Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 DV _______45 «■ Tilvera vera hluti af lífinu Véitir ráöleggingar á Speglinum um heílsurækt og heilbrigt líferni Ágústa Johnson segir lykilatriöi aö fólk taki heilsuræktina af skynsemi og fari ekki ofgeyst afstaö. .... Ágústa Johnson líkamsræktarþjálfari: Heilsurækt á að Stal senunni í afmæli prinsins Þegar sænski prinsinn Carl hélt upp á níræðisafmæli sitt á Grand Hotell í Ósló var það ekki hann sjálfur sem var í sviðsljósinu heldur Mette-Marit, unnusta Hákonar Nor- egsprins. í afmælinu hitti Mette-Ma- rit sænsku konungshjónin og einnig þau belgísku. Prinsinn sænski, sem býr á Spánarströnd, kom til Noregs til að fagna tímamótunum þar sem eiginkona hans er norsk. Bróðir eig- inkonunnar er hótelstjóri Grand Hotell svo að ef til vill hefur prins- inn fengið afslátt á veislufóngunum. ivlelanie meðferðinni í tilefni af heilsuátaki DV, Leið til betra lífs, mun Ágústa Johnson lík- amsræktarþjálfari veita ráðlegging- ar um heilsurækt og heilbrigt líf- erni á Speglinum á Vísi.is. Að sögn Ágústu er best þegar fólk ákveður að hefja likamsrækt að það finni sér einhverja tegund þjálfunar sem það hefur áhuga á því það er ekki væn- legt til árangurs að pina sig í lík- amsrækt af eintómri skyldurækni. Ágústa segir að á flestum líkams- ræktarstöðvum sé boðið upp á ráð- gjöf og fólk geti pantað sér tíma og fengið ráðgjöf til að koma sér af stað. „Lykilatriðið er að fólk taki þetta með skynsemi og fari ekki of geyst af stað,“ segir Ágústa og bæt- ir við að oft vilji fólk sjá árangurinn strax. Hlutimir ger- ast hins vegar ekki \f þannig og því þarf , fólk að setja sér lang- , c\Q '' tímamarkmið. „Helst *' þarf fólk að ákveða í eitt skipti fyrir öll að þetta verði partur af lífinu,“ segir Ágústa. Mikilvægt sé að byrja rólega og hentugast sé fyrir þá sem vilja fara í þolfimitíma að byrja á tímum fyr- ir byrjendur. Ef tækjasalurinn verð- ur fyrir valinu sé best að byrja á að ganga rösklega og , taka léttari þyngdir o þv } tækjunum. Ágústa segir að ef farið sé of geyst í byrjun sé hætta á að fólki fái strengi og van- líðan dagtnn eftir og það sé oft ástæðan fyrir því að menn hætti. Að sögn Ágústu er nauðsynlegt að hugsa líka um mataræðið þegar kemur að þvi að hugsa um heilsuna og litlar breytingar, eins og að borða meiri ávexti og grænmeti en minnka kjötneyslu og sætindi, er nokkuð sem allir geta gert og það skilar sér í bættri heilsu og útliti. Margir aðrir hlutir geta einnig hjálpað til þegar fólk vill rækta lík- amann og stunda heilbrigt lífemi, t.d. eins og að leggja bilnum nokkuð frá vinnustaðnum og ganga eða hlaupa upp stiga í stað þess að taka lyftu og vera úti með börnunum. -MA Melanie Grifflth, eiginkona hjartaknúsarans Antonios Banderas, hefúr nú verið útskrifuð af stofnun- unni í Los Angeles þar sem hún var í meðferð vegna ofneyslu lyfja. Melanie segb í viðtali að löngun hennar í verkjalyf hafl verið svo sterk að hún hafl ekki getað farið framhjá apóteki án þess að fara inn og kaupa sér lyf. „Það varar mann enginn við því að lyfi geti orðið vanabindandi. Þegar maður er áfengissjúklingur og fíkill er þetta mjög hættulegt," segb leikkonan í viðtalinu. Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, afhenda framfaraverðlaun 2000: Fjarkennsla og flutningabílar DV, GRUNDARFIRÐI:_________________ Á þrettándanum veittu Eyrbyggj- ar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, framfaraverðlaun í annað skipti. Framfaraverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem að mati Eyrbyggja hafa unnið samfélaginu í Grundarflrði vel á því ári sem var að líða. Stjóm Eyrbyggja var sammála um að tveb aðilar í Grundarflrði verðskulduðu sérstaka viðurkenn- ingu fyrir síðasta ár. Annars vegar fékk verkefnið Fjamám á fram- haldsskólastigi í Grundarfirði, við- urkenningu fyrir mjög gott starf við að auka möguleika til menntunar og uppbyggingu framhaldsskóla- menntunar i Grundarfirði og hins vegar fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. fyrir öfluga uppbyggingu og þátt þess í að efla atvinnulífið í Gmndarfbði Fjarnám á framhaldsskólastigi i Grundarfirði er tibaunaverkefni Eyrarsveitar, menntamálaráðuneyt- isins, Verkmenntaskólans á Akur- eyri og Fjölbrautaskóla Vestur- lands, um fjarnám á framhalds- skólastigi. Námið hófst haustið 1999 og mættu þá sjö nemendur til leiks. Það sem er nýstárlegt við verkefnið er að öfl kennsla er í höndum fjar- kennsludeildar Verkmenntaskólans á Akureyri en nemendur mæta í fjarnámsver í Grundarfirði á hverj- komi inn til löndunar og setji fisk i gáma sem Ragnar og Ásgeb ehf. flytja síðan suður fyrir skipafélögin. Um 90% af öllum flutningi hjá fyrb- tækinu eru frystur og ferskur fisk- ur. I febrúar 1999 byrjuðu Ragnar og Ásgeir ehf. að flytja vörur fyrb Vöruflutningamiðstöðina til Snæ- feflsbæjar og Grundarfjarðar en áður var einungis flutt fyrb Land- flutninga Samskip. í dag era Ragnar og Ásgeir ehf. með afgreiðslur í Grundarfirði og Snæfellsbæ og eru starfandi hjá fyrirtækinu um 20 manns. -DVÓ/SHG 190 E-2,0 Árgerð 1990, ekinn 105 þkm. Sjálfskiptur, rafdrifin topplúga, ABS hemlar, álfelgur, armpúði, höfuðpúðar aftan, litað gler, Lorinzer viðar- og leður stýri, samlæsingar, útvarp / CD ofl. hbimport be smart ehf. sími 699 5009 DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÖTTIR. Viðurkenning. Á myndinni eru taliö frá vinstri Sigríður Finsen og Anna Bergsdóttir sem veittu móttöku verölaunum vegna Fjarnámsverkefnisins og Ragnar Haralds- son og Ásgeir Ragnarsson flutningabílstjórar sem lengi hafa staöiö vaktina og unnu til verðlauna. um morgni ásamt umsjónarmanni og stunda nám sitt. Fjarnámsverk- efnið hefur haft margvísleg áhrif á samfélagið. Unglingamir eru nú heima yfir vetrartímann og gæða samfélagið lífi, menntunarstig í samfélaginu er að aukast, og vegna fjamámsins hafa fleiri tileinkað sér nauðsynlega tölvuþekkingu til að stunda námið, sem mun tvi- mælalaust nýtast þeim síðar. Ragnar Ingi Haraldsson og Rósa Björg Sveinsdóttir hófu rekstur flutningabíla haustið 1970. Á þess- um árum vora ferðir farnar tvisvar til þrisvar í viku og var vöruaf- greiðslan í forstofunni hjá þeim hjónum. Þegar fiskmarkaðirnir tóku til starfa eftb 1990 fóru fisk- flutningar að aukast mikið á bílum út um allt land. Ragnar og Ásgeb ehf. flytja fiskinn af fiskmörkuðum á Snæfellsnesi suður á land. Einnig er mikið um að togarar og bátar Raðhús óskast Raðhús í Staðahverfi í Grafarvogi óskast keypt. Þarf að vera 3-4 svefnherbergi. Tvöfaldur bílskúr æskilegur en ekki nauðsynlegur. . . Tilboð, merkt „Grafarvogur", sendist auglýsingadeild DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.