Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 35 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Abstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Forseti og neitunarváld Margrét Frímannsdóttir, varaformaður Samfylking- arinnar, hefur hvatt forseta íslands til að íhuga að beita neitunarvaldi þegar öryrkjafrumvarpið svokallaða, sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gærkvöldi verða lögð fyrir hann til staðfestingar. Garðar Sverrisson, for- maður Öryrkjabandalagsins, hefur tekið í sama streng en í blaðaviðtali í gær sagði hann: „Það liggur í hlutar- ins eðli að forseti íslands hugsi sig vel um og ígrundi af fullri ábyrgð ef og þá þegar honum verður sent þetta til undirskriftar.“ Andstæðingar ríkisstjórnarinnar vinna þannig skipu- lega að því að draga forseta inn í dægurþras stjórnmála- umræðunnar. Raunar ganga sumir svo langt að ekki er hægt að líta öðruvísi á en svo að verið sé að stilla for- setanum upp við vegg í deilumáli sem Alþingi og ef vill dómstólar eiga að leysa. Að minnsta kosti þrisvar sinnum áður hefur opinber- lega verið reynt að beita forseta íslands þrýstingi til að beita neitunarvaldi og vísa umdeildum lagasetningum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn forseti hefur talið slíkt fært. Árið 1946 komst Sveinn Björnsson að því að stjórnar- skráin gerði ekki ráð fyrir slíkum afskiptum forseta af störfum Alþingis. Ásgeir Ásgeirsson var sömu skoðun- ar tuttugu árum síðar þegar forráðamenn Alþýðubanda- lagsins reyndu að koma í veg fyrir að samningur um ál- ver í Straumsvík yrði að veruleika. Árið 1993 var reynt að sannfæra Vigdísi Finnbogadóttur um að neita undir- ritun á lögum um þátttöku íslands í Evrópska efnahags- svæðinu. Líkt og fyrirrennarar hennar komst hún að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki sæmandi og í yfir- lýsingu á ríkisráðsfundi sagði þáverandi forseti orðrétt: „Glöggt vitni um það eðli embættisins er að enginn for- seti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi, sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti.“ Ótrúlegt er að Ólafur Ragnar Grímsson láti undan þeim þrýstingi sem hann er beittur, enda slíkt aðeins merki um undarlega dómgreind. Til þess að neita að undirrita lög og skjóta þeim til þjóðar verður forseti að vera efnislega á móti málinu og um leið að vera reiðu- búinn að taka þátt í opinberum umræðum. í þeim um- ræðum gilda reglur stjórnmálabaráttunnar og þar með verður búið í eitt skipti fyrir öll að gjörbreyta embætti forseta íslands. Ákvæði um neitunarvald forseta er aðeins leifar af úreltu valdi konungs og gengur gegn öllum reglum og hugmyndum um þingræði. Hins vegar vekja umræð- urnar um neitunarvald húsbóndans á Bessastöðum enn og aftur upp efasemdir um tilgang forsetaembættisins, eins og bent hefur verið á hér á þessum stað áður. í leið- ara í júlí síðastliðnum sagði meðal annars: „Hugmynd- in að baki embætti forsetans er andstæð þjóðareðli ís- lendinga þar sem allir eru jafnir og engir eiga að vera jafnari en aðrir. Sem betur fer eiga flestir erfitt með að sætta sig við tildur og prjál við æðstu stjórn ríkisins. Sá hégómi sem fylgir embætti þjóðhöfðingja þjónar engum tilgangi öðrum en að skemmta fáeinum útvöldum. Slíkt eiga íslendingar ekki auðvelt með að sætta sig við ... Staðreyndin er sú að íslendingar þurfa ekki á forseta- embættinu að halda - það er sóun á fjármunum að halda úti óþörfu embætti.