Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001
11
Útlönd
George W. Bush
Bandaríkjaforseti brosti þegar hann
kynnti menntamálatillögur sínar.
Umbætur í
menntamálum
fyrstar á dagskrá
Georges W. Bush
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hefur lagt tillögur um umbætur
í menntamálum fyrir bandaríska
þingið þar sem meðal annars er gert
ráð fyrir að samband verði milli
íjárveitinga til skólanna og frammi-
stöðu nemendanna. Þá eru í tillög-
unum umdeildar þjónustuávísanir
sem foreldrar geta ráðstafað til
menntunar barna sinna.
„Við verðum að einbeita okkur að
því að eyða skattfénu í hluti sem
virka,“ sagði Bush í gær þegar hann
skýrði frá tillögum sínum. „Of oft
höfum við eytt fé án þess að hugsa
nokkuð um árangurinn, án þess að
dæma hvort vel eða illa hafi tekist
til frá ári til árs.“
Bush leggur meðal annars til að
böm í 3. til 8. bekk verði prófuð í
lestri og reikningi á hverju ári.
Skólar og fræðsluumdæmi þar sem
árangurinn batnar geta þá átt von á
umbun fyrir vel unnin störf en hin-
ir yrðu að súpa seyðið af slælegri
frammistöðu.
Bæjarlínd 6, sími 554 6300
Opið virka daga 10-18. Laugard. 10-16, sunnud. 13-16.
Konubrjóst eru
ekki vinnutæki
Konubrjóst eru ekki vinnutæki,
jafnvel þó um nektardansmey sé að
ræða. Þetta úrskurðaði yfirskatta-
nefnd í Danmörku í gær. Skattayfir-
völd í heimabæ Liu Damén höfðu
heimilað henni að draga um 200
þúsund íslenskra króna frá skatti
vegna brjóstastækkunar. Brjóstin
lét hún stækka til að verða glæsi-
legri viö starf sitt.
Utför Kabila
Þúsundir syrgjenda og leiötogar nokkurra Afríkuríkja voru í gær viö útför Laurents Kabiia Kongóforseta sem var myrtur
í síöustu viku. Sonur Kabila, Joseph, veröur settur í embætti forseta í dag.
Þýskalandskanslari enn til varnar utanríkisráðherra sínum:
Fischer neitar að hafa
hýst hryöjuverkakonu
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, þurfti enn einu
sinni að gera grein fyrir atburðum
úr umdeildri fortíð sinni í gær.
Fischer, sem hafði vísað á bug
fregnum fjölmiöla um að hann hefði
eitt sinn skotið skjólshúsi yfir fé-
laga í skæruliðasamtökunum sem
kennd eru við Baader-Meinhof, hef-
ur nú viðurkennt að hafa hugsan-
lega dvalið í sama húsi og hryðju-
verkakonan Margit Schiller í
Frankfurt á áttunda áratugnum og
að hann kynni að hafa hitt hana.
Hann þrætti þó áfram fyrir að hafa
aöstoðað hana á nokkum hátt.
Fischer hefur aldrei farið leynt
með það að hann tók þátt í hreyf-
ingu róttækra námsmanna á átt-
unda áratugnum. Nýlega var mjög
hart sótt að Fischer vegna upp-
ljóstrana um þátt hans í götuóeirö-
um og slagsmálum við lögreglu á
áttunda áratugnum. Stjórnarand-
stæðingar hafa krafist afsagnar ut-
Fischer og Schröder
Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur enn á ný þurft aö gera
grein fyrir fortíö sinni vegna frétta fjölmiöla. Gerhard Schröder kanslari kom
til hjálpar ráöherra sínum í gær vegna síöustu uppljóstrananna.
anríkisráðherrans og segja hann
ekki veröugan fulltrúa Þýskalands.
Gerhard Schröder kanslari veit
hins vegar sem er að það er Joschka
Fischer sem heldur stjórn græn-
ingja og jafnaðarmanna saman,
enda Fischer vinsælasti stjórnmála-
maður Þýskalands. Kanslarinn tók
því enn einu sinni upp hanskann
fyrir utanrikisráðherra sinn í gær
og vísaði árásunum á hann á bug,
svo og árásunum á annan ráðherra
græningja, umhverfisráðherrann
Júrgen Trittin. Sá hefur þegar
beðist afsökunar á þætti sínum í
birtingu dreiflbréfs námsmanna þar
sem lýst var ánægju með morðið á
saksóknaranum Siegfried Buback
árið 1977. Vinstrisinnaðir hryðju-
verkamenn voru þar að verki.
„Báðir ráðherrarnir eru fyrir
löngu búnir að segja allt sem segja
þarf um þetta,“ sagði Schröder sem
sjálfur var harðlínumarxisti sem
námsmaður á áttunda áratugnum.
Nyr oliuleki ur skipinu
við Galapagoseyjar
Meiri olía streymdi í hafið viö
Galapagoseyjar í gær vegna nýs
leka í olíuflutningaskipinu Jessica
sem strandaði við eyjamar i síðustu
viku. Umhverfisráðherra Ekvadors,
Rodolfo Rendon, greindi frá þessu í
gær.
Yfirvöld í Frakklandi, Þýska-
landi, Bretlandi auk Evrópusam-
bandsins hafa lofað aðstoð við bar-
áttuna gegn olíunni sem ógnar hinu
viðkvæma vistkerfi við eyjarnar.
Alls hafa yfir 700 þúsund lítrar olíu
runnið úr skipinu. Tekist hefur að
dæla 65 þúsund lítrum yfir í önnur
skip en verkið hefur tekið lengri
tima en gert var ráð fyrir vegna
þess hversu vont hefur verið í sjó-
inn. í skipinu var 1,1 milljón lítra af
olíu.
Frakkar, Þjóðverjar og Evrópu-
sambandið ætla að senda sérfræð-
Æ
Pelíkana bjargað
Líffræöingar meö pelíkana á leiö í
þvott. Fuglinn er útataöur í olíu.
inga á svæðið og aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bretlands, Peter Hain, lof-
aði í gær um 7 milljónum króna í
fjárhagsaðstoð.
Áður en olía tók að streyma úr
skipinu á ný í gær hafði ástandið
batnað nokkuð. Olían hafði borist
burt að miklu leyti með sterkum
straumum. „Straumarnir eru hins
vegar óútreiknanlegir og vindáttin
getur breyst," sagði umhverfisráð-
herra Ekvadors.
Alfredo Negrete, talsmaður for-
seta Ekvadors, Gustavo Noboa,
sagði í gær að bera mætti olíulek-
ann saman við jarðskjálfta. Neyðar-
ástandi var lýst yfir á Galapagoseyj-
um á mánudaginn. Landstjóri eyj-
anna, Fabian Parra, sagði að hefðu
menn haft réttan búnað hefði mátt
koma í veg fyrir að skaðinn yrði
jafn mikill og raun bar vitni.
1. vinningur: Jóladraumur Charles Dickens
Helena Svava Hjaltadóttir Sólvallagötu 44 230Keflavík 12738
2. vinningur: Barnanna hátíð blíð
ReynirBerg Efstahraun26 240Grindavík 16086
3. vinningur: Jólin koma, Jóhannes úr Kötlum
Telma Amarsdóttir Suðurengi35 800 Selfoss 13034
Þökkum þátttökuna!!