Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Hæstiréttur Islands Embætti hæstaréttardómara veröur laust í vor og er taliö líklegt aö kona veröi ráöin í stööuna en gengiö var fram hjá þremur konum þegar Árni Kolbeinsson var skipaöur í vetur. Nýr hæstaréttardómari skipaður í vor: Konur fámennar innan Hæstaréttar Þann 25. janúar rennur út um- sóknarfrestur um stöðu dómara við Hæstarétt íslands. Dóms- og kirkju- málaráðherra Sólveig Pétursdóttir sér um að skipa i stöðuna og marg- ir renna grun í að hún sé nú undir pressu að ráða konu til þessara starfa. Þegar Arnljótur Björnsson sótti um lausn frá embætti sóttu fjórir aðilar um starfið, þrjár konur og einn karlmaður. Ámi Kolbeinsson var ráðinn til starfa 1. nóvember 2000 í staö Amljóts, en gengið var fram hjá þeim Ólöfu Pétursdóttur, Ingibjörgu Benediktsdóttur og Sig- ríöi Ingvarsdóttur. Síðan hefur Hjörtur Torfason ósk- að eftir lausn frá embætti og mun Sólveig ráða í stöðu hans fyrir 1. mars næstkomandi. Talið er líklegt að konumar þrjár, sem gengið var fram hjá við ráöningu Árna Kol- beinssonar, muni sækja aftur um stöðu hæstaréttardómara. Karlaveldi Konur hafa verið fáséðar meðal hæstaréttardómara síðan Hæstirétt- ur íslands tók til starfa 16. febrúar 1920, en í dag skipa átta menn og ein kona stöður hæstaréttardómara. Guðrún Erlendsdóttir er eini kven- maðurinn sem skipaður hefur verið hæstaréttardómari, en hún gegnir embætti varaforseta dómsins í dag. Hún var skipuö árið 1986 en hafði áður verið sett til skamms tíma, frá - líkur á því að kona verði skipuð Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraösdóms Reykjaness. Sigríöur Ingvarsdóttir, héraösdómari í Reykjavík. Ingibjörg Benediktsdóttir, héraösdómari í Reykjavík Var sett- ur hæstaréttar- dómari 1. janúar 1994 til 31. des- ember sama ár. Guörún Eriendsdóttir Eina konan sem skipuö hefur veriö í embætti hæstaréttar- dómara á íslandi. 15. september 1982 til 1. júlí 1983. Árin 1991 og 1992 gegndi hún emb- ætti forseta dómsins. Auk Guðrúnar hefur aðeins ein önnur kona verið sett hæstaréttar- dómari í afleysingum, Ingibjörg Benediktsdóttir, héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingibjörg er ein hinna þriggja kvenna sem sóttust eftir starfi Amljóts fyrr í vetur, en hún var settur hæstarétt- ardómari frá 1. janúar 1994 til 31. desember sama ár í fjarveru Þórs Vilhjálmssonar. Ingibjörg starfaði einnig sem sakadómari við Saka- dóm Reykjavíkur á sínum tíma. í samtali við DV sagðist Ingibjörg vera búin aö taka ákvörðun um það hvort hún sækir um eða ekki, en vildi ekki gefa upp opinberlega í hvora áttina ákvörðun hennar fell- ur. Hinar tvær konumar sem sóttu um embætti hæstaréttardómara í Sigrún María Kristinsdóttir blaöamaöur haust eru Sigríður Ingvarsdóttir og Ólöf Pétursdóttir. Sigríður, sem starfar sem dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur, sagði í samtali við DV í gær aö hún væri enn ekki búin að ákveða hvort hún myndi sækja um stöðu Hjartar. Sig- ríöur hefur viðamikla reynslu í for- sjármálum og öðmm málum sem viðkoma bömum og var meðal ann- ars formaður barnavemdarráðs árin 1986-1991 og 1993-1997. Sigríður starfaði einnig sem héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Kópa- vogi. Ólöf Pétursdóttir hefur verið dómstjóri og dómari við Héraðsdóm Reykjaness frá árinu 1992 þegar að- skilnaður dómsvalds og fram- kvæmdavalds komst í framkvæmd. Áður hafði hún verið héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Kópa- vogi. Ekki náöist í Ólöfu, sem ér stödd erlendis þessa dagana. Hætta við 65 ára aldur Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu óska flestir hæstaréttardómarar eftir lausn frá embætti skömmu eftir að þeir ná 65 ára aldurstakmarkinu, en sam- kvæmt 61. grein stjómarskrárinnar geta þeir hætt störfum við 65 ára aldur og haldið eftirlaunum, sem em full laun hæstaréttardómara. Samkvæmt sömu upplýsingum em ekki þess dæmi að dómarar æski lausnar frá embætti fyrir þann ald- ur, en ef það yrði þá myndu þeir missa réttindi sín til eftirlauna. Forseti íslands veitir dómurunum lausn frá embætti þegar þeir æskja þess. Hæstaréttardómurum má ekki víkja úr embætti nema með dómi og ekki má flytja þá í annað embætti gegn vilja þeirra, nema verið sé að koma nýrri skipan á dómstóla. Ekki má skipa yngra fólk en 35 ára í embætti hæstaréttardómara og gildir þar sama regla og með forseta íslands. Skagafjörður: Fólki fjöigar