Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Síða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 I>V Hogni Hoydal Færeyski landstjórnarmaöurinn um sjálfstæöismál vill efla samstarf jaö- arþjóðanna á Norðurlöndum. Færeyingar vilja fulla aðild að Norðurlandaráði Færeyska landstjórnin stefnir að því að á næstu árum verði Færeying- ar sýnilegri í norrænu samstarfi og að hlutverk þeirra i Norðurlandaráði verði ekki lengur háð aðild Dana að ráðinu. Landstjórnin hefur í hyggju að greiða sjálf fyrir sjálfstæða aðild að Noröurlandaráði. Hogni Hoydal, ráðherra sjálf- stjórnannála og norrænn samstarfs- ráðherra, hefur lagt fram skýrslu í færeyska lögþinginu þar sem hann leggur áherslu á að samstarfið við ísland, Grænland og Noreg verði styrkt. Þá vill Hoydal að komið verði á fót auknu samstarfi við ná- granna þessara landa, eins og Skotland og Nýfundnaland. Hogni segir að hætta sé á að Norðurlandasamstarfið fari í tvær áttir, eftir því hvort löndin eru í Evrópusambandinu eða ekki. Síðar- nefndi hópurinn þurfi að hleypa nýju lífi í samstarf Norðurlanda- þjóðanna. Móöirin og synirnir Judith Kilshaw, sem ættleiddi tví- bura frá Bandaríkjunum, er hér meö líffræöilegum sonum sínum. Ættleiðingarfor- eldrarnir segja líf þeirra eyðilagt Bresku hjónin sem ættleidau svo- kallaða Net-tvíbura frá Bandaríkj- unum og fluttu þá heim til Bret- lands sökuðu fjölmiðla í gær um að hafa eyðilagt líf sitt. Þau fóru fram á að fá að vera í friði á meðan þau búa sig undir vitnaleiðslur fyrir dómi þar sem framtíð tvíburanna kann að ráðast. „Hvemig getið þið gert okkur þetta?“ sagði Judith Kilshaw við fréttamenn. „Þið eruð búin að eyði- leggja bömin min, fyrirtæki okkar og líf.“ í kjölfar mikils umtals og deilna um mál hjónanna ætla bresk stjóm- völd að leggja fram frumvarp tii laga sem bannar fólki að fara til út- landa til að kaupa böm til ættleið- ingar. George W. Bush tók við embætti Bandaríkjaforseta á laugardag: Svaf mjög vel fýrstu nóttina George W. Bush Bandaríkjafor- seti opnaði Hvíta húsið almenningi á fyrsta degi sínum í starfi, í sam- ræmi við gamlar hefðir. Bush varð ekkert úr verki i gær en hann sagði að hann myndi hins vegar láta hendur standa fram úr ermum í dag, mánudag. Bush sór embættis- eiðinn á laugardag í kalsaveðri í Washington D.C. „Ég svaf bara mjög vel,“ sagði Bush við fréttamenn sem fýsti að vita hvernig fyrsta nóttin hefði ver- ið. „Ég var dauðþreyttur eftir að hafa dansað svona mikið.“ Þar átti Bush við hátíðardansleik- ina níu sem hann og eiginkona hans, Laura, sóttu og þar sem hann neyddist til að dansa, þótt hann væri ekki sérlega áfjáður i það. „Nú er ekki tími fyrir ræður,“ sagði forsetinn nýi á fyrsta dans- leiknum. „Við skulum dansa.“ Bush sagðist hafa vaknað snemma og byrjað daginn á því að drekka kaffi með foreldrum sínum, George eldri, fyrrum forseta, og Barböru. Síðan heilsaði hann upp á gamla vini frá háskólaárunum, starfsmenn kosningabaráttunnar og stuðningsmenn. Forsetinn og fjölskylda hans fóru í messu í gærmorgun þar sem Franklin Graham, sonur séra Billys Grahams, hvatti Bush til að „tendra bál í sál Bandarikjanna". Klerkurinn sagði í prédikun sinni í þjóðardómkirkjunni í Washington að þrátt fyrir alla hagsældina sem ríkti í Bandaríkjunum væri von- leysið landlægt meðal margra og að enn stæðu menn frammi fyrir „miklum félagslegum stjórnmálaleg- um og sálarlegum vandamálum." Graham bætti við að ef nýja stjórnin ynni saman að því að stuðla að meira jafnrétti, friði og hagsæld „munið þið fá tækifæri til þess einu sinni enn að tendra bál í sál Bandarikjanna". Bush hét því í innsetningarræðu sinni á laugardag að vinna fyrir „eina þjóð réttlætis og tækifæra" eftir að hann sigraði A1 Gore vara- forseta í einhverjum umdeildustu forsetakosningum i sögu Bandaríkj- anna. Forsetahjónln stíga dansinn George W. Bush Bandaríkjaforseti