Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 x>v Fréttir Notaðir bílar seljast illa og stóru bílaumboðin sitja uppi með heilu flotana: Stuttar fréttir Allt fast í bílasölu - í bígerð að auka afföll notuðu bílanna og lækka þar með verðið Mikiö framboð Mikið af notuðum bílum hefur safnast upp hjá bifreiðaumboðunum. Verð þeirra þykir of hátt miðað við verð nýrra bíla og því seljast þeir illa og á næstunni munu bílasalar ætla að lækka verð þeirra. Útlit er fyrir að verð notaðra bíla muni lækka á næstunni. Heyrst hafa tölur um allt að 5-20% lækkun þó flestir þeir sem haft var samband við telji lægri töluna nær lagi. Stóru bifreiðaumboðin sitja nú uppi með heilu flotana af notuðum bílum sem erfitt er að losna við og virðast þau vera tilbúin að taka á sig töluverð affoll af þessum bílum verði það til þess að verð þeirra lækki til fram- búðar og markaðurinn glæðist. í nokkur ár hafa verið uppi radd- ir þess efnis að afföll notaðra bíla séu of lítil hér á landi og þeir verð- lagðir of hátt. Markaðsverð bíla, sem gefin eru út af umboðunum, þykja í engu samræmi við það verð sem bílarnir seljast á. Á næstunni verður tekinn upp sameiginlegur gagnagrunnur þeirra sem selja bíla og verður hann beinlínutengdur þannig að allar upplýsingar berast fljótt og vel auk þess sem raunverð þeirra bifreiða sem seljast verður skráð. Þvi ætti fljótlega að myndast gagnabanki þar sem hægt verður að sjá á hvaða verði tilteknar bílateg- undir eru að seljast og mun það verð væntalega verða að viðmiðun- arverði frekar en þær tölur sem bif- reiðaumboðin gefa út. Með þessum gagnagrunni munu, með tímanum, einnig koma í ljós mismunandi af- fóll bílategunda því þær tegundir sem eru tregari í endursölu munu taka á sig meiri affóll. Neytendur munu geta nálgast upplýsingar úr grunninum á netinu í framtíðinni. Aðilar innan þessa geira segja löngu tímabært að meira tillit verði tekið til þess hverrar tegundar bílar séu og sölumöguleika þeirra þegar reiknuö eru afíoll en hingað til hef- ur sú þumalfingursregla gilt að eins til þriggja ára bílar falla um 1-11/2 % á mánuði. Skiptir þá ekki miklu máli hverrar tegundar þeir eru. í löndum í kringum okkur eru affóll notaðra bíla mun meiri, t.d. hafa þriggja ára bílar í Þýskalandi fallið um 45-52% í verði en sambærilegar tölur hér á landi eru um 40%. Mikið framboð á notuöum bílum Bílasölum hefur fækkað mikið og sala notaðra bíla hefur færst inn í umboðin. Mikil sala hefur verið í nýjum bílum undanfarin þrjú ár og hafa selst yfir 40.000 bílar á þeim tíma. í flestum tilvikum, þegar nýr bíll er seldur, taka umboðin notaða bila upp í söluverðið og hafa þurft að greiða nokkuð hátt verð fyrir, þar sem gífurleg samkeppni hefur þrýst uppítökuverði upp. Þetta hef- ur þýtt að munur á verði nýrra bíla og nýlegra er ekki eins mikill og bílasalar telja eðlilegt. -ÓSB 12 ára ökumaður stöðvaðurá Sæbrautinni Það þykir sjaldnast í frásögur fær- andi þó lögreglan í Reykjavík þuríi að hafa afskipti af ökumönnum sem aka á um 100 kílómetra hraða á klukkustund eftir Sæbrautinni. En ungur aldur ökumannsins sem lög- reglan stöðvaði um tvöleytið i nótt þykir hins vegar harla