Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 24
44 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 Tilvera r>V lífift Sledge-systur skemmta á Broadway Broadway og Bylgjan kynna hinar einu sönnu Sister Sledge sem eru á leiðinni til íslands og halda tónleika á Broadway í kvöld. Það verður raunveruleg „Hollywood“ diskóstemning því auk systranna stíga allir gömlu plötusnúðamir úr hinni upp- runalegu Hollywood á stokk og þeyta gömlu diskóplöturnar eftir tónleikana. Fyrir tónleikana ætla upprimalegu islensku súpermódelin úr Módel ‘79 halda tískusýningu. Kynnir í kvöld er enginn annar en Þorgeir Ást- valdsson. Leikhús_________________________ ■ EVA Bersögli sjálfsvarnareinleikur- inn Eva veröur sýndur í kvöld kl. 21 í Kaffilelkhúsinu í Hlaövarpanum. Frá- bær tragikómedía. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Sjeikspír eins og hann leggur sig er sýndur í kvöld kl. 20 í Loftkastalanum. ■ SÝNP VEIÐI Leikritiö Sýnd veiöi sýnt í kvöld kl. 20 í lönó. ■ VITLEYSINGARNIR í kvöld kl. 20 veröur sýning á Vitleysingunum eftir Olaf Hauk Simonarson í Hafnarfjarö- arleikhúsinu. ■ ÁSTKONUR PICASSOS Leikritið Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera veröur sýnt í Smíöaverk- stæöi Þjóöleikhússins í kvöld kl. 20. ■ ÖNPVEGISKONUR í BORGAR- LEIKHUSINU I kvöld kl. 20 veröur I Borgarleikhúsinu frumsýnt verkiö „Ondvegiskonur" eftir Austurríkis- manninn Werner Schwab í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar. Leikkonur eru þær Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri er Viöar Eggertsson. ■ HORFÐU REIÐUR UM ÖXL Horföu reiður um öxl eftir John Os- born veröur sýnt.í kvöld kl. 20 í Þjóöleikhúsinu. Örfá sæti laus. Popp ■ FÖSTUPAGSBRÆÐINGUR Á GEYSI KAKOBAR Þaö veröur klikk- að Rokkkvöld á Geysi Kakóbar. Rokkhljómsveitirnar moöhaus, Coral og Heróglymur koma fram í kvöld og spila melódískt rokk og ról fyrir gesti. Húsiö opnaö klukkan um 20 og byrja tónleikarnir samstundis. Þaö er ekkert aldurstakmark og frítt inn. Ekki missa af þessu, brjálaö stuö og rokk. Klúbbar Í SNERTU MIG A THÖMSEN ÞÍÖ veröur nóg af stemningunni á Kaffi Thomsen í kvöld eins og alltaf þegar ungir Islendingar komast í helgarfrí. gongódídjeijinn og sáluhjálþarinn Ymir hjálpar fólkinu aö komast í snertingu viö annaö fólk í kvöld á efri hæðinni. Kjallarinn er þó lokaöur vegna breytinga en hann verður opn- aður aftur meö látum 19. jan. ■ Á MÓTI SÓL Á GAUKNUM Hljónv sveitin A mótl sól veröur í góöum gír í kvöld enda ætla kapparnir að spila á Gauk á Stöng. Aö sjálfsögöu munu strákarnir sjá til þess að gleð- in ráöi ilkjum. ■ PJ DROOPY Á SPOTUGHT Það veröur brjálaö djamm á Spotlight og dj Droopy veröur í búrinu og sér um tónlistina langt fram á nótt. Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is Félag íslenskra græðara: Tilgangurinn að öðlast viðurkenningu - græðari er gamalt íslenskt orð yfir þá sem hlúa að eða græða sár í lok siðasta árs voru stofnuð regnhlífarsamtök sem nefnast Félag íslenskra græðara (FÍSG). Að sam- tökunum standa sex félög þ.e.a.s. Félag íslenskra nuddara, Acupunkt- úrfélag íslands, Cranio Sacral félag Islands, Félag höfuðbeina- og spjald- hryggjajafnara, Samband svæða- og viðbragðsfræðinga og Félag lit- himnufræðinga. Þeir sem hlúa að „Félagið heitir ekki þessu nafni vegna þess að við græðum svo mikla peninga", segir Ástríður Svava Magnúsdóttir, nuddari og for- maður félagsins. „Græðari er gam- alt íslenskt orð yfir þá sem hlúa að eöa græða sár. Það eru sex félög sem standa að samtökunum og meg- intilgangurinn er að vinna að því að fá viðurkenningu fyrir það sem við erum að gera. Til þess að svo verði þurfum við að sýna fram á góða grunnmenntun, þannig að við ætl- um að stuðla að góðri undirstöðu- menntun fyrir meðhöndlara innan okkar raða. Annars staðar á Norðurlöndun- um hafa verið starfandi sams konar samtök sem berjast fyrir velferð og viðurkenningu félagsmanna sinna. Á síðasta ári var stofnað sam- norænt félag um heildrænar með- ferðir undir nafninu Nordisk Sam- arbejds Komite for ikke-konvention- el medisin/terapi (NSK) og Félag ís- lenskra græðara er meðlimur í þeim félagsskap." Ástríöur Svava vinnur aö svæöanuddi Meðhöndlun af þessu tagi er sífellt að vaxa ásmegin og verða vinsælli aö sögn formanns Félags íslenskra græðara. Skortur á rannsóknum „Það er mjög misjafnt eftir lönd- um hvað störf meðhöndlara eru við- urkennd. í Danmörku og