Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 15
14
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plótugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Laúsasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Björt framtíð
Um það verður ekki deilt að síðustu ár liðinnar ald-
ar voru einstaklega hagstæð í flestu fyrir íslendinga.
Gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi,
ekki síst í efnahags- og viðskiptamálum. En mesta og
róttækasta breytingin er hins vegar sjálft hugarfarið,
þar sem bjartsýni, þor og kjarkur hafa tekið við af böl-
sýni. Mikilvægt er að bjartsýni fái að ráða ferðinni á
næstu misserum og árum en ekki drungi svartsýni á
framtíðina. Trúin á framtíðina hefur verið undirstaða
efnahagslegrar velsældar.
í áramótaávarpi benti Davíð Oddsson forsætisráð-
herra réttilega á að forystumenn stjórnmálanna hefðu
hægt og bítandi verið að draga úr eigin valdi og færa
það til fólksins í þeirri vissu að þjóðin sjálf kunni bet-
ur með það að fara en þeir: „Sömu þróunar gætir við-
ast hvar annars staðar i heiminum. Þessi valdatilfærsla
frá foringjum til fjöldans hefur gengið vel síðustu tíu
árin og eykur það líkur á að málum verði vel stjómað
á þeirri öld sem í hönd fer. Því að mestu ófarir á öld-
inni voru þrátt fyrir allt ekki óvæginni náttúru að
kenna, heldur miklu fremur þeim smámennum, sem
lyft var á stall ofurmenna, i skjóli „háleitra“ hugsjóna."
Skilaboð forsætisráðherra um áramótin verða ekki
skilin á annan hátt en þann að haldið verði áfram á
þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Frelsi einstak-
lingsins verður aukið og dregið úr áhrifum og völdum
stjórnmálamanna. Þetta er í takt við það sem Davíð
Oddsson hefur margítrekað á liðnum árum en á fimm
ára afmælisráðstefnu Viðskiptablaðsins árið 1998 benti
hann meðal annars á að engum kæmi lengur til hugar
„að sitja á biðstofum stjórnmálamannanna til að verða
sér úti um fé í gjaldþrota fyrirtæki. Rikisvaldið sér um
að plægja akurinn, en fólki er látið eftir að sá og upp-
skera. Nú kæmist enginn stjórnmálamaður upp með að
segja að almenn efnahagslögmál eigi ekki við á íslandi.“
En þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið vel gert eru
mörg verkefni óunnin og sum hver erfið. Því miður
fékk árið 2000 að líða án þess að rikisstjómin hefði póli-
tískt þrek til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins,
stór hluti fjármálamarkaðarins er enn i höndum ríkis-
ins, samkeppnisleysi einkennir enn menntakerfið og
orkubúskapurinn er enn í höndum hins opinbera.
Landssímanum er enn stjórnað af stjórnmálamönnum.
Afleiðingin af þessu öllu er að fákeppni eða samkeppn-
isleysi einkennir stóran hluta íslensks samfélags sem
aftur leiðir til of lítillar framleiðni vinnuafls og fjár-
magns. Þessu verður að breyta á nýrri öld.
Aukið efnahagslegt frelsi íslendinga hefur verið for-
senda framfara og góðæris síðustu ára, en um leið skap-
að góðan grunn til frekari framsóknar á öllum sviðum.
Að því leyti var full ástæða fyrir forsætisráðherra að
horfa bjartsýnn fram á veginn og inn í nýja öld. íslend-
ingar eiga öll tækifæri til að láta drauma um enn betra
líf á nýrri öld rætast sé rétt haldið á spilunum. Efna-
hagsleg hagsæld gefur möguleika á að hyggja enn bet-
ur að fjölskyldunni, sem á undir högg að sækja, og rót-
tækum breytingum á íslensku menntakerfi. Framsókn
á nýrri öld liggur í gegnum sterka fjölskyldu og vel rek-
ið menntakerfi.
