Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001_____________________________________________________________________________________________ I>v Útlönd Alræmd glæpaklíka sem stal yfir milljarði gómuð: Fengu hugmyndina frá myndum með De Niro Franska og spænska lögreglan hefur haft hendur í hári hættuleg- ustu glæpaklíku I Evrópu. Glæpa- flokkurinn hefur rænt flugvélar og peningaflutningabíla og er ráns- fengurinn talinn vera um 1,5 millj- arðar íslenskra króna. Hugmyndina að ránunum fengu glæpamennirnir frá kvikmyndum með Robert De Niro. Árásirnar tóku aldrei nema nokkrar mínútur, 5 mínútur voru efri mörk glæpaflokksins. Væri hætta á að rán tæki lengri tíma var hætt við allt í miklum flýti en á yf- irvegaðan hátt. Eitt djarfasta ránið var framið á flugvellinum í Perpignan í Frakk- landi 1996. Verið var að gangsetja flugvél, Airbus frá Air Europe, þeg- ar flugmaðurinn kom auga á vopn- aða menn fyrir framan vélina. Nokkrir mannanna héldu á borða með áletruninni: Stöðvið mótorana og opnið farangursrýmið. Fjórum Rán í París á annan í jólum / kjölfar misheppnaös ráns í síöustu viku lét lögregla til skarar skríöa gegn hættulegri glæpaklíku. mínútum seinna höfðu ræningjam- ir haft á brott með sér um 90 millj- ónir króna. Þeir hurfu eftir flug- brautinni. Við tvö önnur rán sama ár komust ræningjarnir yfír um 500 milljónir króna. í ágúst 1999 var rán framið á flug- vellinum í Malaga. Fjöldi vitna sá ræningjana ná 11 pokum með um 270 milljónum króna. Þeir rændu einnig demöntum sem metnir voru á tugi milljóna. Lögreglan á Spáni og í Frakklandi komst að því hverjir ræningjarnir voru. Þeir lifðu eins o g kóngar. Lög- reglunni var kunnugt um aðdáun þeirra á Robert De Niro. Foringinn, Daniel Bellanger, umgekkst frægt og háttsett fólk á Spáni en engan grun- aði hver hann var í raun og veru. Lögreglan beið eftir tækifæri til að geta gripið alla samtímis. Það kom í síðustu viku eftir misheppnað rán i París. Lagt var hald á um 200 millj- ónir króna og fjölda vopna. Augusto Pinochet Fyrrum einræöisherrann í Chile fer til sálfræöinga í næstu viku. Pinochet fari í sálfræðilegt mat Dómari i Chile fyrirskipaði í gær að Augusto Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra, skyldi gangast undir tveggja daga sálfræðilegt mat svo hægt verði að ganga úr skugga um hvort hann sé í standi til að svara til saka fyrir mannréttindabrot á valdatíma sínum 1973 til 1990. Matið hefst næstkomandi sunnu- dag og lýkur daginn eftir. Þá hefur dómarinn, Juan Guzm- an, fallist á að yfirheyra Pinochet þann 9. janúar, hvort sem niður- stöður sálfræðilega matsins liggja fyrir eður ei. Lögmenn Pinochets ætla að krefj- ast þess á morgun að sálfræðilega matið fari ekki fram. Kveikt á kertum til minningar um hina látnu Ættingjar kveiktu á kertum til aö minnast ungmennanna sem fórust í kaffihúsabrunanum í hollenska bænum Vo- lendam á nýársnótt. Aö minnsta kosti tíu manns týndu lífi í brunanum og um þaö bil 130 slösuöust. Embættismenn eiga von á aö tala látinna eigi eftir aö hækka á næstu dögum þar sem margir hinna slösuöu eru milli heims og helju. Talið er aö eldurinn hafi komiö upp í jólaskrauti á kaffihúsinu. Vladímír Pútín