Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Qupperneq 28
Nýr Subaru Impreza
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001
Landsleikur:
Pappírslausir
fylgifiskar
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug-
jitelli og Útlendingaeftirlitið voru með
mikinn viðbúnað í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar í hádeginu í gær við komu
makedónska landsliðsins í
körfuknattleik hingað til lands. Með
liðinu voru 60 áhangendur án vega-
bréfsáritunar sem tóku sér far með
landsliði sínu í algerri óvissu um
hvort þeim yrði hleypt inn í landið.
Sjálflr voru landsliðsmennirnir með
alla pappíra í lagi og eftir mikla reki-
stefnu var ákveðiö að veita stuðnings-
mönnunum 60 tíma bundið dvalar-
leyfi til tveggja daga og munu þeir þvi
geta fylgst með liði sínu leika gegn ís-
lenska körfuknattleikslandsliðinu í
kvöld. Leikurinn er liður í Evrópu-
keppni landsliða í körfuknattleik. Að
sögn þeirra sem til þekkja er landslið
Sbkedóníu „...hörkugott lið.“ Ekki er
harkan síðri í stuðningsmönnunum
eins og ferð þeirra hingað til lands
sýnir. -EIR
- Tryggingastofnim:
Getur greitt út
um mánaðamótin
„Við eru búnir að vera að undirbúa
okkur í nokkrar vikur og verðum til-
búnir til að greiða öryrkjum þann 1.
febrúar," segir Ágúst Þór Sigurðsson.
framkvæmdastjóri Lífeyristrygginga-
sviðs Tryggingastofnunar ríkisins.
Hann segir að þar sem búið sé að sam-
þykkja frumvarp ríkisstjómarinnar
sé ekkert því til fyrirstöðu að stofnun-
in greiði öryrkjum um næstu mánaða-
mót. „Þetta ætti að koma rétt og vel
út,“ segir Ágúst. -MA
Heilsudýnur t sérflokki!
r /efn&heil sa:
THEILSUNNAR ve
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150
bfother P-touch 9200PC
Prentaöu merkimiða
Samhætt Windows
95, 98 og NT4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
5 Nýbýlavegi14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
beint ur tölvunm
DV-MYND HARI
Allt í góöu
Makedónskur stuöningsmaöur landsliösins þakkar fyrir sig í vegabréfsskoöun í Leifsstöö í gær. Meö makedónska liö-
inu voru 60 áhangendur án vegabréfsáritunar sem tóku sér far meö landsliöi sínu í algerri óvissu um hvort þeim yröi
hleypt inn í landiö.
Þ j óðhagsstof nun:
Annað en
gengisfelling
gæti gagnast
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, segir að nefnd Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins, sem var hér á
landi, hafi sérstak-
lega bent á aukið
aðhald í peninga-
og ríkisfjármálum
sem beindist að
draga úr þjóðarút-
gjöldum og að
stjómvöld beiti sér
fyrir að laun
hækki ekki meira
en sem samræmist
þjóðhagslegum for-
sendum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
hefur lýst áhyggjum vegna mikils
viðskiptahalla.
Þórður segir að ábendingar Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins feli ekki í sér aö
gengisfellings sé á döfinni. „Það er
aukið aðhald sem gæti bæði falist í
lækkun ríkisútgjalda og í aðhaldi að
fjármálastofnunum sem þýddi tak-
markaðra svigrúm til að auka útlán-
in. Hér var frekar ábending um að
vera á verði í efnahagsmálum. Þar
var líka tekið fram að margt heföi
gengið vel í íslenskum efnahagsmál-
um,“ segir Þóröur. -gk
Þórður
Friöjónsson.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, um svarbréf Garðars Gíslasonar:
Forseti Hæstaréttar ís-
lands er orðinn vanhæfur
- sjálfsagt að svara bréfinu, segir Jón Steinar Gunnlaugsson
Ragnar Aðalsteinsson hrl., lögmað-
ur Öryrkjabandalags Islands, segir
að Garðar Gíslason, forseti Hæsta-
réttar, hafl gert sjálfan sig vanhæfan
í gær með því að svara forsætisnefnd
Alþingis efnislega til um nýlegan
dóm Hæstaréttar.
„Garðar getur auðvitað ekki tekið
þátt i meðferð þessa máls oftar eða
ágreiningsefnum þar sem málefni Ör-
yrkjabandalagsins eru annars vegar
og heldur ekki í málum þar sem tek-
ist er á um tekjutryggingu," sagði
Ragnar við DV i morgun.