Óli Björn Kárason
I>V
Skoðun
Þarfasti þjónninn
„í villtum fögnuði skaut landinn upp flugeldum til að
lýsa upp skammdegið og fagna nýju ári. Margir voru
þó sem sinntu sínum húsdýrum og köttum og hundum
og gáfu þeim róandi til að komast gegnum fögnuðinn. “
íslenski hesturinn bar
áður það sæmdarheiti
hér á landi að vera kall-
aður þarfasti þjónninn
og í frásögnum er hund-
urinn oft nefndur besti
vinur mannsins. Það
var á þeim timum er
harbýlt var hér á landi
og náttúran og maður-
inn voru tengd órjúf-
andi böndum. Lífsbar-
áttan var ströng og þjóð-
in át flest sem tönn á
festi, þó var í heiðri haft
bann við áti á hrossaketi og ýmsir
siðir tengdir fiski og fuglaveiðum.
Því brá mér í brún er þær raddir
heyrðust síðla sumars að réttast
væri að veita veiðileyfi á fuglana
sem i aldanna rás hafa gefiö þjóðinni
vissuna um aö hún hafði þraukað af
harðræði þorrans og góunnar og
framundan væru Ijúfir sumardagar
og bjartar nætur.
Mófuglarnir sem um hafa verið
kveðin svo mörg og hjartnæm ljóð
áttu nú að auka fjölbreytileikann í
matargerðarflóru landsmanna. Þótt
harðnað hafi á dalnum minnist ég
ekki frásagna af því að þjóðin
hafi lagt sér spörfugla til
munns. Það setti því að mér
hroll.
Hvert mál margar hliðar
Ekki vil ég gera lítið úr því
eðli mannsins að draga björg í
bú. En á þeim allsnægtatímum
sem þjóðin býr við skýtur
skökku við að vega að vorboð-
unum. Var ekki nóg gert þegar
lönd bænda voru ræst fram og
þurrkuð svo vaðfuglarnir flosn-
uöu upp og hurfu?
Sem betur fer erum við ekki uppi
á þeim tímum er fjölskyldan þurfti
að draga fram lífið af veiði fjöl-
skyldufoðurins. I dag er veiði mest-
megnis sport og menn liggja tímun-
um saman í skurðum hálffullum af
vatni eða þramma snjóinn í klof til
að fullnægja veiðilöngun sinni.
Stundum fer þó öðruvísi en ætlað er
og veiðimenn týnast á fjöllum uppi
og verður þá að kalla björgunarsveit-
ir til leitar. En það er önnur saga.
Hvert mál hefur margar hliðar.
Hjá þjóð sem hefur nóg að bíta og
brenna og gumar af því að eiga
hreina náttúru og frjálst dýralíf er
það í hrópandi mótsögn að ætla að
gefa út veiðileyfi á þær gersemar
náttúrunnar sem ósnortið fuglalíf er
og á sinn þátt í að laða ferðamenn til
landsins.
En snúum okkur þá aftur að þeim
sem í gegnum aldimar var nefndur
þarfasti þjónninn. Hesturinn hefur
létt þjóðinni lífið í þessu harðbýla
landi, flutt lækna og ljósmæður yfir
óbrúuð vötn til að bjarga mannslíf-
um, presta til að þjónusta sóknar-
börn og búslóðir fólks milli lands-
hluta. I dag notum við öflug ökutæki
sem þeysa eftir vegum og yfir brúað-
ar ár og allir hafa gleymt frásögnum
af hetjudáðum hestanna.
Gáfu dýrum róandi
Áramótin liðu með áramótabrenn-
um, álfadansi og flugeldum. í villtum
fögnuði skaut landinn upp flugeldum
til að lýsa upp skammdegið og fagna
nýju ári. Margir voru þó sem sinntu
sínum húsdýrum og köttum og hund-
um og gáfu þeim róandi til að kom-
ast gegnum fögnuðinn. Um næstliðin
áramót gerðist það að hrossastóð
týndist og var gripanna lengi leitað.
Þegar skepnurnar fundust varð
ljóst að þær höfðu lent í sjálfheldu og
drepist úr hungri. Álitið var að þær
hefðu fælst hávaðann og blossana frá
áramátaflugeldunum. - Hestamenn.
Sýnið ávallt nærgætni, og hýsið
hrossin ykkar um áramót.