Rússar telja forsetann sinn mesta mann nýliöins árs 2000. Pútín Rússlands- forseti var mað- ur ársins 2000 Vladímír Pútín Rússlandsforseti var kjörinn maður ársins 2000 í skoðanakönnun sem gerð var meðal rússnesks almennings. Virðist sem slysið með kjarnorkukafbátinn Kúrsk í Barentshafi á liðnu sumri og áframhaldandi hrakfarir rúss- neska hersins í Tsjetsjeníu hafl ekki dregið úr vinsældum forsetans. Pútín fékk 38 prósent greiddra at- kvæða í könnuninni, eins og hann fékk í sams konar könnun í fyrra. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Gennadí Zjúganov, leiðtogi rúss- neskra kommúnista, voru jafnir í öðru sæti, langt á eftir Pútín. Þeir fengu hvor um sig aðeins fjögur pró- sent atkvæða. „Þetta dregur fram mjög mikil- vægan þátt í stjórnmálalífi okkar,“ sagði Júrí Levada, forstjóri könnun- arfyrirtækisins. „Við höfum engan annan.“ Herstjórnin í Burma neitar aðild að morðum Herstjórnin í Burma neitaði í morgun að hermenn hennar bæru ábyrgð á morðunum á sex Taílend- ingum, þar á meðal tveimur börn- um, í árásum yfír landamærin um helgina. Taílendingarnir, sem voru úr tveimur fjölskyldum, voru skotnir til bana á laugardagskvöld. Þar voru að verki 8 þungvopnaöir bófar. Taílenskir fjölmiðlar höfðu það eftir heimildarmönnum innan taí- lenska hersins í gær að morðingj- amir kynnu að hafa verið úr her Burma. Foringi i her Burma sagði það valda sér vonbrigðum að slíkar vangaveltur kæmu frá taílenskum embættismönnum. Slíkar getgátur væru ekki til þess fallnar að leysa sameiginlegan vanda þjóðanna tveggja. Aðrir hafa kennt uppreisnar- mönnum úr her guðs um morðin. Svíar vildu ekki skipta á Wallenberg Sovétríkin handtóku sænska stjórnarerindrek- ann Raoul Wallenberg til þess að skipta á honum og Rússum í Svíþjóð, að því er Svenska dagbladet greinir frá. En sænska ut- anríkisráðuneytið vildi heldur fá staðfest að Wal- lenberg væri látinn. Þetta er gefið í skyn í væntan- legri skýrsiu um örlög stjórnarerindrekans sem bjargaði þúsundum gyð- inga úr dauðabúðum nas- ista. í skýrslunni er bent á að tveir svissneskir diplótamatar hafi verið gripnir samkvæmt skip- un Josefs Stalíns daginn áður en Wallenberg var tekinn. Svissnesk yfirvöld fengu engar upplýsingar Wallenberg Svíar höföu ekki áhuga á aö skipta á honum og Sovétmönnum. um örlög þeirra. Það var ekki fyrr en yfirvöld í Sviss höfðu hótað verri samskiptum við Sovét- ríkin sem menn Stalíns kröfðust þess að fá land- flótta Sovétmenn í skipt- um fyrir Svisslendinga. Sænskur stjórnarer- indreki tilkynnti sænska utanríkisráðu- neytinu 1946 að hann hefði séð merki þess að Sovétríkin vildu semja um Wallenberg én ekk- ert gerðist. Svenska dagbladet ályktun að Sovétríkin að dregur þá hafi ekki séð neina ástæðu til halda Wallenberg á lífi þar sem Sví- ar hefðu ekki áhuga á að nota hann við skipti. Fronskunásnskeið 'vsráa hakfen 15. |anúar. Innriiun 2. til 12. janúar. Námskeið f/rir byrjendur og lengra komna, námskeið fyrir börn og eldri borgara, taltímar,einkakennsla. Tökum að okkur kennslu í fyrirtækjum. Alliance Francaise Sími 552-3870 • Fax 562-3820 netfang af@ismennt.is • veffang http://af.ismennt.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.