Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðið DeCODE þarf að sanna sig Verðbréf í líftæknifyrirtækinu deCODE genetics Inc., móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar ehf., hafa farið töluvert lækkandi á síðustu mánuðum. Á síðustu dögum hefur verðið verið í sögulegu lágmarki, í kringum 7 til 9 dollara á hlut, en bréf fyrirtækisins komu á markað eins og kunnugt er í júlí síðastliðnum. Eftir skráningu fyrirtækisins á Nas- daq hækkaði verðið úr útboðsgeng- inu 18 dollara á hlut um hundruð prósenta á mjög stuttum tíma. Síðan hefur runnið af markaðsaöilum og hefur verð fyrirtækisins lækkað mjög mikið. Ekki er auðvelt að skýra þessa miklu lækkun síðustu mánuði en aukin svartsýni meðal fjárfesta hefur gert vart við sig á markaðnum, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa margar atvinnugreinavísitöl- ur lækkað umtalsvert á síðustu mán- uðum, þar á meðal Amex-líftækni- vísitalan. Læsingatímabilinu lýkur Hluti af skýringunni á þessu lækk- andi gengi bréfa deCODE er sú að læs- ingatímabilinu með bréf fjárfesta í fyrirtækinu lýkur núna á mánudag- inn næsta, 15. janúar. Stór hluti bréfa fyrirtækisins mun þá koma á markað. Þetta eru um 28 milljón bréf, eða 70% af bréfum deCODE, sem munu fara á markað eftir að þessu tímabili lýkur en af þessum bréfum eiga 3 áhættu- AFSLÁTTUR • Stillanlegir rafmagnsrúmbotnar • Latex- og svampdýnur • Frönsk svefnherbergishúsgögn • Amerísk rúm og margt fleira Skútuvogi 11 • Sími 563 6363 www.lystadun.is fjármagnsfyrirtæki um 9 milljónir bréfa, eða 28%. Stefna slíkra fyrir- tækja hefur hingað til verið að selja bréfin um leið og sá möguleiki opnast. Ef slíkur fjöldi bréfa streymir inn á markað setur það mikla pressu á verð bréfa í deCODE. Þessi viöbót á mark- aðinn yrði svipuð og allt það magn sem var í útboði deCODE á síðasta ári. Þá munu margir fjárfestar sem íjárfestu i upphafi og skuldbundu sig til að halda bréfunum í ákveðið lang- an tíma geta selt sín bréf. Liklegt má telja að til skamms tíma geti gengi deCODE enn þá lækkað þegar einhver hluti þessara fjárfesta losar sig við bréfin sín. „Líklegt má telja að mestu lækkunaráhrif vegna loka læsinga- tímabilsins séu komin fram,“ segir Bragi Smith, sérfræðingur hjá Búnað- arbankanum Verðbréf. DeCODE á undir högg að sækja á markaðnum Lengi vel sveiflaðist verð bréfanna á bilinu 20 til 30 dollarar. Um miðjan nóvember fór verð bréfanna niður fyr- ir 20 dollara og eftir það hefur leitnin verið niður á við. Eins og sést á mynd- inni hefur deCODE lækkað töluvert meira upp á síðkastið heldur en Amex-líftæknivísitalan sem mælir gengi bréfa líftæknifyrirtækja. DeCODE hefur einnig lækkað meira en Nasdaq-vísitalan. „Nú er líklegt að hefjist tímabil þar sem markaðsaðOar fara að líta öðru- vísi á líftæknifyrirtæki og fari að skilja hafrana frá sauðunum. Áhætta var mjög í tísku í fyrra og árið þar áður því menn voru að græða á því. Núna er sá tími liðinn og eru mark- aðsaðilar farnir að einbeita sér að stöndugum fyrirtækjum sem hafa lengi verið við lýði. DeCODE er lítið fyrirtæki á þessum markaði. Mjög mörg líftæknifyrirtæki fóru á markað á svipuðum tíma og deCODE og því mjög mikil samkeppni til staðar. Ljóst er aö mörg þessara fyrirtækja þurfa að sanna sig vel núna til að halda velli á markaðnum og á það einnig við um deCODE." sagði Bragi að lokum. Moody’s jákvætt í garð ís- lenska bankakerfisins Að mati bandaríska matsfyrirtæk- isins Moody’s eru horfur í íslenskum fjármálamarkaði almennt jákvæðar. í nýrri skýrslu fyrirtækisins um ís- lenska bankakerfið staðfestir Moody’s meðallánshæfiseinkunnina A3 á lang- tímaskuldbindingum þriggja stærstu íslensku bankanna. Moody’s segir þróun síðustu ára hafa verið jákvæða og styrkt grund- völl íslenska bankakerfisins. Þá gerir Moody’s almennt ráð fyrir að afkoma bankanna batni í framtíöinni. I frétt frá Reuters er haft eftir Anne Caris, höfundi skýrslunnar, að betri afkoma íslenskra banka að undan- fornu byggist á viðvarandi aukningu útlána, þjónustutekna og þóknana. Þessi vöxtur bankanna segir Caris að haldist í hendur við jákvæðan viö- snúning íslensks efnahagslífs síðustu árin. Þá kemur fram að hagræðing í greininni sé aö skila sér í samlegðar- áhrifum bæði á tekju- og útgjaldahlið í rekstri