Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 4
Fréttir MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 I>V Aðskilnaður lögreglu- og sýslumannsembætta: Sýslumenn ósam- mála aðskilnaði Ríkislögreglustjóri hefur opnaö umræðu um að skipta landinu í jafnmörg lögregluumdæmi og hér- aðsdómstólarnir átta og setja lög- reglustjóra yfir hvert þeirra. Sýslu- menn myndu þar með hætta að gegna starfi lögreglustjóra og ein- beita sér að sýslumannsstarfinu. Þetta myndi fækka lögreglustjórum landsins en 25 sýslumenn eru nú starfandi á landinu. Sýslumenn eru almennt ósammála þessum breyt- ingum og telja að nær sé að fækka sýslumönnum fyrst og líta svo á hvort aðskilja beri þessi tvö emb- ætti. „í þessari stöðu tel ég það vera skynsamlegast að endurskoða skip- an sýslumannsembætta með tilliti til þess að fækka þeim en jafnframt að efla þau. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að þetta skref eigi að stíga fyrst áður en menn fara að huga að því hvort skipta eigi upp lögreglu- og sýslumannsembættunum,“ sagði Björn Jósef Arnviðarson, sýslumað- ur á Akureyri og formaður Sýslu- mannafélags íslands. „Ég held að með þvi að sameina embætti og stækka þau nýtum við fjármuni bet- ur og getum án kostnaðarauka veitt betri þjónustu." Skilvirkari starfsemi? í síðustu ársskýrslu sinni segir Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri: „Hugleiða má, þegar til framtíðar er litið, hvort eigi væri skynsamlegt að sameina lögreglulið; in og fækka lögregluumdæmum og setja yfir þau lögreglustjóra sem eingöngu sinntu lögreglustjóm. Að því má leiða rök að slíkar grund- vallarbreytingar á skipulagi lögregl- unnar í landinu og aðskilnaður sýslumannsstarfa og lögreglustjóra- starfa hefði í for með sér öflugri, skilvirkari og kostnaðarminni starf- semi en nú þekkist." Haraldur hef- ur einnig nefnt þetta á öðrum vett- vangi, svo sem á óformlegum fundi hans og allsherjamefndar Alþingis sem haldinn var hjá Ríkislögreglu- stjóra á dögunum. „Ég tel þetta afar misráðið. Ég tel að það eigi að fækka embættunum og styrkja þau en ekki að breyta þessu,“ sagði Ólafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á Isafirði. „Ég hygg Isafjðröur Ríkislögreglustjóri hefur opnað umræðuna um það hvort aðskilja eigi sýslumanns- og lögreglustjóraembættin. Sýslumenn landsins eru almennt ósammála þeirri skiptingu og telja nær að byrja á þvi að fækka sýslumönnum en 25 sýslumenn starfa á landinu í dag. Björn Jósef Arnviöarson, sýslumaður á Akureyri. Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri. Olafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði. að það sé almenn samstaða í röðum sýslumanna um að það beri að fækka embættun- um og styrkja þau og skoða reynsluna af því áður en við förum að brjóta upp þetta kerfi. En í þessum efnum veg- ast annars vegar á hagsmun- ir þess að stjómsýsla sé virk og fjármunir hins opinbera séu vel nýttir í samræmi við kröfur Alþingis og hins vegar þeir að vegalengdir breytist ekki til skrifstofa embætt- anna. Auðvitað er þetta einfóldun, en ekki er ástæða til að brjóta upp þá meginskipan embættanna sem hefur verið við lýði öldum saman án þess að þau verði styrkt og séð hvernig þau takast á við mikilvæg verkefni sín við þær aðstæður." Ólafur Helgi bætti því við að hann teldi að ef lögreglustjóraemb- ættin væru tekin af sýslumönnum myndi það hafa í fór með sér að sú þjónusta sem hefur verið tiltölulega nálægt íbúunum myndi færast fjær þeim. Björn Jósef útskýrði að til sumra þessara smærri embætta hefði verið stofnað vegna landfræðilegra að- stæðna á þeim tíma þegar samgöng- ur voru erfiðari. I dag eru samgöng- ur hins vegar mun auðveldari og taka þyrfti það til athugunar ef fækkun sýslumannsembættanna yrði skoðuð. Sömu sjónarmið Að stofni til byggjast embætti sýslumanna í dag á 730 ára gömlu kerfl sem gerir þau að elstu embætt- um landsins að prestum frátöldum. Árið 1992 var dómsvald tekið af sýslumönnum en þeir höfðu farið með dómsvald í um 300 ár. Sýslu- menn halda enn tollstjóra- og lög- reglustjóraembættunum og fara með meirihluta ákæruvalds í land- inu. Auk þess sinna þeir ýmsum öðrum framkvæmdavalds- verkefnum, svo sem nauð- ungarsölum, skiptingu dán- arbúa og innheimtu opin- berra gjalda, svo að eitthvað sé nefnt. Sú ábending hefur komið fram að þeir sitji beggja vegna borðsins í sum- um málum, eins og þegar þeir senda sína menn í að bjóða upp og innheimta fyrir ríkissjóð. „Fyrir þessu er löng reynsla og hefð og þetta er ekki talið brjóta i bága við nein lög að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafur Helgi. Margir sýslumenn eru Birni Jósef og Ólafi Helga sammála í þeirri skoðun að litlu sýslumanns- embættin