Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 22
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 x>v Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson < 85 ára_________________________________ Bjarni Helgason, Þingási 1, Reykjavík. Hjörný Tómasdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára________________________________ Elín Jóhanna Hannam, Rafstöövarvegi 41, Reykjavík. Sigrún Guöbrandsdóttir, Hlunnavogi 10, Reykjavík. 75 ára________________________________ Bragi Guömundsson, Hjaltabakka 6, Reykjavík. Guöbjörg Árnadóttir, Smárahlíð 9a, Akureyri. * Jón Hólmsteinn Júlíusson, Skólagerði 38, Kópavogi. Ragnar Sveinn Olgeirsson, Borgarvík 19, Borgarnesi. Sigríður Guömundsdóttir, Árskógum 8, Reykjavík. Þórarinn S. Öfjörö, Laugarnesvegi 102, Reykjavík. 70 ára________________________________ Bergþóra Víglundsdóttir, Vesturholti 7, Hafnarfirði. 80 ára________________________________ Bryngeir V. Kristjánsson, Lækjasmára 2, Kópavogi. Sveinbjörn Danielsson, Noröurgötu 58, Akureyri. ára_______________________________ Arnfríður Hansdóttir, Norðurbrún 8, Reykjavík. Ásdís Teresita Einarsson, Borgarheiöi 20, Hveragerði. Ásta Margrét Sigfúsdóttir, koltröð 2, Egilsstöðum. I igunn Hávaröardóttir, \ allarási 2, Reykjavík. t sltar Ingiberg Axelsson, L rannargötu 5, Keflavík. igurbjörg Guöný Björnsdóttir, Laugartúni 8, Akureyri. £ avar Rafn Hallgrímsson, I óiabraut 21, Skagaströnd. 40 ára________________________________ *iiís!i Guðberg Gíslason, l.eynisbrún 11, Grindavík. Srímur Þorkell Jónasson, Norðurbrún 34, Reykjavík. Halla Steina Káradóttir, Löngubrekku 32, Kópavogi. Iflaría Traustadóttir, i lugagötu 45, Vestmannaeyjum. Ólafur Þorsteinsson, Osi 1, Akranesi. Sigurjón M. Alexandersson, '4010110 4, Sauðárkróki. Halldóra Nanna Guöjónsdóttir frá Flatey andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garöabæ, fimmtud. 28.12. Rannveig Dýrleif Matthiasdóttir frá Grímsey er látin. Jarðarförin hefur farið ’ram í kyrrþey. Jóhann Guönason lést fimmtud. 28.12. k á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. s IJrval - gott í sófann Fólk í fréttum Ari Teitsson formaður Bændasamtaka íslands Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, lætur vel af árferði nýliðins árs eins og fram kom í DV- frétt á þriðjudaginn var. Starfsferill Ari fæddist 13.3. 1943 að Brún í Reykjadal. Hann lauk landsprófi 1960, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1961 og búfræðikandídatsprófi það- an 1973. Ari var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður-Þingey- inga frá 1973, er formaður Bænda- samtaka islands frá 1995, starfrækir lítið sauöfjárbú að Hrísum ásamt konu sinni, Erlingi bróður sínum og konu hans, sem eru auk þess með kúabú á Brún. Ari sat í stjórn Búnaðarfélags Reykdæla, sat í stjórn Stéttarsam- bands bænda í nokkur ár, hefur set- ið í fjölda stjórnskipaðra nefnda um landbúnaðarmál, var formaður Framsóknarfélags Reykdæla, sat í stjórn kjördæmaráðs framsóknar- manna í Norðurlandi eystra, situr í miðstjórn Framsóknarflokksins, sat um skeið i stjórn Kaupfélags Þing- eyinga og er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Fjölskylda Ari kvæntist 2.1. 1972 Elínu Magnúsdóttur, f. 28.6. 1943, hús- stjórnarkennara. Hún er dóttir Magnúsar Bjarnasonar, bónda í Birkihlíð í Reykholtsdal, og k.h., Brynhildar Stefánsdóttur, sem er látin, húsfreyju. Börn Ara og Elínar eru Elín, f. 19.5. 1973, rekstrarfræðingur í námi í byggðarfræðum i Kanada en mað- ur hennar, Ingvar Björnsson, er í framhaldsnámi í búvísindum; Magnús, f. 25.6. 1974, i mastersnámi í verkfræði við Edinborgarháskóla en kona hans er Elísabet Eik Guð- mundsdóttir; Teitur, f. 5.4. 1979, nemi í eðlisfræði við HÍ. Systkini Ara eru Björn, f. 11.10. 1941, skólameistari á ísafirði; Sigríð- ur, f. 6.2.1946, sérkennari við Öskju- hlíðarskóla; Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi á Brún; Helga, f. 8.8.1947, hús- stjómarkennari á Flúðum; dr. Ingv- ar, f. 2.2.1951, læknir á Akureyri. Foreldrar Ara voru Teitur Bjömsson, f. 14.10. 