Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 I>V Tilvera 43 Kirstie 46 ára Gamanleik- konan Kirstie Allie fagnar í dag 46 ára af- mæli sínu. Kirstie lék á sínum tíma í Staupasteini en undanfarin misseri hafa íslenskir sjón- varpsáhorfend- ur einkum séö hana í öðrum gamanþáttum sem nefnast á frummálinu Victor- ia’s Secret. Gildir fyrir iaugardaginn 13. janúar Vatnsberinn (?0. ian.-18. fehr.>: Þú færð að heyra gagnrýni vegna hug- mynda þinna í dag. Þú átt auðvelt með að meta aðstæður og ert öruggur í starfi þínu. Fiskarnir M9. fehr.-?0. mars): Andrúmsloftið í kring- þig verður þnmgið spennu fyrri hluta dagsins. Hætta er á deilum yfir smáatriðum. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: , Þú lærir mikið af öðr- ' um í dag og fólk verð- ur þér hjálplegt, stund- um jafnvel án þess að vita af því. Nautið í?0. apríl-20. maí>: Vinátta og fjármál fara ekki vel saman þessa dagana. Ef rnn er að ræða sameiginlegan kostnað á einhvem hátt í dag skaltu vera sparsamur. Tviburarnlr i?i. maí-2.1. iúníi: Þú ert dálitið utan við þig í dag og ættir að hefja daginn á því að skipuleggja allt sem þú ætlar að gera. Ekki treysta á að aðrir geri hlutina. Krabbinn m. iúní-?2. íúiíí: Þú ættir að skipu- leggja þig vel og vera viðbúinn þvi að eitt- hvað óvænt komi upp á. Ekki láta óvænta atburði koma þér í uppnám. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: Þú hefur í mörg hom að lita og átt á hættu að vanrækja einhvem sem þér þykir þó afar vænt um. Vertu heima hjá þér í kvöld og slappaðu af. Mevlan (23. áaúst-22. seot.l: Reyndu að vinna verk- in á eigin spýtur í dag. Ef þú treystir alger- lega á aðra fer allt úr skorðum ef þeir bregðast. Vogin (23. seat.-23. okt.): Þú ættir ekki að treysta algerlega á eðlisávísunina þar sem hún gæti brugð- ist þér. Þu hittir persónu sem heillar þig við fyrstu sýn. Farðu varlega þvi ekki er allt sem sýnist. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.): Þú ext í góðu ástandi til að taka ákvarðanir í sambandi við minni háttar breytingar. Þú átt auðvelt með að gera upp hug þinn. Bogamaður (22. nóv.-2l. des.): Sambönd ganga í gegn- um erfitt tímabil. Sér- staklega er hætta á spennu vegna sterkra tilfinninga á rómantíska sviðinu. Steingeitin (22. des.-19. ian.): ^ ^ Þú verður mikið á ferðinni í dag og gætir þurft að fara langa leið í einhverjum tilgangi. Þú þarft að skyggnast undir yfir- borð hlutanna. Drottningin og prinsessan saman Poppdrottningin Madonna og poppprinsessan Britney Spears hyggjast taka upp plötu saman, að því er erlendir fjölmiðlar hafa eftir ónafngreind- um heimildarmanni sem kunnugur er dag- skrá Britney. ABC-fréttastofan hef- ur greint frá því að Madonna og Britney ætli að hittast í maí og ræða mögu- lega samvinnu. Það er því ekki úti- lokað að aðdáendur þeirra fái dúett á næstu plötu Britney sem sam- kvæmt áætlun á að vera komin í sölu fyrir lok þessa árs. Madonna lýsti því yfir í viðtali við bandaríska timaritið ERe að hún skildi ekkert í þeim sem alltaf væru að gagnrýna Britney. „Sjálf geri ég ekki annað en að hrósa henni og styðja hana. Hún er bara 19 ára. Það er alveg frábært. Ég vildi óska að ég hefði verið komin jafn langt þegar ég var á hennar aldri. í staðinn var ég óörugg með sjálfa mig. Ég vissi ekki einu sinni hvemig ég ætti að klæða mig,“ sagði Madonna. Jack Nicholson og Lara Flynn Boyle Jack Nicholson og vinkona hans, Lara Flynn Boyle, vðktu að vonum at- hygli þegar þau komu á frumsýningu myndarinnar The Pledge í Hollywood sem Jack leikur í. Leikstjóri myndarinnar er Sean Penn. Kata er ánægö meö útlit sitt Catherine-Zeta Jones þykir það fyndið þegar stjömurnar eru að tala um alla útlitsgallana sína. Sjálf hef- ur hún alltaf verið hæstánægð með sitt útlit. Og það er í langt í frá að hún sé feimin við að hrósa sér af þvi. „Mér hefur aldrei liðið eins og ég væri ljóti andarunginn," segir stjaman í viðtali við blaðið Calgary Sun. Hún bætir því við að henni hafi aldrei fundist hún vera of feit. Hún hafi heldur aldrei verið í vand- ræðum með að ná sér i kærasta. Catherine, sem er nýgift og ný- bökuð móðir, hefur hvorki látið móðurhlutverkið né eiginkonuhlut- verkið stöðva leikkonuferilinn. í lok þessa mánaðar hefjast tökur á myndinni Americas Sweethearts en í henni leikur Catherine á móti Juliu Roberts og John Cusack. Alveg gailalaus Catherine með eiginmanninum, Michael Douglas. Verkfæra 15-40% afsláttur dagar HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAViK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Sólvallagata, Ánanaust, Holtsgata, Framnesvegur, svæðið innan þessa gatna. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi. Tillagan felur í sér endurskipulagningu reitsins í heild og gerir ráð fyrir talsverðum breytingum, sérstaklega hvað varðar lóðirnar við Sólvallagötu og Ánanaust. í henni er gerð grein fyrir réttindum og skyldum fasteignaeigenda á svæðinu m.a. varðandi ný- byggingar, niðurrif, hækkanir, viðbyggingar, verndun o.fl. Skúlagata, Klapparstígur, Lindargata, Ingólfs- stræti, svæðið innan þessara gatna. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi reita sem afmarkast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lindargötu og Ingólfsstræti. Tillagan felur í sér endurskipulagningu svæðisins, innan framangreindra gatna, í heild og gerir ráð fyrir talsverðum breytingum m.a. fjölda nýbygginga, niðurrifi eldri bygginga, töluverðri fjölgun bílastæða, verndun o.fl. Tillagan mælir fyrir um réttindi og skyldur fasteignaeigenda á svæðinu til framan- greinds o.fl. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 12. janúar til 9. febrúar 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 23. febrúar 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Hagsmunaaðilar á framangreindum svæðum eru hvattir til þess að kynna sér tillögurnar. Reykjavík, 12. janúar 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.