Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 12
12 ____________________________________________________FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 Skoðun DV Tvöföld Reykja- nesbraut strax Á Reykjanesbrautinni. - „Alltaf hættulegasti vegur landsins, þar til brautin verður tvöfölduð. “ Spurning dagsins Ertu hjátrúarfull/ur? Ólafur Öm Steinsson vinnur hjá gámaþjónustunni: Nei, alls ekki. Ragnheiöur Guðnadóttir nemi: Já, ég myndi segja þaö. Geng aldrei undir stiga. Sigurður Óli Sveinsson nemi: Nei, alls ekki. Rakel Gísladóttir nemi: Nei, trúi ekki á neitt svona. Ágústa Helgadóttir nemi: Já, mér finnst ekki boða gott þegar svartur köttur hleypur fyrir bíl sem ég sit í. Þóra Björk Gísladóttir nemi: Jú, jú, alveg eins. Allavega myndi ég ekki vilja brjóta spegil og fá 7 ára ógæfu fyrir mig. Sigrún Kærnested skrifar: Talað hefur verið um að ljúka tvöfoldun Reykjanesbrautar árið 2010. Þetta er að sjálfsögðu allt, alltof langur tími. Við höfum ekki efni á að bíða svona lengi. Eða hvað halda lesendur að við eigum eftir að missa mörg mannslíf á þessum tíma? Því miður alltof mörg. Við íslendingar eigum nóg af góð- um hönnuðum og verktökum sem gætu byrjað strax, að umhverfis- mati loknu, að vinna í þessum mál- um, og að ég tel, lokið þeim á skömmum tíma. Hægt væri auð- veldlega að fá erlent fjármagn til þessarar mjög svo þörfu aögerðar. Ég mæli áreiðanlega fyrir munn flestra sem til þekkja og við eiga að búa, að þarna mætti koma á veggjaldi til þess að standa undir, þótt ekki væri nema hluta kostnaö- ar af hinu erlenda fjármagni sem til þarf. Þyrfti ekki að vera nema svo sem 200, og í allra hæsta lagi 300 krónur fyrir aðra leiðina. Og margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem aka brautina daglega, og stundum tvisvar á dag, t.d. þeir sem aka til og frá vinnu, ættu að geta keypt mánaðarkort, sem yrði tölu- vert ódýrara en stakar ferðir. Myndu einhverjir telja þetta eftir? Ég efast um það, því hér eru líf okk- ar allra sem þarna fara um í húfi. Reykjanesbrautin er, og verður alltaf hættulegasti vegur landsins, þar til brautin verður tvöfolduð, þar sett vegrið og auk þess svokallaðir „vökupunktar", sem komið er fyrir í köntum akreinanna. Miklar vangaveltur hafa verið vegna allra þeirra hörmulegu slysa sem orðið hafa á þessum hættulega þjóðvegi (ég segi þjóðvegi, því öll Inga Bjarnadóttir skrifar: Mig langar til að byrja á því að þakka veðurfréttafólki á Stöð tvö kærlega fyrir að taka til greina um- kvörtun mína varðandi það að standa fyrir veðurfréttamyndum í útsendingu og stíga nú til hliðar við skjáinn á meðan sýnd eru veöur- kerfin yfir Bretlandseyjum og Norð- urlöndunum. Að fyljgast með veðri og veður- horfum hjá vinum manns og vanda- mönnum sem þar búa, færir þá ein- hvem veginn nær manni. Sérstak- „Ráðamenn; hér verður að bæta úr og það strax. Við getum ekki beðið, því mörg okkar eigum vandamenn, kunningja og vini sem aka Reykjanesbrautina, svo hœttuleg sem hún er nú.“ þjóðin og flestir erlendir gestir þurfa að aka þennan veg, þegar þeir koma eða fara úr landi). En hvað er það sem gerir þessa akbraut svona hættulega? Jú, hraðinn. Öll vitum Ég er búin að vera áskrif- andi Dagblaðsins allt frá byrjun og svo DV eftir að það kom á markaðinn. Sumir leiðaramir hans Jónasar eru flugbeittir, hrein snilld. Hafi hann þökk fyrir. “ lega er Ingibjörg tillitsöm hvað þetta snertir. Það er frekar að karl- við hver hámarkshraðinn er, 90 km. En eftir honum er langt í frá farið. Og þetta er þar að auki beinn, mjór og leiðinlegur vegur að aka. Slysin verða á u.