íslendingur keypti fyr- irtæki SÍF í Noregi DV, SKAGAFIRDI:____________________ Skagfirðingum fjölgaöi um tólf á nýliðnu ári. í sveitarfélaginu Skaga- firði voru 4190 íbúar þann 1. desem- ber sl. en voru 4184 á sama tíma árið á undan. I Akrahreppi voru 229 íbúar og hafði einnig fjölgað um sex á árinu. Alls voru Skagfirðingar því 4419 talsins samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands. Þetta er hagstæðari þróun en árið á undan því þá fækkaði íbúum um 9 í Skagafjarðarsýslu. Þess má geta að íbúum Norðurlandskjördæmis vestra fækkaði um 32 miúi ára og voru þann 1. des sl. 9432 talsins. -ÖÞ Ágúst Sigurðsson keypti sl. haust fyrirtækin Eidet Fisk og Skárvágbruket í Vesterálen í Noregi. Fyrirtækin eru umsvifamikO í vinnslu á uppsjávarfiski og er áætl- uð velta þessa árs um 600 milljónir ísl. kr. Tvö norsk útgerðarfyrirtæki stóðu að kaupunum ásamt Ágústi. Ágúst Sigurðsson hefur starfað fyrir SÍF í Noregi frá árinu 1997. Áður var hann framleiðslustjóri Borgeyjar í Homafirði. Hjá Eidet Fisk er lögð áhersla á frystingu síld- ar og loðnu. Milli vertíða er stunduð hefðbundin framleiösla á þorski, ýsu og ufsa. Hjá fyrirtækinu vinna um 45 manns og er áætlað að frysta um 15.000 tonn af síld og loðnu á þessu ári og 500 tonn af hvítfiskflökum. Skárvágbruket framleiðir saltfisk og fersk flök. Þar vinna 10 manns og er áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári um 250 milljónir ísl. kr. Hráefni kemur að mestu frá bátum með strandkvóta sem veiða aflann með hringnót, í net og í dragnætur. Ágúst býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi og lætur vel af dvölinni þar. Hann segir að stundum sakni þau auðvitað fjölskyldu og vina á íslandi. Fjölskyldan er stór en Ágúst og kona hans, Elma Jóhannsdóttir, eiga fimm börn. -DVÓ Sandkorn Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn©ff.is Pappa-Helgar Þaö var vel til fundið hjá vinum hins sex- tuga Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, að gefa hon- um afrit af sér í fullri líkamsstærð. Nú er Helgi til í 30 eintökum og munu margir hugsa sér gott til glóðarinnar. FuUyrt er að Helgi hafi veriö í stöðugu sambandi við ónefnt ráðuneyti eftir afmælisveisl- una á þriðjudagskvöldið. Þar hafi ráðherra verið að falast eftir leyfi til aö fjölfalda nokkur hundruð svona Pappa-Helga til viðbótar. Ástæðan mun vera vandræði með að fá vélstjóra á fiskiskipaflotann og ráðherra hafi fundið það út að með rýmkuöum reglum megi sem best ráða Pappa-Helga í lausar stöður til að koma skipum á sjó ... I Seölabanka? Gróa gamla á I Leiti hefur | áhyggjur af Dav- íð Oddssyni for-1 sætisráðherra og hvert verði hans næsta hlutverk þegar hann hverfur úr póli- tíkinni. Margir I hafa gaukað að Gróu ýmsum möguleikum, allt frá ritstjórastöðu á Mogga og upp í for- seta eða jafnvel stöðu aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Gróa er lítt hrifin af að senda Davið úr landi og því er hún skotnari í þeirri hug- mynd að lögum um Seðlabanka verði breytt og Davíð gerður þar að yfirbankastjóra þegar Birgir ísleif- ur stendur upp úr stólnum. Þá fær Finnur Ingólfsson líka aftur sinn gamla yfirmann úr stjómarráð- inu... Uppgrip fram undan Garðar Sverrisson, for- maður Öryrkja- bandalagsins, lætur ekki deig- an síga þó ríkis- stjómin hafi sýnt honum klæmar með nýju frumvarpi til laga sem svari við dómi Hæstaréttar í ör- yrkjamálinu. Garðar og lögfræðing- ur bandalagsins, Ragnar Aðal- steinsson, búast við að öryrkjar fari nú í mál við ríkið þúsundum saman til að rétta sinn hlut. í upp- siglingu eru því uppgrip hjá lög- fræðingum og jafnvel horfur á miklum skorti á lögfræðingum. Gárungar benda mönnum á að hringja bara til Bandaríkjanna. Þar séu þúsundir lögfræðinga nú at- vinnulausar eftir að skrípaleik for- setakosninganna lauk ... Ný stöð í burðarliðnum? Það er ekki hverjum des sem stórkanón umar i frétta- mannaheimin- um sjást sötra saman kaffi á öldurhúsum bæjarins. Því komust strax sögur á kreil þegar sást til Sigursteins Más- sonar og Halls Hallssonar á kaffihúsi í Reykjavik i vikunni. Sem kunnugt er losnaði um Sigur- stein af Skjá einum fyrir nokkru og Hallur, sem hagvanur er í sjón- varpssölum, mun lika vera á lausu. Gámngar velta fyrir sér hvort Stöð þrjú sé komin á teikni- borðið. - Varla hafi félagamir ver- ið að eyða sínum mikilvæga tíma í að ræða kaup á Omega eða tima- ritinu Æskunni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.