Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Qupperneq 8
Viðskipti_______________________________________________________ Umsjón: Viðskiptablaöiö Allied EFA kaupir Kís- iliðjuna við Mývatn - hyggst reisa þar kísilduftverksmiðju í gær voru undirritaðir samning- ar um kaup Allied EFA á Kísiliðj- unni við Mývatn af ríkinu og Celite Corporation. Samningarnir eru bundnir ýmsum skilyrðum, þ.á m. fyrirvara um samþykki Alþingis. Hlutafé Kísiliðjunnar er að 51% hluta í eigu ríkisins, 48,56% í eigu Celite og 0,44% í eigu átján sveitar- félaga á Norðurlandi. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að andvirði eignar- hluta ríkisins renni til uppbygging- ar á svæðinu. Að mati ríkisins og Celite eru framtíðarhorfur í kísilgúrfram- leiðslu við Mývatn tvísýnar. Rekstr- arafkoma hefur ekki verið viðun- andi í nokkur ár og vegna vaxandi tilkostnaðar og nýrrar tækni eru ekki lengur sömu forsendur fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Tryggja atvinnu við Mývatn Ríkisstjómin vill því tryggja eins og kostur er áframhaldandi atvinnu við Mývatn. Iðnaðarráðuneytið hef- ur metið áform Allied EFA um byggingu og rekstur kisilduftverk- smiðju við Mývatn og telur að um vænlegan kost sé að ræða. Allied EFA leitaði fyrst til ríkisins um hugsanleg kaup á verksmiðjunni árið 1998 en ekkert varð af því þá. Viðræður voru í gangi á milli ríkis- ins, Celite og Allied EFA árið 1999 en þær leiddu ekki heldur til sölu Kísiliðjunnar. Á síðasta hausti tók Celite aftur upp viðræður við Allied EFA og leiddu þær til þeirra samninga sem nú liggja fyr- ir. Allied EFA er fyrirtæki í eigu EFA (Eignar- haldsfélagið Al- þýðubankinn) og Allied Resource Corporation. Til- gangur félagsins er m.a. fjárfest- ingar í fram- leiðslufyrirtækj- um á sviði orku- freks iðnaðar, efnaiðnaðar og endurvinnsluiðnað- ar á íslandi. Kísilgúr framleiddur til 2004 Framleiðsla kísildufts byggist á nýlegum einkaleyfum og rekur dótt- urfélag Allied EFA, Promeks ASA, tilraunaverksmiðju í Norður-Noregi í þeim tilgangi að prófa vinnsluferl- ið og gæði framleiðslunnar. Áform eigenda Promeks um uppbyggingu fyrirtækisins fela í sér byggingu og rekstur nokkurra kísilduftverk- smiðja. Að fenginni jákvæðri niður- stöðu á hagkvæmni kísilduftfram- leiðslunnar skuldbindur Promeks sig til að reisa næstu verksmiðju á lóð Kísiliðjunnar við Mývatn. Auk þess verður sett á stofn viðræðu- nefnd milli Allied EFA og ráðuneyt- isins um frekari iðnaöaruppbygg- ingu félagsins hér á landi. Allied EFA hyggst stofna félagið Promeks á íslandi til að kaupa Kís- iliðjuna við Mývatn og eiga og reka fyrirhugaða kísilduftverksmiðju. Áformin eru í stuttu máli þannig að kísilgúr verði framleiddur, að fengnu nýju námaleyfi, til ársloka 2004, með möguleika á framleng- ingu um allt að tvö ár. Þetta er gert til að tryggja að atvinna í sveitarfé- laginu verði samfelld. Allied EFA og Celite hafa gert með sér samkomu- lag um að söluskrifstofa Celite á Húsavík muni áfram selja kísilgúr frá Kisiliðjunni. Ákvörðun um byggingu kísilduftverksmiðju Promeks á íslandi verður tekin í ágúst 2002 og, ef af verður, mun verksmiðjan verða byggð á árinu 2003 og hefja rekstur árið 2004. 