Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 ÐV 5 Fréttir Héraðsdómur Norðurlands eystra: Milljónir vegna vinnuslyss DV, AKUREYRI:________ Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítugum Dal- víkingi skaðabætur vegna vinnu- slyss sem maðurinn lenti i árið 1996 í fiskverkun á Dalvík. Maðurinn, sem þá var 18 ára, starfaði í fiskvinnsluhúsi Blika hf. sem síðar var sameinað öðru fyrir- tæki og það síðan sameinað enn öðru, og þá undir nafninu BGB- Snæfell, og var málið höfðað gegn því fyrirtæki. Maðurinn var að pressa þurrkaða skreiðarhausa í svokallaðri skreið- arpressuvél þegar hann lenti með fjóra fingur hægri handar í press- unni. Þegar slysið átti sér stað var mað- urinn búinn að fylla pressuna og stóð við handfang sem stjórnar vökvatjakk pressunnar. Hann not- aði vinstri hönd á handfangið en var með hægri hendi i falsinu með þeim afleiðingum að höndin klemmdist þegar lokið kom niður. Áverkar voru á fjórum fingrum sem voru allir brotnir, auk yfir- borðsáverka, og var gert að sárun- um með skurðaðgerð. Við skoðun lækna árið 1999, eða þremur árum eftir slysið, kom fram að maðurinn hefur ekki náð bata, m.a. sé grip- kraftur hægri handar mikið skert- ur, finhreyfingar erfiðar vegna stirðleika og mikið kuldaóþol á áverkasvæðinu. í skýrslu Vinnueftirlits ríkisins um slysið segir að í kjölfar slyssins hafi verið gerðar kröfur um breyt- ingu á stjórnbúnaði pressunnar og settur í hana tveggja handa rofi. Dómurinn taldi að fyrirtækinu hefði borið, þegar pressan var tekin í notkun, að búa hana þannig að ekki væri hætta á að hendur starfs- manna klemmdust við notkun hennar. Varð það því niðurstaða dómsins að fyrirtækið væri skaða- bótaskylt. Þó taldi dómurinn að maðurinn hefði sýnt gáleysi við notkun pressunnar og þvi þótti rétt að hann bæri þriðjung tjónsins sjálfur. Kröfur mannsins um bætur námu 5,3 milljónum auk vaxta en niður- staða dómsins var að fyrirtækinu bæri að greiða honum 3.559 milljón- ir króna með vöxtum og dráttar- vöxtum og fyrirtækið var einnig dæmt til greiðslu 600 þúsund króna málskostnaðar. -gk Íþróttalíf á Sauðárkróki í kreppu: Tindastóll skuld- ar 30 milljónir - rekstur íþróttafélaga hálfgert rugl, segir íþróttafulltrúi Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðár- króki er komið að fót- um fram vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu og hef- ur óskað eftir skyndi- hjálp frá sveitarfélag- inu á staðnum til að hefðbundið íþrótta- og æskulýðstarf leggist ekki af. Tindastóll skuldar 30 milljónir og þar af eru 20 milljónir vegna reksturs knatt- spyrnudeildarinnar. “Þetta er uppsafnað- ur vandi síðustu ára vegna ferða- og þjálfara- kostnaðar. Það verður að rætast úr þessu í næstu viku ef ekki á illa að fara,“ segir Kári Maríssön framkvæmda- stjóri Tindastóls. Kári segir vanda Tindastóls ekki frábrugðinn vanda annarra íþróttafélaga viðs vegar um landið sem eigi flest hver við ramman reip að draga, Hriktir í stoðum Tindastóls Sveitarfélagið verður að reiða fram fé í næstu viku ef ekki á illa að fara. íþróttafélögunum sé hald- ið í svelti af ríki og sveit- arfélögum og það sé í hrópandi ósamræmi við yfirlýsingar sömu aðila á tyllidögum um mikilvægi íþróttastarfsins í forvörn- um gegn fikniefnum og annarri óáran. Tindastóll hefur óskað eftir fundi með sveitar- stjórninni í Skagafirði og um þá ósk segir Ómar Bragi Stefánsson íþrótta- fulltrúi í Skagafirði: „Skuldamál Tindastóls eru í skoðun en sannleik- urinn er sá