óvenjulegur. Drengurinn var 12 ára gamall. Lög- regluþjónar tóku eftir bíl sem ekið var heldur greitt eftir Sæbrautinni um klukkan 2 í nótt. Þegar lögreglu- menn litu inn í bílinn sáu þeir að ökumaðurinn átti rúm fjögur ár eftir í bilprófsaldurinn, þar sem hann var fæddur árið 1988. Með drengnum í bílnum var vinkona hans á svipuð- um aldri. Lögreglumenn fóru með ungmennin og bíl þeirra á lögreglu- stöðina, þangað sem foreldrar drengs- ins sóttu hann og bílinn, en lögreglan keyrði stúlkuna heim. -SMK 12 hross brugðu sér í bæjarferð Lögreglumenn á Akureyri voru kallaðir út í smölun í gærkvöldi. Tólf hross, sem sluppu úr gerði, höfðu ákveðið að bregða sér í bæjar- ferð og komu inn á Akureyri norð- anmegin frá. Töluvert umferðaröng- þveiti skapaðist í kjölfarið, en lag- anna vörðum tókst að reka stóðið aftur til síns heima án nokkurra teljandi vandkvæða. -SMK DVJHYND ÞÖK Fékk flugeld í andlitið Davíð Árni Guðmundsson, 8 ára, frá Patreksfirði fékk flugeld, sem sprakk ekki sem skyldi, í andlitið á gamlárskvöld. Drengurinn var með stjörnuljós þegar hann var að athuga skoteldinn sem svo sprakk með þeim afleiðingum að hann fékk talsverð brunasár. Eftir slysið var lögregla og foreldrar drengsins klukkustundum saman árangurslaust að reyna aö fá sjúkraflug fyrir drenginn suöur. Flugskilyröi voru góð en engin flugvél fékkst. Mýflug átti samkvæmt öllu að fljúga en gat ekki. Davíð Árni var síöan fluttur til Reykjavíkur með þyrlu og liggur nú á Landspítalanum. Dýrahald í Hveragerði: Eingöngu hreinræktaðar læður mega eiga kettlinga - bæjarfulltrúi segir hættu á banni við kanarífuglum DV. HVERAGERÐI:____________________ Athygli hefur vakið á landsvísu sú reglugerð sem samþykkt var um katta- og hundahald í Hveragerði ekki alls fyrir löngu. I fyrstu grein samþykktarinnar segir: „Kattahald er bannað í þéttbýli í Hveragerði" - en fyrirsögn samþykktar um kattahald í Reykjavík segir aftur á móti: „Katta- hald i Reykjavík sætir eftirfarandi takmörkunum." í samþykkt Hveragerðisbæjar, sem telur 11 greinar, þar á meðal 10 liði innan 2. greinar, fer helst fyrir brjóst- ið á fólki að í reglugerðinni segir, að allir kettir, læður sem högnar, skulu gerðar ófrjóar/geltir og hæfilegt þyki að framkvæma ófrjósemisaðgerðir á 6 -8 mánaða gömlum dýrum. Þeir sem rækta ketti til undaneldis geta þó sótt um undanþágu. Önnur atriði, sem tekin eru fram í reglugerðinni, auk tryggingagjalds vegna tjóns, sem kett- ir valda, eru að takmarka skuli úti- veru katta „m.a. að næturlagi". Auk þessa er ekki leyfilegt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili. Felld hefur þó verið niður grein, sem var í upphafi tillög- unnar um kattahald, um að hver lóð- areigandi sjái um að hafa sandkassa til afnota fyrir eigin ketti á sinni lóð. Hvergerðingurinn Sigurður Krist- mundsson, sem lést í fyrrasumar tæp- lega áttræður, átti tvo ketti, sem fylgdu honum að eigin ósk, birti í framhaldi af því auglýsingu í DV þar sem óskað var eftir leskennara fyrir ketti. Hann var einn af þeim, sem hafði unun af köttum og dýrum yfir- leitt, bjó einn og kettirnir bættu upp einmanaleikann. Fleira fólk hér í Hveragerði hefur lýst óánægju