Noregi þurfa þeir t.d. ekki að borga virðis- aukaskatt ef þeir uppfylla ákveðnar kröfur um menntun. Annars er það Bíógagnrýni mismunandi eftir löndum hvaöa greinar eru viðurkenndar, Dönum þykir t.d. sjálfsagt að svæðanuddar- ar séu viðstaddir fæöingar og í Sví- þjóð njóta nálastungur talsverðrar virðingar." Ástríður Svava segir að með- höndlun af þessu tagi sé sífellt að vaxa ásmegin og verða vinsælli. „Fyrir skömmu var stofnað þróun- ar- og fræðisetur við háskólann í Þrándheimi þar sem fólk fær sér- staka menntun til að rannsaka óhefðbundnar meðferðir. Það vant- ar allar vísindalegar rannsóknir á því sem við köllum óhefðbundnar lækningar. Draumur er sá að í framtíðinni verði stofnað samnorrænt rann- sóknar- og fræðslusetur fyrir óhefð- bundnar meðferðir og að við verð- um virkir þátttakendur í því.“ -Kip Laugarásbíó/Háskólabíó - Meet the Parents ★ ★ Farsi í fjötrum Gunnar Smári Egilsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Ben Stiller Þarf aö vera bæöi heilbrigðastur og mesti aulinn. Er ekki rétt að líta svo á, á þess- um síökapítalísku tímum, að markaössetning bíómynda sé hluti verksins - og verkið þá eins konar hreyfilist; markmiðið að fá sem flest fólk í bíó; atburðarásin eftir miðasöluna eins konar eftirmáli. Kynningarefni um bíómyndir hef- ur þá það eitt markmið að fá fólk til að kaupa miða og skiptir þá engu hvort það spillir ánægjunni sem fólk kann að hafa haft af myndinni. Nýlegt dæmi um þetta er sálfræðitryllirinn What Lies Beneath. Helsta tromp myndarinn- ar var að eftir hlé kom í ljós að Harrison Ford var ekki traustur eiginmaður heldur fúlmenni. Þaö kom hins vegar engum á óvart sem hafði séð „trailerinn" um mynd- ina: þar hamaðist Fordarinn viö að murka líflð úr Michelle Pfeiffer. Og það er orðið fátítt að gaman- myndir bjóði upp á fleiri brandara en sést hafa í trailemum; þannig var það til dæmis um Me, Myself & Irene og þannig er það með Meet the Parents. Auðvitað er misjafnt hvernig myndir lifa af svona meðferð. Sum- ar eru svo öflugar að það má næst- um sætta sig við þetta. Trailerinn er þá eins og óheppni; aö rekast á mann við afgreiðslukassann í bókabúð sem vill endilega segja manni hver er morðinginn í reyfaranum sem maður er að kaupa. Aðrar myndir ná aldrei að hrista trailerinn af sér og enn aðr- ar eru einfaldlega miklu verri en kynningarefnið. Meet the Parents er ein þeirra. Og ástæðan er einfold. Hugmyndin að baki myndinni er betri en útfærsl- an. í grunninn er þetta ærslafullur farsi en leikstjórinn, Jay Roach (Austin Powers-myndirnar og My- stery, Alaska), hefúr bitið það í sig að það væri sniðugt „karíermúf ‘ hjá sér að dempa framvinduna, leikinn og yf- irbragðið; hefur líklega talið að það væri inntökuskilyrði í hóp viröingar- verðra leikstjóra. Niðurstaðcm er hins vegar farsi í fjötrum. Einhver bjánaleg löngun til að gera persón- umar hálfraunsæjar virkar eins og fangakúla um ökklann á leikurunum og í ofanálag eru þeir neyddir til að læða bröndurunum út úr sér eins þeir timi þeim varla - líklega af því að Roach heldur að það sé siðfágaðra, fínna. Roach sýndi það í Austin Powers-myndunum að hann fer vel með kjánalega fyndni. Hér er hann hins vegar kominn í allt aðra deild - og fellur. Ben Stiller (There’s Something About Mai-y, Permanent Midnight) er fantagóður leikari. En hlutverk tengdasonarins í Meet the Parents er honum samt ofviða. Honum tekst ekki að vera hvort tveggja í senn, heilbrigðasti maðurinn á svæðinu og mesti aulinn. Robert De Niro nýt- ur fortilveru sinnar á tjaldinu; hann þarf varla að yggla sig til að vera ógnvekjandi. Það er náttúrlega bölv- uð frekja að ætlast til að De Niro sýni látlaust svipaða frammistöðu og í Raging Bull eða The King of Comedy. Ef honum sýnist svo hefur hann unniö til þess að eyða ellinni í átakalausum gamanmyndum - og nýtur þess augljóslega. En fyrir okk- ur hin er þetta hálfsorglegt. Meet the Parents er ekki alvond mynd. Stundum lifnar yfir henni og hún virðist ætla á flug en fatast síð- an, höktir en hrekkur samt aftur í gang. Þegar hún lendir lofar hún framhaldi: Meet the Inlaws. Von- andi sleppir þá Jay Roach beislinu af kjánanum í sér. Leikstjórn: Jay Roach. Handrit: James Herzfeld og John Hamburg, byggt á hand- riti Greg Glienna og Mary Ruth Clarke. Tónlist: Randy Newman. Leikarar: Robert De Niro, Ben Stiller, Teri Polo, Owen Wil- son o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.