Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 2
2 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Formaður Öryrkjabandalagsins um þátt forseta í lagasetningu: Forsetinn á þetta viö eigin samvisku - neiti Ólafur Ragnar undirritun verður málinu skotið til þjóðarinnar „Við værum ekki sjálfum okkur samkvæm ef við vildum ekki að forsetinn hafnaði undirritun þess- ara laga sem á að keyra í gegnum Alþingi," sagði Garðar Sverrisson, formaöur Öryrkjabandalagsins, í gærkvöldi, aðspurður um af- greiðslu öryrkjafrumvarpsins og framhald þess eftir að þingið hefur afgreitt þaö til forseta íslands. Garðar segir að forsetinn sé kom- inn í alvarlega stöðu verði honum sýnt það virðingarleysi af Alþingi að fara þess á leit að hann staðfesti og gerist meðábyrgur í áframhald- andi brotum á mannréttindum ör- yrkja, sem séu tryggilega vernduð í stjórnarskrá lýðveldisins. „Forseti íslands mun auðvitað eiga það við eigin samvisku hvort hann ætlar að láta þetta fólk hafa sig út í að staðfesta og gera aö lög- um frumvarp sem felur i sér jafn- ótvíræða árás á Hæstarétt og margvísleg brot sem sum hver, ef ekki öll, eiga ef til vill eftir að koma til kasta dómstóla," sagði Garðar. „Hér er ekki einungis um að ræða forseta lýðveldisins heldur einnig okkar fremsta fræðimann á sviði stjómmálafræða og þeirrar heimspeki sem liggur til grund- vallar þrískiptingar ríkisvaldsins. Slíkur maður þarf engar leiðbein- ingar utan úr bæ til að taka sjálf- stæða ákvörðun," sagði Garðar. Garðar bendir ennfremur á að forsetaefnin í síðustu forsetakosn- ingum, öll utan eitt, hafi lagt áherslu á að forseti skyldi í aukn- um mæli beita málskotsréttinum. Núverandi forseti lýsti því meðal annars yfir þá að hann hefði nýtt sér þann rétt hefði hann verið for- seti þegar EES-samningurinn kom til undirritunar forseta. Forseti íslands hefur enn sem komiö er ekki notfært sér mál- skotsrétt sinn, það er að skjóta til- teknu máli til úrskurðar þjóðar- innar. En hvað gerist ef forseti neitar að undirrita lög og nýtir sér þennan lögbundna rétt sinn? DV spurði Sigurð Líndal lagaprófess- or: „Það sem gerist er að lagafrum- varpið öðlast eigi að síður gildi en skal síðan borið undir þjóðarat- kvæði svo fljótt sem verða má,“ sagði prófessorinn. Lögin skal leggja undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar í leyni- legri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu. „Það má segja að Alþingi fái eins konar bráðabirgðalöggjafar- vald og hlutverkin snúast við,“ sagði Sigurður Líndal. Hann segir að málskotsréttur forseta hafi ver- ið til umræðu allt frá stofnun lýð- veldisins. Hingað til hefur forseti ekki nýtt sér þennan rétt. -JBP Öryrkjamálið í aðra umræðu Meirihluti heilbrigðisnefndar Al- þingis leggur til að öryrkjafrumvarpið verði samþykkt óbreytt, minnihlutinn að málinu verið vísað frá. Málið fer í aðra umræðu í dag. Kristinn H. Gunn- arsson, einn meirihlutamanna, sagði að þetta væri gert eftir að ýmsir sér- fræðingar sem kallaðir voru til hafa lýst áliti sínu á stjórnarskrárþættin- um. „Það var nú yfirgnæfandi álit þeirra að rétt væri að túlka dóm Hæstaréttar eins og frumvarpið ger- ir,“ sagði Kristinn í gær. Þarna vísar hann til álits Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Sigurðar Líndals, Eiriks Tómassonar og Skúla Magnús- sonar. Kristinn segir afleitt að Hæsti- réttur skili ekki af sér ótvíræðri nið- urstöðu. „Við höldum þeim skilningi okkar til streitu að dómur Hæstaréttar gangi út á bannað hafi