Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001
I>V
29
Tilvera
Árið 2000 á Suðaustur- og Austurlandi:
Heitir dagar og heitar umræður
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Bjartar vonir vakna
Halldóra Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Björn Bjarnason láta snjókomuna í fyrravetur ekkert á sig fá og taka
skóflustungu Nýherjabúöa en viö þær binda Austfiröingar mikiar vonir.
DV, AUSTURLANDI:_________________
Arið sem nú er að enda hefur ver-
ið Austfirðingum að flestu leyti gott
og ekki annað að heyra en menn
beri gamla árinu vel söguna þrátt
fyrir fólksflutninga frá svæðinu.
Það sem einkenndi árið á Austfjörð-
um voru heitir og góðir sumardagar
- og heitar umræður um stóriðju í
fjórðungnum. Snemma árs höföu
Hornfirðingar þrjá bæjarstjóra og
það var meira en almennt gerist hér
á landi. En þegar líða tók á árið
fækkaði þeim og nú situr Albert Ey-
mundsson einn í bæjarstjórnar-
stólnum og stjórnar sinni heima-
byggð eins og ljúfur herforingi.
Merkur áfangi - austfirskur
háskóli
Fimmtudagurinn 10. mars var há-
tíðisdagur á Hornafirði og fánar
blöktu við hún í tilefni þess að
þennan dag voru undirritaðir samn-
ingar um uppbyggingu Nýheima og
byggingu Nýherjabúða, um 2400 fer-
metra húss. Þeir sem undirrituðu
samninginn voru Björn Bjamason
menntamálaráðherra, Páll Skúla-
son, rektor Háskóla íslands, og
Garðar Jónsson, þáverandi bæjar-
stjóri Hornafjarðar. Nýheimar er
nýjung á sviði atvinnuþróunar og
menntunar sem verið er að undir-
búa á Höfn og meðal þeirra stofnana
sem verða i Nýherjabúðum eru
Austurlandssetur Háskóla íslands
og Framhaldsskólinn í Austur-
Skaftafellssýslu og er ætlunin að
skólastarf hefjist' þar haustið 2002.
Hornfiröingar í kjördæmi
Sunnlendinga
í byrjun árs var birt víðtæk skoð-
anakönnun sem gerð var í lok síð-
asta árs þar sem spurt var hvort
Hornfirðingar vildu tilheyra Suður-
kjördæmi eða Norðausturkjördæmi
þegar kjördæmaskipan yrði breytt
og var útkoman sú að rúmlega 62%
vildu vera „Sunnlendingar" og var
unga fólkið þar í meirihluta. Fleiri
spurningar fylgdu skoðanakönnun-
inni og m.a. kom þar fram að 87%
aðspurðra voru ánægðir með skóla-
mál staðarins, 94% voru sammála
um að gott væri að búa í Homafirði
og 80% töldu þjónustu sveitarfélags-
ins við íbúana góða.
I upphafi ársins tók verslunar-
keðja KÁ við rekstri á vefnaðar- og
matvöruverslun KASK á Höfn og 11-
11 keðjan tók við rekstri matvöru-
verslana á Vesturbraut á Höfn og á
Djúpavogi. Ferðaþjónustuaðilar eru
ánægðir með sumarið en aðsókn að
gististöðum var dræm í upphafi
sumars og var jarðskjálftunum á
Suðurlandi helst um kennt að fólk
lagði ekki leið sína um Suðurland
fyrr en síðast í júní.
Brottfluttir Hornfiröingar
snúa heim aftur
Þó fækkað hafi um 38 manns í
Homafiröi þetta ár, þar af 10 á Höfn,
fengust þær góðu fréttir að nokkuð
væri um að brottfluttir Homflrðing-
ar hefðu flutt heim aftur og væru
komnir í eigið húsnæði. Samkvæmt
íbúatalningu 1. desember em íbúar
Hafnar 1769. Samkvæmt upplýsing-
um fasteignasölunnar á staðnum er
mikið um að ungt fólk sem er að
ljúka námi spyrjist fyrir um leigu-
íbúðir á Höfn en því miður er mjög
erfítt að fá leigt og hjá bænum er
engin íbúð laus. Víða i fjórðungnum
ber á að fólk sé á fóram, misjafnt
eftir sveitarfélögum.
Næg atvinna hefur verið i fisk-
vinnslum víða um Austfirði en oft
erfitt að fá fólk til starfa. Helstu
byggingaframkvæmdir á Homafirði
eru bygging nýs leikskóla sem tek-
inn verður í notkun næstu daga,
níu íbúða álma við Ekru, hús aldr-
aðra, ný slökkvistöð og verið er að
byrja á verslunarhúsi KASK í mið-
bæ Hafnar sem KÁ mun taka á
leigu undir verslun sina og á hún að
vera tilbúin í vor. Bændur fengu
metuppskeru á kartöflum í haust og
veðráttan hefur veriö einstaklega
góð það sem af er vetri og aðeins
sést snjófol í tvo daga.
