Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 15
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001 15 DV Daöi Guöbjörnsson: Týnda málverkiö „Ekki fer á milli mála aö nýrri málarakynslóö vex óðfluga fiskur um hrygg. Gylltir penslar Það er tímanna tákn að ekki skuli lengur vera efnt til hópsýninga á málverkum nema með létt- írónískum formerkjum. Menn forðast eins og heit- an eldinn að koma saman undir merkjum „listmál- arafélags" eða annarra tiltekinna samtaka mál(smet)andi listamanna, því slíkt ber um of keim af vorsýningum og haustsýningum fortíðar. Þess í stað verða til sýningarsamtök með fjar- stæðukenndum eða tilfyndnum nöfnum eins og „Gullpensillinn", sem eiga að segja okkur að í dag taki listamennirnir sig ekki eins alvarlega og gömlu FÍM-ararnir eða „olíufélagarnir". En þegar upp er staðið - og ósamstæð samsýning „pensl- anna“ íjórtán að Kjarvalsstöðum sýnir berlega - þá er markmið nýju hópanna ekki ýkja frábrugðið LeikJist Myndlist ætlunarverki FÍM-ara, nefnilega að kynna nýjustu verk meðlima við bestu kringumstæður með reglu- legu miilibili og spara sér þannig kostnaðinn sem fylgir einkasýningum. Það er meira að segja tölu- verður haustsýningarbragur á upphengingunni á Kjarvalsstöðum þar sem sérhver listamaður sýnir tvær til þrjár myndir sem hengdar eru í síbylju eft- ir endilöngum veggjunum; að öðru leyti er salur- inn galopinn. Fjöldi listamanna á sjónmenntavett- vangi og vöntunin á sýningarhúsnæði verður kannski til þess að menn fara aftur að efna til haustsýninga, hvað veit ég? Erótíkin mikilvæg Það er sem sagt afskaplega lítið sem listamenn- irnir fjórtán á Kjarvalsstöðum eiga sammerkt, nema það að í stórum dráttum halda þeir sig við hlutlægan veruleika og mála á striga. Á því eru meira að segja undantekningar; stórbrotin og laun- fyndin kórmynd Hallgríms Helgasonar (birt í sýn- ingarskrá) er fjarri en í staðinn eru sýnd tvö stór tölvuþrykk eftir hann. Inga Þórey Jóhannsdóttir fer einnig töluvert út fyrir ramma málverksins með kössum sem kallast á við það sem hún er að mála. Sýningin líður eiginlega soldið fyrir það líka, að nokkrar máttarstoðir hennar, Birgir Snæbjöm Birgisson, Jóhann L. Torfason, Sigriður Ólafsdótt- ir og Þorri Hringsson, eru með áhugaverðari verk á sýningunni í Gerðarsafni i Kópavogi, sem fjallað var um á þessum vettvangi fyrir viku. Verk þeirra hér, sérstaklega þeirra Birgis og Þorra, árétta ein- faldlega hve erótíkin er mikilvægur þáttur i mynd- listarlegum þankagangi þeirra. Þeim sem þetta skrifar þótti einna markverðast að sjá hvemig landslagsmyndir Eggerts Pétursson- ar hafa þróast í seinni tíð en listamaðurinn hefur ekki verið mjög sýnilegur upp á síðkastið. Mynd- irnar sem áður dókumenteruðu jarðargróðurinn af næstum óhugnanlegri nákvæmni hafa nú fyllst dulúð og óendanlegu rými; manni verður hugsað bæði til Kjarvals og franskra symbólista. Ferskur andblær Breytingar virðast einnig yfirvofandi í róman- tískum landslagsmyndum Georgs Guðna, ef marka má annan dúkinn eftir hann hér sem inniheldur óvænt uppbrot á fletinum. Þeir eru líka feiknarlega öruggir í því sem þeir eru að gera, Akureyringam- ir Sigtryggur Bjami Baldvinsson og Sigurður Árni Sigurðsson. Báðir vega þeir salt milli sýnar og ímyndunar, en hver með sínum hætti; reyna þannig skipulega á hugmyndir okkar um endimörk þessara tveggja fyrirbæra. Jón Bergmann Kjartansson kemur hér líka sem ferskur andblær með uppgjör sitt við pólana tvo í óhlutbundnu listinni, strangfletina og ljóðrænuna, en framkvæmdin sjálf ber keim af uppákomum síð- ustu ára. Um leið leggur hann áherslu á að mynd- flöturinn sé fyrst og fremst hlutur. Það er sem sagt erfitt að ræða svona sýningu út frá einhverjum samnefnara sem ekki er fyrir hendi á henni; því vill umfjöllunin verða nokkuð slitrótt. En ekki fer á milli mála að nýrri