Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 DV Fréttir Sverrir Hermannsson endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins: Misskilningur að flokkur- inn sé fjölskyldufyrirtæki - Sjálfstæðisflokkurinn tilheyrir Hannesi Hólmsteini DV-MYNDIR ÞÖK Víöari flokkur. Frá landsfundi Frjálslyndra, frá vinstri: Birgir Björgvinsson, formaöur Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Sverrir Hermannson, formaöur fiokksins, og Guö- jón Arnar Kristjánsson, nýkosinn varaformaöur flokksins. „Það hefur verið litið á okkur sem einskonar eins máls flokk, en nú erum við búin að vinna breið- an málefnagrundvöll og kynntum hann og okkar grundvallarstefnu. Við veljum flokknum nafn og númer og innihald á frjálslyndra flokka alþjóðavísu, reyndar á ís- lenskum grunni,“ sagði Sverrir Hermannsson sem kjörinn var formaður Frjálslynda flokksins á landsfundi um helgina. „Við erum auðvitað einkaframtaks- flokkur. Við erum frjáls markaös- flokkur, en viljum ekki að mark- aðurinn sé stjórnlaus, við viljum hafa á honum bönd, en ekki stjórnlaust frelsi eins og garparn- ir vilja hafa og hefur sýnt sig í að vera í meira lagi óhollt," sagði Sverrir. Frjálslyndlr Vaidimar Jóhannesson á miöri mynd í hópi frjálslyndra á landsfundinum en vel á annaö hundraö manns sátu setningarathöfnina. Frjálslyndi flokkurinn ætlar að halda fast við sina stefnu í sjávar- útvegsmálum og Sverrir segir að flokknum vegni sæmilega í þeirri baráttu. Flokkurinn vill líka auka og efla tæknimenntun, einnig framhaldsmenntun og fjar- kennslu í byggðarlögunum. „Þessum málum var ákaflega vel tekið og ef við komum þessu á framfæri, þá munum við ná rót- festu.“ sagði Sverrir sem segir að Frjálslyndi flokkurinn muni taka á mörgum þjóðþrifamálum á næstunni. Flokkur Hannesar Hólmsteins „Ég var í flokki sem ég þjónaði um áratuga skeið sem var einkafram- taksflokkur en var flokkur frjálsrar samkeppni, flokkur sem predikaði stétt með stétt. Núna er þetta flokkur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem vill skara eld að köku örfárra auðmanna. Og hann er ekki lengur flokkur frelsis einstaklingsins, sem er bannað að sækja 1 sína eigin auð- lind, heldur er þjóðarauðurinn mul- inn undir fáeina útvalda. Minn frjálslyndi flokkur mun fylla það skarð sem hinn stóri gamli flokkur hefur að þessu leyti yfirgefið. Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf mig en ég ekki hann, og okkur Matthías Bjarnason og marga fleiri,“ sagði Sverrir. „Davíð endar sínar ræður á að minna á siðferðið, en Robespierre hinn franski sem stýrði fallöxinni sem vann dag og nótt i frönsku byltingunni, minnti ævinlega á að tala um dyggðina. En þetta er nú meira í gamni sagt,“ sagði Sverrir Hermannson. Dóttir í fótspor föður Þriðji maður í stjórn Frjálslynda flokksins er Margrét Sverrisdóttir, dóttir Sverris Hermannssonar. Sumir vilja meina að Frjálslyndi flokkurinn sé einskonar fjölskyldu- fyrirtæki. „Það er algjör misskilningur. Að vísu hefur dóttir mín verið fram- kvæmdastjóri flokksins og þing- flokksins og hefur alveg bjargað lífi mínu og flokksins. Hún er mikil framtíðarmanneskja fyrir flokkinn, enginn vafi á því, - þó hún sé nú dóttir mín,“ segir Sverrir og kímir. „Það hefur ekki þótt neitt tiltöku- mál þegar synir feta í fótspor feðr- anna i pólitík, Steingrímur sonur Hermanns, Jón Baldvin sonur Hannibals og svo framvegis. En ef það er dóttir, þá er það nú allt öðruvísi," sagði Sverrir Hermann- son. -JBP íþróttamaður ísafjarðarbæjar: Tók við af bróður sínum DV. ÍSAFJARQARBÆ: Kjör íþróttamanns ársins fyrir árið 2000 fór fram í veglegu hófi sem haldið var í stjómsýsluhúsinu á ísa- firði í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, tilkynnti hver hefði hlotið titilinn þetta árið. Fyrir valinu varð Katrín Árna- dóttir sem keppir fyrir Skíðafélag ísfirðinga, Katrín er glæsilegur fulltrúi íþróttamanna í ísafjarðarbæ og vann hún öll þau mót sem hún á annað borö keppti í. Katrín tekur við titlinum íþrótta- maður ársins í ísafjarðarbæ af bróð- ur sínum Ólafi Th. Ámasyni sem kosinn var fyrir árið 1999, einnig fyrir afrek í skíðaíþróttum. Katrín er yngst sinna systkina, 17 ára gömul, og nú bíða menn spennt- ir hér vestra hvort systkinabörn hennar sem eflaust em farin að stiga á skíði eigi eftir að standa í sporum hennar og Ólafs bróður hennar i framtíðinni. -KS DV-MYNDIR KOLBRÚN Best Katrín Árnadóttir skíöamaður var valin íþróttamaöur ársins. Á innfelldu myndinni er hún meö foreldrum sínum þeim Kristínu Gísladóttur og Árna Traustasyni. 