Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2001, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001___________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Stórhöfða 15, s. 567 6744 VOLVO FL-614, árg. 1991, ekinn 450.000 km, topplúga, kassi 24 rúmmetrar, lyfta 1,5 t. TILBOÐ 960.000 + vsk. Ath. öll skipti. Til sölu og sýnis á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, 567-0333, 897-2444. Forseti Júgóslavíu Vojislav Kosturica vill bætur vegna árása NATO á Júgóslavíu. Kostunica vill bætur frá NATO Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, sagði á fundi með fréttamönnum í Belgrad í gær að NATO ætti að greiða bætur vegna árásanna á Júgóslavíu 1999. Kostunica gat þess einnig að Vesturlönd hefðu engan rétt til að ákvarða hvenær frestur rynni út til að koma á samvinnu við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna i Haag. Rútubllstjóri skotinn eftir árás á hermenn Að minnsta kosti átta ísraelskir hermenn létu lífið og 15 særðust þegar rútu frá ísraelsku fyrirtæki var ekið á hóp manna á biðstöð í Tel Aviv í ísrael í morgun. Rútunni var ekið áfram en lögreglumenn hófu eftirfor. Skutu þeir bílstjórann til bana. Talið er að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða vegna árásar á lífvörð Arafats í gær. Ehud Barak, fráfarandi forsætis- og varnarmálaráðherra ísraels, gaf sjálfur skipun um árásina á Mas’ud Ayad, ofursta í lífverði Yassers Arafats Palestínuleiðtoga. Ayad lét lífið þegar flugskeyti var skotið úr þyrlu á bíl hans nálægt flótta- mannabúðunum Jebaliya á Gaza- svæðinu. Samkvæmt palestinskum heim- ildarmönnum særðust fimm við árásina. „Það er ísrael sem sáir fræjunum að hryðjuverkum á svæð- inu,“ sagði dómsmálaráðherra Palestínu, Frekh Abu Medein, í gær. ísraelsk yfirvöld fullyrða að Ayad hafl verið umboðsmaður Hizbollah- samtakanna í Líbanon í sjálfstjórn Rakið rannsakað Palestínskir lögreglumenn rannsaka flak bifreiöar lífvaröar Arafats. Átök brutust út á herteknu svæöunum í kjölfar árásarinnar. Palestínumanna. Fullyrða yfirvöld að hann hafi verið á bak við árásir undanfarnar vikur á byggðir ísra- elskra landnema á Gazasvæðinu. Israelskir hermenn handtóku son Ayads, Naser, fyrir nokkrum vik- um. Palestínskar sveitir gerðu í fyrsta sinn árás á Gazasvæðinu fyrir nokkrum vikum þegar þær réðust að landnemabyggðinni Netzarim. Árás var einnig gerð á byggðina að næturlagi fyrir stuttu. Hizbollah- samtökin lýstu yfir ábyrgð á báðum árásunum. Þegar Ayad hélt frá bústað sínum í gærmorgun fylgdist þyrla með bíl hans. Fyrsta flugskeytið, sem skotið var að honum, missti marks. Ayad jók hraðann og tókst einnig að kom- ast undan næsta flugskeyti. Þriðja flugskeytaárásin heppnaðist. ísraelsk yfirvöld höfðu í hyggju að jafna Mawasihverfið á Gaza- svæðinu við jörðu. Hætt var við áætlunina vegna mótmæla víða um heim. Hverfið, þar sem um 500 manns búa, er umkringt byggðum israelskra landnema. Leikmenn við stýrið á banda- ríska kafbátnum Tveir af fimmtán gestum um borð í bandaríska kjamorkukafbátnum USS Greeneville, sem rakst á jap- anskt hafrannsóknaskip á föstudag með þeim afleiðingum að skipið sökk, fengu að athafna sig í stýris- klefa skipsins þegar áreksturinn varð. Talsmaður bandaríska Kyrrahafs- flotans skýrði frá þessu. Níu farþeg- ar hafrannsóknaskipsins létust við áreksturinn. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ukraínu handtekinn vegna ásakana um spillingu Fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, Júlía Tímoshenko, var i gær handtekin í Kænugarði vegna ásakana um spillingu. Saksóknari sakar Tímoshensko um að hafa mútað fyrrum forsætisráðherra landsins, Pavlo Lazarenko, en henni er gefið að sök að hafa greitt hon- um sem svarar 79 milljónum Banda- ríkjadollara. Tímoshenko hefur verið áberandi í stjómmálum í Úkraínu undanfar- in ár og einn af helstu leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Hún var meðal þeirra stjórnmálamanna í Úkraínu sem þrýsti hvað harðast á afsögn forseta landsins, Leoníd Kútsjma, vegna morðsins á blaða- manninum Georgij Gongadze. Kútsjma sagði sjálfur á sínum tíma að stjómvöld myndu beita „öllum lagalegum aðferðum" til að lægja öldurnar í því máli. Tímoshensko, sem er 40 ára, var handtekin eftir yfirheyrslur hjá embætti ríkissaksóknara, að því er talsmaður hennar úr röðum Föður- landsflokksins greindi frá. Tímoshenko hefur gegnt ábyrgð- arstörfum á sviði orkumála en henni hefur verið gefið að sök að hafa selt umtalsvert magn af elds- neyti og hirt ágóðann. Leoníd Kútsjma, forseti Ukraínu. Barnaníðingar dæmdir í fangelsi Sjö Bretar, sem voru félagar í barnaniðingasamtökunum Wonder- land, voru í gær dæmdir í 12 til 30 mánaða fangelsi. Mennimir, sem eru á aldrinum 25 til 46 ára, viðurkenndu að hafa dreift tugum þúsunda klámmynda af börnum, allt niður í 3 mánaða, á Netinu. Talsmenn samtaka sem berjast fyrir réttindum barna hafa lýst yfir vonbrigðum með að menn- irnir hafi ekki verið dæmdir í 3 ára fangelsi sem er hæsta refsing fyrir slík brot. Mennirnir voru handteknir 1998. Þá voru 107 manns handteknir í að- gerðum lögreglu í Ástralíu, Austur- ríki, Bandaríkjunum, Belgíu, Finn- landi, Frakklandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Þýskalandi. Lögreglan lagði hald á yfir 750 þús- und barnaklámmyndir og 1800 myndbönd. Börnin voru 1273. USS Greeneville Kjarnorkukafbátur úr bandaríska sjóflotanum. Stuðningi lýst yfir við Indónesíuforseta Stuðningsmaður Abdurrahmans Wahids Indónesíuforseta hrópar: Lengi lifí Gus Dur í göngu um 10 þúsunda aödáenda forsetans í Jember á Java í gær. Takið eftir: Höggdeyfar, t.d. Toyota Corolla Toyota Corolla Mazda 323 Mazda 626 Skoda Forman Subaru Legacy MMC space Wagon 4x4 MMC Lancer / eftirtalda bíla: árgerð 88-92 árgerð 93-97 árgerð 90-94 árgerð 88-91 árgerð 90-94 árgerð 89-94 árgerð 91- árgerð 88-92 framan kr. framan kr. framan kr. framan kr. framan kr. framan kr. framan kr. 4400 stk. 7400 stk. 6800 stk. 6800 stk. 6600 stk. 8900 stk. 8800 stk. varahlutir aftan kr. aftan kr. aftan kr. aftan kr. aftan kr. aftan kr. 6600 stk. 6800 stk. 6800 stk. 6800 stk. 4600 stk. 8900 stk. aftan kr. 5400 stk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.