Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 I>V 9 Fréttir 108 Reykjavík Garðabær: Bæjarstjórinn byrjaði árið með predikun Bæjarstjóri Garðabæjar, Ásdís Halla Bragadóttir, predikaði á ný- ársdag við há- tíðarmessu í Vídalíns- kirkju. Þar með hófst 25 ára afmælisár Garðabæjar sem verður fagnað með fjölbreyttri menningar- og Ásdís Halla skemmtidag- Bragadóttir. skrá allt árið. Þegar Garða- bær fékk kaupstaðarréttindi árið 1976 bjuggu í bænum um 4 þús- und manns en íbúatalan hefur tvöfaldast síðan. Meðal annarra dagskrárliða má nefna skíðaviku í febrúar, málþing um bæjarbrag sem einnig verður haldið í febrú- ar. Haldnir verða tónleikar þekktra tónlistarmanna, inn- lendra og erlendra, og þar má m.a. nefna Vilbergsdaga í mars, djassdaga í maí, tónleika Vínar- drengjakórsins í október og tón- leika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í nóvember. Afmælisnefnd Garðabæjar hef- ur unnið að undirbúningi afmæl- isársins um nokkurt skeið. Nefnd- ina skipa: Ásdís Halla Bragadótt- ir, Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjómar, og Sigurður Björg- vinsson bæjarfulltrúi. -DVÓ Nýtt íbúðar- húsahverfi í Skorradal DV. VESTURLANDI: Fyrir skömmu var tekin fyrsta skóflustungan að nýju íbúðar- húsasvæði í landi Grundar í Skorradal. Framkvæmdirnar eru á vegum Skorradalshrepps sem tók land á leigu fyrir íbúðarhúsa- byggðina. Gert er ráð fyrir því að i byrjun verði reist þrjú hús, tvö af þeim verða leiguíbúðir en þriðja húsið verður sett á sölu á vordögum. Stefnt er að því að leiguíbúðirnar verði teknar í notkun i mars. Húsin eru finnsk einingarhús frá fyrirtækinu Finndomooy, Finnlandi. Mikið er spurt um húsin og nokkuð ljóst að leiguhús- næði vantar á svæðinu. Þeim fjór- um lóðum sem eftir eru verður sennilega úthlutað til einstak- linga eða húsnæðisfélags en stefnt er að því að hverfið verið full- byggt á tveimur til þremur árum. -DVÓ Verslunar- menn byggja í Breiðuvík DV, SNÆFELLSNESI: Búið er að leggja nýjan veg og mæla út lóðir í sumarbústaða- landinu á Arnarstapa. Þar á vænt- anlega eftir að rísa myndarleg sumarbústaðabyggð. En það er á fleiri stöðum á Snæfellsnesi sem uppi eru hugmyndir um að byggja sumarbústaði. Verslunarmanna- félag Reykjavíkur er með áform um að reisa fjölda sumarbústaða í landi Stóra-Kambs í Breiðuvík, sömuleiðis eru stór áform um byggingu sumarhúsa og heilsárs- húsa hjá fólki á Hellnum. Einmitt þessa dagana er verið að ljúka byggingu setustofu milli nýja gistiheimilisins og eldri byg'ging- ar á Brekkubæ. -DVÓ Tvær brotnar tennur kosta 3 mánaða fangelsi - ljótt sakavottorð 16 ára ungmennis á Akranesi DV, AKRANESI:________________________ Héraðsdómur Vesturlands dæmdi 16 ára Akurnesing á dögunum í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkams- árás, skilorðsbundið tO tveggja ára. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu, þrítugum manni kr. 201.402. Auk þess greiðir ákærði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Inga Tryggvasonar hdl., 100.000 krónur auk virðisaukaskatts. Málsatvik voru þau að ákærði sló þrítugan mann með hnefahögg í and- lit við Suðurgötu á Akranesi í sept- ember með þeim afleiðingum að tvær framtennur í efri gómi brotn- uðu við tannhold. Sakaferill ákærða er skv. saka- vottorði þessi: Hinn 4. október 1999 frestaði sýslumaðurinn á Akranesi ákæru á hendur honum fyrir þjófn- að, skilorðsbundið í tvö ár. í Hér- aðsdómi Vesturlands var hann dæmdur 25. april 2000 í tveggja mán- aða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir þjófnað o. fl. Sama ár, 6. júní, hlaut hann dóm í Héraðdómi Vesturlands, 90.000 króna sekt fyrir ölvunarakstur og akstur án ökurétt- ar og var þá sviptur ökurétti í 18 mánuði. Með broti þessa máls hefur ákærði rofið skilorð dómsins frá 25. apríl 2000. Finnur Torfi Hjörleifsson dæmdi. -DVÓ FAXAFEN8 Atgreioslutimi: Lokaö í dag Opnum aftur 4. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.