Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 Skoðun r>V Spurning dagsíns Ertu búin/n að fara á útsöiur? Helga Sveinbjörnsdóttir nemi: Já, ég hefgaman af því aö versla. Þór Jónsson nemi: Nei, hef ekki tíma. Þórir Ólafsson nemi: Ekki enn þá, óþarfi aö stressa sig. Dagfari Pósturinn fyrr og nú Fyrrv. póstmaöur skrifar: Stuttu eftir að íslandspóstur varð til var hafist handa við að losa sig við þrautþjálfaðan og frábæran yfir- mann. - Mánudag einn mætir sá ágæti maður til vinnu en skrifstofa hans var horfin og stuttu síðar er honum boðinn starfslokasamningur sem hann þáði. Síðan hafa þeir ver- ið að týna tölunni, starfsmennimir, einn eftir annan, starfsmenn sem höfðu mikla þekkingu og starfs- reynslu á öllum sviðum. Sem dæmi má nefna að einn yfir- maður flokkunardeildar var rekinn vegna þess að hann mótmælti ein- um af nýju yfirmönnunum. Stuttu síðar voru hinir yfirmenn flokkun- ardeildarinnar færðir til í störf sem byrjendur hefðu síðan tekið að sér. „Að hafa lokað á Þorláks- messu og aðfangadag jóla á öllum pósthúsunum var forkastanleg ákvörðun. Á öllum flokkunardeildum var mikið að gera, svo og hjá bréfberum, þótt vera megi að á skrifstofunni sjálfri hafi verið rólegt. “ Báðir góðir yfirmenn sem gjör- þekktu alla starfsemina. Svo hafa aðrir yfirmenn verið látnir hætta hver af öörum með starfslokasamn- ingi sem þeir eru neyddir til að samþykkja. Einn hinna nýju yfir- manna lýsti því yfir að vægi póst- húsa væri sífellt að minnka sem er auðvitað bull og þvaður. Pósthúsin eru hornsteinn að allri starfsem- inni. Að hafa lokað á Þoriáksmessu og á aðfangadag jóla á öllum póst- húsunum var forkastanleg ákvörð- un. Á öllum flokkunardeildum var mikið að gera, svo og hjá bréfber- um, þótt vera megi að á skrifstof- unni sjálfri hafi verið rólegt. Það eru mikil viðbrigöi frá því Matthías Guðmundsson var póst- meistari og síðar Björn Björnsson með yfirmenn á borð við Sigurð Ingason og Árna Þór Jónsson. Allt frábærir og góðir menn. Þeir hlúðu að starfsfólki, sér í lagi eldri starfs- mönnum (oft komnum á aidur), og buðu þeim að vinna í timavinnu frá kl. 16-19. - Já, það er sannarlega af sem áður var á Póstinum. Anna Lilja Gunnarsdóttir nemi: Já, keypti mér skyrtu og bindi. Á fréttastofu Stöðvar 2 Meiri fréttir af landsbyggöinni en á ríkissjónvarpinu, aö mati bréfritara. Sjónvarpsfréttir af landsbyggðinni Garðar Haröar frá Stöövarfiröi skrifar: Gamall félagi minn, PáU Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður á DV, skrif- ar fjölmiðlagagnrýni föstudaginn 19. janúar sl„ undir yfirskriftinni „Þekktu landið þitt“. í grein sini fjallar Páll um mun á fagmennsku Sjónvarpsins RÚV annars vegar og Stöðvar 2 hins vegar. Nú finnst mér skylt að taka fram að ég er ekki áskrifandi að Stöð 2, og hef aldrei verið, en fylgist jafnan með fréttum beggja stöðvanna. Páll leggur áherslu á hve Sjónvarpið fjalli miklum mun meira og betur um landsbyggðina en Stöð 2 , sem helst sýni gamlar myndir af atburð- um sem á landsbyggðinni gerast. Það eru orðin nokkur árin síðan við félagarnir bjuggum í sama húsi á litlum stað á landsbyggðinni, en þá var jafnan sama efni i sjónvörp- „Nú finnst mér þetta vera orðið eitthvað öðruvísi, allavega þá hef ég eins og margir aðrir landsbyggða- menn tekið sérstaklega eftir því hversu Stöð 2 sýnir miklu fleiri fréttir af téðri landsbyggð heldur en RÚV Sjónvarp ..." um okkar beggja, svarthvítum