415 milljóna króna hagn- aður Þróunarfélagsins Hagnaður Þró- unarfélags íslands á árinu 2000 nam 415 milljónum króna en var 629 milljónir á árinu 1999. Hagnaður fé- lagsins dróst því saman um 214 milljónir milli ára og segir í frétta- tilkynningu frá félaginu að megin- ástæðan sé „minni hækkun á verði skráðra hlutabréfa." Hagnaður fyrir skatta árið 2000 var 597 milljónir króna en var árið áður 972 milljón- ir. Raunávöxtun hlutabréfa í eigu fé- lagsins var 19,8% á árinu en nafná- vöxtun hlutabréfa sem skráð eru á Aðallista Verðbréfaþings íslands var 28,5%. Gengishagnaður hluta- bréfanna nam alls 850 milljónum króna, þar af er innleystur hagnað- ur vegna sölu hlutabréfa 461 milljón króna og óinnleystur gengishagnað- ur 389 milljónir króna. Þróunarfé- lagið keypti hluta- bréf fyrir 3.369 milljónir króna og seldi fyrir 2.553 milljónir á síð- asta ári. Eignir í árslok nema 6.680 millj- ónum króna en þar af er hlutabréfa- eign 5.389 milljónir og skuldabréfa- eign 1.195 milljónir króna. Eigið fé félagsins nemur 3.324 milljónum króna og er um helmingur af heild- areignum. Aðrsemi eigin fjár var 14,6% en 27,9% árið á undan. Hlut- hafar voru 477 í árslok og fengu 35,3% ávöxtun á hlut sinn að 20% arðgreiöslu meðtalinni. Stjórn fé- lagsins hefur lagt til við aðalfund fé- lagsins sem haldinn verður 14. mars næstkomandi að greiddur verði 15% arður af hlutafé eða 165 milljónir króna. Markaðsviöskiptasvið lagt niður í framhaldi af kaupum Kaupþings og samstarfsaðila á meirihluta hlutafjár í Frjálsa fjárfestingarbank- anum hefur verið ákveðið að hætta starfsemi Markaðsviðskiptasviðs Frjálsa fjárfestingarbankans. Frjálsi fjárfestingarbankinn mun frá og með morgundeginum, mið- vikudeginum 14.02. 2001, hætta miðlun markaðsverðbréfa, svo og eigin viðskiptum með skráð verð- bréf. Vegna þessarar ákvörðunar hafa verðbréf bankans í veltubók verið seld fyrir milligöngu Kaup- þings. Þrír starfsmenn Markaðsvið- skiptasviðs Frjálsa fjárfestingar- bankans hafa nú lokið störfum fyr- ir bankann og hafa frá og með deg- inum í dag hafið störf í Markaðsvið- skiptum Kaupþings. Ákvörðun þessi hefur engin áhrif á stöðu viðskiptavina bankans en starfsfólk Frjálsa fjárfestingarbank- ans mun beina viðskiptamönnum sínum til Kaupþings til þess að ann- ast verðbréfaviðskipti fyrir þeirra hönd. Áform nýrra eigenda bankans eru að reka Frjálsa fjárfestingar- bankann áfram sem sjálfstæðan öíl- ugan banka sem sérhæfir sig í út- lánum, m.a. bílalánum, fasteigna- lánum og framkvæmdalánum. Flugleiðir stundvisastar Flugleiðir voru stundvísasta evr- ópska flugfélagið sem flaug yfir Norður-Atlantshafið á árinu 2000 samkvæmt niðurstöðum rannsókna Evrópusambands flugfélaga, AEA, á stundvísi flugfélaga sem birtar voru í gær. Flugleiðir voru samkvæmt sömu rannsókn í þriðja sæti allra evr- ópskra flugfélaga sem stunda milli- landaflug, hvort sem flogið er innan álfunnar eða utan. Á árinu 2000 fóru vélar Flugleiða af stað innan fimmtán mínútna frá áætluðum brottfarartíma í 82,6% til- vika en meðaltalið hjá öðrum evr- ópskum flugfélögum var 74,5%. Stjórnendur Flugleiða telja þetta merkilegan og ánægjulegan árangur sem náðst hefur með samstilltu átaki og mikilli vinnu allra starfs- manna hér heima og erlendis. Á ár- inu 1999 voru Flugleiðir i 6. og 7. sæti á þessum listum. „Stundvísi er einn af mikilvæg- ustu þjónustuþáttum flugfélaga og öll evrópsk flugfélög keppast við að geta sýnt jákvæða niðurstöðu úr þessari samantekt," segir Guð- mundur Pálsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. „Það sem veldur töfum í flugi er sam- kvæmt rannsóknum AEA einkum þrennt: annir í flugumferðarstjóm, tæknileg og skipulagsleg vandkvæði á flugvöllum og veður.