bankanna. í þessu sambandi vekur Moody’s þó jafnframt athygli á að samkeppnisráð stóð í vegi fyrir sameiningu Lands- banka og Búnaðarbanka í desember síðastliðnum. Enn fremur er bent á að bankamir hafi orðið fyrir verulegu tapi vegna hækkunar vaxta á síðasta ári sem leiddi til verðlækkunar á verðbréfasöfnum bankanna. Þegar fram líða stundir segir Moody’s að afkoma bankanna byggist að verulegu leyti á því hvernig þeim takist að halda kostnaðarhlutfalli lágu. Bent er á að íslenskir bankar standi í því sambandi framarlega í Internetvæðingu bankaþjónustunnar en það er m.a. talinn grundvöllur þess að draga úr kostnaði í greininni. Moody’s telur að vaxtartækifæri bankanna í framtíðinni kunni að fel- ast í sérhæfðri þjónustu á borð við eignastýringu og er vikið að vexti ís- lenskra banka erlendis í því sam- hengi. Húsasmiðjan markaðsfyrir- tæki ársins 2001 í dag tilkynnti forseti íslands um val á markaðsfyrirtæki og markaðs- manni ársins 2001 fyrir faglegt mark- aðsstarf á árinu 2000. Húsasmiðjan hf. var valin markaðsfyrirtæki ársins 2001 en auk þess voru Kaupþing hf. og Skjár 1 tilnefhd til verðlaunanna. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, var valinn markaðsmaður árs- ins 2001. ÍMARK, sem er félag íslensks mark- aðsfólks, stóð nú í tíunda sinn fyrir valinu á markaðsfyrirtæki ársins og markaðsmanni ársins. Verðlaunin eru veitt því fyrirtæki og þeim ein- staklingi sem metið er að hafi skarað fram úr á liðnu ári á sviði markaðs- mála. í dómnefnd fyrir val á markaðs- manni ársins voru eftirfarandi aðilar: Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjón- varpsins, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu, Ingólfur Guðmundsson, formaður ímark, Ólafur Ingi Ólafsson, formaður SlA, Sigríður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK, Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, og Þorgeir Örlygsson, ráðuneyt- isstjóri i iðnaðar- og viðskiparáðu- neytinu. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 I>V Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 2260 m.kr. Hlutabréf 1080 m.kr. Húsbréf 720 m.kr. MEST VIÐSKIPTI OSamheiji 427 m.kr. 0 Eimskip 307 m.kr. © Íslandsbanki-FBA 96 m.kr. MESTA HÆKKUN O íslenska járnblendifélagið 4,8% © Landsbankinn 2,1% © Marel 1,3% MESTA LÆKKUN OKögun 3,6% ©Opin kerfi 2,6% ©Delta 2,2% ÚRVALSVÍSITALAN 1234 stig - Breyting O 0,54% Bridgestone segir af sér Yoichiro Kaizaki, forstjóri Bridgestone, hefur sagt af sér í kjölfar erfiðleika fyrirtækisins vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um að hjólbarð- ar þess væru tengdir 180 dauðaslysum í umferðinni. Kaizaki mun verða ráðgjafi fyrir- tækisins eftir sem áður en Shigeo Watanbe tekur við forstjórastöðunni. Uppsögnin er tekin sem viðurkenning á að fyrirtækið hafi ekki brugðist rétt við ásökunum um að Firestone-dekk Bridgestone hafi átt þátt í dauða 179 manns í Bandaríkjunum og Suður-Am- eríku. „Það er jákvætt að Kaizaki hafi sagt af sér vegna þeirrar tilfmningar al- mennings að hann hafi ekki höndlað þessa krísu fyrirtækisins rétt,“ sagði Chris Redl, sétfræöingur hjá UBS War- burg í Tokyo. Yahoo! sér fram á hæg- ari vöxt Intemetfyrirtækið Yahoo! hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að útlit sé fyrir að hagnað- ur fyrirtækisins á yfirstandandi ári verði minni en í fyrra og að verulega dragi úr vexti tekna vegna minnkandi auglýsingasölu. Afkomuviðvörunin frá Yahoo! var birt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gærkvöld og í við- skiptum utan markaða lækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 25% í kjölfar tilkynningarinnar. 12.01.2000 kl. 9.15 KAUP SALA HSuollar 83,870 84,300 Bfwd 125,620 126,260 l*lltan. dollar 56,100 56,450 | " ÍDönsk kr. 10,7130 10,7720 pf~Norsk kr 9,7680 9,8220 CSsænsk kr. 9,0470 9,0960 SBr. mark 13,4477 13,5285 IjFra. franki 12,1893 12,2625 | Belg. frankj 1,9821 1,9940 <3 Sviss. franki 51,9900 52,2700 j C3hoII. gyilini 36,2827 36,5007 ™:Þýskt mark 40,8812 41,1268 F It. líra 0,04129 0,04154 : CPAust. sch. 5,8107 5,8456 "Port. escudo 0,3988 0,4012 iJLfsjSpá. pcseti 0,4805 0,4834 r«]jap. yen 0,71120 0,71550 1 |irskt pund 101,523 102,134 SDR 109,4700 110,1200 1 79,9566 80.4371

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.