Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Side 13
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 DV 13 Fréttir Díóxíninnihald í fiskimjöli og lýsi: Islensk-færeyskri rann- sókn verður hraðað Á sl. ári hófst samstarfsverkefni á milli Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda og fiskimjölsverk- smiðjunnar Havsbrúnar í Færeyj- um um mælingu á dioxíninnihaldi í fiskimjöli og lýsi. Upphaflega var gert ráð fyrir að verkefnið stæði í þrjú ár en vegna dioxínumræðunn- ar innan Evrópusambandsins hefur verið ákveðið að reyna að ljúka rannsóknunum á einu ári. Teitur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Félags islenskra fiskimjöls- framleiðenda, segir i samtali við InterSeafood.com að mælingar á dioxíni séu mjög sérhæfðar og þ.a.l. mjög kostnaðarsamar. Eftir að dioxínumræðan blossaði upp innan Evrópusambandsins fyrir áramótin komu íslensk stjómvöld að málinu og varð það að samkomulagi að hraða rannsóknum eftir fóngum. Teitur segir að talið hafi verið eðlilegt að leita samstarfs við Fær- eyinga um rannsóknina þar sem báðar þjóðir telji sig hafa sérstöðu og að fiskur, sem notaður er til fiskimjöls- og lýsisframleiðslu í þessum löndum, sé veiddur á haf- svæðum þar sem dioxínmengun er hverfandi lítil miðað það sem er reyndin í t.d. Norðursjó, Eystrasalti og Kattegat, svo dæmi séu nefnd. Þess má geta að þegar dioxínfárið gekk yfir Belgíu fyrir rúmu ári var ákveðið að láta rannsaka dioxín- innihald í íslensku fiskimjöli og lýsi og þá voru gerðar einar 20 mæling- ar og voru sýni send til rannsóknar hjá þýskri rannsóknastofnun. Teit- ur segir niðurstöður mælinganna hafa verið misjafnar á milli ein- stakra fisktegunda og eins eftir aldri fisksins. Dioxín safnast fyrir í fituvef fiska og því er hlutfall þess tiltölulega hæst á hrygningartíman- um þegar fituinnihald fiskanna er hvað minnst. Að sögn Teits leiddi rannsóknin í ljós að íslenskt fiskimjöl og lýsi var vel innan þeirra viðmiðunarmarka sem þá var í umræðunni hjá Evr- ópusambandinu. Þá var rætt um að hámark dioxíns í fiskimjöli mætti vera 1500 picagrömm og 6000 picagrömm i lýsi. „Mér hefur skilist að fóðurframleiðendur í Noregi hafi ákveðið að miða viö þessi mörk en hins vegar er ómögulegt að segja hvað Evrópusambandið tekur til bragðs eftir umræðuna sem kom upp nú fyrir áramótin,“segir Teitur Stefánsson. -DVÓ Tálknafjörður: Ruslabrennslu- ofn tekinn í notkun Þessa dagana er verið að taka í notkun ruslabrennslu- ofn á Tálknafirði. Ofninn, sem er svissneskur, er sams konar og notaðir eru á Kirkjubæjarklaustri og í Svínafelli og reynst hafa vel. Hann brennir ruslinu við 800 gráða hita en síðan er reyknum brennt við 1000 gráður til að mengun verði í lágmarki. Kælivatnið sem ofninn skOar af sér verður hægt að nota til húshitunar. Verður það fyrst í stað notað til upp- hitunar á húseignum í eigu sveitarfélagsins og skilar ofninn um 100 kw í fullri notkun. Ofninn er í 40 feta gámi og kostar uppsettur 11-12 milljónir en í framtíð- inni verður byggt yfir hann ásamt moltugerðinni þar sem allur lífrænn úrgangur verður unninn. Molta hefur verið unnin úr lífrænum úr- gangi frá um 30 heimilum undanfarin 2 ár en í framtíð- inni verður það skylda að flokka lífrænan úrgang frá öðru rusli. Með uppsetningu brennsluofnsins er verið að uppfylla lagaákvæði um bann við brennslu rusls við opinn eld. -KA DV-MYND KA Ruslaofninn Brennir ruslinu viö 800 gráöa hita og kælivatnið sem hann skilar afsér veröur notaö til húshitunar. Aluöru útsolQ yL í* agg I*. U J Renault Megone RN Clossic Q7 ^ * o»O.COO ðgO.OOO Iw. - f V, ó Aluöru bílum. « W c : .................. Myndir Qf öllum oHkar bílum ó ujaubilolond.is bílo b6L - ond Bflolond Gfjóihölsl i - nO ReyKjoviK - Simi: V5 1230 - wujw.biloland.is - UlsolustQðir Bilos AKionesi 43i-s&ee - Bilosolo KellouiKui 421-4444 - Bílouol AKuieyii 461-1036 T bo ndi, millíblöð öppur á 1.780 kr 10 stk. A-bréfabmdi m/vasa A4, 7 cm A-milliblöö A4 (1 A-plastmöppur, A4 Sölumenn okkar eru vio símann frá kl. 8-17. Hringdu f síma 520 6666 eða líttu é úrvalið í stórverslun okkar Réttarhálsi 2. Opið kl. 8-18 alla virka daga. Rekstrarvorur - vmna með þér - ■ ■ Réttarháisi 2 • 110 Reykjavík • Simi 520 6666 • Bréfasími 520 6665 • sa!a@rv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.