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Gunnhildur
Hrólfsdóttir
rithöfundur
Á hraðferð í óefni
Mannskepnan hugsar ekki í öld-
um heldur hefur nóg með að reyna
að fóta sig milli ára. Þetta er í senn
hluti af vanda hennar og lausn und-
an oki tilverunnar. Tilraun til að
gera úttekt á vegferð okkar í öldum
er þannig lítið annað en skemmtileg
dægradvöl. Fyrir tvítugan einstak-
ling eru þrjú ár til baka hálfgerð
fomeskja, hvað þá lengri tími. Við á
efri árum eigum bágt með að setja
okkur raunsætt í þau spor sem við
stóðum í fyrir nokkrum áratugum.
Skilin milli draums og veruleika
verða harla óljós á skemmri leið. Ný-
liðin öld með allri sinni upplýsingu
ætti þó m.a. að sýna okkur fram á
hversu tvíbentar tækniframfarir eru
hjá mannkyni sem lítil tök hefur á
framvindu mála innan einstakra
samfélaga sem og alþjóðlega. Heims-
styrjaldimar tvær bera þessa glöggt
vitni og öngstræti kjarnorkunnar á
seinni hluta aldarinnar.
Umhverfisumræöan góðs viti
Ekki er nema aldarþriðjungur frá
því hugtakið umhverfi og umhverfis-
mál skaut upp kollinum. Framan af
var það litið með mikilli tortryggni af
flestum og kröfur um umhverfis-
vemd taldar öfgar sem beindust gegn
farsælli tækniþróun og framfórum.
Nú er staðan sú að fjölmargir hafa já-
kvætt viðhorf til hugtaksins en þau
kerfi sem ráða þróuninni, tæknilega
og efnahagslega, hafa ekki nema í litl-
um mæli viðurkennt takmörk sín og
vandann sem við er að fást.
Veislan endalausa
Fjöldi stjómmálamanna og hags-
munasamtaka tekur undir nauðsyn
umhverfisverndar í orði en vill
ósköp lítið vita af því um hvað
málið snýst. Samfélag iðnrikja
og það islenska meðtalið geng-
ur fyrir vexti á öllum sviðum,
efnislegum vexti og meiri um-
svifum, stækkandi köku og
auknurn úrgangi. Ráðstafanir
til að taka á eftirköstum þess-
arar miklu veislu eru flestar
fálmkenndar og felast margar
í því að sópa undir teppið. Þó
er mörgum ljóst að það er
skammgóður vermir. Samt
eru róttækar kröfur um breyt-
ingu umsvifalaust stimplaðar
sem öfgar og reynt að gera þær tor-
tryggilegar. Kannast menn nokkuð
við slikt á íslandi við aldarlok?
Sjálfbær þróun nafnið tómt
Enn sem komið er svífa hugmynd-
irnar um sjálfbæra þróun í lausu lofti.
Þetta lausnarorð sem
varð til á undirbúnings-
stigi Ríóferlisins hefur
enn litlu handföstu skilað.
Þegar Sameinuðu þjóðirn-
ar lögðu mat á árangur-
inn 1997, fimm árum eftir
Ríóráðstefnuna, var nið-
urstaðan heldur dapurleg.
Leiðsögninni I Dagskrá 21
hefur ekki verið fylgt
nema af fáum.
Áfram stefnir í óefni
með andrúmsloft jarðar
og loftslagsbreytingar af
manna völdum. íslensk stjórnvöld
vilja helst ekkert af þeim vita. Heims-
höfin líða fyrir vaxandi rányrkju og
mengun þrátt fyrir Hafréttarsáttmál-
ann. Gróður og jarðvegur á þurrlendi
er á undanhaldi og stöðugt þrengist
um vegna sívaxandi fólksmergðar.
Viðleitnin til varnar hefur enn litlu
skilað nema undanhaldi.
Róttækra aðgerða þörf
Baráttan fyrir sjálfbærri þróim er
rétt að byrja. Sem flestum þarf að
verða ljóst að hugsjónin um heilbrigt
og lífvænlegt umhverfi rætist ekki
án baráttu og róttækra breytinga á
undirstöðum samfélagsins. Markaðs-
öflin ein og sér leysa ekki vandann.