þ.b. miðri leið milli Kefla- víkur og Reykjavíkur, í kringum Kúagerði. Þá er bíllinn orðinn vel heitur, miðstöðin malar og oft orðið of heitt í bílnum. Við slíkar aðstæð- ur getur slys orðið, menn sofna ein- faldlega við stýrið. Ráðamenn; hér verður að bæta úr og það strax. Við getum ekki beðið, því mjög mörg okkar eigum vanda- menn, kunningja og vini sem aka Reykjanesbrautina, svo hættuleg sem hún er nú. peningurinn gleymi sér í útskýring- unum. - Raunar eru þeir einfaldlega svo sætir, að maður erfír þetta ekki svo mjög. Ég vil flytja mínar bestu óskir um gleði og farsæld á nýbyrjuðu ári til allra fjölmiðlamanna hjá Sjónvarpi, útvarpi og dagblöðunum. Ég er búin að vera áskrifandi Dagblaösins allt frá byrjun og svo DV eftir að það kom á markaðinn. Sumir leiðaram- ir hans Jónasar eru flugbeittir, hrein snilld. Hafi hann þökk fyrir. - Ég segi: Áfram með góða, óháða fréttamennsku. Bestu kveðjur. Borgin í vetrarskrúða. - Um stjórn hennar veröur hart barist. Höfuðborg í vanda Kristján Einarsson skrifar: Ég las nýlega grein í Mbl. eftir Júl- íus Hafstein fyrrv. borgarfulltrúa sjáifstæðismanna í Reykjavík. Hann hefur veriö á öðrum vettvangi allra síðustu árin. Hann ræddi um fjármál borgarinnar, útsvarshækkunina væntanlegu og fleira. Ég sé ekki hvernig ná á borginni úr höndum R-listans, nema vel hæfir menn komi til. Ég tel Júlíus einn þeirra. Eflaust mætti fá fleiri kandidata, t.d. beint úr viðskiptalífinu. Einn möguleiki er enn fyrir hendi, og hann er núverandi forsætisráðherra, sem myndi vinna borgina auðveldlega. Enginn núver- andi fulltrúi minnihlutans er þess umkominn að ná borginni, en borgar- búum er lifs nauðsyn að breyta yfir- stjóm Reykjavíkur. Aldamót löngu liðin Óttar H. hringdi: Hver getur haldið því fram með fullu viti, að aldamótin séu nýafstað- in? Hvar eru allir stærðfræðingarnir? Auðvitað eru aldamótin löngu liðin, þau voru um næst síðustu áramót, enda héldu flestir upp á tímamótin þá. Þarf annað en tommustokkinn eða málbandið til að sanna málið? Frá 0 til 1 er ákveðin lengd, og sama gildir frá upphafi tímatals til ársins 1 e. Kr. Þá er liðið eitt ár, og síðan koll af kolli, þar til kemur að árinu 10 e. Kr. þá hefst nýr áratugur. Sama var árið 1999, það var síðasta ár aldarinnar og hin nýja öld hófst því árið 2000. Eru menn gengnir af vitinu að halda öðru fram? Þurfa sumir alltaf að vera sömu bjánamir, áratug eftir áratug? Flugfrelsið hækkar Ólafur Gíslason hringdi: Flugfrelsi á ís- landi hefur nú aug- lýst ný verð fyrir næsta sumar. Flest þeirra hafa hækk- að verulega. Þannig er verð til Múnchen einum 5000 kr. hærra en í fyrra, sömuleiðis til Frankfúrt, og síðan eru fargjöldin til Suður-Evrópu ekkert lægri en þau sem Flugleiðir bjóða. Að vísu munum við eiga kost á að fljúga með félaginu GO til London fyrir svipað gjald og í fyrra. Það bjarg- ar miklu. Ég er ekki viss um að marg- ir muni notfæra sér flugfargjöld á hækkuðu verði næsta sumar, svo mjög hefur þrengt að í efnahagslífi hér meö hækkun opinberra gjalda, vaxtahækk- ana og annarra álaga. - Það þarf eitt- hvað mikið að breytast hér. Enginn talsmaður? Sigvaldi skrifar: Það er enginn