Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Stóra fíkniefnamálið í Hæstarétti: Einn sakfelldra heldur enn fram sakleysi sínu Áfrýjanir fimm manna, sem sak- felldir voru í sumar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fikni- efnasmygl til landsins, verða teknar fyrir í Hæstarétti i dag. Mennirnir fimm voru dæmdir í allt frá tveggja og hálfs árs fangelsisvist til sjö og hálfs árs vistar innan veggja Litla- Hrauns. Tíu aðrir voru sakfelldir í málinu sem var kallað Stóra fíkni- efnamálið þar sem það var stærsta fikniefnamál sem lögreglan haföi rannsakað fram að þeim tíma. Sak- borningar voru ákærðir fyrir að flytja inn gífurlegt magn fíkniefna yfir tvegga ára tímabil, 1997 til 1999. Efnunum smygluðu þeir til landsins í skipagámum en þrír hinna sakfelldu voru starfsmenn Samskipa. Þegar fikniefnin voru komin til landsins seldu mennimir efnin og eru sumir þeirra taldir hafa hagnast um tugi milljóna á eit- urlyfjabraski sínu. Gunnlaugur Ingibergsson, Sverr- ir Þór Gunnarsson, Valgarð Heiðar Kjartansson og Ingvar Árni Ingv- arsson viðurkenndu allir aðild sína að málinu en sögðu magnið mun minna og ferðirnar færri en þeir voru ákærðir fyrir. Tölur saksókn- ara voru byggðar á viðurkenning- um sakborninga við yfirheyrslur hjá lögreglu og dómara. Sem dæmi var Gunnlaugi gefið að sök aö hafa flutt inn 171 kíló af kannabis til Is- lands á tæpum tveimur árum en fyrir dómi sagðist Gunnlaugur ein- ungis hafa flutt inn um 25 kíló af kannabis á þessum tíma. Aðrir ákærðir neituðu einnig að magnið væri jafn mikið og ákæran á hend- ur þeim segir til um. Júlíus Kristófer Eggertsson er sá eini hinna sakfelldu sem hélt stöðugt fram sakleysi sínu í tveggja vikna aðalmeðferð málsins í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í sumar og gerir enn. Athygli vakti að Ólafur Ágúst Ægis- son, sem hlaut þyngstan dóm- inn, eða 9 ár í fangelsi og upptöku á rúmum fimm milljónum, undi sínum dómi, auk níu annarra sak- felldra í mál- inu. -SMK Afrýj % rýjanir fimm sakfelldra mann stóra fíkniefnamálinu teknar fyrir í Hæstarétti ma í % SverrirÞór Gunnarsson Ákæröur fyrir kaup og innfíutning á fíkniefnum sem ætluð voru til söludreifíngar hérlendis og sölu fíkniefna. 7 árog 6 mánuðir og upptaka á 21,4 milljónum króna Júlíus Kristófer Eggertsson Ákæröur fyrir kaup og innfíutning á fíkniefnum sem ætluö voru tll söludrelfíngar hérlendis og sölu fíkniefna. 5 árog 6 mánuðir og upptaka á 8 milljónum króna Gunnlaugur Ingibergsson Ákæröur fyrir innflutning og kaup á eituriyfjum. 4árog 6 mánuðir og upptáka á 11,9 milljónum króna Valgarð Heiðar Kjartansson Ákæröur fyrir kaup og sölu fíkniefna. 3 ár og upptaka á 245.000 krónum IngvarÁmi Ingvarsson Ákæröur fyrlr kaup á fíknlefnum í Bandaríkjunum og fíutning þelrra til landsins og fyrlr að hafa haft fíkniefnl í fórum sínum. 2 árog 6 mánuðir Fjórar ákeyrslur á naut- gripi í einum mánuði DV. SKAGAFIRÐI:_________________________ „Það voru fjórar ákeyrslur á naut- gripi í október sl. Það er algjörlega óásættanlegt að minu mati að naut- peningur skuli vera á vegunum en því miður virðist það fara í vöxt hér í Skagafirði," sagði Ingimar Jóhanns- son, umboðsmaður Sjóvár-Almennra á Sauðárkróki. Ingimar segir að ekki hafi orðið slys á fólki i þessum tilvik- um en langalvarlegasta óhappið hafi verið þeg£ir sjúkrabifreið með sjúk- ling á leið til Akureyrar lenti á naut- grip. Þar varð tjón á bílnum fyrir meira en eina milljón króna og mildi að fólk slapp ómeitt. Ingimar segir að ekki hafi verið um ákeyrslur á hross í héraðinu það sem af er vetri og hann telur að hrossaeigendur passi orðið betur gripi sína en áður þó alltaf sé eitt- hvað um að hross sleppi úr girðing- um, ekki síst þegar kominn er mikill snjór og girðingar séu á kafi. Mesta breytingin til bóta í þessu sambandi telur hann að hafi verið þegar sett var rafmagnsgirðing með fram þjóð- vegi eitt í Norðurárdal þannig að hrossin, sem í dalnum voru sumar- langt, komust ekki niður á þjóðveg- inn. í þessa girðingaframkvæmd var ráðist eftir viðræður lögreglu, sýslu- manns, landeigenda á þessu svæði og fúlltrúa tryggingafé- laganna. „En það sem ég vil leggja áherslu á er að sveitarfélögin fari að verða miklu harðari í eftirliti með viðhaldi girð- inga með fram veg- unum. Reglugerðin , Ingimar er fyrir hendi en það -lóhannsson. eru alltaf einhver dæmi um landeig- endur sem ekki sinna þessu viðhaldi sem skyldi. Það leiðir af sér að skepn- ur komast óhindrað á þjóðveginn. í slíkum tilfellum vil ég einfaldlega að sveitafélögin grípi inn í og hafi til þess fullt