að þetta er orðið hálfgert rugl að reka íþróttafélög eins og gert er. Það verður að finna einhverjar nýjar leiðir." Yfirvöld í Skagafirði hafa áður orðið að koma Tindastóli tU hjálpar í fjárhagsþrengingunum og allt bendir til að nú verði að endurtaka þann leik. -EIR DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Þegar sóiin kom aftur Þau tóku þátt í ístöltmótinu og eins og sést þá sást sólin fyrst i byggð i Grundarfirði. ískappreiðar á þrettándanum DV, GRUNDARFIRÐI:____________________ Á laugardaginn voru haldnar kappreiðar á ís við bæinn Þórdísar- staði í tUefni þess að sólin sást fyrst í byggð í Grundarfirði. í fyrsta sæti var ísólfur Líndal Þórisson, tamn- ingamaður í Suður-Bár, á Valdisi, 4 vetra, frá Blesastöðum. I öðru sæti var Ulugi G. Pálsson, tamningamað- ur á Þórdísarstöðum, á Leiftri, 5 vetra, frá Bjamarhöfn. í þriðja sæti var síðan HaUur Pálsson, formaður hestamannafélagsins SnæfeUings, á Gosa, 7 vetra, frá Naustum. Tvö önnur opin töltmót á ís eru ráðgerð í Grundarfirði. -DVÓ/SHG Staðardagskrá 21: Undirritað í Hlíðarfjalli PV, AKUREYRI:____________ Samningur um verk- efnið Staðardagskrá 21 var undirritaður í Hlíð- arfjalli við Akureyri í vikunni af Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráð- herra og VUhjálmi Þ. VUhjálmssyni, for- manni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Staðardagskrá 21 er áætlun um markmið sveitarfélaganna í um- hverfisvemd og em 8 ár síðan samþykkt var á Siv Friðleifsdóttir Undirritaði samning um Staðardagskrá 21. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að öUum sveit- arfélögum bæri að starfa eftir slíkri áætlun. Markmiðið er að sjálf- bær þróun skipi sífeUt stærri sess í lífi þeirra sem taka þátt í áætiun- inni. í máli Sivjar Friðleifs- dóttur við þetta tækifæri kom fram að á íslandi taka nú um 40 sveitarfé- lög þátt í verkefninu og í þeim búa um 250 þúsund manns. -gk 2001 TILBOÐ SHARP AL-840 sj # Packard Bell STAFRÆN LJÓSRITUNARVÉL & PRENTARI • Hraði: 8 eintök á mínútu • Fmmrita/afritastærð: A4 stærst A6 minnst • Minnkun og stækkun: 50%-200% • Sjálfvirk lýsing afrita • Sérstök Ijósmyndastilling • Tvö prentaratengi l-CONNECT 1700ce • Celeron 700 MHz • Windows Millennium • Vinnsluminni 64/max512 • 20 Gb harður diskur • 17” skjár • Geisladrif 48x • Módem 56k.-V.90Fax • 3 mán. frítt internet • 10/100 ethemet kort Listaverð 69.900 Tilboðsverð 59.500 Verð 124.900 SHARP CS-2653E BORÐREIKNIVÉL • 12 stafa Ijósaborð. • Rauður mínus. , • Flýtileiðrétting á innslætti. / • Innsláttarteljari. • Álagningartakki (MU). • Hraðvirk og hljóðlát. • Sjálfvirkur útreikn. fyrir gjaldmiðla. Listaverð 11.900 Tilboðsverð 9.490 SHARP AR-161 STAFRÆN LJÓSRITUNARVÉL • Hraði: 16 eintök á mínútu • Frumrita/afritastærð A3 stærst A6 minnst • Minnkun & stækkun 50%-200% • Sjálfvirk lýsing afrita • Sérstök Ijósmyndastilling • 250 blaða papplrsskúffa • 100 blaða framhjámatari * Prentaratengi er aukabúnaður Listaverð 149.900 Tilboðsverð 105.900 PRENTARI* INTIMUS 152 PAPPÍRSTÆTARI • Pappírsinntak 220 mm • Tætir 4-5 blöðíeinu • Skurðarstærð 3,5x18 mm • Hraði 2.4m/mínútu • Pappírsgeymsla 22 Itr. • Sjálfvirk ræsing SHARP XG-NV51XE SKJÁVARPI • Birta 1000 Ansi lumen • Upplausn XGA • Þyngd 4,5Kg • Myndstærð 102 - 762 sm • Vörpunarfjarlægð 1,6-18,1 m • Video; PAL NTSC, SECAM Listaverð 14.800 Tilboðsverð 11.800 Tilboðsverð 385.000 Veríö velkomin í skrífstofutækjadeild okkar BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.