Til að sigrast á manngerðum eyð-
ingaröflum þarf vitræna stjórnun,
bæði innan ríkja og alþjóðlega, og
virkni og fómfýsi af hálfu fjöldans.
Jöfnun lífsgæða og bremsur á
óhófseyðslu verða að koma til. Verði
ekki brugðið á ný ráð fljótlega er hætt
við að nýja öldin fái enn lakari eftir-
mæli en sú sem vorum að kveðja.
Hjörleifur Guttormsson
„Áfram stefnir í óefni með andrúmsloft jarðar og loftslagsbreytingar af manna völd-
um. íslensk stjómvöld vilja helst ekkert af þeim vita. Heimshöfin líða fyrir vaxandi
rányrkju og mengun þrátt fyrir Hafréttarsáttmálann. “
Með og á móti
TWmmm
marmanna á fiskiskipum
Úrelt ákvæöi
j „Við höfum ~
lengi búið við
K mjög úrelt ákvæði
■QHpf hvað varöar
mönnun fiski-
skipaflotans þar sem ekki hef-
ur verið tekið tillit til tækni-
þróunar.
Gjörbreyting hefúr orðið á
tæknivæðingu fiskiskipa,
hvort sem um er að ræða
gömul skip eða ný. __
Þó mikið sé um eldri skip
er búið að skipta um vélbúnað í flest-
um þeirra. Því er ekki þörf á sama
fjölda vélstjóra um borð.
Viðgerðir á vélum fiskiskipa fara
nú flestar fram í landi og í mörgum
Friðrik J.
Arngrímsson,
framkvæmda-
stjóri LÍÚ.
sem er
tilfellum þarf ekki vakt yfir
þeim þar sem þær eru búnar
nemum sem láta vita komi
eitthvað upp á.
í fluginu hefur sama þróun
þegar átt sér stað, nú eru t.d.
flugvélstjórar orðin fágæt sjón
í flugvélum.
Fjöldi vélstjóra um borð
hafa veriö meiri hér og það er
kominn timi til að laga sig að
nútímanum og breyttum að-
stæðum og gera þær líkari því
í löndunum í kringum okkur.“
Aöför aö öryggi sjómanna
„Vélstjórafélag ís-
lands er alfarið á
móti frumvarpi
samgönguráðherra
„um mönnun
skipa.“ Einfaldlega vegna þess
að ef það verður að lögum í nú-
verandi mynd er það aöför að ör-
yggi sjómanna þar sem það mun
hafa í fór með sér verulega skert
öryggi þeirra en félagið er eðli-
lega ekki tilbúið að bera ábyrgð
á slíku. Einnig mun það leiða til þess að
störf vélstjóra verða mun erfiðari, en
þau eru nú, sem mun aftur leiða til þess
að enn erfiðara verður að manna þessar
stöður í framtíðinni. Það mun enn auka
ásókn í undanþágur fyrir réttindalitla
menn sem er þegar of mikil.
Þessi breyting verði hún að
veruleika mun þannig fæla ungt
fólk frá þessum störfum og um
leið draga úr aðsókn að vél-
stjómamámi sem nú þegar er
aútof lítil. Það sem er alvarleg-
ast við þetta frumvarp er það að,
að baki þessum tÖlögum til
breytinga á gildandi lögum era
engin haldbær rök, það sem hér
er komið i frumvarpsform era
ýtrustu kröfur útgerðarmanna, sem
veikur meirihluti þeirrar nefndar sem
undirbjó frumvarpið tók upp á sína
arma og gerði að sínum en hafði ekki
fyrir því að rökstyðja á neinn máta.
Enda rökin nokkuð torfundin."
Helgi Laxdal,
formadurVéistjóra-
félags íslands.
Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem lögð er til fækkun vélstjórnarmanna á fiskiskipum. Vélstjórar telja að með frumvarpinu fækki vélstjórum
um þriðjung. Samgönguráðherra telur hins vegar að með frumvarpinu sé tekið mið af miklum breytingum á véibúnaði skipa, m.a. aukinni sjálfvirkni.
