Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 I>V 11 Útlönd Mamma borgaði Danielle Mitt- errand, fyrrverandi forsetafrú Frakk- lands, afhenti í gær persónulega trygg- ingu upp á 5 millj- ónir franka sem greiða þurfti til þess að syni henn- ar, Jean-Christophe, yrði sleppt úr fangelsi. Hann er grunaður um ólög- lega vopnasölu til Angóla. Níu ára bútaður í sundur Maður, sem var að viðra hundinn sinn, fann sundurbútað lík níu ára drengs í tösku. í gámi við hliðina var höfuð drengsins. Drengsins, sem var tyrkneskur, hafði verið saknað frá heimili sínu í Duisburg í Þýskalandi í tvo daga. ETA-félagar handteknir Spænska lögreglan handtók i gær tvo meinta félaga ETA-samtakanna, karl og konu, í miðborg Barcelona. Bíll þeirra var hlaðinn sprengiefn- Hvattir til að fara til Haag Dómsmálaráðherra Júgóslavíu, Momcilo Grubac, hvatti í gær þá sem grunaðir eru um stríðsglæpi að fylgja fordæmi Biljönu Plavsic, fyrr- verandi forseta Bosníu-Serba, og gefa sig fram viö stríðsglæpadóm- stólinn í Haag. Hún lýsti í gær yfir sakleysi sínu. Undirbýr sáttaræðu —55gg—"| George W. Bush, & verðandi forseti A Bandaríkjanna, ætl- y ■* ar að nota síðustu -Mmf- helgina áður en hann verður settur í embætti til að fín- jjBL /•%, H pússa ræðuna sem ™ hann ætlar að flytja við embættistökuna. Sátta- og sam- einingartónn verður í ræðunni. Yfirgefa Tsjetsjeníu Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Læknar án landamæra tilkynntu í gær að hjálparstarfi þeirra yrði hætt í Tjsetsjeníu. Tilkynningin var gefin út í kjölfar ráns á bandarisk- um lækni fyrr í vikunni. í heilbrigðisnefnd Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna og öld- ungadeildarþing- maður, var i gær skipuð í heilbrigð- is- og umhverfis- nefnd deildarinn- ar. Sjálf hafði for- setafrúin hug á að starfa í fjárveit- inganefndinni. Bouchard segir af sér Forsætisráðherra Quebec, Lucien Bouchard, sagði af sér í gær. Sagt var að um persónulegar ástæður væri að ræða en Bouchard hefur verið gagnrýndur af sjálfstæðissinn- um fyrir linku. Á bak við morðið á Arkan Sonur serbneska stríðsherrans Arkans sakar Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, um morðið á honum í janúar í fyrra. Sonurinn, Mihajlo, segir Milosevic hafa óttast áhrif Arkans yfir lögreglunni. Tékkneski sjónvarpsstjórinn sagði af sér: Tugþúsundir mót- mæltu afskiptum Tugþúsundir manna tóku þátt í mótmælaaðgerðum í miðborg Prag og í öðrum tékkneskum borgum gegn „pólitískri stjórn" fjölmiðl- anna. Mótmælafundirnir fóru fram þótt umdeildur forstjóri tékkneska ríkissjónvarpsins, Jiri Hodac, hefði sagt af sér síödegis í gær „af heilsu- farsástæðum". Ekki eru nema þrjár vikur siðan Hodac var skipaður í stöðu sjón- varpsstjóra. Litið er á afsögn hans sem sigur fréttamanna stöðvarinnar sem gerðu uppreisn gegn því sem þeir kölluðu tilraunir íhaldsmanns- ins Vaclavs Klaus, fyrrum forsætis- ráðherra, til að ná undir sig ríkis- sjónvarpinu. Mótmælin gegn skipan sjónvarps- stjórans eru hin umfangsmestu sem hafa farið fram í Tékklandi frá því í flauelsbyltingunni" svokölluðu árið 1989. Svo virðist sem deilan endur- Jiri Hodac Tékkneski ríkissjónvarpsstjórinn neyddist til aö segja af sér vegna óánægju meö skipan hans. spegli djúpstæðan ágreining með þróun lýðræðis í Tékklandi. Vaclav Klaus er einhver atkvæða- mesti stjórnmálamaður Tékklands, ásamt Vaclav Havel forseta. Hann hefur verið sakaður um að vilja stjórna fréttaflutningi ríkissjón- varpsins í þvi augnamiði að auka líkur sínar á að taka við forsetaemb- ættinu af Havel áriö 2003. Klaus, sem sækir pólitískar fyrir- myndir sínar til Margaretar Thatcher á Bretlandi, telur aftur á móti að mótmælin séu eins konar „faglegar deilur" þar sem frétta- mennirnir feli sig á bak við slagorð um tjáningarfrelsi. Það voru fréttamenn sjónvarps- stöðvarinnar sem stóðu fyrir mót- mælaaðgerðunum en þeir nutu víð- tæks