vald, rétt eins og þegar um vanfóðrun á búfé er að ræða,“ sagði Ingimar Jóhannsson. -ÖÞ Veðrið í kvöld___________ I Sólargangur og sjávarföli I Veðrið á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Austan- og norðaustanátt Austan og síöar noröaustan 8 til 13 m/s. Rigning eöa súld um austanvert landiö en skýjaö meö köflum og sums staðar skúrir um landið vestanvert. Hiti 3 til 8 stig. Sólariag í kvöld 16.50 16.17 Sólarupprás á morgun 10.28 10.29 Síödegísflóö 18.51 23.24 Árdegisflóö á morgun 07.09 11.42 Skýringar á veðurtáknum J^VINDATT 10V-HITI ö) -10° OWNDSTYRKÚR N,cboct ~• 1 nwtrum i suktindu ' HEIÐSKÍRT O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO f§!?S w Ö tí RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA •w w + ÉUAGANSUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Færð Færöin á landinu Samkvæmt upplýsingum frá Vegageröinni er greiöfært um alla helstu þjóövegi landsins. Hálka getur þó veriö á fjallvegum. Rigning eða súld austanlands Noröanátt 8 til 13 m/s og rigning eöa súld austanlands en skýjaö meö köflum og stöku skúr eöa él vestan til. Hiti 1 til 7 stig, svalast á Vestfjörðum. Föstuda Vindur: ( 8-13 m/*\ Hiti 0° til 4° Laugardá: Vindur; 5-8 Hiti 0' til 3' i® fii * Sunnuda Hiti 0' Norðan 8 tll 13 m/s og él noröanlands en skýjaö og sums staöar skúrir syöra. Vægt frost noröanlands en hitl annars 0 tll 4 stlg. Norðlæg átt, 5 tll 8 m/s, og dálítll él noröanlands en skýjaö meö kóflum sunnan tll. Hltl kringum frostmark. Breytileg átt og él á stöku staö. Fremur svalt í veöri. Ingunn AK 150: Yfir miðbaug á mánudag DV, AKRANESI:______________ Ingunn AK 150, nýjasta skipið í flota Haraldar Böðvarsson hf. á Akranesi, kom í Panama-skurðinn í gærkvöld. Hægt var að fylgjast með myndum af því þegar Ingunn kemur að skurðinum á vefnum, slóðin er http://www.pancanal.com/eng/phot o/camera-java.html. Þaö mun taka Ingunni um 11 klukkustundir að fara endanna á milli í skurðinum sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Panama-skurðurinn er 82 kílómetrar á lengd (51 sjómtla). Það er annars að frétta af ferðum skipsins að það fór yfir miðbaug á mánudag, í gærmorgun var það statt 150 sjómílur vestur af Kólombíu, hitastigið var 29° C, rakastig 73 og sjávarhiti hvorki meira né minna en 27° C. -DVÓ Vatnsf ells virk j un: Slasaðist á fæti Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann í gærkvöld sem slasast hafði við vinnu sína í Vatnsfellsvirkjun um fimmleytið í gærdag. Maðurinn var alvarlega slasaður á fæti og var þyrlan send af stað, ásamt sjúkrabíl og lækni frá Heilbrigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi. Vegna myrkurs og slæmra skilyrða var ákveðið aö þyrlan myndi lenda í Árnesi og var maðurinn fluttur þangað í sjúkra- bílnum. Starfsmenn þyrlunnar tóku svo við manninum og flugu með hann til Reykjavíkur, þar sem þyrlan lenti rétt fyrir klukkan 20. Lögreglan í Rangárvallasýslu fer með rannsókn slyssins. -SMK Akureyri: Þjófar með læstan skáp DV, AKUREYRI: Tveir þrítugir karlmenn sem stálu peningaskáp í Umferðarmið- stöðinni á Akureyri um helgina hafa fundist. Þeir játuöu einnig inn- brot í Endurvinnsluna og í íþrótta- húsið á Þelamörk. í Umferðarmiðstöðinni stálu þeir peningaskáp meö um 100 þúsund krónum í. Skápurinn er mjög þung- ur en mennirnir komu honum á vöruvagn og drógu svo skápinn á vagninum út úr húsinu og i geymslu í ööru húsi skammt frá. Þar höfðu þeir gert tilraunir til að opna skápinn en ekki tekist þegar rannsóknarlögreglan hafði hendur í hári þeirra. -gk Veöríö kl. 6 AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR skýjað 6 B0LUNGARVÍK alskýjaö 6 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. rigning 6 KEFLAVÍK skúrir 7 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK skúrir 5 STÓRHÖFÐI þokumóöa 7 BERGEN rigning 8 HELSINKI snjókoma -5 KAUPMANNAHÖFN rigning 3 ÓSLÓ alskýjaö O STOKKHÓLMUR frostrigning 1 ÞÓRSHÖFN rigning 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 2 ALGARVE skýjaö 16 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCELONA skýjaö 12 BERLÍN rigning 2 CHICAG0 heiöskírt -6 DUBLIN skýjaö 3 HAUFAX snjókoma 0 FRANKFURT rigning 7 HAMBORG rigning 6 JAN MAYEN alskýjaö 1 LONDON léttskýjaö 7 LÚXEMB0RG rigning 9 MALLORCA léttskýjaö 13 MONTREAL alskýjaö 0 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -16 NEWYORK léttskýjaö 0 ORLANDO heiðskírt 6 PARÍS skúrir 11 VÍN frostúöi -1 WASHINGTON þokumóöa -7 WINNIPEG heiöskírt -19 i:HririMii^mni!inirM'ióiii:i.-w.uiii.TO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.