1915, d. 1998, bóndi að Brún og heiðursfélagi Bún- aðarfélags íslands, og k.h., Elín Ara- dóttir, f. 3.11. 1918, d. 2000, hús- freyja. Ætt Teitur er bróðir Hróars, föður Sigurðar leikhússtjóra. Teitur er sonur Bjöms, b. á Brún, bróður Tryggva, föður Inga, fyrrv. for- manns Stéttarsambands bænda. Björn var sonur Sigtryggs, b. á Hall- bjarnarstöðum, Helgasonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Helga var Her- borg, systir Bjargar, langömmu Þor- gríms Starra, fóður Kára í Garði. Önnur systir Herborgar var Þuríð- ur, móðir Sigurðar, ráðherra á Ysta- felli, fóður Jóns rithöfundar, föður Jónasar búnaðarmálastjóra. Her- borg var dóttir Helga, ættföður Skútustaðaættarinnar, Ásmunds- sonar. Móðir Sigtryggs var Sigur- veig Sigurðardóttir frá Arnarvatni. Móðir Björns var Helga Jónsdóttir, b. á Arndísarstöðum, Árnasonar, og Herdísar Ingjaldsdóttur, dbrm. á Mýri, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, af Mýrarætt, bróður Sigurðar, fóður Jóns, alþm. á Gautlöndum, fóður ráðherranna Péturs og Kristjáns og afa ráðherranna Haralds Guð- mundssonar og Steingríms Stein- þórssonar. Móðir Teits var Elín, systir Sigur- geirs, föður Ingólfs, bókbindara í Vallholti. Elín var dóttir Tómasar, b. í Stafni, Sigurðssonar, b. þar, Sig- urðssonar. Móðir Elínar var Ingi- björg Jónsdóttir, b. í Lundarbrekku, Sigurðssonar, b. þar, Sigurðssonar. Meðal systkina Elínar er Bjarni, ráðunautur í Borgamesi. Elín er dóttir Ara, b. á Grýtubakka, bróður Sigfúsar, tengdaföður Pálma, alþm. á Akri, fyrrv. landbúnaðarráðherra. Ari var sonur Bjarna, b. á Grýtu- bakka, Arasonar, og Snjólaugar, systur Þóru, ömmu Garðars Gísla- sonar hæstaréttardómara, Þóru Kristjánsdóttur listfræðings og Garðars Halldórssonar, húsameist- ara rikisins. Snjólaug var dóttir Sig- fúsar, b. á Varðgjá, Guðmundsson- ar, og Margrétar Kristjánsdóttur. Móðir Elínar var Sigríður, systir Gunnars, fyrrv. gjaldkera Búnaðar- félagsins, og Jóhannesar, afa Stein- gríms Sigfússonar alþm. Sigríður var dóttir Áma, b. á Gunnarsstöð- um, Davíðssonar, b. á Heiði, bróður Ingibjargar í Stafni. Móðir Árna var Þuríður, systir Jóns, langafa Jónas- ar búnaðarmálastjóra. Þuriður var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd, Ara- sonar, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Móðir Sigríðar var Arnbjörg Jó- hannesdóttir, systir Áma, pr. i Grenivík, föður Ingimundar söng- stjóra. ■HH Sveinbjörg Ingimundardóttir fyrrv. húsfreyja að Teygingalæk Sveinbjörg Ingimund- ardóttir, fyrrv. húsfreyja að Teygingalæk, nú til heimilis að Skerjavöllum 3, Kirkjubæjarklaustri, varð sjötug i gær. Starfsferill Sveinbjörg fæddist á Melhóli í Meðallandi i Skaftárhreppi og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf sins tima. Auk þess stundaði hún ýmis almenn störf sem ung kona, s.s. þjónustustörf á læknasetrinu á Breiðabólstað. Sveinbjörg flutti að Teygingalæk 1951 og var þar búsett í tæpa hálfa öld eða fram til síðasta hausts. Hún var lengst af húsfreyja á Teyginga- læk. Fjölskylda Sveinbjörg giftist 25.1. 1953 Ólafi J. Jónssyni, f. 2.11. 1927, fyrrv. bónda á Teygingalæk. Hann er son- ur Jóns Jónssonar, bónda á Teyg- ingalæk, og k.h., Guðríðar Auðuns- dóttur, húsfreyju og bónda þar. Böm Sveinbjargar og Ólafs eru Valgeir Ingi Ólafsson, f. 29.11. 1952, búsettur í Reykjavík; Margrét Ólafs- dóttir, f. 13.1. 1954, búsett í Reykjavík. Systkini Sveinbjargar eru Guðjón Ingimundar- son, f. 27.5. 1927, húsa- smiður og fyrrv. starfs- maður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, búsettur í Reykjavík, kvæntist Sig- rúnu Stefánsdóttur; Guð- laugur Árni Ingimundar- son, f. 10.7. 1935, múrari, búsettur í Reykjavík, kvæntist Guðrúnu Kára- dóttur; Bergur Ingimundarson, f. 13.12. 1942, múrari, búsettur í Reykjavik. Foreldrar Sveinbjargar voru Ingi- mundur Sveinsson, f. 2.2. 1893, d 7.5. 1982, bóndi á Melhóli í Meðal landi, og k.h., Valgerður Ingibergs dóttir, f. 9.4. 1905, d. 8.8. 