vafi á því að þing- menn þjóðarinnar eru þeir sem mest eiga sök á öllum þeim fjárútlátum sem við þurfum að standa undir. Og er ég þá ekk'i að tala um fastmótuð út- gjöld vegna helstu málaflokkanna, menntamála, heilbrigðis-, samgöngu- mála, o.s.frv. Ég er að tala um mála- flokka sem ekki tengjast þörfum þeirra sem standa undir þessum út- gjöldum. Ailt þetta nýja sem verið er að „búa til“ að þarflausu, t.d. hinum og þessum hátíðum, boðum og nýjum byggingum sem hið opinbera virðist ætla að kosta. Er enginn talsmaður skattgreiðenda á Alþingi? naraaiK Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Eg ræö Dagfari kennir í brjósti um Davíð Oddsson forsætisráðherra þessa dagana. Á honum standa spjót úr öllum áttum en einkum þó úr vopnabúri öryrkjabandaiags íslands. Hvers á Davíð að gjalda? Þessi snillingur sem stýrt hefur íslenskri þjóð um margra ára skeið og öðrum fremur framkallað það góðæri sem gagnast hefur íslenskri þjóð betur en nokkuð annað. Slagur Davíðs við öryrkja síðustu dagana eftir dóm Hæstaréttar er forvitnilegur fyrir margra hluta sakir. Um tíma leit út fyrir að Davið og ríkisstjómin yrði að greiða öryrkjum út hundmð milljóna króna. En enn einu sinni sneri Davíð á andstæðinga sína og sannaði enn einn ganginn hve snjall stjórnmálamaður hann í raun er. Það er auðvitað snjallt hjá Davíð að setja ný lög eftir dóm Hæstaréttar og tryggja þannig um ókomin ár að hann geti haldið áfram að berja á öryrkjum landsins. Flestum öðrum stjómmála- mönnum, ef ekki öllum, hefði komið það eitt til hugar að framfylgja dómi Hæstaréttar og láta öryrkjana fá það sem þeim ber samkvæmt dómnum. Það var ekki við því að búast að Davíð færi þessa leið enda standa andstæðingar hans í pólitíkinni honum langt að baki. Bæði þegar kemur að almennum ákvarðanatökum í Davið hefur enn einu sinni komið þeim skilaboðum á framfœri við þegna þessa lands að á endanum er það auðvitað hann einn sem rœður. Til þess að hnykkja á þessu setur hann bara ný lög ef þeir sem að honum sœkja gerast svo ósvífnir að leita réttar síns fyrir dómstólum og vinna þar sigra. stjórnmálum og ekki síst þegar átt er við þá sem minni máttar era í þjóðfélaginu. Davíð sannaði enn kniHi sína þegar hann leitaði í vinahópinn eftir úttekt á því hvemig bregðast mætti við slysinu í Hæstarétti. Hvemig komast mætti hjá þeim ósköpum að greiða öryrkjum landsins bætur sem þeim þó ber eftir dóm Hæstaréttar. Davíð hefur enn einu sinni komið þeim skOaboðum á framfæri við þegna þessa lands að á endanum er það auðvitað hann einn sem ræður. Til þess að hnykkja á þessu setur hann bara ný lög ef þeir sem að honum sækja gerast svo ósvífnir að leita réttar síns fyrir dómstólum og vinna þar sigra. Öryrkjar landsins, með mann ársins innanborðs, mega sín auövitað lítils gegn Davíð þegar hann fer af stað og steytir hnefann. Skilaboðin eru skýr til annarra minnihlutahópa sem hugsanlega eru að íhuga að leita réttar síns og eiga eftir að vinna mál fyrir höfundum slysanna í Hæstarétti. Það er ég sem ræð. Ef þið vinnið mál gegn mér fyrir Hæstarétti tek ég mér nokkra daga til að skoða málið með vinum minum sem allir era lögfræðingar. Síðan set ég bara ný lög sem tryggja mér áframhaldandi rétt til að brjóta áfram á rétti ykkar. Salt hvunndagsins Dýrt að fljúga til útlanda. - GO bjargar þó einhverjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.