Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Vidskíptablaöið Kaupþing að kaupa Frjáisa fjárfestingarbankann Undirrituð hefur verið viljayfir- lýsing um kaup Kaupþings hf. á 2/3 hlutafjár í Frjálsa fjárfestingarbank- anum hf. á genginu 3,80 eða fyrir samtals um 3,1 milljarð króna. Selj- endur bréfanna eru VÍS hf., Traust- fang ehf., Olíufélagið hf., Isoport, Hafliði Þórsson og Samvinnulífeyr- issjóðurinn. Endanlega verður geng- ið frá samningum á næstu vikum að lokinni kostgæfnisathugun. I fréttatilkynningu frá Kaupþingi kemur fram að markmið Kaupþings með því að festa kaup á meirihluta bréfa i Frjálsa fjárfestingarbankan- um er að stuðla að endurskipulagn- ingu og hagræðingu á fjármála- markaði. Frjálsi fjárfestingarbank- inn hefur verið umsvifamikill í eignastýringu, fjárvörslu og lána- starfsemi að undanförnu og rekur einnig Frjálsa lífeyrissjóðinn. íiiá Ul MMUí pwn ■■■ 9BÍSÍlj'[ SS WBM m — B lilPff HfipölHH markmið Kaupþings með því að festa kaup á meirihluta bréfa í Frjálsa fjár- festingarbankanum er að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu á fjármálamarkaði. Samkomulagið um sölu meiri- hluta bréfa í Frjálsa fjárfestingar- bankanum til Kaupþings átti sér stuttan aðdraganda. Af hálfu for- svarsmanna Kaupþings er lögð áhersla á að of snemmt sé að gefa yf- irlýsingar um það hvaða fyrirkomu- lag verður á rekstri Frjálsa fjárfest- ingarbankans til frambúðar. Á næstu vikum verður mótuð stefna þar að lútandi og skoðaðir mögu- leikar til að samnýta ýmsa þætti, svo sem tölvukerfi og markaðsstarf. Frjálsi fjárfestingarbankinn mun halda áfram starfsemi sinni í óbreyttri mynd fyrst um sinn eða þar til annað verður ákveðið. Hjá Frjálsa fjárfestingarbankan- um eru nú um 60 stöðugildi en hjá Kaupþingi starfa 260 manns á Is- landi og sex starfsstöðvum á erlend- um vettvangi. lé.-r- ?-r:,£s Pharmaco með bestu ávöxtunina á árinu Pharmaco skilaði eigendum sín- um bestu ávöxtuninni á árinu sem leið sé tekin fyrir ávöxtun íslenskra hlutabréfa og miðað við lokaverð 31. des 1999 og 2000 en ávöxtunin var 91%. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn var í öðru sæti með 81,8% ávöxtun og Opin kerfi í því þriðja með 80,7%. Lakasta ávöxtunin var hjá Skinnaiðnaði en ávöxtun með bréf félagsins var neikvæð um 73%, í öðru sæti var Stáltak með 66% og Loðnuvinnslan um 56,7%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 19,3% á síðasta ári, Heildarvísitala AðaOista um 13,8% en Heildarvísi- tala Vaxtarlista hækkaði um 4,6%. Sé litið til bréfa í einsökum at- vinnugreinum þá lækkaði vísitala samgangna mest eða um 44%. Næst kom vísitala sjávarútvegs en hún lækkaði um 31%. Vísitala lyfjafyrir- tækja hækkaði langmest eða um 65% en næst kom vísitala bygginga- og verktakastarfsemi sem hækkaði um 28%. Landsbankinn spáir 0,45% verð- bólgu milli desember og janúar Landsbankinn spáir 0,45% hækk- un á vísitölu neysluverðs milli des- ember og janúar. Gangi spáin eftir verður vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desemberbyrjun, 203 og hefur þá hækkað um 3,84% á síð- ustu 12 mánuðum. Ennfremur verður verðbólga milli áranna um 5,05%. Helstu for- sendur í spánni eru að þensla á hús- næðismarkaði sé minni en á síðasta ári og þá hefur verðlækkun á bens- ini um 0,2% áhrif til lækkunar á vísitölunni í mánuðinum. Fyrstu daga í upphafi mánaðar mælir Hagstofan verðlag og birtir svo niðurstöður sínar 8. virka dag mánaðar. Þá liggur fyrir hver