Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 7
7
t"
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001__________________________________________________
I>V Fréttir
Hvalaskoðurum við ísland fjölgar ár frá ári:
Tekjur af hvalaskoð-
un yfir milljarð
DV, AKUREYPI:
Ferðamönnum
í hvalaskoðun við
ísland fjölgaði um
25% á síðasta ári
miðað við árið á
undan, en stans-
laus fjölgun hefur
orðið í þessari
starfsemi frá því
hún hófst hér við Björgvinsson
land árið 1995. þetta er ótrúleg
Tekjur af þessari aukning
þjónustu aukast m//// ára.
að sama skapi ár .............
frá ári og á síðasta ári urðu tekjur
af hvalskoðuninni í fyrsta skipti
meira en milljarður króna.
„Þetta er hreint ótrúleg aukning
en þeir sem fóru í hvalaskoðun hér
við land í fyrra voru rúmlega 44
þúsund talsins en voru rúmlega 35
þúsund árið áður,“ segir Ásbjörn
Björgvinsson, forstöðumaður Hvala-
miðstöðvarinnar á Húsavík. „Við
sjáum greinilega að nokkur fjöldi
fólks, eða um 4 þúsund manns, kem-
ur beinlínis til landsins í þeim til-
gangi að fara í hvalaskoðun, og
þetta er fólk sem fer á milli staða og
fer í fleiri en eina og fleiri en tvær
ferðir. Fjöldi Islendinga sem sækir í
þessar ferðir fer einnig vaxandi og
var um 6 þúsund á síðasta ári,“ seg-
ir Ásbjöm. Hann nefnir sem dæmi
um aukninguna að fyrir nokkrum
árum spáði hann því að árið 2000
yrðu hvalaskoðarar hér við land um
20 þúsund en ekki 44 þúsund eins og
raun varð á. Langflestir fara í
hvalaskoðun frá Húsavík en þaðan
fóru 20.500 manns í slíkar ferðir á
síðasta ári. Frá Reykjanesi og Hafn-
arfirði voru þeir 16 þúsund, frá
Snæfellsnesi 4.500, á Eyjafjarðar-
svæðinu 3.000 og frá Breiðdalsvík
250. Alls eru það 10 aðilar hér á
landi sem annast slíkar ferðir og
varð aukning hjá þeim öllum í fyrra
miðað við árið 1999.
„Við áætlum að beinar tekjur af
fólki í hvalaskoðun hér við land séu
um 660 milljónir króna en þær skipt-
ast misjafnlega á milli margra aðila,
s.s. flugfélaga, rútufyrirtækja, bíla-
leiga, hótela og gistiheimila, veit-
ingahúsa, hvalaskoðunarfyrirtækja
og fleiri. Samkvæmt útreikningum
sem ég hef frá hagfræðingi Samtaka
ferðaþjónustunnar má ætla að tekjur
af hvalaskoðuninni hafi margfeldis-
stuðulinn 1,63 - viðbótartekjur nemi
því um 415 milljónum og heildartekj-
ur séu því um 1.075 milljarðar
króna,“ segir Ásbjörn.
Hann segir að menn geri sér von-
ir um að áframhaldandi fjölgum
verði á farþegum í hvalaskoðun,
enda sé ísland viðurkennt sem það
land í heiminum sem fær flesta
ferðamenn sem sækjast eftir slíku.
„Það eina sem ég sé að geti ógnað
áframhaldandi aukningu í þessari
grein er að við færum að hefja hval-
veiðar. Þar væru menn að stíga
skref sem gæti orðið okkur afdrifa-
ríkt og menn ættu að skoða alla
hluti mjög vel áður en slík ákvörð-
un yrði tekin,“ segir Ásbjöm. -gk
Þingey j arsýslur:
Aukið samstarf
verkalýðsfélaga
DVA1YND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Dúndursala
Sementsverksmiöjan á Akranesi.
Þaö má segja aö þar hafi verið
dúndursala undanfarið.
Mesta sem-
entssala í
aldarfjórðung
DV. AKRANESI:
Salan á sementi i desember var
8.227 tonn eða 17,5% yfir áætlun
verksmiðjunnar. Þetta er mesta sala
í desember síðan 1987. Sementssala
á síðasta ári varð því 143.338 tonn
eöa tæplega 14,7% yfir áætlun. Það
þarf að fara aftur til ársins 1976 til
að finna hærri sölutölur en það ár
seldi verksmiðjan um 149 þúsund
tonn.