séu of smáar stjómsýslu- einingar. Til dæmis er lítill mögu- leiki á sérhæfingu starfsmanna í þessum litlu embættum. Ólafur Helgi taldi að fækka mætti embætt- unum í 12 en þau eru 26 i dag. „Sjónarmiðin sem eru á bak við það að fækka lögreglustjórum eru nákvæmlega sömu sjónarmið og ég hef varðandi það að fækka sýslu- mönnum; að koma á skipulegri stjórn," sagði Ólafur Helgi. -SMK Reykjavík: Slasaður maður fannst á Klapparstíg Um tíuleytið í gærmorgun var til- kynnt um eldri mann sem lá í blóði sínu á Klapparstíg í Reykjavík. Maðurinn hafði dottið á andlitið og blæddi úr höfði hans. Hann var rænulítill og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi þar sem hann var lagður inn. Við nánari rannsókn kom fram að blætt hafði inn á heil- ann en ekki er vitað hvort það gerð- ist við fall hans eða hvort blæðingin inn á heilann varð til þess að mað- urinn féll. -SMK Kópavogur: Eldur í skúr Lögreglunni í Kópavogi og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð- inu var tilkynnt um eld í vinnuskúr á byggingarsvæði í Salahverfl Kópa- vogs um klukkan 2.30 aðfaranótt laugardagsins. Skúrinn stóð í ljós- um logum og er ónýtur eftir eldinn, en ekkert fólk var nálægt er slökkviliðið kom á staðinn og engan sakaði. Talið er að um íkveikju hafl 'verið að ræða og rannsakar lögregl- an í Kópavogi málið. -SMK Reykjavík: Ekið á mann Ekið var á mann í Reykjavík snemma á sunnudagsmorguninn og slasaðist hann alvarlega. Það var um sexleytið í gærmorgun sem lög- reglu og sjúkraflutningamönnum var tilkynnt um manninn, sem þá lá á Geirsgötunni, hafnarmegin við Kolaportið. Ökumaðurinn sem ók á manninn var á bak og burt. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og síðan lagður inn á gjörgæslu, en hann er talinn alvarlega slasaður. Rúmum klukkutíma eftir að maðurinn var fluttur á sjúkrahús gaf ökumaður- inn sig fram við lögreglu. -SMK ÁTVR við Garðatorg Forsvarsmenn ÁTVR hafa kynnt fyrir bæjarráði Garðabæjar þá ætl- un sína að taka á leigu húsnæði í Garðatorgi 7, sem er verslunar- og þjónustuhúsnæði í miðbæ Garða- bæjar, í því skyni aö reka þar áfeng- is- og tóbaksverslun. Bæjarráð hef- ur fjallað um erindið og gerir ekki athugasemd við þessa staðsetningu vínbúðar. -DVÓ Veðriö i kvokl \ SoLir&ingur og sjavarfol! Voöríð a niorgim REYKJAVIK AKUREYRI Yfirleitt léttskýjað Norðaustan 5 til 15 m/s og yfirleitt léttskýjaö, 0 til 7 stiga frost. Él um noröan- og austanvert landiö en mestur vindur veröur austan til. Um 4 til 10 stiga frost verður á hálendinu. Sólarlag í kvöld 16.54 18.23 Sólarupprás á morgun 09.31 08.27 Síödegisfléö 14.41 19.14 Árdegisflóö á morgun 03.15 07.48 Skýringar á veöurtáknum /♦^viNDÁrr 15) '^SVINDSmKUR i nwtrum á sníkúndu 10°, -io; .Hm Nfrost HEIÐSKiRT O e> :0 IÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AtSKÝJAD W' !. RIGNING SKÚRiR ..W StYDDA O SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR All< ejþtfr Vetrardekkjatími Veturinn sækir á og gert er ráö fyrir kólnandi veöri næstu daga. Þá er vissara fyrir ökumenn aö huga aö ástandi hjólabúnaðar bíla sinna. Varasamt getur veriö aö haida inn í veturinn á nauðasköllóttum sumartúttum. Trúlega er því skárra aö vera vel búinn meö nagladekk, þó gatnamálastjóri í Reykjavík sé því andsnúinn. Bjart veður Breytileg átt, 3-5 m/s og bjart veður. Frostlaust við vesturströndina en frost annars 1 til 6 stig. MlOvik.il 'úíiVju ’jf Vindur: 5-8 Hiti 1° tii Suövestan 5-8 m/s og skýjaö vestaniands en annars léttskýjaö. Hiti 1 tíl 5 stig viö vesturströndina en frost annars 0 til 5 stig. Fiiiifiilii Hiti 0° «1 -S* Vindur: 5-10 m/s Hiti -3" til -8" Gert er rá5 fyrir breytilegri átt, 5-10 m/s og éljum víöa um land. Kélnandl veöur. Noröaustanátt og éljagangur, elnkum noröanlands og viöa talsvert frost. AKUREYRI alskýjaö -2 BERGSSTAÐIR skýjaö -2 B0LUNGARVÍK snjóél -2 EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 KEFLAVÍK skýjaö 1 RAUFARHÖFN snjóél -2 REYKJAVÍK hálfskýjaö 0 STÓRHÖFÐI skúrir 2 BERGEN úrkoma 8 HELSINKI rigning 9 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 6 ÓSLÖ úrkoma 7 STOKKHÓLMUR sandbylur 5 ÞÓRSHÖFN skúrir 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 7 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM léttskýjaö 9 BARCELONA hálfskýjað 16 BERLÍN léttskýjað 9 CHICAGO heiöskírt 1 DUBLIN rigning 8 HALIFAX súld 8 FRANKFURT skýjað 9 HAMBORG þokumóða 6 JAN MAYEN snjókoma -4 LONDON skýjað 10 LÚXEMBORG skýjað 5 MALLORCA léttskýjaö 19 MONTREAL 5 NARSSARSSUAQ skýjaö -10 NEW YORK léttskýjað 9 ORLANDO þokumóöa 14 PARÍS skýjaö 11 VÍN léttskýjaö 11 WASHINGTON léttskýjaö 7 WINNIPEG heiöskírt 4 Lin.'ir>l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.