Ragnar segir að ef forseti Hæsta-
réttar haldi því fram að aðrir dómar-
ar hafl tekið þátt í að semja svarbréf-
ið með sér þá sé hann aö gera þá van-
hæfa líka. „Þá verður að upplýsa
hverjir það eru,“ sagði Ragnar. í
Morgunblaðinu í dag er haft eftir for-
seta Hæstaréttar að bréfið hafi verið
sent „í samráði við dómara réttar-
i --------1 ------Efc-------
Jón Steinar Ragnar Aöal-
Gunnlaugsson. steinsson hrl.
ins“ - tilefni svarsins hafi verið mjög
óvenjulegt. Ragnar segir engu að síð-
ur að hann telji fullvíst að Garðar
Gíslason beri einn ábyrgð á framan-
greindu bréfi og það sé óviðkomandi
öðrum átta dómurum Hæstaréttar.
í svarbréfi Garðars til forsætis-
nefndar kemur fram að i dómi
Hæstaréttar fyrir áramót í máli ÖBÍ
hafi aðeins verið tekin afstaöa til
þess að tekjutenging eins og nú sé
mælt fyrir um í lögum sé andstæð
stjórnarskránni og dómurinn feli
ekki í sér afstöðu til frekari álitaefna.
„Eins og ég skil bréfið segir Garð-
ar að frumvarpið sé í andstöðu við
dóminn," segir Ragnar. „Garðar
passar sig á að hafa þann fyrirvara á
að almennt sé ekki óheimilt að
skerða tekjutryggingu - en svo segir
hann að dómurinn segi að í þessu til-
viki hafi það verið óheimilt. Það þýð-
ir að túlkun min og Öryrkjabanda-
lagsins á dómnum sé rétt að óheimilt
sé að skerða 33 þúsund króna tekju-
tryggingu. Þessi nýju lög sem lækka
hana niður í 25 þúsund krónur á
mánuði eru þar af leiðandi andstæð
dómi Hæstaréttar, að sögn Garðars
Gíslasonar,11 sagði Ragnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson segir
mjög sjaldgæft að forseti Alþingis
leiti útskýringa hjá Hæstarétti í
dómsmáli eins og Halldór Blöndal
gerði varðandi öryrkjamálið. Hann
segir þá staðreynd að Garðar Gísla-
son, forseti Hæstaréttar, sem svaraði
fyrirspuminni og hafi jafnframt ver-
ið í minnihluta þegar dómurinn var
kveðinn upp, ekki skipta máli í þessu
sambandi. „Það er fráleitt að hann sé
óhæfur enda var hann ekkert að tjá
sig um afstöðu minnihlutans. Það er
útúrsnúningur að gera svar hans tor-
tryggilegt af þessum sökum. Hann
svarar bara fyrir hönd réttarins sem
forseti Hæstaréttar.
Ég tel líka að við þessar aðstæður
hafi verið sjálfsagt hjá réttinum að
svara þessu bréfi. Það eru þannig að-
stæður í þjóðfélaginu í kringum þetta
mál og í raun verið að taka af tví-
mæli um atriði sem hefði átt að vera
skýrt í dómnum. Á bak við svar for-
seta Hæstaréttar er auðvitað efnisleg
skoðun dómaranna í réttinum á
þessu atriði. -HKr/-Ótt
Alþingi samþykkti öryrkjalögin í nótt:
Heit kartafla i fang forsetans
DVWIYND INGÓ
Frá Alþingi í nótt
Öryrkjalögin voru samþykkt á Al-
þingi laust eftir miðnætti í nótt eft-
ir langar og heitar umræður sem
tóku á sig ýmsar myndir. Um fjögur
hundruð ræður voru fluttar vegna
málsins í Alþingishúsinu en úti fyr-
ir stóðu öryrkjar með logandi
kyndla á lofti og púuðu á þingmenn
þegar niðurstaðan lá fyrir.
Garðar Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, sagöi daginn
þann svartasta í sögu lýðveldisins.
Innandyra líkti Ámi Johnsen al-
þingismaður Steingrími J. Sigfús-
syni, formanni Vinstri-grænna, við
hund sem væri sígeltandi og ekki til
neins nýtur. I máli Einars Odds
Kristjánssonar alþingismanns kom
fram að fyrrum bankastjórar
Landsbankans væru
gegnumrotnir og
spilltir og er þá fátt
eitt nefht af því orð-
skrúði sem fyllti þing-
sali á meðan á um-
ræöum um öryrkja-
lögin stóð.
Lögin verða nú
send forseta íslands
til undirritunar og
staðfestingar. Líklegt
er talið að forsetinn
undirriti lögin í stað þess aö taka
þann slag sem fylgir neiti hann að
staðfesta þau og setji málið þar
með í þjóðaratkvæði:
„Þetta er heit kartafla sem Al-
þingi sendir í fang forsetans. Þaö
er hans að bregðast við samkvæmt
sannfæringu sinni," sagði einn
þingmanna að loknum umræðum
og bætti þvi við að hann öfundaði
forseta íslands ekki af hlutskipti
sínu í dag.
Mjög hefur mætt á Garðari
Sverrisyni líkt og öðrum sem að
málinu hafa komið undanfama
daga. Garðar, sem er langt genginn
MS-sjúklingur, tók sér frí frá störf-
um í dag og hyggst hvílast til að
endurheimta krafta sína. -EIR