“ Óli Björn Kárason DV Skoðun Ofdramb, glópska, misferli Þróun mála í íslenskum stjórnmálum undanfarnar vikur minnir um margt á lokaþáttinn i grískum harmleik (tragedíu) enda er þar að finna ef vel er að gáð flest grundvallaratriði þessa leikforms. í hlutverki hinnar tragísku hetju er enginn annar en forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, og kórinn er íslenska þjóðin sem í skoðanakönnunum hefur kveðið upp sinn dóm yfir gerðum hans. Hingað til hefur framgangur for- sætisráðherra verið likur ferli Tantalosar sem var vinur guðanna og sat veislur þeirra, hvorum tveggja gekk allt í haginn. En líkt og Tanta- los fylltist forsætisráðherra ofdrambi (hybris) og setti sig jafnfætis guðun- um, ofar lögum og siðgæði. í harm- leikjunum er það jafnan svo að þeg- ar hetjan hefur fyllst ofdrambi þá fremur hún, oft í æði eða af hefnigirni, illan verknað, glópsku (ate). Kreon konungur í Þebu forbauð að láta grafa Pólíneikes sem risið hafði Gudmundur J. Guðmundsson sagnfræöingur gegn borg sinni og ofbauð með því siðferðiskennd Þebverja rétt eins og for- sætisráðherra hefur of- boðið siðferðisvitund ís- lendinga með framgöngu sinni í málum öryrkja. Og forsætisráðherra ferst líkt og Sýsifosi sem með brögðum reyndi að flýja örlög sín í undirheimum þangað sem guðimir höfðu sent hann fyrir at- _____ hæfi sitt. Á sama hátt reynir for- sætisráðherra með lagakrókum að sneiða hjá dómsúrskurði sem er honum ekki að skapi. En hvernig sem mannskepnan reynir flýr eng- inn örlög sín, þótt þeim Sýsifosi og forsætisráðherra hafi tekist að seinka framgangi þeirra um stund. Rétt eins og Kreon konung- ur Þebverja stendur forsætisráð- herra uppi rúinn trausti og afkró- aður á alla vegu vegna eigin glópsku. Misferlið er frjálshyggjan í grísku harmleikjunum er það „Á sama hátt reynir forsœtisráðherra með lagakrókum að sneiða hjá dómsúrskurði sem er honum ekki að skapi. En hvem- ig sem mannskepnan reynir flýr enginn örlög sín, þótt þeim Sýsifosi og forsœtisráðherra hafi tekist að seinka framgangi þeirra um stund. “ þó oftast svo að ofdramb hetj- unnar, glópska og meinleg ör- lög eru ekki henni sjálfri að kenna. Undir liggur misferlið (hamartía), nokkuð sem hetj- an ræður ekki við og hefur engin tök á, verk guðanna, refsinornanna eða örlaganna. Misferli forsætisráðherra er frjálshyggjan, sú stjórnmála- stefna sem hann játaðist ung- ur að árum og hefur fylgt í grundvallaratriðum æ síðan, stefna sem elur á misrétti, græðgi og öfund og veldur upplausn í mannlegu samfé- lagi hvar sem hún nær fót- festu. Sem betur fer eru Davíð Oddssyni ekki búin þau hörmuleg endalok sem jafnan bíða hetjunnar í grískum harmleik en það ætti ekki að koma neinum manni á óvart, ef svo fer fram sem horfir, þótt að fáum misserum liðnum sitji hann á fremsta bekk og fylgist með sinni eigin póli- tísku jarðarfor. Guðmundur J. Guðmunds- Kirkjan á komandi öld Sá merki fræðimaður, prófessor Hjalti Hugason, ritaöi nýlega hér í blaðið grein undir fyrirsögninni „Kirkja í kreppu". Niðurstaða hans var að kreppa kirkjunnar væri ekki séríslenskt fyrirbæri heldur samnor- rænt vandamál. Staða kirkjunnar er auðvitað í nánum tengslum við aldar- farið eða öllu heldur bresti aldarfars- ins. Hin háleitari gildi mannlífsins sem hvorki felast í fjármunum eða metorðum virðast á undanhaldi. Skammtímaávinningur í formi hins gyllta leirs verður keppikefli og leirugt gull þeirra sem boða hin sann- ari gildi verður ekki eftirsóknarvert. í heimi markaðsaflanna verður ávinn- ingur af hinum sönnu gildum eins og fugl í skógi en hinn fastari i hendi sem felur í sér stundlega