sinni með mörg ákvæði reglugerðarinnar, sem mun vera strangari en í öðrum bæjarfélögum landsins. Knútur Bruun hefur lýst yflr því, sem eini bæjarfulltrúi andstæður samþykktinni, að bann við kanarí- fuglahaldi yrði næst. Þó hafa margir þeir, sem hér búa, meiri áhyggjur af auknum músagangi, sem þó hefur verið nógur fyrir nú í vetur. Geldir kettir og margir hreinræktaðir kettir þykja víst til lítils gagns hvað músa- veiðar varðar. -EH Davíð fær l'rtinn meðbyr Forsætisráðherra I sagði eftir að ríkis- stjórnin tapaði mál- ■ inu gegn Öryrkja- H fflj bandalaginu að hann Bl •-*’ «fl teWi nauðsynlegt að - H| Hæstarétt" ■ Mm meö Þyí að breyta ■-Æb—■■ lögunum um hann. Aðrir stjómmálamenn taka lítt undir hugmynd forsætisráðherra. Dagur greinir frá. Gott verð í útboði Sex tilboð sem Orkuveita Reykjavík- ur fékk í jarðvinnu við nýjar höfuð- stöðvar voru öll á bilinu 1/3 til rúm- lega helmingur af rúmlega 44 milljóna kostnaðaráætlun. Lægstbjóðandi var Háfell ehf. sem bauð 14,9 milljónir króna, eða nær 30 miiljónum undir kostnaðaráætlun. Boð ístaks var þó litlu hærra. ísfélagsbruninn rannsakaður Rannsókn stendur enn yfir á ástæð- um þess að kviknaði í frystihúsi ísfé- lags Vestmannaeyja 9. desember sl. Enn er talið langliklegast að kveikt hafl verið í, en rannsóknarlögreglan vill ekki gefa upp af hverju. Dagur greinir frá. Froststíflur í nýju húsunum Það virðist ekki eiga af þeim að ganga sem misstu húsin sín í jarð- skjálftunum í sumar. Margir þeirra hafa þurft að beijast við froststífluð niðurfóll í nýjum bráðabirgðahúsum milli jóla og nýárs og um áramótin. Sökmn lélegs frágangs hefur frosið í frárennslislögnum margra húsanna. Dagur greinir frá. Fundamet hjá Ríkissáttasemjara Á árinu 2000 voru haldnir tæplega 1150 fundir í húsnæði Þór- is Einarssonar ríkis- sáttasemjara. Aldrei fyrr í sögu embættis- ins, frá stofnun þess 1980, hafa verið haldnir svo margir fundir á einu ári. Vísir greindi frá. Samningur um heimtaugaleigu Fjarskiptafýrh1:æki hafa náð sam- komulagi um verklagsreglur sem gilda fyrir leigu á heimtaugum sem tengja notendur við næstu símstöð. Sam- kvæmt reglunum geta fjarskiptafyrir- tæki leigt heimtaugar af Landssíma ís- lands til að veita viðskiptavinum sín- um aukna þjónustu. Breikkum Reykjanesbraut 84,9% lesenda Vísis.is vilja breikka Reykjanesbrautina áður en farið verð- ur út í jarðgangagerð á Norðurlandi. Aðeins 15,1% vildi að jarðgöngin hefðu forgang. Þetta var niðurstaða atkvæða- greiðslu á Stjómmálavef Visis.is. Eirikur formaður úrskurðarnefndar Forsætisráðherra hefur á ný skipað úr- skurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára frá 1. janúar 2001. í nefhd- inni eiga sæti Eirík- ur Tómasson prófess- or sem jafnframt er formaður, Valtýr Sigurðsson, héraðs- dómari í Reykjavík, er varaformaður og Elín Hirst fréttamaður situr einnig í nefndinni. Úr Skautafélagi Reykjavíkur í DV á laugardag var greint frá fim- um skautastúlkum sem renndu sér í kringum jólatré í Skautahöllinni í Laugardal. Sagt var að stúlkumar væra úr skautafélaginu Biminum, en hið rétta er að þær era í Skautafélagi Reykjavíkur. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.