verið að skerða tekjutryggingu öryrkja með tekjum maka. Því beri að leiðrétta að fullu en ekki að hluta eins og ríkisstjórnin leggur til,“ sagði Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður. „Við höfum víð- tækan stuðning við þá skoðun okkar hvarvetna í þjóðfélaginu." -JBP DV-MYND KOLBRÚN Rignir endalaust Elstu Vestfiröingar muna vart annaö eins tíöarfar og veriö hefur aö undanförnu. Auö jörö er um allar byggöir og skíöi og skautar hafa rykfallið í geymslum. Börnin á ísafiröi una glöö viö aö drullumalla. Hér eru þau Steinn Daníel, Hildur Ása, Sigrún og Ragnar Óli í pollagöllum sínum viö Hlíöarveg. Borgarstjórn vill sameignarfélag um almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðis: Dulbúin einkavæðing á SVR - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem óttast um hag starfsfólks Borgarstjórn Reykjavíkur fékk ný- lega í hendur skýrslu Skúla Bjarna- sonar hæstaréttarlögmanns þar sem tillögur um breytt rekstrarfyrirkomu- lag almenningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu koma fram. Skýrslan leggur til stofnun sam- eignarfélags sveitarfélaganna á svæð- inu og hefur það hlotið góðan hljóm- grunn hjá borgaryfirvöldum, sem þeg- ar hafa lagt grunn að samstarfi við ná- grannasveitarfélögin. ögmundur Jón- asson, formaður Bandalags starfs- manna ríkis- og bæja, segir borgina farna af stað í feril einkavæðingar Strætisvagna Reykjavíkur og krefst skýringa af hálfu borgarstjómar. „Ég fæ ekki betur séð en að einka- væðing SVR sé komin á fulla ferð, þvert á fyrirheit sem gefin hafa verið. Samkvæmt skýrslunni sem gerð var fyrir Reykjavíkurborg og þeim hug- myndum sem kynntar hafa verið starfsmönnum SVR er verið að inn- leiða markaðsmekanisma. Lagt er til að stofnað verði sameignarfélag með grannbyggðum Reykjavíkur sem geri það tvennt í senn, aö reka þessa þjón- ustu og bjóða hana út, sem þýðir að almenn fyrirtæki stunda reksturinn," segir hann. Helgi Pétursson, formaður sam- göngunefndar Reykjavíkurborgar, vís- ar því á bug að fyrirætlanir borgar- innar séu að einkavæða almennings- samgöngur. „Verið er að tala um sameignarfé- lag sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er ekki félag sem menn halda að geti grætt peninga heldur er verið að sameinast um þennan rekstur og efla almennings- samgöngur á svæðinu. Það er verið að gefa með þessu tæpan milljarð á hverju ári og það er ekki um það að ræða að einkavæða," segir hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavik, segir mögulega stofnun sameignarfé- lags ekki leiða til einkavæðingar. „Slökkviliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð mjög friðsamlega og ég get ekki séð að samein- ing almenningssamgangna þurfl að vera neitt frábrugðin. Ef menn hefðu viljað einkavæða SVR þá væri það vel hægt án sameiningar," segir hún. í umræddri skýrslu Skúla Bjarna- sonar segir orðrétt: .Félagið starf- ræki almenningsvagnaþjónustu á svæðinu á einu leiðakerfi og leiti hverju sinni að hagkvæmustu leiðum í rekstri og starfrækslu þess, hvort heldur það notar til þess eigin vagna- flota eða aðkeypta þjónustu." Borgarstjóri segir ekki útilokað að útboðsleiðin verði farin í Reykjavík. „Það liggur fyrir að Almennings- vagnar bjóða út hluta af sinni starf- semi i dag og að öllu óbreyttu yrði því haldið áfram i sameinuðu fyrirtæki. SVR hefur verið með reksturinn á sín- um vegum og það er gert ráð fyrir því að það sé hægt að haga því þannig að reksturinn sé bæði á vegum félagsins sjálfs og hins vegar