afþreyingu. e'jflmAÚFL'íWS- Það virðist erfltt að stöðva sig, staldra við, gefa gaum að því hvers virði þetta allt er í raun og veru. Viðhorf neyslu- þjóðfélagsins kemur fram í flestu. Við göngum ótæpilega á óendurnýjanleg auðæfi og auðlindir jarðar. Án fyrir- hyggju um að skOa þessari jörð betri til þeirra sem á eftir koma. í síhraðari keppni eftir ánægju augnabliksins auka menn stöðugt mengun loft- hjúps og jarðar og tefla jafnvel í tvisýnu nálægri framtíð. Okkar minnstu bræður. Við gætum illa bróður okkar. Jafn- vel í rikustu velferðarríkjum býr hóp- ur fólks við sárustu fátækt, nær varla EINKAVÆÐUM EKKI nRUNARÞJÓNUST U að draga fram lífið. Þrátt fyrir eflingu velferðarrík- isins tekst ekki að hjálpa þessu fólki. Þetta fólk, oft útigangsfólk, er í hópum í Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi og raun- ar um aUa Evrópu. Þessir hópar eru ekki fiölmenn- ári en svo, að þeir hafa ekki afl í lýðræðinu, kosn- ingum, og ekkert stjórn- málaafl berst fyrir rétti þeirra. I bókinni íslenska leiðin, sem Trygginga- stofnun ríkisins stóð að ásamt Félags- vísindastofnun Háskólans, er sagt að fátækt sé meiri á íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og þar segir og að nái íslendingar að bæta stöðu Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur ini u\ 'AÖÁV AFNEMUM FÁTÆKTINA i hvíu'k aldraðir ERU ÚKA EOLK GRUNi F 1 AIIAi im lægri St átta áLOr, n TEKJUF UNT 100.001 iK m1 u á „í bókinni íslenska leiðin, sem Tryggingastofnun ríkisins stóð að ásamt Félagsvís- indastofnun Háskólans, er sagt að fátœkt sé meirí á íslandi en annars staðar á Norð- urlöndum og þar segir og að nái íslendingar að bæta stöðu þessa hóps verði vand- fundið land sem geti stært sig af betri lífskjörum. “ þessa hóps verði vandfundið land sem geti stært sig af betri lífskjörum. Sú saga er sögð, að Breznev, sem var alinn upp í verkamannafiöl- skyldu, hafi á valdastóli notið þess að eiga marga lúxusvagna og „dacha“, sumarhús að hætti keisara. Þegar hann bauð móður sinni í „dacha“ sinn og sýndi henni skrúðgarða, gyllta sali og fordyri, hafi gamla kon- an sagt: „Þetta er allt saman mjög fal- legt, Leonid minn. En hvað gerir þú ef kommúnistar komast tU valda?“ Lögin og siðfræðin Nóbelsverðlaunaskáldið Solchenitsyn skrifaði einhvern tíma í frægri heimsósómagrein er hann dvaldist á Vesturlöndum: „Ég kem frá hinum fátæku og lagalausu Sovétríkj- um þar sem kirkjan er bönnuð". Á Vesturlöndum eru aUir hlutir í góðu lagi ef þeir brjóta ekki lög. Lög eru reglur sem menn hafa sett sér en ná- ungakærleikur og siðferðisreglur vega lítið. Dansinn í kringum gufi- kálfinn heldur áfram þó sumir dansi Óla Skans, eitt áfram og þrjú aftur á bak. Kirkjan er vissulega í vanda í slíku umhverfi. Hún á erfitt með að taka afstöðu í mörgum stærstu sið- fræðilegu vandamálum nútímans. Getnaðarvarnir, fóstureyðingar, sam- kynhneigð, liknardauði o.s.frv. Æðstu gildi mannlífsins eru ein- föld og þau hafa ekki breyst í aldanna rás. En í hita leiksins, dansins, hafa þau horfið i skuggann. Rödd kirkj- unnar á að heyrast, hún á að vera sem borg á fialli sem fær ekki dulist. Einhvern tíma var sagt: „Sannlega segi ég yður, ef þessir þegðu myndu steinarnir tala.