Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 8
8
Viðskipti____________________________________________________________________
Umsjón: Viðskiptabia&iö
Síldarvinnslan hf. vinnur loðnu á Rússlandsmarkað:
Óvissa með verðþróunina
Ásbjörn H. Árnason, fram-
kvæmdastjóri hjá Síldarvinnsl-
unni hf. í Neskaupstað, segir loðn-
una sem berst að landi þessa dag-
ana vera stóra, fallega og lausa við
átu. Nær öll framleiðslan til þessa
hefur farið á Rússlandsmarkað en
óvissa er nú með verðþróunina.
„Það er ekki byrjað að frysta á
Japansmarkað, það getur hugsan-
lega orðið í byrjun febrúar. Tíðar-
farið hefur verið erfitt en við höf-
um þó náð að hafa hráefni fyrir
vinnsluna," segir Ásbjöm H. Árna-
son. „Við erum búnir að frysta eitt-
hvað á annað þúsund tonn.“
Hann segir nokkra óvissu með
sölumálin á næstunni. „Þetta er
spurning um hvað Norðmenn
fiska þegar þeir fara af stað. Verð-
ið á afurðunum byggist líka á því
hvemig Norðmönnum gengur við
veiðarnar."
Ásbjörn segir hluta þeirrar
loðnu sem búið er að vinna þegar
vera selda á Rússlandsmarkað.
Um 50% af þeirri loðnu sem tekin
er inn í vinnsluna fer í frystingu;
hitt er skilið frá og fer í bræðslu.
Af förmum veiðiskipanna, sem
geta verið um 1000 tonn, fara
kannski um 20-30% til frystingar.
Hjá Síldarvinnslunni er unnið á
tveim 11 klukkustunda vöktum á
sólarhring og starfa um 25 manns
á hvorri vakt þegar allt er talið.
Líf og fjör í loðnunni dvmvnd helgi
Um fimmtíu manns hafa atvinnu af loönufrystingu hjá Síldarvinnslunni.
Bræla var á miðunum í gær og Ásbjörn sagðist þó vonast til að hann orðaði það, svo skipin
komu því öll veiðiskipin í land. það færi að „dúra í þessu“, eins og kæmust á veiðar. -HKr.
Akranesi:
Breytingar á
yfirmannaliði
Sementsverks
miðjunnar
DV, AKRANESI:
Talsverðar breytingar eru fram
undan á yfirmannaliði Sements-
verksmiðjunnar á Akranesi. Ákveð-
ið hefur verið að Ketill Bjamason
taki við starfi Guðmundar Þórðar-
sonar, yfirverkstjóra framleiðslu,
þegar hann lætur af störfum 30.
júní. Ketill mun láta af störfum sem
yfirverkstjóri vélaverkstæðis 28.
febrúar og hefja störf með Guð-
mundi daginn eftir.
Smári Kristjánsson mun hefja
störf á vélaverkstæði sama dag og
jafnframt verða staögengill yfir-
verkstjóra framleiðslu frá sama
tíma. Ákveðið hefur verið að Böðv-
ar Bjömsson taki við starfi yfir-
verkstjóra vélaverkstæðis frá og
með 1. mars.
Björgvin Hagalínsson verður
staögengill yfirverkstjóra vélaverk-
stæðis frá sama tíma. Þá hefur ver-
ið ákveðið aö koma á fót fram-
leiðslubakvakt frá 1. mars og munu
framangreindir fjórir starfsmenn
sinna henni. Ákveðið hefur verið að
leggja niður starfsemi bílaverkstæð-
is fyrirtækisins á Akranesi ekki síð-
ar en um næstu mánaðamót. Fyrir-
hugað er að semja við bílaverkstæði
á Akranesi um nauðsynlega þjón-
ustu. Hlynur Eggertsson fer til
starfa á vélaverkstæði eftir þessa
breytingu. -DVÓ
Viðskiptaháskólinn á Bifröst:
Ný námsbraut
í viðskiptalögfræði?
Viðskiptaháskólinn á Bifröst hef-
ur sett á stofn sérstakan þróunar-
hóp til að kanna kosti þess að stofna
nýja námsbraut við háskólann á
sviði viðskiptalögfræði og að gera
tillögur um innihald þess náms,
reynist athugun jákvæð. Um er að
ræða 3 ára nám sem samþætti
stjómun, viðskipti og lögfræði með
það að markmiði að mennta stjóm-
endur með sérþekkingu á lagalegum
þáttum viðskipta og rekstrar fyrir
atvinnulíf og samfélag.
Slíkt nám er víða kennt við er-
lenda viðskiptaháskóla við mikla
aðsókn og þykir hafa gefist vel. Má
sem dæmi nefna Viðskiptaháskól-
ann i Kaupmannahöfn sem útskrif-
ar fólk með B.Sc.-gráðu í stjómun
og viðskiptalögfræöi eftir þriggja
ára nám. Það nám nýtur mikilla
vinsælda og er vel metið af dönsk-
um fyrirtækjum og atvinnulífi. Hóp-
inn skipa bæði fulltrúar háskólans
og aðilar úr atvinnulífinu en í hon-
um em: Runólfur Ágústsson, rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst,
Bjarki Diego, lögfræðingur hjá
Kaupþingi, Bjami Benediktsson,
lögmaður hjá Lex ehf., Inga Þöll
Þórgnýsdóttir, sjálfstætt starfandi
lögmaður, Magnús Árni Magnússon
hagfræðingur, Viðskiptaháskólan-
um á Bifröst, Ólafur Nilson, löggilt-
ur endurskoðandi hjá KPMG, og
Ólöf Nordal, lögfræðingur hjá Verð-
bréfaþingi.
