn nýjar norskar kýr til landsins. Gamli kúastofninn okkar þykir mörgum ekki nógu arðgefandi. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fékk það í arf frá forverum sínum í ráðherrastóli að taka ákvörðun. Sú ákvörðun liggur nú fyrir. ijósinu á Syðra-Ármóti var um margt táknrænn. Ráðherra, sem þóttist hafa verið djúpt hugsi yfir hvað gera skyldi gafst þar upp án skýr- inga fyrir þrýstingi meintra hagsmun- aðUa. Um leið glataði hann tækifæri til að reisa merki nýrrar hugsunar um að- gát við erfðablöndun. Á sama tíma hrannast upp spurningar um kúariðu og fleiri viðlíka vandamál sem vísinda- heimurinn á engin svör við.“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. þingmaður, í Mbl. 2. nóv. Hvað kostar breiðbandið? „Er hagnaður eða tap á því? Er rekstrinum haldið aðskildum frá öðrum rekstri Símans og gerður upp sérstak- lega? Hefur farið fram óháð mat á því gjaldi sem sjónvarpsþjónustan greiðir fyrir aðgang að breiðbandi Símans og öðrum þeim gagnaflutning- um til samanburðar sem Síminn inn- heimtir gjald fyrir? Með öðrum orð- um: Er breiðvarpið verðlagt í sam- ræmi við kostnað og aðra þjónustu Símans af svipuðum toga? Hvers vegna er það hlutverk opinberrar stofnunar eins og Símans að flytja inn og dreifa erlendu sjónvarpsefni í sam- keppni á fjölmiðlamarkaði?" Stefán Jón Hafstein í Degi 1. nóvember. Heilbrigðisþ j ónustan „Aukin samkeppni myndi gera neytendum þjónustunnar ljóst hvers þeir eiga að geta krafist og um leið hjálpað þeim til að skilja hvað þjón- ustan kostar í raun og veru þvf það er alltaf einhver sem borgár brúsann. Þetta er töluverður ávinningur sem vert er að leggja sig eftir." Úr forystugreinum Viöskiptabiaésins 1. nóvember. slitnar kennisetningar sín- ar og veiða þaðan upp hverja rökleysuna á fætur annarri gegn afskiptum al- þjóðasamfélagsins. Ódýr afstaða Ungliðarnir hafa með samþykktum sínum stutt við það friðarferli sem átt hefur sér stað 1 okkar heimshluta undanfarna hálfa öld. Það sama er þvf miður ekki hægt að segja um ungu sósíalistana. Samkvæmt þeirra boðum — hefði alþjóðasamfélagið átt að sitja með hendur í skauti og láta sér nægja að andvarpa í hneykslan í stað þess að grípa til aðgerða meðan Slobodan Milosevic dundaði sér við að murka lífið úr Kosovo-Albönum. Það er ódýrt að slá um sig með frið- arhjali á Islandi en afleiðingar þeirr- ar stefnu geta því miður orðið skelfi- legar fyrir umheiminn. Það getur í sjálfu sér verið bæði fallegt og göfugt að hafna í prinsipp- inu öllu stríðsbrölti, sama hver tU- gangur þess er. Slík afstaða gæti meira að segja gengiö upp í friðsæl- um heimi. En því miður eru enn þá til þeir valdhafar sem herja á sam- bræður sína. Að láta þá vaða uppi mótspyrnulaust er ekki bara móðg- un við sjálfa friðarhugsjónina heldur í raun glæpur gegn mannkyninu í heild. Þannig væri miklu nær að gagnrýna NATO fyrir að bregðast of seint og of vægt við þjóðern- ishreinsunum - til að mynda þeim sem átt hafa sér stað á Balkanskaganum undanfarinn áratug. Sósíalismi í einu landi Það er dálítið merkilegt^. að þurfa að boða íslenskum sósíalistum samfélagsleg gildi. Að reyna aö sannfæra þá um að það sé ekki bara Eiríkur Bergmann réttlætanlegt heldur beinlín- Einarsson is skylda okkar sem mann- stjórnmáiafræóingur. eskjur að vernda þá sem minna mega sín. Það er furðulegt að þurfa að benda þeim á að þegar ógnarstjórnir ráðist gegn þegnum sínum þá beri alþjóðasamfé- laginu að grípa í taumana og stilla til friðar þar sem því verður við komið. Ein skýringin á skeytingarleysi hérlendra sósíalista gæti verið að þeim fmnist sem hin samfélagslegu gildi nái einfaldlega