Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 Fréttir DV 150 þúsund rjúpur skotnar í fyrra: Veiðimonnum fjolg- ar en rjúpum fækkar Dagróðrarsjómenn óánægðir: Aflinn hrapar um helming DV. SNÆFELLSNESI: Næstum sex vikur eru liðnar af rjúpnaveiðitímanum og veiðin hef- ur alls ekki gengið vel. Tíðarfarið hefur verið mjög hagstætt fyrir fuglinn en ekki fyrir þann fjölda veiðimanna sem hefur ætlað að ná sér í soðið. Erfitt er að henda reið- ur á þvi hve mikið hefur verið skotið en líklega eru það nokkur þúsund rjúpur. í fyrra veiddust um 150 þúsund rjúpur yfir allt landið en þessar tölur voru að koma í ljós núna síðustu daga, enda hafa skot- veiðimenn verið að skOa inn veiði- Gunnar Bender blaðamaður skýrslum fyrir síðasta veiðiár. Skotveiðimenn sem DV hefur rætt við víða um land segja flestir sömu söguna: minni rjúpa en í fyrra og engin stórveiði. Auðvitað hefur einn og einn veiðimaður fengið góða veiði; það er líka alltaf gangurinn i þessu. En sögur af mikilli veiði heyrast ekki á hverj- um degi og þeir sem fá góða veiði eru þeir sem þekkja svæð- ið eða fá jafnvel að skjóta á einhverjum ákveðnum góð- um svæðum. Síðustu daga hefur veðurfarið breyst á stórum hluta landsins en kannski ekki alveg nógu mikið fyrir rjúpnaveiði- menn sem vilja meiri snjó og kulda. „Veiðin hef- ur gengið mjög mis- jafn- lega það sem af er Ný sending! 3 Úrval af skemmtilegum smáhlutum Sérverslun með gamla muni og húsgögn Langholtsvegi 130, sfmi: 533 33 90 Misjöfn veiöi Rjúpnaveiðimenn hafa farið víða til rjúpna það sem af er veiðitíman- um og veiðin ver- ið misjöfn. Einn og einn hefur fengið góða veiði en í fyrra voru skotnar um 150 þúsund rjúpur. h I veiðitím- anum og mesta veiðin sem ég hef frétt af var fyrir vestan. Þar voru menn aö fá þetta á milli 20 og 30 rjúpur yfir daginn," sagði Áki Ár- mann Jónsson, veiðistjóri á Akur- eyri. „Yfirleitt eru það tvær fyrstu vikumar sem gefa best en i fyrra veiddust um 150 þúsund rúpur yfir allt landið hjá þeim sem skiluðu inn veiðiskýrsltun. Okkur hafa verið að berast tölur núna síðustu vikurnar og þetta er að skýrast SPENNANDI OG OÐRUVISI HÚSGA GNAÁKLÆÐI! A K LÆ Ð I SÍMI 555 3986 / 897 6666 HJALLAHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA13 -18 FÖSTUDAGA13 -16 lít J)jói.niynd.ai.toj-a cJ^zytzjcujL u Jínnljocji aiin.0ii.on (fÓJodai fjóítnij nd.ii. JíjEij-íiLjötu iO’j - 2. fiæci cSuní 562 1/66 - £62 6636 með veiðina. En veiðin núna hefur oft verið betri.“ Þarf bara ekki að friða rjúpuna meira? „Nei, alls ekki, friðun getur líka virk- að öfugt og þetta er alveg nóg þar sem er friðað núna. Náttúruleg afEoll verða alltaf mest fyrstu tvær vikur veiðitímans," íV' sagði Áki Ármann. Otrúlegustu menn sem I JS borða rjúpu „Við bíðum eftir * » að veðurfarið breytist og kólni og frysti, þá þéttir rjúpan sig og hún hættir I ætinu i efstu fjöllum," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags ís- lands, sem enn þá hefur veitt lítið eins og fjöldi veiði- manna. „Ég er alltaf í sambandi við rjúpnaskyttur i því starfi sem ég er í og rjúpnaveiðin hefði mátt vera betri,“ sagði Róbert Schmidt skotveiðimaður og bætti við: „En um leið og snjór fer að leggj- ast í kjarrlendi og í grónar hlíðar þá kemur rjúpan og þéttir sig sam- an. Nokkrar skyttur í Borgarfirði hafa fengið frá 7-12 fugla í ferð og svipaða sögu er að segja af tveim skyttum sem náöu 9 og 11 fuglum fyrir fáum dögum nálægt Hvera- völlum. Til min leita rjúpnaskytt- ur daglega og menn eru að bíða eft- ir breyttu veðurfari. Sjálfur hef ég lítið fariö, náði 4 rjúpum í opnun- inni og hef ekki farið síðan. Ég bíð frekar eftir snjónum og þá fer mað- ur strax,“ sagði Róbert í lokin. „Ég hef sjaldan labbað eins og síðustu daga en náð litlu. Ætli það þurfi ekki veðurbreytingu, og það fljótlega, til að rjúpan hreyfi sig eitthvað," sagði skotveiðimaður sem sjaldan hefur labbað eins mik- ið og núna en fengið fáar rjúpur. Þegar rjúpnaveiðin er svo lítil sem raun ber vitni gæti verðið hækkað verulega þegar