Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2001, Page 24
-+40
Tilvera
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2001
I>V
Ættfræöin er þjóöareign
- segir Oddur Helgason ættfræöingur sem vinnur aö skráningu allra íslendinga frá upphafi byggöar.
Oddur Helgason er einn ötulasti
ættfræöingur þjóðarinnar. Síöustu
árin hefur Oddur helgað ættfræð-
inni öllum sínum tíma og hefur
hann ásamt samstarfsmönnum sín-
um safnað á einn stað ótrúlega
miklum upplýsingum um ættir ís-
lendinga frá upphafi byggðar. Til-
veran heimsótti Odd á vistlega
vinnustofu hans í Vesturbænum.
„Markmið okkar er að safna upp-
lýsingum á einn stað og tengja sam-
an alla þá íslendinga og allt það fólk
sem tengist íslendingum. Það er
nauðsynlegt aö hugsa ættfræöina í
öldum, bæði fram og til baka, og það
getur vel hugsast að eftir kannski
200 ár langi fólk að kynna sér ættir
sínar. Þá kemur kannski í ljós að
það á ættir að rekja til útlanda en
við vinnum einnig markvisst að því
að safna upplýsingum um útlend-
inga sem búa hérlendis og vita um
sínar ættir. Þetta er auðvitað mikið
verk og verður aldrei unnið nema í
samvinnu við þjóðina," segir Odd-
ur.
' Bjartsýnn að eöllsfarl
Á vinnustofunni gefur að líta
mikið ættfræðibókasafn auk margs
konar gagna sem Oddur hefur viðað
að sér héðan og þaðan. „Grunnur-
inn er kominn í rúm 430 þúsund
nöfn en gögnin héma inni gera okk-
ur kleift að fara mun hærra. Það er
vel mögulegt að byggja ættfræði-
gmnn með yfir milljón íslendingum
og eru þá Vestur-íslendingar ekki
taldir með. Viö höfum safnað vönd-
Ættfræölngurinn við störf
Oddur Helgason segir ekki mögulegt
aö vinna aö ættfræöi nema í sam-
vinnu viö þjóöina.
uðum skrám yfir þá sem fluttu til
Vesturheims og erum auk þess með
skrár yfir núlifandi Vestur-íslend-
inga,“ segir Oddur.
Ættfræði er nákvæmnisverk og
þegar Oddur er inntur eftir því
hvort það sé vinnandi vegur að
ljúka svo viðamikilli skráningu
kveður hann engin vandkvæði á
því. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn
að eðlisfari og í sannleika sagt tel ég
víst að okkur muni takast þetta. Við
gerum þetta ekki hjálparlaust og
þurfum að láta styðja við bakið á
okkur.“
Útgáfa ættfræðigagna er ekki í bí-
gerð hjá Oddi og samstarfsmönnum
hans en með honum starfa ýmsir
ættfræöiáhugamenn og má þar
nefna Hálfdán Helgason og Gunnar
Atlason sem eru tengiliðir við V-Is-
lendinga. „Við stefnum ekki á slíkt
en ég sagði einhvem tíma að til-
gangurinn með grunninum væri
meöal annars að gera fólki kleift að
kynna sér ættir sínar á hóflegu
verði. Grunnurinn mun einnig nýt-
ast við gerð ábúendatala og
starfstala svo eitthvað sé nefnt,“
segir Oddur.
Samstarf vlð þjóðlna
Ættfræðin er langt frá því að vera
á undanhaldi og bendir Oddur á
vaxandi vinsældir ættarmóta víða
um land því til sönnunar, auk þess
sem gagnagrunnsmálið svokallaða
hefur einnig ýtt undir áhugann.
Ættfræðifyrirtæki Odds tengist
ekki gerð stóra gagnagrunnsins
enda kveðst hann hafa ýmislegt við
hann að athuga. „Menn verða alltaf
að vinna slfkan ættfræðigrunn í
samstarfi við landsmenn auk þess
sem gott samband við Persónu-
vemd, sem áður hét Tölvunefnd, er
ein af forsendum þess að slíkt tak-
ist. Hvort tveggja hefur okkur tekist
prýðilega hér. Það hefur alltaf verið
mín skoðun að það verði að búa til
tvo ættfræðigagnagrunna og byggja
þá þannig upp að þeir nýtist fyrir
tilætluð verk. Mér hefur alltaf þótt
skrýtið að erfðagreiningarfyrirtæki
séu að búa til ættfræðigrunn þegar
Hyundai Galloper Exeed
2,5 turbo diesel intercooler - 7 manna
hbimport.
be smart ehf
sími 699 5009
Argerð 9 /1998, ekinn 53 þkm.
5glra, ABShemlar,
rafdrifnar rúöur, samlæsingar,
álfelgur, upphitaöir útispeglar,
litað gler, dráttarkúla ofl.
Tilboðsverð
kr. 1.870.000,-
Bæjarlind 6, símí 554 6300
Opið vírka daga 10-18. Laugard. 10-1Ó, sunnud. 13-16.