ekki út fyrir landsteinana. Að þar gildi einhver allt önnur lögmál en innan , landamæra okkar. Þetta er svona í takt við pælingu Stalíns um sósíal- isma í einu landi. Maður hlýtur að spyrja sig hvað hafi eiginlega orðið um alþjóðahyggju verkalýðsins. Önnur skýring gæti falist í því að innræting kalda stríðsins sé enn svo ráðandi að íslenskir sósialistar hreinlega þoli ekki NATO sem slikt. Ef svo er þá gerast þeir um leið sek- ir um afar banvænan hégóma. Eiríkur Bergmann Einarsson Án athugasemda „Ég hef gengið fram með þetta mál án nokk- urra athugasemda frá æðstu mönnum í flokkn- um. Ég kynnti það í rík- isstjóm og þar tóku menn fullt tillit til þess að ég var að fara þama að reglum. Það er aðalatriði málsins. Menn hafa verið að álykta af miklum tilfmningahita i Vestmannaeyjum og mjög óyfirvegað sem kemur mér mjög á óvart. Það er alveg ljóst að þessi ályktun er gerð án þess að aðalatriði málsins væm kynnt fyrir þvi ágæta fólki sem þama hefur verið á fundi.“ Sturla Böövarsson samgönguráöherra í Degi 3. nóvember. Matur er mannsins megin segir ís- lenskur málsháttur. - Fréttir af mat- vælaframleiðslu sem berast utan úr heimi þessa dagana vekja óhugnað og ótta alira þeirra sem er ekki sama um hvað þeir láta ofan í sig. Fréttir af því að þrjár verslunarkeðjur í Frakklandi hafi skýrt frá því að í síðustu viku hafi þær selt kjöt af gripum úr hjörðum sem sýktar voru af kúafári. Kjötinu hafði verið smyglað í sláturhús. Frönsk dagblöð flettu ofan af nýju matvælahneyksli sem heilbrigðisyf- irvöld í Fríikklandi hafa reynt að þagga niöur, þar kom fram að tugir tonna af úldnu andakjöti voru gerðir upptækir hjá heimsfrægu niðursuðu- fyrirtæki. Það var ekki aðeins að í sex þús- und glösum af andakjöti væri kjötið úldið, heldur voru fitjar og fjaðrir nýttar til að drýgja andakæfuna. - „Landbúnaður er og verður mikilvœgur þáttur í at- vinnulifi þjóðarinnar og hann hefur fyllilega lagt sitt af mörkum til betri lífskjara í landinu. Það er því mik- ilvægt að tryggja og treysta íslenskan landbúnað og skapa þeim er landbúnað stunda sem besta afkomu. “ Meö og á móti Drífa Hjartardóttir alþingismaöur Peningaþvætti kom þarna einnig við sögu. Fréttir af kúariðu í Bretlandi og þeirri stað- reynd að embættismenn og ráðamenn í Bretlandi hafa breitt yfir vitneskju af þeirri hættu sem fólki stafar af því að neyta mat- væla framleiddra úr sýktu kjöti. Óprúttnir menn svífast einskis ef í augsýn er gróði, hvort sem það er að smygla sýktum matvæl- um eða við sölu og smygli á eiturlyfj- um. Þeim er alveg sama um það hverjar afleiðingamar verða. Þeir hugsa ekki um þær þjáningar og sorg- ir sem afleiðingar athafna þeira leiða yfir fólk. íslensk matvælaframleiðsla Því er það mikilvægt að neytendur hafi alltaf aðgang að hollum og góð- um matvælum. Mikið og gott eftirlit er með matvælaframleiöslu hér á landi. íslenskir bændur og afurða- stöðvar þeirra hafa ávalit lagt metn- að sinn í að framleiða fyrsta flokks vöru - matvöru sem er laus við auka- og eiturefni. Miklcir kröfur hafa veriö gerðar til bænda um aukna hagræðingu í rekstri. Það hafa þeir svo sannarlega gert. Þeir hafa leitað allra þeirra leiða sem tiltækar eru til hagræðing- ar. Búin stækka ár frá ári og að sama skapi fækkar framleiðendum. Mikið áhyggjuefni er hve tekjur bænda fara lækkandi þrátt fyrir mikla vinnu og viðveru. Á svæði Búnaðarsambands Suðurlands á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 1999 til sama tíma árið 2000, hefur búum með greiðslu- mark fækkað um 27 eða úr 410 í 383 bú. Hins vegar hefur heildargreiðslumark svæðis- ins haldist og rúmlega það