1994, hús- freyja að Melhóli. Ætt Ingimundur var sonur Sveins Ingimundarsonar, b. á Undirhrauni, og k.h., Gróu Bjarnadóttur hús- freyju. Valgerður var dóttir Ingibergs Þorsteinssonar á Melhól og s.k.h., Guðríðar Árnadóttur húsfreyju. Fímmtugur Björgvin Ólafsson skipasali Björgvin Ólafsson skipasali, Garðhúsum 12, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Björgvin fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk fyrsta stigs prófi frá Vélskóla Vest- mannaeyja, stundaði nám við Iðn- skólann þar, lærði ketil- og plötu- smíði í Vélsmiðjunni Magna og lauk fyrsta stigs prófi frá Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum. Björgvin var til sjós á sumrin frá fjórtán ára aldri, fyrst á Andvara VE, síðan á Öðlingi VE og á Stakki VE. Hann stundaði síðan eigin út- gerð á Bylgju VE ásamt Matthíasi Óskarssyni. Björgvin flutti til Reykjavíkur 1981. Þar starfaði hann fyrst við verslunarrekstur en starfrækir nú, ásamt konu sinni, skipasölufyrir- tækið B.P. skip ehf. Fjölskylda Eiginkona Björgvins er Guðrún Jacobsen, f. 8.2. 1951, danskennari. Hún er dóttir Hauks Jacobsen, sem nú er látinn, kaupmanns í Reykjavík, og Inge-Liss Jacobsen húsmóður. Sonur Björgvins og Guðrúnar er Björgvin Gunnar, f. 9.12. 1987. Dætur Björgvins eru Þórey Guð- rún, f. 25.8. 1969, búsett í Svíþjóð; Ólöf Sigrún, f. 9.7.1971, búsett í Nor- egi; Aldís, f. 3.2. 1974, búsett í Bandaríkjunum. Synir Guðrúnar eru Haukur Jens Jacobsen, f. 3.3.1969, búsettur í Dan- mörku; Helgi Örn Jacobsen, f. 13.4. 1973, búsettur í Reykjavík. Systkini Björgvins eru Þyrí, f. 16.11. 1949, búsett í Vestmannaeyj- um; Gunnhildur, f. 14.1. 1953, búsett í Reykjavík; Guðrún, f. 25.8. 1956, búsett á Akranesi; Ólafur Þór, f. 17.7. 1961, búsettur í Hafnarfírði; Anne Merie, f. 12.2. 1967, búsett í Englandi. Hálfsystir Björvins: Erla Ólafs- dóttir, f. 6.10. 1945, búsett í Dan- mörku. Foreldrar Björgvins: Ólafur Páls- son, f. 3.11. 1927, flskmatsmaður í Kópavogi, og Þórey Guðrún Björg- vinsdóttir, f. 9.4.1931, húsmóðir. - Björgvin er á Kanaríeyjum. Merkir Islendingar Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, fæddist 3. janúar 1898 á Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann var sonur Hannesar Péturssonar, bónda á Skíðastöðum, og k.h., Ingibjargar Jónsdóttur. Pálmi var bróðir Péturs sparisjóðsstjóra, föður Hannesar skálds. Hannes á Skíðastöð- um var bróðir Jóns á Nautabúi, afa Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups og Elínar Pálmadóttur blaðamanns. Pálmi lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1915, stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1918, cand.phil.-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1919 og stundaði nám í dýrafræði, grasafræði, jarð- fræði, eðlisfræði og efnafræði og lauk magister- prófi í dýrafræði 1926. Hann var ráðunautur Búnaðarfélags íslands og Fiskifélags ís- lands um veiðimál 1926-1929 og jafnframt kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Jónas frá Hriflu var stórhuga mennta- málaráðherra 1927-1931. Hann veitti Gagnfræðaskólanum á Akureyri menntaskólaréttindi, stofnaði héraðs- skóla á landsbyggðinni, lét endurbæta húsnæði MR og skipaði Pálma þar rektor 1929 sem sinnti því starfl með sóma til dauðadags 1956. Pálmi var alþm. Skagfirðinga fyrir Framsókn- arflokkinn 1937-42, bæjarfulltrúi i Reykjavík, var formaður Veiðmálanefndar um árabil, sat í Útvarpsráði, Menntamála- ráði og í Rannsóknarráði ríkisins. Pálmi Hannesson yj__________Jarðarfarir Dagný Helgadóttir frá Kaldárholti, Dofraborgum 38, veröur jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju miövikud. 3.1. kl. 13.30. Útför Jósíönu Magnúsdóttur, Lindargötu 14, Reykjavík, fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikud. 3.1. kl. 10.30. Siguröur Finnsson, útgerðarmaður frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju miðvikud. 3.1. kl. 13.30. Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Grýtu- bakka 10, Reykjavík, verður jarösungin frá Seljakirkju miðvikud. 3.1. kl. 13.30. Valgeir Magnús Gunnarsson verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju miðvikud. 3.1. kl. 15.00. Hrólfur Ásmundsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtud. 4.1. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.