Grúskað í ættfræði
Gunnar Atiason, Oddur og Theódór Ingólfsson ræöa málin á vinnustofu Odds.
DV-MYNDIR E.ÓL
til er i landinu erfðafræðilegur ætt-
fræðigrunnur, sem notaður hefur
verið til læknisfræðilegra rann-
sókna í fjömtíu ár. Af hverju er
hann ekki notaður í erfðafræðinni?
Ég get ekki séð rökin fyrir því að
erfðagreiningarfyrirtæki eigi aö
vera með ættfræðigrunn innanhúss
því þá er meira en lítið hætt við því
að dulkóðunin verði einskis nýt. Að
mínu viti á erfðafræðilegur ætt-
fræðigrunnur aldrei að fara fyrir
sjónir almennings," segir Oddur.
Sönn ættfræði er hugtak sem er
Oddi hugleikið og hann segir oft
misbrest á því hérlendis að menn
tileinki sér rétt vinnubrögð þegar
ættfræðin er annars vegar. „Menn
verða að átta sig á því að hin sanna
ættfræði felur í sér að menn nenni
að skoða hvem einasta blaðsnepil
og kanni hverja heimild til hlítar.
Ég fullyrði einnig að sá sem vinnur
sanna ættfræði hefur aldrei haft
neitt upp úr því utan skemmtunina
og ríkidæmið felst einvörðungu í
ánægjunni að loknu góðu dagsverki.
Mér hefur aldrei komið til hugar að
láta meta ættfræðisafn mitt til fjár
enda tel ég það ómetanlegt. Ef okk-
ur tekst hins vegar að gera þennan
grunn þá fer hann í eigu þjóðarinn-
ar og nú vantar ekkert nema smá-
aura til að klára þetta.“
Skemmtunln fólgin í grúskl
„Ættfræðin er og á að vera þjóð-
areign, rétt eins og fískurinn í sjón-
um. Ég er hins vegar reiðubúinn að
vinna með hverjum þeim sem vill
vinna ættræðina á þessum nótum
og ef allt gengur eftir stefnir í að við
verðum með einn mesta ættfræði-
banka þjóðarinnar hér á einum
stað.“
Töluvert hefur verið talað um að
ættfræðin verð sett á Netið og um
næstliðin áramót boðaði Friðrik
Skúlason og íslensk erfðagreining
hugmyndir um slíkt. „Það má setja
upplýsingar sambærilegar við það
sem er í þjóðskrá á Netið en það er
lykilatriði að fólkið í landinu vinni
sjálft við ættfræðina. Það má ekki
taka grúskið frá fólki - í því er
mesta skemmtunin fólgin," segir
Oddur Helgason og bætir við hann
vilji nota tækifærið og þakka þeim
sem hafa stutt við bakið á sér um
leið og hann hvetur fólk til aö senda
sér leiðréttingar og heimsækja
heimasiðu sína (simnet.is/org) á
Netinu. -aþ
Reynsluakstur rall-bíla
Ingvar Helgason hf. frumsýndi nýja
Subaru Impreza um helgina. Fjöldi
var þar saman kominn, enda stóð til
boða að reynsluaka gripunum. Ekki
er amalegt að finna lyktina af nýrri
bifreið og heyra ósnortið vélarhljóðið
en það er ekki öllum fært að endur-
nýja í hvert sinn sem fjölskyldubíll-
inn glatar þessum eiginleikum. Það
má hins vegar lengi láta sig dreyma.
Grínlstl og sölumaöur
Karl Ágúst Úlfsson leikari og Sigfús
Aöalsteinsson, sölumaöur hjá
Ingvari Helgasyni, spjölluöu saman
um bíla. Ekki fylgir sögunni hvort
Sigfúsi hafi tekist aö selja Karli nýj-
an Subaru.
Bílasmiöfr frá Japan
Herra Endo og herra Karakawa
komu alla leiö frá Subaru-fyrirtækinu
til aö kynna nýju Impreza bifreiöina.
í miöiö stendur Sigþór Bragason,
sölustjóri Ingvars Helgasonar.
f Mk. |§l, m M
' \
m re- \ L Xsin 'W J m- » * * A 4 ■ j ’ ' I f
* í % #
■*«*“*'
i'
A DV-MYNDIR INGÓ
Rall-liö Subaru
Arnar Valsson, Baldur Jónsson, Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson eru í rall-
liöi Subaru á íslandi.
«• f f •f 1
' f ?; *i
¥ ; Mj* r
-T i
/• > .
Glatt á hjalla
Guöný Úlfarsdóttir rall-kona, Kristín Siguröardóttir jeppakona, Kristín Björg Hermannsdóttir og Stefán Úlf- arsson frá Fjallasporti skemmtu sér
konunglega á frumsýningu Subaru
Impreza.
Helgi meöal kvenna
Helgi Ingvarsson var á köflum umvaflnn kvenfólki á frumsýningunni. Hér er
hann ásamt Sigríði Guömundsdóttur forstjóra, Sigríöi Gylfadóttur, eiginkonu
sinni, Elísabet Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra Bjargeyjar, og Sigríði Möller.