sem þýðir að þau kúabú sem eru í rekstri eru að stækka og það allmikið. Á tólf mánaða tímabili stækkar meðalkúabú um 9% á svæðinu, úr 89.000 lítrum í tæplega 97.000 lítra framleiðslu. Landbúnaður - byggöastefna Landbúnaður er og verður mikil- vægur þáttur í atvinnulífi þjóðarinn- ar og þann hefur fyllUega lagt sitt af mörkum tU betri lífskjara í landinu. Það er því mikUvægt að tryggja og treysta íslenskan landbúnað og skapa þeim er hann stunda sem besta af- komu. Miklar framfarir hafa orðið í land- búnaði hvað varðar tækni og kunn- áttu. Kornrækt er í örum vexti í land- inu þótt hún njóti ekki opinbers stuðnings í þeim mæli sem gerist í ná- lægum löndum, en hér er hún vist- vænni og eiturefnalaus en bændur í nágrannalöndum okkar verða að eitra akra sina margsinnis yfir vaxtartim- ann. Stefnan í landbúnaðarmálum er líka nátengd byggðamálum. Þau verða ekki leyst án öflugs landbúnaðar. Landbúnaðarframleiðslan hefur afar mikla þýðingu sem undirstöðuat- vinnuvegur í hinni dreifðu byggð landsins. Hagsmunir bænda og neyt- enda fara saman og því ber okkur að standa vörð um islenskan landbúnað. Drífa Hjartardóttir WtmTmwTm herra í kúamálinu rétt? Mikilvægir hlutir gleymast Þetta snýst um tilraun j „Ég vil fyrst sjá hvað islenska kyn- I ið getur gert við RiltfSi bestu aðstæður, þá held ég að raunin veröi sú að það sé ekki endi- lega víst að við græðum mikið á þvi að taka norsku kýrnar. Ég hef varað við einu sem ég er hræddur um að geti gerst og er þess vegna ekki áfjáður i að gera þessa tilraun. En það er að upp úr standi þegar búið er að skoða nythæðina eftir kýrnar í eitt mjaltaskeið að þær norsku hafi mjólkað meira heldur en þær íslensku, meðal annars vegna þess að þær eru meira bráðþroska en þær islensku. Dr. Stefán Aöalsteinsson þúfjórfræöingur. Og að það verði farið eftir nytinni sem kemur úr kúnni á hverjum degi og það verði látið ráða alfarið eða að mjög miklu leyti því það er fyrir það sem bóndinn fær krónurnar í vasann. En aðr- ir mikilvægir hlutir gleym- ast, eins og það að íslenska mjólkin er betri til ostagerð- ar og kannski á hún sinn þátt í því vegna efnainni- halds hennar að íslendingar hafa verið með minni sykursýki heldur en aðrar þjóöir. íslenska mjólkurkýrin skilar miklu miðað við þunga og stofninn er búinn að aðlagast landinu vel eft- ir 1100 ára sambúð við það.“ r„Þetta var tví- mælalaust rétt ákvörðun og tíma- bær, alls ekki málamyndaá- kvörðun þvi þetta er akkúrat það sem steftit var aö alian tímann. Það sem kynnt var i gær var allt tekið fram í um- sókn okkar fyrir tveimur og hálfu ári og það tók ráðherra þennan tíma að ganga úr skugga um að þetta væri rétt. Þetta snýst um tilraun. Þetta snýst um að gera samanburð á af- uröasemi íslensku mjólkurkúnna miöað við annað kyn. í harðnandi samkeppnisheimi er grundvallarat- riði að kanna með hvaða fram- Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri landssamþands kúaþænda. leiðslutæki við erum í hönd- unum. Við erum með gam- allt og gott kyn í landinu og það stendur alls ekki til að skipta þeim út. Þetta snýst um samanburðartilraun og það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að gera neitt við íslensku kýrnar, sú ákvörðun verður ekki tekin fyrr en niðurstöður þessara tilráuna liggja fyrir. Sumir hafa trú á að íslensku kýmar geti fyllilega staðið jafnfætis erlendum kúm. Ef niðurstaðan leiðir það í ljós þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur, við munum alltaf tryggja það að íslenskar kýr verði til staðar á íslandi." -NH Námsmenn í neti íhalds »«**■*>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.