komst ekki hjá því aö dansa viö eiginkonuna Lauru á hátíöardansleikjunum i Was- hington á laugardagskvöld í tilefni valdatöku hans fyrr um daginn. Þessi mynd var tekin á hátíöardansleik sem kennd- ur er viö Ronald Reagan, fyrrum forseta. Níu slíkir dansleikir voru haldnir víös vegar um borgina fyrir fína fólkiö. Haider gagnrýnir Fischer Austurríski hægriöfgamaður- inn Jörg Haider kallaði Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýska- lands, vinstrisinn- aðan hryðjuverka- mann í gær og sagði furðulegt að maður sem hefði lamið löggur gæti orðið utanríkis- ráðherra. Fischer hefur verið einna ákafasti gagnrýnandi hægristjóm- arinnar í Austurríki sem flokkur Haiders á aðild að. Færri unglingar óléttir Dönsk ungmenni eru orðin dug- legri við að nota getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir óæskilega þung- un. Fóstureyðingum meðal ungra kvenna undir tvítugu hefur fækkað um 17 prósent á þremur árum. Vi||a takmarka siglingar Náttúruverndarsamtökin WWF hvöttu í gær til þess að takmarkan- ir yrðu settar á siglingu skipa und- an Galapagoseyjum vegna einstæðs dýralifs þar. Ákallið kemur í kjölfar strands olíuskips við eyjarnar en ol- ía úr því ógnar dýralífi eyjanna. Nýr forseti Filippseyja Gloria Macapagal Arroyo sór embættiseið sinn sem nýr forseti Filippseyja á laugardag eftir að for- veri hennar, Joseph Estrada, sagði óvænt af sér vegna spillingarmála. Ýmsir bandamenn forsetans fyrr- verandi, þar á meðal verjandi hans í spillingarréttarhöldunum, eru farnir úr landi. Þrengt að Montesinos Lögreglan í Perú hefur handtekið fjóra hershöfðingja á eftirlaunum og fjóra ættingja Vladimiros Montesin- os, fyrrum yfirmanns leyniþjónust- unnar, og ákært þá fyrir spillingu. Clinton veitir u^ig^f saica Whitewater-fasteignaviðskíptunum, og hálfbróður sínum Roger Clinton. Jackson lofar eiginkonuna Bandaríski blökkumannaleiðtog- inn Jesse Jackson bar lof á eigin- konu sína þegar hann ávarpaði kirkjugesti í suðurhluta Chicago í gær. Það var í fyrsta skipti sem Jackson sýndi sig á almannafæri eftir að hann viðurkenndi á fimmtu- dag að hafa eignast barn fram hjá eiginkonu sinni fyrir tæpum tveim- ur árum. Jackson, Jackie eiginkona hans, sem hann hefur verið kvæntur í 38 ár, og tvö fullorðin börn þeirra fóru inn um hliðardyr þegar þau komu til Salem-baptistakirkjunnar í gær. Jackson heilsaði gestum nærri innganginun en tók sér síðan sæti á fremsta bekk. Sóknarpresturinn James Meeks bauð Jackson, sem er vígður baptistaprestur, að ávarpa kirkju- gesti sem voru svartir að miklum meirihluta. Jackson bað guð um að beina viðstöddum inn á veg réttsýn- innar. „Ég vil þakka guði fyrir náð hans og gæsku,“ sagði Jackson við söfn- uðinn. „Ég vil þakka fjölskyldu minni og eiginkonu minni, dyggð- um prýddri konu. Eftir 38 ár og fimm börn er Jackie hér enn.“ Þá benti Jackson á að lífið væri ekki beinn vegur, heldur væru beygjur á þeim vegi. Séra Meeks, sem er einn forystu- manna í Regnbogasamtökum Jacksons, bar lof á leiðtogann. „Við 'erum stolt af því að kalla hann forseta okkar,“ sagði Meeks. Og við þá sem gagnrýndu Jackson fyrir hliðarspor hans sagði sóknar- presturinn einfaldlega: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steinin- um.“ Eins og segir i Biblíunni. Meeks sagði að stuðningsyfirlýs- ingar við Jackson hefðu borist hvaðanæva úr landinu, þar á meðal frá nýjum forseta. Snjóar í New York Umtalsverðar truflanir urðu á samgöngum á landi og í lofti í New York og nágrenni í gær vegna mik- illar snjókomu. Milosevic undir eftirliti Eitt fyrsta verk nýs innanríkis- ráðherra Serbíu verður að setja Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, undir eftirlit allan sólar- hringinn. Stríðs- glæpadómstóll Sam- einuðu þjóðanna hefur sem kunnugt er ákært Milos- evic fyrir stríðsglæpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.