“ Guðmundur G. Þórarinsson Með og á móti tningi á fósturvísum til streitu? m/m B-M *-M Engin áhætta tekin Hætta ekki útilokuð j „Já, því það er ekki búið að taka endanlega ákvörð- ■HS? un um áframhald. Auðvitað verður þetta í einangrun í Hrísey í 6 til 8 ár þar til tekin verður ákvörðun um að setja þetta í land. Mér finnst engin áhætta tekin þó að þetta skref verði stigið. Þessi umræða hefur náttúr- lega hlaupið heldur skart á þennan væng að rifia upp þennan gjörning sem hefur verið svo mót- sagnakenndur. Það hefur komið því Oiafur Eggertssort s tórbóndi á Þorvaldseyri af stað að umræðan fer í þennan farveg. En eins og er hefur engin ákvörðun verið tekin. Það er hægt að hætta við til- raunina eftir nokkur ár þvi það verður ekki búið að færa þetta í land. Það eru 8 ár í að leyft verður að flytja sæðið í land. Við erum ekkert að smita landið þó innflutning- ur hefiist nú.“ .....Því miður er I ekki hægt að úti- loka alla hættu. fr Það er vitað að smitefnið hefur fundist í blóði og allir vita að blóðið leikur um hvem ein- asta vef líkamans. Það að ekki hefur verið hægt að sanna að veikin berist með fósturvísum er annað en að það gerist alls ekki. Mæliað- Siguröur Sigurðarson dýralæknir ferðir okkar eru kannski ekki nógu nákvæmar. Ekki er víst að rann- sóknir hafi gengið nógu lengi til að hægt sé aö tala um að þetta hafi ver- ið afsannað. Það liggur fyrir að riða getur borist með fósturvísum hjá sauðfé og ljóst virðist að kúariða getur borist frá kú til kálfs. Við myndum glata ímynd lands- ins sem hreins lands ef innflutningur heldur áfram. Við höfum möguleika á útflutningi ef við getum staðið á hreinleika okkar. Innflutning frá kúariðulöndum á dýrafóðri og mannamat ætti að stöðva þegar í stað. Svo virðist sem kúariðuhætta hafi aukist í Noregi." Kúaríöusmlt í nágrannalöndum hefur kynt á ný undir deilum um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Ummæli Forsetinn og málskots- rétturinn „Ef forsetinn gerði t.d. málstað annars aðilans að sinum og gengi bókstaflega fram fyrir skjöldu ann- aðhvort með eða á móti, þá væri hann kominn í dá- litla vonda stöðu ef hann biði svo hnekki. Hins vegar getur forsetinn sagt sem svo, að hann ætli ekki að taka neina opinberlega afstöðu til frumvarpsins. Hann gæti þess vegna sagt eitthvað á þá leið, að hann teldi það vera umdeilt, pólitíska valdið endurspegli ekki alveg vilja þjóðar- innar og því rétt að þjóðin skeri úr þessu.“ Sigurður Líndal prófessor. í Degi 23. janúar. Grundvöllur lýöræðis „Vamaðarorð Davíðs Oddssonar um þá stefnu sem Hæstiréttur sýnist vera að taka eiga fullan rétt á sér og ekkert skylt við dramb. Þau varða sjálfan grundvöll lýðræðis í landinu. Samkvæmt stjórnskipun okkar hvfiir ábyrgðin á fiármálum þjóðarinnar hjá Alþingi. Þar eru útgjöldin ákveðin og skattar lagðir á af kjörnum fulltrúum með umboð frá þjóðinni. Hæstaréttardóm- arar hafa ekkert slíkt umboð. Það er því nokkur von tU þess að forsætis- ráðherra hrökkvi við þegar hæsta- réttardómarar sýnast skyndUega farnir að gefa út ávisanir á skattfé landsmanna með „réttlætiskennd" sína að leiðarljósi." Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræð- ingur. I Mbl. 23. janúar. Egóaulaflipp í hámarki „Hjá Skjá einum þykist hluti dag- skrárgerðarmanna heimskari en raunin er og mega þó ekki aUir við. Dæmi um þetta er dægurmálaþáttur- inn SUíkon sem er sniðinn að markaði unga fólksins. Þar náði egóaulaflippið hámarki sl. fimmtudag þegar fljóð þáttarins varði mínútum í að reyna að rifia upp brandara án árangurs ... Ekki tók betra við þegar gestir þáttarins, drengir í hljómsveit, voru pumpaðir um kynlíf þeirra. Þar áttaði þáttar- stjómandi sig greinUega iUa á því að hann var að tala við 15 ára börn.