Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 20
* 24 Tilvera MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 DV Suöurland og náttúruöflin árið 2000: Illu er best aflokið - sögðu sumir Sunnlendingar þegar skjálftarnir miklu riðu yfir héraðið Geysir lét á sér kræla Einmitt þegar ioka átti fyrir Geysisgos til eilífðar tók sá gamli upp á aö gjósa í tíma og ótíma. Hér er mynd af einu tignarlegu. „Æ, hvar eru nú vetrardekkin undan bílnum okkar,“ sagöi ég við konuna mína um daginn þegar fyrsta snjófól vetrarins féll loksins og langt liðið á jólaföstu. „Ætli þú hafir ekki bara sett þau að húsa- baki, loksins þegar þú tókst þau undan í vor,“ sagði hún alvön spurningum eiginmannsins um týnda hluti á heimilinu. En það er ekki að undra þó að ég fyndi ekki dekkin, svo langt var komið fram á sumar þegar maður loks hætti á að taka þau undan bílnum. Síðasti vetur var um margt óvenjulegur hér á Suðurlandi. „Það snjóaði sumra á milli,“ sagði félagi blaðamanns í sumar og visaði þar til þess að allt var orðið ófært áður en fyrsti vetrardagur rann í garð síðasta haust og enn var að snjóa eftir sumardaginn fyrsta í vor. En þrátt fyrir sögulegt snjóahámark síðasta vetrar, þá fellur slíkt í skuggann fyrir öðrum atburðum í sunnlenskri náttúru á árinu. Gos hófst í beinni útsend- ingu Gamlar sagnir um að Hekla hafi verið fordyri vitis í þá daga þegar hvorki sjónvarp né aðrir íjölmiðlar voru komnir fram á sjónarsviðið hafa fengið nýja sýn á seinni áratug- um. Rjall sem undanfamar aldir hefur ekki látið á sér bæra er nú farið að gjósa reglulega á tíu ára (fresti. Það sýnir kannski að hinar gömlu sagnir áttu fótfestu í tilver- unni með tíðari gosum á öldum áður en tilefni þótti að skrá í heim- ildir. Nú síðastliðinn vetur byrjaði hún í beinni útsendingu í fréttatima útvarps laust upp úr klukkan sex. Fyrir fréttirnar hafði verið gefið út að í fréttatímanum mundi hún byrja að gjósa. Góð markaðssetning það. Hekla olli litlum sem engum búsifjum í þetta skiptið. Gos um há- vetur þegar allar skepnur eru á húsi og áttin hagstæð fyrir nágranna- sveitirnar eru ekki til mæðu fyrir nágranna fjallsins. Þetta Heklugos á þó eftir að verða þeim mörgu minn- isstætt sem eyddu löngum tíma í að komast til sins heima á höfuðborg- arsvæöinu eftir að hafa reynt að berja gosið augum. Það var þó fæst- um til ánægju því bæði var fjallið hulið skýjum allan tímann og nóttin á fjallinu verður lengi í minni margra. Engu kjöti treystandi „Er ekki rétt hjá okkur að hafa kjúkling í helgarmatinn," sagði ég við konuna mina í sumarbyrjun. Ég sá fyrir mér við griUið í fyrsta sinn á langþráðu sumri í garðinum, reyndar á milli snjóskaflanna. „Nei, þessir kjúklingar sem þú varst að kaupa á krónu stykkið eru svo út- troönir af salmonellu og kamfýlu að þeir labba burtu af grillinu hjá þér um leið og þeir fara að volgna," sagði konan og tók úr frystinum nautakjöt sem hún ætlaði að gæða okkur heimilisfólkinu á. „Þetta er nú lítið betra, það er ekki orðið óhætt að leggja sér nokkuð til munns lengur en það sem maður sér lifna við, alast upp og að lokum þarf maður helst að fylgja því í slát- urhúsið til að vera öruggur um aö allt sé í sómanum," sagði ég og lagði til að kartöflur yrðu uppistaðan í helgarmatnum. Það má segja að það fjaðrafok sem varð í kringum sýkta kjúklinga á liðnum vetri og annað sem kom upp í landbúnaðinum, sér- staklega í