Hópurinn á að skila frá sér full-
búnum tillögum til háskólastjómar
Viðskiptaháskólans á Bifröst fyrir
1. mars 2001 en miðað er við að
námið geti hafist næsta haust. í
stefnu háskólans, sem samþykkt
var síðastliðið sumar, kemur fram
að Viðskiptaháskólinn á Bifröst
stefnir að því að skapa nemendum
sínum samkeppnisyfirburði á
vinnumarkaði að námi loknu og að
hann vilji hafa frumkvæði að nýj-
ungum í kennsluháttum með tækni-
væðingu og skipulagi sem hentar
hraða samtímans. Jafnframt hefur
háskólinn skilgreint sig sem alhliða
viðskiptaháskóla og telur það hlut-
verk sitt að búa nemendur undir
ábyrgðar-, forystu- og stjórnunar-
störf í innlendu og alþjóðlegu sam-
keppnisumhverfi með framúrskar-
andi fræðslu, þekkingu og þjálfun.
Þróun þessarar nýju námsbrautar
tekur mið af þessari stefnumörkun
og er unnin samkvæmt henni.
-DVÓ
Smáauglýsingar
bækur, fyrirtæki, heildsala, hljóöfæri,
Internet, matsölustaöir, skemmtanir,
tónlist, tölvur, verslun, veröbréf,
vélar-verkfæri, útgerðarvörur,
landbúnaöur..markaÖStOrgÍÖ
Skoðaöu smáuglýsingarnar á vfslr.Ís 550 5000
MIDVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001
DV
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 2000 m.kr.
- Hlutabréf 238 m.kr.
- Húsbréf 1170 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Össur 114 m.kr.
Baugur 31 m.kr.
Íslandsbanki-FBA 21 m.kr.
MESTA HÆKKUN
] OÖssur 4,4%
; ©Marel 3,9%
] ©Bakkavör Group 1,9%
MESTA LÆKKUN
©MP-Bio 14,3%
©Íslandsbanki-FBA 1,5%
©Eimskip 1,4%
ÚRVALSVÍSITALAN 1238 stig
: - Breyting o 0,01%
Obreytt verðlag
i
Samræmd visitala neysluverðs í
EES-ríkjum var 107,5 stig í desember
siðastliðnum og var óbreytt frá nóv-
ember. Á sama tíma lækkaði sam-
ræmda vísitalan fyrir ísland um
0,1%. I frétt frá Hagstofunni segir að
frá desember 1999 til jafnlengdar árið
2000 hafi verðbólgan, mæld með sam-
ræmdri vísitölu neysluverðs, verið
2,3% að meðaltali í rikjum EES, 2,9%
í evru-ríkjum og 3,7% á íslandi.
Mesta verðbólga í Evrópu á þessu
tólf mánaða tímabili var á írlandi
4,6% og i Lúxemborg 4,3%. Verðbólg-
an var minnst, 0,9%, í Bretlandi og
1,3% í Svíþjóð.
Deutsche Telekom
undir væntingum
Deutsche Telekom, annað stærsta
fjarskiptafyrirtæki Evrópu, birti í gær
afkomutölur sem voru nokkuð undir
væntingum markaðsaðila. Samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri félagsins varð 7,4
milljarða evruhagnaður á árinu 2000
en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir
um 8 milljarða evruhagnaði.
Velta Deutsche Telekom á árinu
2000 nam alls 40,9 milljörðum evra sem
er 15% aukning frá árinu áður. Vöxt-
inn má þó að verulegu leyti rekja til
kaupa á öðrum fyrirtækjum. Talið er
líklegt að afkomufréttin muni hafa nei-
kvæð áhrif á gengi hlutabréfa
Deutsche Telekom þegar markaðir í
Evrópu verða opnaðir í dag.
Bandarískir hagvísar
sýna niöursveiflu
Sérstök vísitala, sem samsett er úr
helstu hagvísum Bandaríkjanna, féll
um 0,6% i desember, sem er meira en
flestir áttu von á. Síðustu tvo mánuð-
ina þar á undan lækkaði vísitalan um
0,4%. Vísistalan er reiknuð af The
Conference Board sem er hagrann-
sóknarfyrirtæki í New York og fylgjast
bandarískir hagspekingar grannt með
vísitölunni. Að mati The Conference
Board er þróun vísitölunnar nú á þann
veg að ætla megi að bandaríska hag-
kerfið sé á mörkum þess að fara inn í
kreppu en að of snemmt sé að fúllyrða
að kreppa sé fram undan. Vísitalan
hefúr nú lækkað þijá mánuði i röð og
er 3,2% lægri en hún var þegar hún
náði hámarki síðla árs 1999.
KAUP SALA
B>ollar 85,790 86,230
Ssl’uml 125,650 126,290
{[' Kan. dollar 56,790 57,150
S m Pönak kr. 10,7190 10,7780
l"4'i'Norsk kr 9,7020 9,7560
jJT ySænsk kr. 8,9710 9,0200
8ÖI- mark 13,4524 13,5332
| Fra. franki 12,1935 12,2668
r_Bolg. franki 1,9828 1,9947
Sviss. franki 52,3000 52,5900 :
. Holl. gyllini 36,2952 36,5133
! Þýskt mark 40,8952 41,1409
Jj fh. líra 0,04131 0,04156
HCAust. sch. 5,8127 5,8476
ÍT Port.oscudo 0,3990 0,4014
þ£_Spá. peseti 0,4807 0,4836
;[jniap.yen 0,73170 0,73610
| irsktpund 101,558 102,169
SDR 111,1500 111,8200
79,9841 80,4647