“ Bjöm Þorláksson. í Degi 23. janúar. Tíföld lækkun deCODE-bréfa TUefni þessarar greinar fiallar um sölu og frystingu verðbréfa deCODE, móðurfé- lags íslenskrar erfðagrein- ingar, á svonefndu áhættufé á gráum markaði fyrir frumútboð. Bank of New York, sem tók yfir umsjón hluthafaskrá deCODE vegna ÍE, hafði aldrei séð svo marga hluthafa í félagi fyrir frumútboð, eða 6000 talsins. Fjármálaeftirlit Banda- ríkjanna (SEC) gerir mjög strangar kröfur til fyrir- tækja, bæði er tekur tU útboðslýsinga og annarra fiármálaaðgerða, einkan- lega er lýtur að meðferð framtaks- og áhættufiárfesta. Óþekkt happdrætti Sú varð raunin með deCODE en bréf fyrirtækisins voru skráð á Nas- daq um 18 dollarar en hafa síðan á skömmum tíma fallið niður í 7-8 doUara. Á gráa markaðnum hér á ís- landi höfðu bréfin selst á milli 60 og 70 dollara eða á tífalt hærra verði. Hérlendir verðbréfasalar virtust enga hugmynd hafa um verðþróun bréfanna enda áður óþekkt happ- drætti komið tU sögunnar sem marg- ir líktu sem keðjubréfum eða rúll- ettu þar sem enginn virtist bera ábyrgð á framvindu mála. Kristján Pétursson, fyrrv. deildarstjóri Síðan komu sömu aðUar af fiöUum þegar staðfest var að áframhaldandi sala bréfa væri ffyst a.m.k. í sex mán- uði eftir að skráning de CODE fór fram í Bandaríkj- unum eða tU 15. janúar. Af- leiðingar þessarar maka- lausu meðferðar bréfanna (ÍE-happdrættisins) hafa leitt til mUljarða króna tjóns fyrir þúsundir manna en áhættufiárfestirinn ________ deCODE og stærstu hluthaf- ar ÍE græddu miUjarða á að selja bréfin fyrir frumskráningu. Glansmynd Kára Stefánssonar, for- stjóra ÍE, í islensku efnahagslífi með tUstyrk forsætisráðherra og meðreið- arsveina hans í ríkisstjórninni leiddi til þessarar ótímabæru verðbréfa- brjálsemi sem engin viU nú bera ábyrð á. Sú ímynd sem Kári skapaði í kringum ÍE með tUstyrk ríkisstjórn- arinnar með einkaleyfi gagnagrunns- ins (70 mUlj. kr.) og hvers konar fyr- irgreiðslu heUbrigðisyfirvalda er sér- stakt rannsóknarefni. Enginn viU þó að þetta fyrirtæki verði meiri skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar og deyi ótímabærum dauða vegna þeirra fiölmörgu vís- indamanna sem hafa helgað því starfskrafta sína. Milljóna króna lán einstaklinga á háum bankavöxtum til að kaupa bréf í fyrirtækinu er þungur kross á þeim sem létií% glepjast af skammtíma gróðafíkn. Aðvörun í greinum sem ég skrifaði um ÍE þegar það var að hasla sér völl var- aði ég við þeim óraunhæfu vænting- um sem ýmsir ráðamenn voru hel- teknir af. Taldi alltof mikið i sömu körfuna látið með einkaleyfi gagna- grunnsins til 12 ára. Fleiri og fiár- hagslega aðskildir gagnagrunnar myndu minnka áhættuna og geta jafnframt skilað betri vísindalegum niðurstöðum. Vonandi á réttvísi, dómgreind og umfram allt friðsemd eftir að einkenna vísindarannsóknir á íslandi. Þannig sköpum við um- hverfi til framfara og árangurs ofjL stefnum að réttu marki. Erfiðleikar* og mótlæti hafa oft rekið menn í skjólin og þjappað þeim saman en þá þurfa þeir hinir sömu að hafa hemil á yfirgangi og hroka. Fyrirtæki sem fiárfestar meta fyrir skráningu á ca 140 milljarða en fell- ur siðan um fleiri hundruð prósent á rúmu ári er stórhættulegt efnahags- lífi fámennrar þjóðar. Vonandi fæst upplýst hvað verðabréfahrun deCODE hefur á fiármála- og rekstr- arstöðu banka og annarra stærstu fiárfesta í fyrirtækinu. Kristján Pétursson „Vonandi fæst upplyst hvað verðabréfahrun deCODE hefur á fjármála- og rekstar- stöðu banka og annarra stærstu fjárfesta í fyrirtœkinu. “ - Frá undirritun 6 millj-+ arða króna kaupsamnings á hlutabréfum í ÍE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.