Fólki fjölgar á Djúpavogi
Á Djúpavogi hefur fólki fjölgað
um 22 og er eina sveitarfélagið á
Austurlandi sem getur státað af
fjölgun íbúa. Jöfn og stöðug atvinna
allt árið og gott mannlíf telur Ólafur
Ragnarsson sveitarstjóri ástæöuna
fyrir þessari góðu þróun. Unnið hef-
ur verið að undirbúningi laxeldis-
stöðvar í Berufirði og eru tilheyr-
andi leyfi fengin til að framkvæmd-
ir geti byrjað á næsta ári. Lakkrís-
verksmiðjan Kerhamar í Álftafirði
var formlega opnuð 30. ágúst. Á
Reyðarfirði eru uppi mun stærri
hugmyndir, álver, en talsverður
pirringur var í mönnum vegna stór-
iðjuframkvæmda á árinu, umræður
oft heitar og óljóst hvemig mál þró-
ast.
Ár menningar og lista
Aldrei hefur verið jafn mikið um k
flölbreytta menningar- og listvið-
burði í fjórðungnum og þetta ár og
mikið samstarf verið á þeim sviðum
milli byggðarlaganna og hefur um
leið verið stór liður í ferðaþjónustu-
málum á svæðinu. Sameiginleg
Kristnihátíð fyrir allt Austurland,
sem eru 30 sóknir, var haldin á
Seyðisfirði um hvítasunnuna og var
fjölmenni á hátíðinni. LungA- Lista-
hátíð ungsfólks á Austurlandi var
haldin á Seyðisfirði í júlí þar sem
þátttakendur komu víðs vegar af
landinu og voru viðfangsefni hátíð-
arinnar m.a. ljósmyndun, leiklist,
tónlist, fatahönnun, dans og laga-
smiði. Snælandskórinn, blandaður
kór kirkjukórasambands Austur-
lands gerði víðreist í byrjun sumars
og hélt til Kanada ásamt hópi dans-
ara úr þjóðdansaklúbbinum Fiðrild-
um á Egilsstöðum. Kór og dansarar
komu fram á nokkrum stöðum og
skemmtu Vestur-íslendingum og
tóku þátt í hátíðarhöldum 17.júni.
Sólríkt sumar og mikil berjaspretta.
Heitir og sólrikir dagar einkenndu
sumarið á Austurlandi og ekki kom
dropi úr lofti í fleiri vikur.Víða var
farið að skorta vatn þar sem vatns-
ból og lækir þornuðu og miðla þurfti
vatni í Lagarfljót til að ferjan Lagar-«*
fljótsormur kæmist sínar leiðir.
Trjágróður fór illa í þurrkunum
en varð ekki fyrir varanlegum
skemmdum. Berjaspretta var meiri
en elstu menn muna og var svo um
allar tegundir berja og var sama
hvar á Austurlandi var. Stöðfirðing-
ar höfðu berin nánast við bæjar-
dyrnar hjá sér og það tók ekki langa
stund að tina nokkra litra. Vegir
um Austurland hafa batnað mikið á
árinu og vegir eða vegslóðar á þá
firði og víkur þar sem ekki er búið
hafa margir verið lagfærðir og eru
færir fleiri bílum en áður. Mikill
straumur ferðafólks var um alla
þessa staði í sumar og inn á hálend-
ið þar sem hið umdeilda virkjunar-
svæði er. f
Landsins stærsta kæli-
geymsla
Síldarvinnslan í Neskaupstað tók
fyrir stuttu í notkun nýtt frystihús
sem reist var á þessu ári og er það
búið öllum fullkomnasta búnaði.
Kæligeymsla hússins er um það bil
15.000 rúmmetrar og sú stærsta á
landinu. Þrátt fyrir fækkun fólks í
þessum landshluta eru menn bjart-
sýnir á framtíöina og að sá tími fari
að koma að fólk geri sér grein fyrir
þeim mörgu kostum sem því fylgir,
að búa í afslöppuðu, fögru umhverfi
úti á landi.
-Júlia Imsland.
í
Dúndrandi dans í Kostaríku
Þær þurftu ekki aö dúöa sig, ungu stúikurnar í Kostaríku þegar þær stigu
hinn þokkafulla comparsa-dans á kjötkveöjuhátíö á aöatgötu höfuöborgarinn-
ar San José milli jóla og nýárs. Þúsundir tóku þátt í gleöskapnum.
Eminem kjörinn
listamaður ársins
Hinn umdeildi rappari
Eminem var kjörinn listamaður
ársins af tónlistartfmaritinu
Rolling Stone fyrir áramótin.
Það voru bæði lesendur og
gagnrýnendur blaðsins sem
völdu Eminem sem besta hip
hop-listamann ársins, besta
karllistamanninn og plötuna
The Marshall Mathers sem
mestu plötu ársins. Síðast en
ekki sist var Eminem, sem er 27
ára, kjörinn besti listamaður
ársins.
Þrátt fyrir marga umdeilda
texta sína og lífsstU sinn var
Eminem heiðraður hvað eftir
annað á síðasta ári. Eminem
ögrar en aðdáendurnir og
gagnrýnendur hylla hann.
Emlnem
Rapparinn ögrandi var
heiöraöur.