að visu. Nú fmnst mér þetta vera orðið eitthvað öðruvisi, allavega þá hef ég eins og margir aðrir landsbyggða- menn tekið sérstaklega eftir því hversu Stöð 2 sýnir miklu fleiri fréttir af téðri landsbyggð heldur en RÚV Sjónvarp, sem ætti sem ríkis- rekin stofnun að sinna öllum lands- mönnum jafnt. Gamall kunningi minn, sem var fréttaritari RÚV Sjónvarps hér í eina tíð, sagði mér, þegar ég spurði hann hvers vegna ekki kæmu fleiri fréttir af tilteknum landshluta en raun var, að hann væri alveg hætt- ur að fara og mynda og taka viðtöl fyrir Sjónvarpið, án þess að spyrja viökomandi yfirvöid fyrst hvort áhugi væri á fréttinni. Hann hafði nefnilega rekið sig á að hafa ferðast hundruð kílómetra til fréttaöflunar, sem aldrei komust í fréttir RÚV Sjónvarps. Á Stöð 2 virðist mér hins vegar fréttin vera aöalatriðið en ekki hvort áhugamaður tók myndirnar eða ekki. Vonandi fórum við Palli að hafa sama sjónvarpsefnið fyrir augunum á báðum stöðvum í kom- andi framtíð. Elíza Sverrisdóttir nemi: Nei. Rut Þorsteinsdóttir nemi: Nei, mér finnst leiöinlegt aö fara í búöir. Einar Ben. og Kári Stef. Dagfari hefur nú loks lokið lestri á þremur hnausþykkum bindum af ævisögu Einars Bene- diktssonar og er sem þrumu lostinn. Þvíiíkur reyfari! Hvílíkt ævintýri! Að æviskeið eins manns skuli hafa tekið á sig allar þær myndir sem lýst er í ævisögu þjóðskáldsins gerir líf Dagfara helst til hversdagslegt. Eiginlega skammast hann sín fyrir að hafa fæðst. Og þó. Einar Ben. beitti persónutöfrum sínum í við- skiptum við auðmenn viða um heim og náði trausti þeirra með augnaráðið eitt að vopni. Eftir- leikurinn var svo annað mál og stundum flóknari. Þegar ekkert gekk að selja fossa var byrjaö að grafa eftir gulli í Mosfellssveit og peningamir streymdu í vasa Einars. Svo ekki söguna meir. Dagfari er á því að menn eins og Einar Ben. komi fram einu sinni á öld. í dag er það Kári Stef. sem er að skrifa fjármálareyfara framtíðarinnar með umsvifum sínum vestan hafs og austan - líkt og Einar Ben. Með persónutöfrum sínum og sann- færingarkrafti hefur Kári Stef. sannfært þúsundir um að ráð sé aö leggja sparifé og ekki síður lánsfé í erfðagreiningu sem eigi eftir að skila þúsundföldum hagnaði áður en langt um líöur. Þessu lofaði Einar Ben. líka á sínum tíma og skipti þá engu hvort um var að ræða jámbrautir um Suðurland, virkjun fallvatnanna eða gullgröft í Mosfellssveit. Pening- Að œviskeið eins manns skuli hafa tekið á sig allar þœr myndir sem lýst er x ævisögu þjóðskáldsins gerir líf Dagfara helst til hversdagslegt. Eiginlega skammast hann sín fyrir að hafa fœðst. Og þó. arnir skiluðu sér bara aldrei en það var ekki Ein- ari Ben. að kenna. Þröngsýnir stjórnmálamenn og óvildarmenn brugðu fyrir hann fæti hvenær sem tækifæri gafst til og því fór sem fór. Einn sat hann eftir í Herdisarvík í hárri elli, rúinn vinum og fjár- munum og dó þar drottni sínum í fangi konunnar sem tilbað hann til síðustu stundar. Kári Stef. er enn í blóma lífsins og hefur sömu starfsorku og Einar Ben. þegar hann hreiðraði um sig á Palads-hótelinu við Ráðhústorgið í Kaup- mannahöfn og gerði díla út og suður. Öfundar- og óvildarmenn Kára Stef. eru þegar farnir að naga hann líkt og Einar Ben. hér áður og viðbrögðin eru þau sömu hjá báðum. Einar Ben. hellti sér yfir andstæðinga sína í ræðu og riti og stóð þá vart steinn yfir steini. Kári Stef. rífur kjaft á fundum