Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 23
27 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 DV Tilvera Scumacher 31 árs Heimsmeistar- inn í Formúlu 1 kappakstri, Mich- ael Schumacher, heldur væntan- lega upp á daginn enda orðinn 31 árs. Schumacher keppir sem kunn- ugt er með Ferr- ari-liðinu og ef að líkum lætur er hann farinn að æfa fyrir næsta keppnistímabil sem hefst innan skamms. Hann er bú- settur í Sviss ásamt eiginkonu sinni. jmí I Gildir fyrir fimmtudaginn 4. janúar Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: . Óvæntir atburðir eiga sér stað í dag. Þú færð einhverja ósk þína uppfyllta. Verið getur að"gamall draumur sé loks að ræt- ast. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: | Fjármálin þarfhast lendurskoðunar og þú vinnur að því f dag að breyta um stefnu í þeim éfhmn. Happatölur þínar eru 2, 23 og 26. Hrúturinn (21. mars-19. anríH: . Þér finnst ekki rétti * tíminn núna til að iB taka erfiðar ákvarðan- ir. Ekki gera neitt að óhugsuðu máli og þiggðu aðstoð frá þlnum nánustu. Nautið 170. anril-70. mail: Þú ert að skipuleggja , ferðalag og hlakkar afar mikið til. Það er í mörg horn að líta og föluverður tími fer í að ræða við fólk. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnt): Þér gengur vel f vinn- unni og færð mikla _ / / hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi góðra vina. Þú ert sáttur við allt og alla. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Fjármálin valda þér ) nokkrum áhyggjum en ' verulegar líkur eru á að þau muni fara batnandi á næstunni. Ekki er ólíklegt að brátt dragi til tíðinda í ástarlífinu. l-lónið (23. iúlí- 22. áeústú Vinur þinn sýnir þér skilhingsleysi sem fær þig til að reiðast. Hafðu stjórn á tilflnn- ingum þinum og ræddu málið við vin þinn. Mevlan (23. áeúst-22. sept.i: a. Þú ert eitthvað eirðar- /yyft laus þessa dagana og ^^V^lfcátt f erfiðleikum með * r aö finna þér skemmti- leg verkefni. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Vogln (23. sept-23. okt.): J Þú færð óvæntar frétt- ir sem hafa áhrif á V f fjölskyldu þína. Ferða- r f lag verður til umræðu og von er á frekari fréttum sem snerta það. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: IEitthvað sem hefur farið úrskeiðis hjá vini , þfnum hefur truflandi áhrif á þig og áform þm. Þu”þarft því að skipuleggja hlutina upp á nýtt. Bogamaður (22. nóv.-2l, des.t IÞér verður mest úr rverki fyrri hluta dags- ins. Dagurinn verður afar skemmtilegur og lánið leikur við þig á sviði við- skipta. Stelngeitln (22. des.-19. ian.): Þó að þú sért ekki al- veg viss um að það sem þú ert að gera sé rétt verður það sem þú vefur þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Paul McCartney gefur út ljóð Beðið eftir áramótum Guörún Ragnarsdóttir og Hjörtur Hjartarson. Nýársf agnaður Islensku óperunnar Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney er fjölhæfur maður með afbrigðum. Hann semur gullfallega tónlist og málar finar myndir og nú hefur hann ákveðið að gefa út safn eitt hundrað ljóða sem hann hefur ort. Ljóðin eru birt sem grafskrift eiginkonu hans, Lindu, sem lést fyr- ir nokkrum árum. „Það var Linda sem vildi að Paul gæfi þau út,“ segir leikritahöfund- urinn og ljóðskáldið Adrian Mitchell í viðtali við breska blaðið Sunday Times sem skýrði frá fyrir- hugaðri útgáfu. „Paul er ekki hræddur við að takast á við ljóðlist- ina sem er listin að dansa nakinn.“ Það er hefð hjá mörgum að halda upp á nýja árið með því að sækja dansleik á nýársdag og það var fríð- ur hópur sem kom saman á nýárs- fagnaði íslensku óperunnar á Brod- way. Gesti voru undartekningar- laust prúðbúnir, konurnar í síðkjól- um og karlmenn í smóking. Ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér vel og menn væru bjartsýnir á byrjun nýs árs. Flott til fara Tryggvi Árnason og Erla Gunnarsdóttir, eigendur List- gallerís Listhússins. Bjarni Daníelsson óperustjóri, Valgeröur Gunnarsdóttir hjá íslenskri erföagreiningu og Daníel Bjarnason. Staðarkirkja í Staðardal: pílagríms För DV, SUDUREYRt:___________ Öldum saman áttu Súgfirðingar kirkjusókn til Staðarkirkju í Staðar- dal. Margir héldu til helgra tíða á bát- um en þeir sem nær kirkju bjuggu fóru fótgangandi. íbúa Suðureyrar áttu reyndar heldur örðuga kirkjuleið fyrir fjallið Spilli, eða Sauðaspilli, sem svo var kallaður vegna þess að sauðfé þótti hætt í honum. Árið 1937 var vígð ný kirkja á Suðureyri og þurftu íbúar Suðureyrar ekki lengur að ganga fyr- ir Spilli til kirkju. Hins vegar komst sá siður á að messa í kirkjunni á Stað í kringum Jónsmessu og á gamlársdag ár hvert. Eru þessar guðsþjónustur jafnan vel sóttar. Margir Súgfirðingar halda foma hefð í heiöri og ganga fyrir Spilli með blys í hönd til aftansöngs á gamlársdag. Þó svo að nú sé akfært fyrir SpiOinn er umhverfið enn stór- fenglegt og jafnvel ógnvekjandi. Á vinstri hönd gnæfir klakastokkið hamrastálið við himin og á hægri hönd ymur í öldunni þar sem hún klappar steininn. Ekkert rýfur myrkrið nema ljós blysanna og öku- ljós stöku bifreiðar sem á leið hjá til messu. Sum ömefnin á leiðinni ríma vel við umhverfið. Má þar nefna Skollasand í fjörunni við Staðará. Hann er þeirrar náttúra að hann ým- ist birtist eða hverfur og enginn veit hvers vegna. Fyrir ofan Skollasand- inn er svo Skollagata. Margar sögur em til sem tengjast örnefnum á þess- um slóðum. Gangan í ár var eftirminnilegri en ella, fram undan ný öld og nýtt árþús- und. Eflaust hafa margs konar hugs- anir leitað á hugann á göngunni og fólk velt fyrir sér rökum lífsins. Allar aðstæður em þama vel til þess falln- ar þar sem svo margt minnir á tímans og aldanna nið á göngu er forfeðurnir þreyttu í sömu erindagjörðum á sama degi ár hvert. Á Stað bíður guðshúsið forna, upp- lýst og aðlaðandi móðum göngu- manni. Vangar glóðu og augu glömp- uðu eftir hressandi þriggja kílómetra göngu í heldur nöpra veðri, kalda og um sex stiga frosti. Sóknarpresturinn, sr. Valdimar Hreiðarsson, messaði og kór Suðureyrarkirkju og Staðarsókn- ar söng undir stjórn Margrétar Gunn- arsdóttur, organista og kórstjóra. Hef- ur kórinn unnið mikið og óeigin- gjarnt starf og er burðarás í kirkju- starfi í sókninni. Við guðsþjónustuna nú var vígt orgel sem fengið hefur verið til kirkjunnar og bætti það úr brýnni þörf. Staðarkirkja sú sem nú stendur var byggð árið 1856. Em tvær guðsþjón- ustur á ári í henni eins og fyrr segir, auk þess sem hún er allmikið notuð við skírnir og brúðkaup. Þykir Súg- firðingum afar vænt um gömlu kirkj- una sina á Stað og vilja allt gera til að halda henni vel við, þó svo að erfitt sé fyrir fámennan söfnuð að reka tvær kirkjur. -VH Elizabeth Hurley á móti dópi Elizabeth Hurley hefur verið iðin við kolann að undanförnu og boðar mikla siðabót innan tískuheimsins. Sjálf hefur Hurley oftar en ekki valdið hneykslan með hegðun sinni en nú skal verða breyting á. Hurley einbeitir sér einkum að því að útrýma misnotkun fíkniefna meðal sýningarstúlkna og í viðtali við Scottish Daily Record nýverið tjáði hún sig um þau mál: „Þaö er mikið um neyslu á heróíni, sérstaklega í neðri þrepun- um í heimi sýningarstúlkna,“ sagði hún án þess að nefna nokkur nöfn. „Ég held að tískuiðnaðurinn sé frekar dópaður ef ég á að vera hreinskilin," bætti hún við. Þess má geta að fyrirsætan Kate Moss hefur átt við fikniefnavanda að stríða. Glæsilegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Arshótíðadress fyrir börn og fullorðna, samkvæmisveski. Matta rósin 20% afsl. Pelsar í úrvali Opið virka daga 11-18, laugara. 11-16 Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.