Óráðin framtíð
„Framtíð ís-
lenskrar fjölmiðl-
unar er óráðin.
Margt bendir til að
alþjóðleg fjölmiðl-
un taki við af
henni áður en
langt um líður.
Hún er fyrirferðar-
mesti þátturinn í íslenzkum sjón-
vörpum. Erlendur skemmtiiðnaöur er
þar nánast allsráðandi og engu líkara
en metnaður íslenzkra sjónvarps-
stöðva standi helzt til þess að verða
eins konar amerískt útihús hér norð-
ur í ballarhafi. Þetta er heldur dapur-
leg framtíðarsýn. En vonandi marka
þessir fjölmiðlar sér íslenzka stefnu
með þá arfleifð að bakhjarli sem er
dýrmætasta eign okkar."
Matthías Johannessen i Reykjavíkur-
bréfi Mbl. 31. desember.
Spaugið á liðna árinu
„Það má alltaf
finna einstaka
punkta inn á milli
sem hægt er að
gera eitthvað snið-
ugt úr. Olympiu-
leikamir og
pólfarinn eru til
dæmis eitthvað
það sem endalaust er hægt að gera
sér efnivið úr. En kannski segi ég
þetta bara vegna þess að mér finn-
ast íþróttir vera svo spaugilegar." -
Um karakter ársins: „Mér finnst
pólfarinn alveg óborganlegur. Hvað
var maðurinn eiginlega að pæla
þama einn úti á ísnum.“
Brynhildur Guöjónsdóttir leikkona í
Dags-viötali 30. desember,
um Áramótaskaup Sjónvarpsins.
Selt inn í
framhaldsskóla
Vatnsmýrin, landfórn-
ir og umferðarslys
Svo er komið í Bret-
landi að sveitarfélögum er
bannað með lögum að
byggja hverfi eins og
Garðabæ og Álftanes. Slík
byggð er að mati Breta of
dýr og óhagkvæm 1
rekstri. Dreifðri byggð
fylgja miklar vegalengdir
sem m.a. þýðir að rekstur
almenningssamgangna
ber sig ekki. Dreifð byggð
kallar á mikla einkabila-
notkun sem aftur veldur
stöðugt vaxandi loftmeng-
un og fjölgun slysa. Þá
krefst gerð slíkra hverfa gríðarlegra
landfórna.
Á altari þessarar skipulagsstefnu
er nú verið að fórna áratuga skóg-
ræktar- og uppgræðslustarfi í Graf-
arholti sem unniö var af miklum
fiölda unglinga og greitt fyrir með
útsvörum Reykvíkinga. Búið var að
planta trjám í allt holtið og næsta ná-
grenni og lagður hafði verið góður
grunnur að því að eftir 10 til 15 ár
ættum við Reykvíkingar aðra
„Öskjuhlíð".
Með núverandi skipulagsstefnu að
leiðarljósi tóku borgaryfirvöld
ákvörðun um að leggja „hina Öskju-
hlíðina", þ.e. Grafarholtið, undir
byggð. Þá eru borgaryfirvöld að eyði-
leggja eina sérstæðustu náttúruperlu
á Suðvesturlandi, eiðið í Eiðsvík,
milli Geldinganess og lands, með því
að leggja eftir eiðinu veg fyrir
þungavinnuvélar til að geta hafið
grjótnám í Geldinganesi. Með sömu
skipulagsstefnu aö leiöarljósi ætia
Kópavogsbúar út í miklar
landfórnir á bökkum Elliða-
vatns.
Reykjavíkurflugvöll
í Skerjafjörð
Ef gerð yrði 20.000 til
30.000 manna byggð í Vatns-
mýrinni í stað þess að leggja
tíu til tuttugu sinnum stærra
svæði undir jafnfjölmenna
úthverfabyggð, þá munu ár-
lega sparast milljarðar
vegna minni bifreiðanotkun-
ar og færri slysa. Sparnaður
samfélagsins af því að hafa
slíka byggð í Vatnsmýrinni í stað
þess að hafa hana uppi á Álfsnesi
eða úti í Kapelluhrauni mun borga
upp gerð nýs Reykjavíkurflugvallar
á örskömmum tíma. Þá liggur fyrir
að kostnaður við gerð samgöngu-
mannvirkja yrði svipaður, hvort
heldur byggð á stærð við Kópavog
yrði reist í Vatnsmýrinni eða á Álfs-
nesi.