verð- lagsbreyting var mánuðinn á und- an. Þann 12. janúar næstkomandi mun Hagstofan birta mælingar á verðlagi og breytingar á visitölu neysluverðs í desembermánuði. Þá liggur fyrst fyrir hver verðlags- breyting siðasta árs var. Spá Landsbankans um lækkun á olíuveröi hefur nú þegar gengiö eftir og spáir bankinn aö olíuverö á árinu verði á bilinu 21-26 dollari á fatiö. Spáir 4,3% verðbólgu innan ársins 2001 Verðbólga innan ársins 1999 var 5,8% og vógu þar þyngst 13,8% hækkun á húsnæðislið og 22,1% hækkun á bensíni. Til þessara liða mátti rekja 3% verðbólgu eða rétt rúmlega helming. Gangi spá Lands- bankans eftir um verðbreytingar í desembermánuði verður verðbólgan 3,84% innan ársins 2000 og vega þyngst hækkanir á húsnæðislið um 9,5% og 6,3% hækkun annarar þjón- ustu en þeirrar opinberu. Spá Landsbankans um lækkun á olíuverði hefur nú þegar gengið eft- ir og spáir bankinn að oliuverð á ár- inu verði á bilinu 21-26 dollari á fat- ið. Töluverður hluti olíuverðlækk- anna á enn eftir að skila sér í verð- lækkun á bensin hérlendis og sér Landsbankinn því ekki ástæðu til að endurskoða spá sína fyrir árið 2001 og spáir áfram að verðbólga innan ársins 2001 verði um 4,3%. Þú nærð alltaf sambandi H® TQÍ 3 (0 'CC við okkur! 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 (g) dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er DV 550 5000 MIDVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 DV LetsBuylt.com rær lífróður Internetsmásölufyrirtækið Lets- Buylt.com rambar nú á barmi glöt- unar eftir að hlutabréf i fyrirtækinu lækkuðu um 68% við opnun mark- aða í Evrópu í dag en þar með hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað um næstum 95% frá hæsta gengi í júlí. Á fóstudaginn síðastliðinn var kraf- ist greiðslustöðvunar hjá fyrirtæk- inu en það hefur samkvæmt hol- lenskum lögum rétt til greiðslu- frests um ákveðinn tíma. Talsmað- ur fyrirtækisins, Stephen Cox, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna á fóstudaginn sl. að LetsBuyIt.com ætti í viðræðum við væntanlega fjárfesta en skyndibjörgun væri ekki á dagskránni. Evran heldur upp á tveggja ára afmæli sitt Evran hélt upp á tveggja ára af- mæli sitt með pompi og prakt með því að ná fimm mánaða hámarki gagnvart dollar og tíu mánaða há- marki gagnvart jeninu. Evran styrktist vegna áhyggna af efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Japan og vegna þess að Grikkland hefur bæst við sem eitt af þeim löndum sem standa að baki evr- unni. Evran var 0,947 dollarar og 0,635 jen. Opinberir aðilar í Evru-landi hafa hjálpað til við styrkingu evr- unnar. Jean-Claude Trichet, for- stöðumaður Seðlabanka Frakk- lands, sagði að hann byggist við 3% hagvexti í Evru-landi án þess að þrýstingur myndi aukast á verð- bólguna. fsjwíi 03.01.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Bbjpollar 83,800 84,230 SSPund 126,040 126,690 i*ÍKan. dollar 56,170 56,520 gglDönskkr. 10,7020 10,7610 iHÍÉNorskkr 9,6100 9,6630 SSsænsk kr. 8,9220 8,9710 HHn. mark 13,4276 13,5083 HFra. franki 12,1711 12,2442 | : IBelg. franki 1,9791 1,9910 j Sviss. ffanki 52,5200 52,8100 QhoII. gyllini 36,2284 36,4461 *^Þýskt mark 40,8200 41,0653 B Bít. líra 0,04123 0,04148 EEjAust. sch. 5,8020 5,8368 1. 'Port. escudo 0,3982 0,4006 ^^jSpá. peseti 0,4798 0,4827 L*jjap. yen 0,73170 0,73610 IJírskt pund 101,372 101,981 SDR 109,9800 110,6400 {Uecu 79,8370 80,3167

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.