Rangárvallasýslu, hafi valdið íbúum þess svæðis mun meiri búsifjum heldur en öll Heklu- gos undanfarinna áratuga. Allt kapp hefur verið lagt á að koma þeim fjára öllum fyrir kattarnef ásamt fleirum sem málinu tengjast. Suöurlandsskjálftarnir Þegar Sunnlendingar voru loks búnir að fá sumar í sveit leið að þjóðhátíðardegi landans. Hann birt- ist mönnum fagur og sólu baðaður. Víða voru haldnar skemmtanir og fólkið notaði sér góðviðrið til að sækja þær sér til ánægju. Þjóðhátíð- ardagurinn 2000 á liklega eftir að verða auðveldur í minni þeirra sem upplifðu hann um ókomna tíð. Þeg- ar klukkan var langt liðin í fjögur eftir hádegi riðu allt að þrir geysistórir jarðskjálftar yfir Suður- land með upptök sin í Holtum. íbú- ar á Hellu og nærsveitum urðu harðast úti í þessum skjálftum. Á Hellu skemmdust fjölmörg hús og allmörg eyðilögðust. Enn sannaðist fyrir þeim sem því trúa að tilviljan- ir eru ekki eitthvað sem allt í einu brestur á. Að skjálftinn skyldi koma á þessum degi í þessu veðri á þess- um tíma er einstakt. Það var sérkennileg upplifum að koma á Hellu innan við klukkutíma eftir að skjálftinn reið yflr. Maöur hefði haldið aö fólk væri meira og minna í losti og það væri skelfingu fyllt og ótta. En hið ótrúlega æðru- leysi og mikla stilling sem fólkið á Hellu sýndi strax eftir þessar miklu hamfarir er eitt af því sem maður man best eftir frá hamförunum. Hellubúar hafa líka sýnt það í fram- haldinu að þeir ætla ekki að láta þessi áföll hafa áhrif á líf sitt. Þar eru sumir fluttir inn í ný hús og aðrir með hús í smíðum. Nokkrir búa enn í bráðabirgöahúsnæði en mannlífið er þó í góðu jafnvægi. Það leið tæp vika þar til Sunn- lendingar fengu annan skjálfta. Sá átti upptök sín vestar en sá fyrri, nálægt Hestfjalli. Tímasetning hans var kannski ekki eins frábær og þess fyrri en „Illu er best af lokið,“ sögðu sumir. Þó að skjálftinn riði yfir upp úr miðnætti var veðrið gott enda sumarsólstöður. Víða urðu miklar skemmdir og óhugur greip víða um sig vegna þess hve skammt var liöið frá þeim fyrri. Fólk er víða að komast í endanlega viðgerð hús sin eftir þann skjálfta en víða eru þó enn í notkun bráðabirgðahúsnæði. Ein þeirra fjölskyldna sem DV, Suð- urlandi hefur fylgst með eftir skjálftann er fjölskyldan í Borgar- koti á Skeiðum. Þar bjó fjölskyldan um skeið í gámi en þegar leið að vetri komst hún í bráöabirgðahús- næði. Þar bættist ein lítil í fjölskyld- una í upphafi jólaföstu. Fjölskyldan í Borgarkoti hefur ásamt öðrum Sunnlendingum sýnt að sókn er besta vömin þegar náttúran sýnir sínar slæmu hliðar. Kjötmjöl á röngum tíma Á liðnu hausti var tekin í notkun kjötmjölsverksmiðja á Suðurlandi í þeim tilgangi að nýta úrgang frá sláturhúsum og kjötvinnslum á svæðinu. Þrátt fyrir að sú verk- smiðja framleiði úr hreinu, ómeng- uðu hráefni eru blikur á lofti í rekstrinum. Utanlands koma tíðindi um óværu þá sem nefnist kúariða. Hún hefur tröllriðið þjóðum víða er- lendis og hefur valdið því að hætt er að framleiða kjötmjöl sums staðar nema í algerum undantekningum. Það þykir skjóta skökku við að ís- lenskt fiskimjöl og kjötmjöl skuli vera sett á stall með erlendum „óþverra", sérstaklega þegar æðstu ráðamenn þora að leggja það sér til munns. Sunnlenska sumarið var mikil uppbót fyrir veturinn. Sól og blíða og góð tíð einkenndu það mestallt. Ýmislegt var þó við að vera svo sem Geysisgos og annaö sem stytti