Sementssalan er ágætur mæli-
kvarði á verklegar framkvæmdir í
landinu, þær hafa verið með allra
mesta móti á siðasta ári. -DVÓ
Mýrdalur:
Bíll hafnaði
á hvolfi
Engin meiðsl urðu á fólki þegar
ökumaður fólksbíls missti stjóm á
honum vegna hálku á veginum
skammt vestan við Hvammsá í Mýr-
dal skömmu eftir klukkan eitt á
miövikudag.
Bíllinn hafnaði utan vegar á
hvolfi en konan og bamið, sem í
bílnum voru, sluppu bæði ómeidd,
enda spennt í bílbelti. Billinn er
mikið skemmdur eftir veltuna.
Að sögn lögreglunnar í Vík er
mikil ísing á vegunum þessa dag-
ana. -SMK
DV, AKUREYRI: ____________________
Verkalýðsfélag Þórshafnar og
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsa-
vík hafa undirritað samstarfssamn-
ing um félags- og verkalýðsmál með
það að markmiði að efla þjónustu
við félagsmenn í Verkalýðsfélagi
Þórshafnar og styrkja um leið sam-
stööu verkafólks í Þingeyjarsýslum
í sameiginlegum hagsmunamálum
s.s. í byggða- og atvinnumálum og
öðrum velferðarmálum sem treyst
geta búsetu á svæðinu.
Samkvæmt samningnum tekur
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsa-
vík að sér ráðgjöf varðandi bókhald,
gerð ársreiknings, daglegrar fjár-
málaumsýslu, skýrslugerð og önnur
þau atriði sem tengjast daglegum
verkefnum félagsins.
Skrifstofan tekur einnig að sér
ráðgjöf fyrir stjóm og félagsmenn
Framkvæmdir við Vatnsfells-
virkjun eru hafnar á ný eftir gott
jólafrí.
Unnið verður við uppsteypu á
inntaki í vetur en þeirri fram-
kvæmd þarf að ljúka fyrir vorið
þegar byrjað verður að setja upp
lokur auk þess sem unniö verður
við að klára aðrennslis- og frá-
rennslisskurð.
„I vor er stefnt að því að klára
stífluna með því að steypa á hana
yfirfall og þéttingu," segir Torfi G.
Sigurðsson, byggingarverkfræð-
ingur hjá Hönnnn, sem sér um eft-
irlit með framkvæmdum.
Verkalýðsfélags Þórshafnar vegna
kaup-, kjara- og félagsmála og veitir
aðgang að lögfræðingum Skrifstofu
stéttarfélaganna í málum tengdum
kjara- og réttindamálum á vinnu-
markaði.
Þá fær Verkjalýðsfélag Þórshafn-
ar aðild að fréttabréfi stéttarfélag-
anna á Húsavík og skal því dreift á
félagssvæði þess.
Verkalýðsfélag Þórshafnar mun
starfa áfram eins og verið hefur,
fundarhöld og önnur félagsleg starf-
semi verður áfram í höndum félags-
ins og skrifstofa félagsins á Þórs-
höfn verður opin áfram eins og ver-
ið hefur.
Unnið verður aö því að efla starf-
semi skrifstofu Verkalýðsfélags
Þórshafnar eftir því sem hægt er og
stjórn félagsins ákvarðar hverju
sinni. -gk
Aðalsal Stöðvarhússins var lok-
að í lok október. Þar er nú unnið
að uppsetningu vélbúnaðar en
einnig uppsteypu á frambyggingu
stöðvarhússins en það mun klárast
í næsta mánuði.
Uppsetning rafbúnaöar hefst i
mars. Vinnu viö uppsteypu á tengi-
virkishúsi mun ljúka að mestu
leyti í þessum mánuði en þegar
hefur verið hafist handa við frá-
gang innanhúss.
í vetur verða 200-250 manns á
staðnum en þeim mun fjölga upp í
300 með vorinu.
Vatnsfellsvirkjun:
Klára stífluna
fyrir vorið
Tilboð
-DVÓ