“ Nýlega veitti Schiphol-flugvöllur í Amsterdam Flugleiðum viöurkenn- ingu fyrir að hafa verið stundvísast- ar þeirra flugfélaga sem nýta flug- völlinn. Innan AEA eru 29 helstu flugfélög álfunnar, svo sem Air France, Alitalia, British Airways, Finnair, Iberia, KLM, Lufthansa, SAS, Swissair og fleiri og fljúga 18 þeirra yfir Norður-Atlantshafið. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 I>V Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 3368 m.kr. - Hlutabréf 803 m.kr. - Húsbréf 1673 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Islandsbanki-FBA 402 m.kr. i © Flugleiðir 129 m.kr. : © Kaupþing 56 m.kr. MESTA HÆKKUN ©EFA 2,1 % 0SH 1,2 % ©Búnaðarbankinn 0,5 % MESTA LÆKKUN © Sjóvá-Almennar 5% © Flugleiðir 1,7 % : ©Jarðboranir 1,4 % ÚRVALSVÍSITALAN 1220 stig - Breyting O 0,16 % Evrópusamband- ið áminnir íra Evrópusam- bandið sam- þykkti i gær að veita írum formlega áminningu vegna út- gjaldaaukning- ar í fjárlögum landsins, en hún er ekki talin samrýmast mark- miðum í efnahagsstjórn innan evr- ópska myntbandalagsins. Evrópusambandið telur að með aukningu ríkisútgjalda auki ríkis- stjórn írlands á þenslu og verðbólgu- þrýsting í írlandi. Aðildarlönd evr- ópska myntbandalagsins samþykktu á fundi sínum í gær að áminna íra vegna þessa og beina þeim tilmælum til ríkisstjómar írlands að gripið verði til aðgerða til að vega upp á móti þensluhvetjandi áhrifum fjárlaganna. Áminningin er sú alvarlegasta sem veitt hefur verið aðildarríki innan Evrópusambandsins en þess ber þó að gæta að Evrópusambandið hefur engin úrræði til að þrýsta á íra að framfylgja tilmælunum. Utboðsgengi Orange í neðri mörkum Útboðsgengi í framútboði í tengsl- um við skráningu á hlutabréfum far- símafyrirtækisins Orange hefur verið ákveðið við neðri mörk uppgefins verðbils. Almennt verð í framskrán- ingunni verður 9,5 evrur en verð til stofnanafjárfesta verður 10 evrur. Með útboðinu selur France Telecom 15% af eignarhlut sínum í Orange og skráir hlutabréf félagsins á markað. Markaðsverðmæti Orange hefur lækk- að mikið síðustu vikur en miðað við sett útboðsgengi er verðmæti félagsins 48,5 milljarðar evra. Fyrir fáum vikum var talið líklegt að bréf félagsins yrðu seld á gengi sem svaraði til 80 millj- arða evra markaðsverðmætis. Þegar France Telecom keypti Orange i fyrra og sameinaði félagið eigin farsíma- rekstri var jafnvel talið að markaðs- verðmæti hins sameinaða félags yrði á bilinu 100-150 milljarðar evra. 14.02.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Bj^Pollar 85,780 86,220 ÍÉÉsPum* 124,660 125,290 j*il Kan. dollar 56,340 56,690 7 Dönsk kr. 10,5700 10,6280 -í-ÍNofskkr 9,6000 9,6530 55: Sœnsk kr. 8,7370 8,7850 RFHfí. mark 13,2602 13,3398 É lFra. franki 12,0193 12,0915 1 Belg. franki 1,9544 1,9662 ISJ Sviss. franki 51,3300 51,6100 ^Hoil. gyllini 35,7767 35,9916 ""^Þýskt mark 40,3110 40,5532 Uít-líra 0,04072 0,04096 ,XiAust. sch. 5,7296 5,7641 fc' j Port. escudo 0,3933 0,3956 XJSpá. peseti 0,4738 0,4767 ! Jap. yen 0,73380 0,73830 | J írskt pund 100,107 100,709 SDR 110,7000 111,3600 SIecu 78,8414 79,3151

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.