Ef ákveðið verður að taka Vatns-
mýrina undir miðborgarbyggð má
leysa málefni innanlandsflugsins á
ýmsan hátt, t.d. hafa einkaaðilar boð-
ist til að gera nýjan flugvöll á fylling-
um í Skerjafirði gegn byggingarétti í
Vatnsmýrinni. Með því að hafa flug-
völlinn í Skerjafirði er verið að koma
til móts við óskir um að áfram verði
flugvöllur við miðbæinn og um leið
að ekki verði aðflug yfir byggð.
Með ákvörðun borgaryfirvalda að
áfram veröi flugvöllur í Vatnsmýr-
inni í stað þess að nýta svæöið und-
ir miðborgarbyggð þá var veriö að
taka ákvörðun um sóun mikilla
verðmæta. Með því var borgarstjórn
að taka ákvörðun um að auka bif-
reiðanotkun í borginni, að auka loft-
mengun og fjölga slysum.
Framtíðarborg
Mikilvægasta verkefni okkar á
komandi árum á að vera að skapa
hér á höfuðborgarsvæðinu þær að-
stæður að við getum haldið í at-
hafna- og menntafólkið okkar og þau
fyrirtæki sem hér eru, ekki síst þau
sem sprottið hafa upp á síðustu
árum. Við munum á komandi árum
lenda í vaxandi samkeppni við er-
lendar borgir sem vilja seiða til sín
þetta fólk og þessi fyrirtæki.
Höfuðborgin þarf að bjóða upp á
slíkar aðstæður að íslensk fyrirtæki
vilji um ókomin ár hafa höfuðstöðv-
ar sínar hér og borgin þarf að vera
það aðlaðandi að hingað komi erlend
fyrirtæki vegna þeirrar aðstöðu sem
hér standi til boða. Þessi grundvöll-
ur verður ekki tryggður nema hér
rísi ný og glæsileg miðborg.
Við eigum að færa næstu kynslóð
nýja miðborg með blandaðri starf-
semi, miðborg iðandi af mannlífi,
miðstöð verslunar, fjármála-, tölvu-
og hátæknifyrirtækja ásamt þéttri
íbúöabyggð. Við eigum að bjóða sem
kost, á móti hinum sannarlega glæsi-
legu úthverfum okkar, miðborgar-
umhverfi þar sem 5 mínútna gangur
er frá vinnustað og heimili að fjölda
matsölustaða, kaffihúsa og verslana.
Slíka miðborg er hvergi hægt að
gera nema í Vatnsmýrinni.
Friðrik Hansen Guðmundsson
Friðrik Hansen
Gudmundsson
verkfræöingur
„Nú veit ég ekki
hvað eitt námsár í
framhaldsskóla
kostar en það
hljóta að vera
nokkur hundruð
þúsund. Ef menn
þyrftu að borga
þetta úr eigin vasa
þá yrðu sumir að neita sér um
menntun vegna blankheita svo ef til
vUl hugsa einhverjir sem svo að
betra sé að búa við ókostina sem
fylgja „ókeypis" skólum heldur en að
hætta á að menntun verði aðeins fyr-
ir böm efnamanna. En það er hægt
að sameina kosti „ókeypis" skóla og
venjulegra viðskipta þar sem menn
reyna að fá sem mest fyrir pening-
ana. Leiðin til að gera þetta er stund-
um kölluð „ávísanakerfi“.“
Atli Haröarson í Rabbi Lesbókar
Mbl. 30. desember.
„Efgerð yrði 20.000 til 30.000 manna byggð í Vatnsmýrinni í stað þess að leggja tíu a
til tuttugu sinnum stœrra svœði undir jafnfjölmenna úthverfabyggð, þá munu ár-
lega sparast milljarðar vegna minni bifreiðanotkunar og fœrri slysa. “