stuðnings meðal almennings, svo sem ungra námsmanna við há- skólann í Prag. Sjógangur við strendur Kaliforníu íbúar Kaliforníu fengu að finna fyrir Kára í gær þegar hann blés hraustlega viö strendur ríkisins. Þar sem háflæöi var á sama tíma uröu nokkur vandræöi. Til dæmis varö aö loka þjóövegi 101 í suöurátt viö bæinn Cardiff. Þá olli óveöriö líka truflunum á rafmagni. Og var víst ekki á þau vandræöi bætandi. Anfinn Kallsberg Færeyski lögmaöurinn hefur fengiö bréf frá Poul Nyrup í Danmörku. Sjálfstæöi Færeyja er undir Dönum komið Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur enn einu sinni greint færeysku land- stjórninni frá því að það sé undir dönsku stjórninni og danska þjóð- þinginu komið hvort Færeyingar öðlist sjálfstæði eður ei. Danski forsætisráðherrann ítrek- aði þessa skoðun sína í bréfi til An- flnns Kallsbergs, lögmanns Fær- eyja, i upphafi nýbyrjaðs árs, að því er fram kemur í færeyska blaðinu Sosialurin í morgun. Poul Nyrup er hlynntur þvi aö komast að samkomulagi við Færey- inga um breytingar á heimastjórn- arlögunum og koma á nýrra skipan innan ríkjasambandsins. En á sama tima stendur Nyrup fast á því að þjóðréttarlegri og ríkisréttarlegri stööu Færeyja verði ekki breytt. Þjóðaratkvæði verður í Færeyj- um í apríl um tillögur landstjórnar í sjálfstæðisviðræðunum við Dani- Motzfeldt andvíg- ur eldflaugakerfi Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir andstöðu sinni við áform Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfi. Bandaríska herstöðin í Thule yrði hluti af því kerfi. „Ég er persónulega á móti eld- flaugavarnakerfinu. Enginn á Grænlandi vill það. Við héldum að kalda stríðinu væri lokið,“ sagði Motzfeldt á fundi með fréttamönn- um í Kaupmannahöfn. Motzfeldt sagði að kerfið væri ekki aðeins mál Grænlendinga, Dana og Bandarikjamanna, heldur fyrst og fremst milli Bandaríkja- manna og Rússa. Annars sagði hann að Grænlendingar vildu vera með þegar ákvarðanir væru teknar. Stærsti barnaklámhringur heims: Þriggja mánaða börn misnotuð Sjö breskir menn hafa viðurkennt aðild að stærsta barnaníðingahring á Netinu sem vitað er um í heimin- um. í gagnabanka hringsins voru 750 þúsund klámmyndir og 1800 myndbönd af bömum á aldrinum frá 3 mánaða til 18 ára. Barnaklámhringurinn teygði anga sína til 14 annarra landa. Eftir víðtæka lögreglurannsókn voru yfir 100 menn í 15 löndum handteknir í september 1998. Lögregluaðgerðunum var stjórn- að frá Bretlandi þar sem 16 menn voru kærðir fyrir barnaklám. í tölvu eins þeirra fann lögreglan 10 þúsund barnaklámmyndir og dulkóðað kerfi. í ljós kom að um var að ræða alþjóðlegan hring barnaníð- inga, Undraland, sem settur hafði verið á laggirnar í Kaliforníu. Um 180 menn höfðu aðgang að gagna- bankanum. Meðal hinna handteknu eru 9 Bretar. Einn þeirra framdi sjálfs- morð fjórum mánuðum eftir hand- tökuna. Sjö þeirra hafa viðurkennt að hafa dreift barnaklámi í gegnum gagnabankann, sá síðasti játaði fyr- ir nokkrum dögum. Þeir eiga yfir höfði sér þriggja ára fangelsi. Átt- undi maðurinn var dæmdur i átta mánaða fangelsi árið 1999. Að minnsta kosti 1200 böm voru misnotuð á myndunum og mynd- böndunum. Aðeins hefur tekist að þekkja og finna fá þeirra. Líklegt þykir að hin finnist aldrei vegna þess að lögregluna skortir fé til þess. Einn þeirra sem rannsökuðu mál- ið, John Stewardson, segir í viðtali að yfirmenn hans hafi verið mót- fallnir því að fé yrði varið til að leita aö börnunum í Bretlandi. Stewardson er nú hættur í lögregl- unni. Tvö misnotuðu barnanna fundust reyndar i Bretlandi en hvorugt þeirra vildi bera vitni. Ry d sój'M&ttimv i cUý oj nœstu/dajja, jrdv kL. 13-18. (Siggí), 3ja sæta, 2ja og stóll. 4 litir: hvítt, svart, blágrátt og laxableikt. Malarhöfða 2 • Sími 567 4577 sama hús og sendibílastöðin 3 x 67 VISA og EURO raðgreiðslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.