stundimar. Þegar leið að hausti og sumarið rann sitt skeið gerðist það loksins að undan feldi kom maður sem margir höfðu beðið eftir. Und- an kom ráðherrann og kynnti lýð- um langþráða ákvörðun sína varð- andi innflutning norskra kúa til að bæta stöðu íslensks landbúnaðar. Sú ákvörðun var mörgum að skapi, en eins og oft er þá eru einhverjir óánægðir. Reynt var þó að fara sáttaleið í málinu og þvi til staðfest- ingar minnst við fulltrúa íslensku kýrinnar á fóðurganginum að Stóra- Ármóti í vitna viðurvist. Hvort Huppa lagðist í doða eftir það hefur ekki heyrst en um alvarleg eftirköst mun ekki hafa verið að ræða. Sunnlenska haustið hefur verið með ágætum. Því er þó ekki að neita að flestir hefðu viljað hafa unglingana sína innan veggja skól- anna í haust en það er víst hlutur sem best er að hafa sem fæst orð um. Það er þó eitt sem gerir það að skugga ber á fallegt sumar og haust með afburða tíð. Hinar miklu fórnir sem þjóðin hefur fært í umferðinni á árinu, þar af fjölmörg alvarleg slys á sunnlenskum vegum er sár sem þjóðin mun bera ör eftir um langan tíma. Það er vonandi að ár þessu líkt í umferðinni muni ekki renna upp aftur. Nú þegar setið er á einum snjó- léttustu jólum sem blaðamaður man eftir er mál að linni. Fram undan er nýtt ár með nýjum ævintýrum og verkefnum sem kannski eiga eftir að safnast í malinn og verða nesti blaðamannsins í uppgjöri hans við árið um næstu jól. Bestu kveðjur um gleðilegt ár af Suðurlandi með kærri þökk fyrir árið sem er að líða. Suðurlandsskjálftinn Gífurlegar skemmdir uröu á húsum á Suöurlandi þegar skálftarnir riöu yfir í júní. Fyrir mikla mildi uröu engin slys af völdum skjálftanna. Hér sjást skemmdir í Rangárþingi 1 sumar. Norðurland vestra árið 2000: Jákvætt og hagstætt ár DV, SKAGAFIRÐI: _________________ Arið sem er að líða hefur að flestu leyti verið mjög hagstætt fyr- ^ ir þorra landsmanna. Veðrátta hef- ^ ur verið með afbrigðum góð svo leita verður langt aftur eftir sam- bærilegu. Þetta gleður a.m.k. þá sem stunda landbúnað og eiga af- komu sína að nokkru leyti undir veðráttunni. Sömuleiðis var þetta hagstætt ár fyrir flesta sem stunda útivist og ferðalög innanlands að * stangaveiðimönnum undanskildum sem margir hljóta aö skrá árið 2000 í annála fyrir lélega veiði. Af skemmtilegum og jákvæðum fréttum af Norðurlandi vestra frá árinu 2000 kemur upp i hugann ákvörðun um að flytja það sem eftir var af Byggðastofnun til Sauðár- króks, vel heppnuð þjóðlagahátíð í Siglufirði og opnun eldisstöðvar Máka hf. í Fljótum. Einnig má nefna vígslu Fræðasetursins á Hofs- ósi sem kemur í framhaldi af upp- byggingu Vesturfarasetursins sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli bæði hér á landi og erlendis. Enn fremur vígslu húsnæðis Is- prjóns á Hvammstanga, áframhald- andi uppbyggingu Sildarminjasafns- ins á Siglufirði sem þó er hvergi nærri lokið og guðsþjónustu í Drangey þegar herra Karl Sigur- björnsson biskup heimsótti okkur Skagfirðinga. Af neikvæðum fréttum finnst mér bera hæst þau miklu og tíðu slys sem urðu á árinu. Þannig tók um- ferðin óvenju háan toll en mörg al- varleg slys urðu þó af ýmsum öðr- um ástæðum og er vonandi að nýja árið verði okkur betra að þessu leyti. -ÖÞ Vesturfarasafniö á Hofsósi Þetta framtak hefur sett Hofsós tryggilega á landakortiö og þykir safniö meö afbrigöum vel heppnaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.