nær dreg- ur jólum og margir þurfa að ná sér í soðið. En rjúpan er einn vinsæl- asti jólamaturinn og þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar sé á móti þessum veiðiskap úðar hann þessu í sig um jólin, eða eins og einn veiðimaðurinn sagði: „Auðvitað borða margir rjúpur um jólin og maður selur ótrúleg- ustu mönnum þennan fugl í jólamatinn, mönnum sem eru bún- ir að deila á mann í marga mánuði áður, og þeir slá ekki slöku við. Rjúpan er herramannsmatur, það vita allir,“ sagði veiðimaðurinn í lokin. Rjúpnaveiðimönnum fjölgar ár frá ári og verslunarmenn sem við rædd- um við sögðu að alltaf væru aö bæt- ast við nýir og nýir veiðimenn. Byssurnar yrðu betri og betri en rjúpunni fækkaði og erfíðara yrði að fá að skjóta. Erlendum veiðimönn- um, sem koma hingað til lands til að skjótá rjúpur, Sölgar. Fátt er víst betra en að labba í ís- lenskri náttúru og fá að skjóta eina og eina rjúpu. Þau fyrir- tæki sem gera þetta eru meðal annars Sportmenn íslands og veiðifélagið Lax-á, auk fjölda manna sem gera út á þennan hóp veiði- manna. Sagan í lokin lýsir kannski mál- inu ágætlega en þar var það rjúpna- skyttan af höfuðborgarsvæðinu sem hafði verið í gifsi í langan tima vegna fótbrots. Var maðurinn að vonum glaður að losna við gifsið, enda rjúpnaveiðitíminn í hámarki og hann hafði ekkert komist til Qalla. í síðustu viku var gifsið tekið af og glaður i bragði haltraði veiði- maðurinn til fjalla, þó með litla veiðivon í brjósti, enda hafði lítið veiðst síðan rjúpnaveiðitíminn byrj- aði. En hann var laus við gifsið og kominn á veiðislóð og það var fyrir öllu. Til að gera langa sögu stutta þá skakklappaðist maðurinn til veiða, stuttan tíma, enda hálfslappur í löpp- inni. Hafði hann þó 9 rjúpur upp úr krafsinu sem er góð veiði miðað við dagsveiðina síðustu vikurnar. Hann var hálfslappur í löppinni þegar heim var komið en ánægður með veiðina. Nokkurrar óþolinmæði yfir lé- legu fiskirli er farið að gæta hjá sjó- mönnum á dagróðrabátum við Breiðafjöröinn. Þrátt fyrir nokkuð hagstætt tíðarfar liðna haustmán- uði og allt fram undir þetta þá læt- ur sá guli lítið á sér kræla. Óvenju lélegt hefur verið hjá dragnótabát- um sem gerðir eru út frá tveimur höfnum við Breiðafjörðinn eða frá Ólafsvík og Rifi. Línubátar hafa einn og einn verið að ná smáskotum og sömu sögu er að segja af hand- færabátum. í Ólafsvík er landaður afli októ- bermánaðar á síðasta degi hans orð- inn helmingi minni en í október í fyrra. Þrátt fyrir rýra haustmánuði hefur þó meiri afla verið landað á höfnunum fjórum við Breiðafjörð- inn, nema í Rifi, fyrstu 9 mánuði þessa árs sé miðað við síðasta ár; í lok sepember var aflinn 36.638 tonn á móti 25.827 tonn á sama tíma í fyrra. DVÓ/GK Ungir fram- kvæmdamenn DV, HELLU: ~ Þeir létu hendur standa fram úr ermum, þessir vösku drengir á Hellu á dögunum. Þeir höfðu viðað að sér efnivið og voru að hefjast handa við að byggja sér kofa. Það eru því bæði ungir sem aldnir á Hellu sem taka vasklega á við að byggja upp bæinn sinn eftir nátt- úruhamfarimar í sumar. Fram- kvæmdamennimir ungu heita Sveinbjöm, Þráinn, Hjörvar, Siggi í og Eyþór. -NH DV-MYND DANÍEL V. ÖUFSSON Hraöskreiður fiskibátur Guögeir Svavarsson fyrir framan nýja bátinn. Ný gerð hraðfiski- báts úr trefjaplasti DV, AKRANESl: I vikunni verður fyrsti báturinn frá fyrirtækinu Guðgeir Svavarsson ehf. afhentur og fær hann nafnið Maron AK 20. Um er að ræða nýja hönnun á hraðfískibáti úr trefja- plasti. Báturinn er 5,98 brúttólestir, 3,20 m á breidd og mesta lengd 9 metrar. “Hugmyndin að þessari bátsgerð fæddist í byrjun ársins. Þetta er fyrsti báturinn sem smíðaður er samkvæmt þessari teikningu og er hann úr trefjaplasti. Ég er búinn að selja annan bát til og fá þó nokkrar fyrirspumir um þessa báta. Það komast 660 lítra fiskiker í bátinn og verð bátsins, sem verður afhentur í næstu viku, er 15 milljónir króna," sagði Guðgeir Svavarsson, hönnuð- ur og skipasmiður, við DV. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.