'Msðiiiiiö li Ha/ÖiMI B Séliar.gamigaiir sjiáiv/as'fiSI REYKJAVIK AKUREYRI löBóift á baágpaw Vaxandi austanátt Vaxandi austanátt í dag, víða 15 til 20 m/s síðdegis og fer að rigna sunnan- og austanlands undir kvöld. Hiti 1 til 7 stig. Solarlag i kvöld 16.43 16.11 Sólarupprás á morgun 10.34 10.35 Síödeglsflófi 17.41 22.14 Árdeglsflófi á morgun 06.04 10.37 Skýringar á veðurtáknum ^INDÁTT 10V-HIT. “i 10° XVINDSTYRKUR \roncr HEIÐSKIRT i metrum á sekúndu -$> -*D ^3 O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF* SKÝJAÐ AISKÝJAÐ SKÝJAÐ RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU* VEOUR = SKAF- ÞOKA RENNINGUR Upplýsingar um færðina Upplýsingar um færð á vegum er hægt að fá á heimasíðu Vegagerðarinnar. Einnig er hægt aö fá upplýsingar um færö meö þvf að hringja í símsvara hjá Vegageröinni eða skoöa síöur um færö og veöur á Textavarpinu. Rigning sunnan- og austanlands Austan 10 til 18 m/s, hvassast viö suöurströndina. Rigning sunnan- og austanlands en annars úrkomulítið. Hiti 3 til 7 stig. þ]CTJM£i.Air Vindur: "S r" 8—13 m/s Hiti l°til5a W8& Fiimmfetiji Vindur: 5-15 ny's Hiti 0° «1 4° Vindun /■r' 5-15 tn/s Hiti 0° til 4® Suftaustan- og austanátt, 8 til 13. Skúrir sunnan- og austanlands en annars úrkomulítlö. Hltl 1 tll 5 stlg, svalast vestanlands. Noröaustanátt, strekkingur norövestan tll en annars hægari. Slydduél norfian- og austanlands en annars úrkomulaust. Norfiaustanátt og él á Vestfjörfium en annars sufiaustlæg efia breytileg átt. Rlgnlng efia súld sunnan- og austanlands. Hltl 0 tll 4 stlg. Snæfellsbær á teppið hjá eftirlitsnefnd DV, SNÆFELLSNESI:_________ Bæjarstjóri Snæfellsbæjar var á fundi með eftirlitsnefnd sveitarfé- laga i gær og var niðurstaðan sú að nefndin vildi koma þeim skilaboð- um á framfæri að ekki væri mikið svigrúm til framkvæmda á næstu árum en ef menn gættu aðhalds í fjárfestingum á næstu 3-4 árum þá sæi fyrir endann á erfiðleikum sveitarfélagsins í fjármálum. -DVÓ Akureyri: Peningaskáp stolið Brotist var inn í Umferðarmið- stöðina i Hafnarstræti á Akureyri aðfaranótt sunnudags og stolið það- an peningaskáp sem vegur á annað hundrað kíló. Lögreglunni á Akur- eyri barst tilkynning um innbrotið á sunnudagsmorgun og er talið að um 80 þúsund krónur hafi verið i skápnum sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Þjófarnir komust inn með því að skríða inn um glugga sem þeir höfðu spennt upp en engin þjófavöm var í húsinu. Að sögn lög- reglunnar eru þjófarnir ófundnir en málið er í rannsókn. -MA Árekstur á Hellisheiði Harður árekstur varð i Hvera- dalabrekku á Hellisheiði um hádeg- isbil á laugardag. Að sögn lögregl- unnar á Seifossi voru tildrög slyss- ins þau að jeppi á leið austur missti stjóm á bíinum í krapa og lenti utan í fólksbifreið sem var ekið í gagnstæða átt. Tvennt var í fólksbílnum en öku- maðurinn var einn í jeppanum. Engin slys urðu á fólki, en allir voru í bílbeltum. Báðir bílarnir skemmdust mikið og varð að draga fólksbifreiðina, sem var af gerðinni Mercedes Benz, í burtu með krana- bíl. -MA 1 VfeAr.ii» y„ ð Æ/.' :: AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR skýjaö 8 BOLUNGARVlK rigning 6 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. skúrir 7 KEFLAVÍK skýjað 3 RAUFARHÖFN skýjaö 4 REYKJAVÍK rigning 3 STÓRHÖFÐI rigning 3 BERGEN skýjaö 3 HELSINKI hálfskýjaö -6 KAUPMANNAHÖFN (U o -O. 2 ÖSLÓ snjókoma -3 STOKKHÓLMUR þoka -2 ÞÓRSHÖFN rigning 5 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 2 ALGARVE þoka 13 AMSTERDAM þoka 1 BARCELONA léttskýjaö 11 BERLÍN snjókoma -1 CHICAGO skýjað -12 DUBUN skýjaö 7 HALIFAX snjókoma -7 FRANKFURT léttskýjað -1 HAMBORG þoka 1 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON rigning 3 LÚXEMBORG þoka -2 MALLORCA léttskýjaö 15 M0NTREAL heiöskírt -20 NARSSARSSUAQ léttskýjað -17 NEWYORK snjókoma -5 ORLANDO heiöskírt 2 PARÍS rigning 3 VÍN alskýjaö 1 WASHINGTON skafrenningur -5 WINNIPEG alskýjaö 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.