boðinn út,“ segir Ingibjörg Sólrún. BSRB mun í dag óska eftir formleg- um viðræðum við borgina um áform hennar sem að mati Ögmundar hafa í fór með sér réttindamissi og kjara- rýrnun starfsfólks. „Reynslan hefur sýnt að þegar um óvinsæla einkavæðingu er að ræða er mönnum fyrst gefin ein teskeið en svo hellt úr öllum brúsanum ofan í mann. Og það hefur sýnt sig að einkavæðing á þessu sviði er dýrari fyrir skatt- greiðendur og óhagkvæmari fyrir not- endur og starfsfólk," segir hann. Málið kann að reynast Reykjavík- urlistanum erfitt þar sem Ögmundur Jónasson er fyrsti þingmaður Vinstri grænna í Reykjavík. Nái endar ekki saman á milli þessara tveggja flokka i borgarpólitíkinni er líklegt að R-list- inn verði fyrir sama tjóni og Samfylk- ingin í landsmálunum og missi borg- ina. -jtr Metaðsókn 200 konur hafa skráð sig til þátt- töku í námskeiðinu Konur í kjafti karla sem Jónína Bene- diktsdóttir mun halda í dag klukkan tvö á Grand Hótel Reykjavík. Um met- aðsókn er að ræða. Hátæknigarður Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir i haust við hátæknigarð við Urriðakotsvatn í Garðabæ. Markmiðið er koma sem flestum fyrirtækjum í tölvu- og hugbúnaðar- geiranum saman á einn stað en einnig skólum og rannsóknarstof- um á sviði hátækni. Stöð 2 greindi frá. Ekki langlífastar íslenskar konur er ekki lengur meðal langlífustu kvenna í heimin- um samkvæmt nýjustu lýðfræði- skýrslu. Meðalaldur íslenskra kvenna var sá hæsti í heimi fyrir fimmtán árum en þær eru nú í 13. til 16. sæti með konum i Belgíu, Austurríki og Grikklandi. RÚV greindi frá. 60 milljónir umfram Rekstrarkostnaður Ibúðarlána- sjóðs var 60 milljónum króna um- fram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Alls var rekstrarkostnað- urinn 652 milljónir króna á árinu 2000 samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri. Mbl. greindi frá. Innbrot hjá saksóknara Innbrot var framið á heimili Boga Nilssonar ríkissaksóknara á fostu- dagskvöldið. Stolið var nokkrum heimilismunum. Lögreglan hefur haft hendur í hári þjófanna sem voru tveir og eru þeir góðkunningj- ar lögreglunnar. Þýfið fannst í kjall- ara veitingahúss í miðbænum. RÚV greindi frá. Barnahús áfram í eitt ár í lögum um meðferð opinberra mála þarf að endurskoða ákvæði sem snýr að skýrslutöku af börnum vegna kynferðisbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um starf- semi barnahúss. Lagt er til að starf- semin verði framlengd til reynslu í eitt ár. Sjónvarpið greindi frá. Sjókvíaeldi kært Sýslumaðurinn í Keflavík hefur fengið til rannsóknar kæru vegna sjókvíaeldis fyrirtækisins Silungs ehf. á norskum laxastofnum. Kært var fyrir hönd eigenda Haffjarðarár og Verndarsjóðs villtra laxa en þess- ir aðilar óttast mengunarslys verið ekkert aðhafs. Dagur greindi frá. Vilja leiðréttingu Starfsmenn fjölskyldu- og félags- þjónustu Reykjanesbæjar sem allir eru konur hafa fariö fram á leiðrétt- ingu launa sinna. Konurnar halda þvi fram að þeim sé mismunað á grundvelli kyns. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri i Reykjanesbæ, bendir á að laun kvennanna séu kjarasamn- ingsbundin. Bylgjan greindi frá. Geir á að svara Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir þvi að Geir Haarde og fiár- málaráðuneytið skili lagalegum rök- stuðningi á því af hverju skattur sé greiddur af húsa- leigubótum en ekki vaxtabótum. Þetta er gert í framhaldi af erindi Leigj- endasamtakanna. Dagur greindi frá. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.