með fjárfestum sínum, segir bankastjóra ekki hafa unnið heimavinnuna sina og stjómmálamenn ekki skilja tækifæri framtíðarinnar. Enn er til nóg af peningum líkt og var hjá Einari Ben. þegar hann var á sama aldri og Kári Stef. er nú. En skyldi fara eins fyrir Kára og Einari á 65 ára afmælinu þegar þjóðskáldið fékk aðeins 12 heillaóskaskeyti - þar af fjögur frá hálfvitum? Kári Stef. á enn 13 ár i þau tímamót og Herdísarvíkin er á sínum stað ef allt fer á sama veg og fyrrum. Dagfari tekur ofan fyrir Einari Ben. og óskar Kára Stef. farsældar í framtíðinni. Þvílikir reyfar- ar! Hvílík ævintýri! ^ ^ , Yfirfull bílastæöi viö Landsspítalann Flutningur Hringbrautar næsta skrefíö? Færið Hringbrautina Jóhann Sigurðsson skrifar: Það er orðið áskipað á bilastæðun- um við Ríkisspítalann við Hring- brautina (Landspítalann og aðrar deildir hans). Raunar er ekki hægt að koma þangað akandi eftir að vinna hefst á morgnana vegna þess að það em engin bílastæðí fyrir aðkomufólk sem kemur akandi á eigin bOum. Löngu er búið að ákveða að færa Hringbrautina þannig að hún liggi fram hjá Öskjuhlíðinni og svo áfram. Nú verður varla beðið mikið lengur með þessa framkvæmd og er reyndar komin fram yfir öll tímamörk vegna álags. Ég skora því á borgaryfirvöld að heQa nú þegar flutning á Hring- brautinni. Þú fagra rósin mín Ágústa skrifar: í lesendadálki DV fyrir jólin talaði Elín Guðjónsdóttir um eitraða jólarós á borðum, hættulegri en að anda að sér reyk, var sagt. Mynd fylgdi pistlinum af jólastjörnu (Euphorbia pulchernina). Jólastjörn- ur eru með stór og fógur háblöð í rauðum, bleikum eða hvítum lit og geta haldið lit í allt að hálft ár. Ekki er hún baneitruð en varast ber að láta mjólkina úr henni koma nálægt augum. Jólastjarna er komin frá Kúbu og er vinsæl á Kanaríeyjum. En jólarós (Hellebore niger, Christmas rose) og páskarós (Helle- bore abehasicus) er aiit önnur Eila og lítið í ræktun hér. Helleborus er af sóleyjarætt og eru þær allar eitraðar. Sverrir og óbermið Sigurjón Jónsson skrifar: í umræðunni á Alþingi um hið nýja frumvarp rík- isstjórnarinnar um öryrkjamálið kall- aði Sverrir Her- mannsson frum- varpið „óbermi". Orðið kannaðist ég við en hafði ekki heyrt það áratugum saman og því vakti það athygli mína. Nú segja mér fróðir menn að Sverrir Hermannsson mun vera mestur ís- lenskumaður á Alþingi þessa stund- ina og þarfnast máifar hans engra leiðréttinga. En orðinu fletti ég upp í Blöndalsorðabók og þar er það þýtt á dönsku með orðinu „vantrivning". Er ég fletti því orði upp í dansk-íslenskri orðabók sá ég að þar er það þýtt með orðinu „afstyrmi". Fróðlegt væri að heyra frá lærðum mönnum eða leik- um, hvað þeim finnst um óbermi og/eða afstyrmi. Pólitík og póker J. Stuart hringdi: Það er ekki ofsögum sagt af pólitík- inni í ykkur íslendingum en skemmtileg er hún á að hlýða þegar ykkur tekst vel upp. En þið vanmetið Ameríkana þegar þið segið að þeir hafi ekki vit á stjómmálum og taki varla þátt í kosningum. Bandaríkja- menn segja gjaman þegar minnst er á stjórnmál við þá: „politics and poker“ (eða pólítík og póker) og segja þetta tvennt fara saman, enda ráði kjósend- ur engu hvort eð er. Þetta ættuð þið, íslendingar, eins ákafir um stjómmál og þið eruð, að ihuga. Ráðið þið nokkru þegar allt kemur tii alls? Sverrir Hermannsson alþm. Læröur er í lyndi giaöur... wszasmE Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.