málarakynslóð vex óðfluga fiskur um hrygg. Aðalsteinn Ingólfsson Gullni pensillinn er á Kjarvalsstööum til 24. mars. Safniö er opiö daglega kl. 10-17 og til kl. 19 á miðvikudögum. Fyrir unga sem aldna Úr Bláa hnettinum Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hefur verið vinsælt lesefni á ís- lenskum heimilum undanfarna mánuöi og af viöbrögöum frumsýningargesta í Þjóð- leikhúsinu í gær að dæma mun leikritiö ekki njóta minni vinsæida. Hvaða barn dreymir ekki um að geta flogið og skemmt sér frá morgni til kvölds? Þetta veit hann Gleði-Glaumur Geimmundsson, geimryksugufarandsölumaður, sem ryðst inn í líf villibamanna í Bláa hnettinum einn góðan veður- dag. Gleði-Glaumur er ótrúlega flinkur sölumaður og þó börnin séu fullkomlega hamingjusöm og sæl með lífxð tekst honum brátt að sannfæra þau um að þau geti ekki verið án allra töfralausnanna sem hann selur þeim fyrir æsku þeirra. Fiðrildaduftið, teflon-húð- in og það frábæra snjallræði að negla sólina fásta yfir eyjunni þeirra gerir það að verkum að líf- ið verður stanslaus skemmtun og það er ekki fyrr en Brimir og Hulda lenda óvart í myrkrinu hin- um megin á hnettinum að efa- semdir um réttmæti alls þessa fara að gera vart við sig. Þau Hulda og Brimir fá það erfiða hlutverk að koma hinum börnunum í skilning um að það sé ekki réttlátt að þau sitji ein að sólinni en verður lítið ágengt fyrr en þeim tekst að fá Gleði-Glaum á sitt band með því að beita hann sömu brögðum og hann hafði notað á þau. Ævintýraleg leikmynd Auðvitað fer allt vel og þegar leiknum lýkur eru börnin hamingjusöm sem fyrr en reynsl- unni ríkari. Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hefur verið vinsælt lesefni á ís- lenskum heimilum undanfama mánuði og af viðbrögðum frumsýningargesta f Þjóðleikhús- inu í gær að dæma mun leikritið ekki njóta minni vinsælda. Sagan sem er sögö á sviðinu er að vissu leyti einfaldari en sú sem bókin rekur, enda auðveldara aö gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn við lestur bókar en á leik- sýningu þar sem allt verður að virka raun- verulegt og trúverðugt. Og frumsýningargestir keyptu svo sannarlega töfraheiminn sem Þór- hallur Sigurðsson leikstjóri og samstarfsmenn hans hafa skapað. Ævintýraleg leikmynd Ax- els Hallkels er einfóld í grunninn en með sam- spili ljósa, leiktjalda og tónlistar tekst að ná fram ótrúlegri fiölbreytni. Dýragervin eru ein- staklega vel heppnuð og augljóst að það þarf engar stórkostlegar brellur tO að fá lítil hjörtu til að slá hraðar eins og útfærslan á vindbörðu vargtrjánum og köngulónum sannaði hvað best. Tónlist múm fellur vel að efninu, á köfl- um fiörleg en drungaleg og dulúðug þegar það átti við. Saga stútfull af boöskap Það er fóngulegur hópur ungra leikara sem sér um að koma þessu ævintýri til skila til áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt verður Gleði-Glaumur, sem Kjartan Guðjónsson leikur, einna eftirminnileg- astur. Kjartani leið greini- lega vel í hlutverki þessa spjátrungs sem getur platað alla upp úr skónum en er ósköp mannlegur og hégóm- legur þegar á reynir. Það er kostur að ekki skuli reynt að gera hann ógnvænlegan í útliti því það er fyrst og fremst sannfæringarmáttur hans sem er hættulegur. í hlutverkum villibarnanna, dýra og annarra furðuvera eru bæði lærðir og ólærðir leikarar og gera allir vel. Atli Rafn Sigurðarson og Inga María Valdimarsdóttir leika Brimi og Huldu og eins og hinir leikararnir virkuðu þau afar eðlileg og afslöppuð. Reyndar var leik- hópurinn sérlega vel sam- stiOtur og óþarfi að tíunda frammistöðu hvers og eins. Ég get samt ekki stiflt mig um að nefna Bjarna Hauk Þórsson sem naut sin sérlega vel sem Óli spekingur auk þess sem hann var bráö- skemmtflegur í hlutverki bjarnarins. Það er trúin á mátt sögunnar og orðsins sem liggur þessari sýningu tO grundvaflar og i því felst líka styrkur hennar. Það er talað við börn- in án þess að tala niður til þeirra og þó sagan sé stútfull af boðskap er hún algerlega laus við pré- dikunartón. Blái hnötturinn er afbragðs skemmtun en vekur líka spurningar eins og öll góð leikrit. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviöi Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Tónllst: múm. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Björn Bergstelnn Guömundsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Leikstjórn: Þór- hallur Sigurðsson ____________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Hallgerður og Nanna verðlaunaðar Viðurkenning Hagþenkis árið 2000 var á fóstudaginn veitt HaOgerði Gísladóttur og Nönnu Rögnvaldardóttur „Fyrir merk og vönduð grundvaOarrit um matargerð og matargerð- arlist, þjóðlega og alþjóðlega." eins og skráð er á viðurkenn- ingarskjölin að þessu sinni. Rit HaOgerðar, íslensk matarhefð, kom út hjá hjá Máli og menningu í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands árið 1999. Rit Nönnu, Matarást, var gefið út af bókafor- laginu Iðunni árið 1998. Þetta er í fiórtánda sinn sem Hagþenk- ir - félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna, veitir viðurkenningu sína. Sér- stakt viðurkenningarráð, skipað fuOtrú- um ólíkra fræðigreina, er kosið til tveggja ára i senn og ákveður hver viður- kenninguna hlýtur. Viðtakandi fær við- urkenningarskjal og að þessu sinni skiptist fiárhæðin, sem nú er 500.000 kr„ milli höfimdanna. í greinargerð viðurkenningarráðsins er samning og útgáfa þessara rita talin tákna „ ... merkileg umskipti á mikfls- verðu menningarsviði". Þannig að . þjóðin hefur við upphaf nýrrar aldar að- gang að tveimur vönduðum yfirlitsritum um matarhætti, öðru um þjóðlega matar- hefð fyrr á tímum, hinu um mat og mat- argerð um veröld aOa“. Ennfremur segir að með framlagi sínu ryðji höfundamir mikOvægar brautir, veki vonir um frek- ari afrek á þessu sviði og vísi bæði áhugamönnum og faghópum á ótal spennandi leiðir um áður illfærar slóðir. La Bohéme Æfingar eru hafnar á ópemnni La Bohéme eftir Giacomo Puccini viö texta eftir Giuseppe Giacoso og Luigi IOica, en hún verður frumsýnd í ís- lensku óperunni þann 16. febrúar nk. Ráðgerðar eru 10 sýningar og lýkur þeim um miðjan mars. Hljómsveitar- stjóri er ungur Rússi, Tugan Sokhi- ev, en leikstjórinn Jamie Hayes er Breti. Islenska óper- an hefur líka fengið til liðs við sig unga söngvara sem flestir starfa er- lendis og gefst því tækifæri tfl að heyra í þeim á sviði Óperunnar í þessu meistaraverki Puccini. Með helstu hlutverk fara Kolbeinn J. KetOsson, Auður Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Viðar Gunnarsson, Hlín Pétursdóttir og Þóra Einarsdóttir. Listamenn í Listaháskólanum Robert DeO flytur fyrirlestur í Listahá- skóla íslands á Laugamesvegi 91 í dag kl.12.30 í stofu 021. Robert DeO er banda- rískur myndlistarmaður, sá sami og gerði vatnstrókinn sem stendur skammt frá Perlunni. I verkum sínum hefur hann lagt sig eftir að vinna með vatn, ljós og hita og samspil þessara frum- krafta. Um helgina opnaði hann einmitt sýningu í útiporti Hafnarhússins og stendur sú sýning í tvo mánuði. I fyrirlestrinum fiaOar Ro- bert DeO um eigin verk og viðhorf sín tfl myndlistar. Á miðvikudaginn kl. 12.30 verður haldinn annar fyrirlestur í LHÍ, að þessu sinni að Skipholti 1 í stofu 113. Richard Hutten er alþjóðlega þekkt- ur iðnhönnuður frá HoOandi. Hann rekur eigin hönnunarstofu í Rotter- dam og vinnur jafnframt með hinum þekkta hönnunarhópi Droogdesign. I verkum sínum leggur Richard Hutten áherslu á hvemig brúa má bflið miOi myndlistar og hönnunar. I fyrirlestr,- inum fiaOar hann um eigin verk og þá strauma sem uppi eru í iðnhönnun í heimalandi hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.