Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Page 6
6 Fréttir FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 x>v Ríkiskaup þráskallast við upplýsingagjöf: Neita upplýsingaskyldu um útboð ríkiseigna - segja opinber eignaútboð falla undir einkamál Ríkiskaup hafa ítrekað neitað að gefa tæmandi upplýsingar um tilboðs- gjafa viö útboð á ríkisjörðum. Hefur þar einungis hæstbjóðandi verið nefndur á nafn. Kom slíkt m.a. upp fyr- ir skömmu varðandi útboð á jörðinni Kvoslæk og einnig vegna fyrrum hér- aðsskóla í Reykjanesi við ísafjaröar- djúp. Hafa DV, fleiri fjölmiðlar sem og tilboðsgjafar reynt að fá upplýsingar í þessum málum og öðrum svipuðum en án árangurs. Að sögn Guðmundar I. Guðmunds- sonar, lögfræðings hjá Rikiskaupum, er litið á 'tilboð í ríkisjarðir sem „einkamál viðkomandi tilboðsgjafa". Vísar hann til úrskurðar kærumáls um upplýsingaskyldu stjómvalda. Þar hafl verið upplýst að menn ættu aðeins rétt á að vita eftir á um slíkt og þá að- eins um upphæðir tilboða. Segir Guð- mundur að af þeim sökum sé einungis lesið upp efsta boð við opnun tilboða og fjöldi tilboða í viðkomandi eign. Opinbert útboð á eignum ríkisins telst eðli málsins samkvæmt varla einkamál einstaklinga. Tilboðsgjafar eru því væntanlega fullmeðvitaðir um að tilboð þeirra séu opinbert gagn um leið og tUboð em opnuö. Hefur DV m.a. margsinnis verið viðstatt útboð á opinberam framkvæmdum þar sem tU- boð allra bjóðenda era lesin upp ásamt tUboðsverði. Stangast það því algjör- lega á við starfsreglur Ríkiskaupa við útboð á ríkisjörðum. Miðað við þær reglur er óútskýrt hvað heimUi Ríkis- kaupum þá að gefa upplýsingar um einn tUboðsgjafa en ekki aðra. í upplýsingalögum, sem taka til stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga, segir m.a. að stjómvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tUtekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. grein laganna. Þar er tU dæmis átt við minnisblöð ráðherra og ýmis önnur vinnuskjöl við undirbúning mála. Tak- markanir era á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna um einka- eða fjár- hagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja og takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Hvergi er þar minnst á nafnleynd í opinberam útboðum. Á vefsíðu Rftiskaupa i 8. grein laga um framkvæmd útboða segir orðrétt: „Lesa skal upp nöfn bjóðenda og heUdarapphæð tUboðs. Einnig skal lesa upp og skrá kostnaðaráætlun sé þess kostur. Gæta skal þess að lesa aUtaf samsvarandi tölur frá öUum bjóðendum. Kaupandi og aUir við- staddir bjóðendur eða fúlltrúar þeirra skulu undirrita fundargerð og skal þeim afhent afrit hennar óski þeir þess.“ DV bar þetta undir Guðmund I. Guðmundsson sem sagði að þessi lög gUdi bara um vörukaup hins opinbera en ekki sölu á eignum. Ekki náðist í forstjóra Ríkiskaupa sem sagður var erlendis. -HKr. DV-MYND HILMAR PÓR Opnun tilboöa í opinberu útboði Ríkiskaupa 13. febrúar Taliö frá vinstri: Anna Sóley Sveinsdóttir, Óskar Ásgeirsson og Guömundur I. Guömundsson. Akurnesingar aldrei fleiri DV, AKRANESI:____________________2 A síðustu fjórum árum hefur íbúum fjölgað á Akranesi en á ár- unum þar á undan hafði verið tals- verð fólksfækkun sem tengdist beint erfiðu ástandi i atvinnumál- um. Þann 1. desember 2000 voru Skagamenn fleiri en nokkru sinni fyrr, eða 5.433, en flestir höfðu þeir áður verið 5.426 áriö 1987. Fólksfjölgunin er öruggt merki um aö atvinnuástand sé gott. En á síðustu árum hafa bæst viö mörg ný störf, meðal annars með til- komu álvers Norðuráls á Grundar- tanga og við flutning Landmæl- inga íslands. Allar byggingarlóðir, sem hafa verið til úthlutunar, hafa runnið út jafnóðum og færri fengið en vildu. Sú mikla fjölgun íbúa sem varð á Akranesi á árunum 1974-1987 kallaði á gríðarlegar framkvæmdir sem samfélagið nýt- ur góðs af en hefur þýtt að skuldir kaupstaðarins eru hærri en æski- legt væri. Má þar m.a. nefna fram- kvæmdir við hitaveituna, dvalar- heimilið Höföa, grunnskólana, leikskóla og íþróttamannvirki. Á Akranesi er öflugt sjúkrahús, fjöl- Aldrei fleiri Skagamenn Eins og sjá má hefur hefur veriö nokkur tröppugangur í íbúafjöida á Akranesi en í dag eru Akurnesingar fleiri en brautaskóli, nýlegir leikskólar og íþróttamannvirki. Þegar fram- kvæmdum við grunnskólana lýkur nokkru sinni fyrr. árið 2002 verða ákveðin þáttaskil í starfsemi þeirra. Ætla má að í framtíðinni muni þörf á auknu leikskólarými gera vart við sig. -DVÓ DV-MYNDIR DANÍEL V. ÓLAFSSON Drekkhlaöinn Vikingur AK kominn til hafnar úr stuttum túr og landar á Akranesi drekkhtaöinn. Aflahæstir Þeir eru ánægöir, skipverjarnir á Vík- ingi AK, ehdá'áfíáhæsiir. Loðnuvertíðin: Víkingur AK afla- hæstur DV, AKRANESI:________ Víkingur AK er aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni með 23.600 tonna aíla. Ef litið er á aflaheimildir skip- anna þá á Antares VE óveidd tæp 17 þúsund tonn af kvótanum og Elliði GK, sem ekki hefur farið til loðnu- veiða á vertíðinni, á eftir rúm 16.800 teknu tilliti til flutninga aflaheim- ilda, en kvóti skipsins er 32.767 tonn. Víkingur landaði svo aftur á miðvikudag á Akranesi, kom með 1400 tonn þannig aö þeir eru iðnir við kolann, Víkingamir. -DVÓ Sandkorn Höröur Kristjánsson notfang: sandkom©ff.ls Botnlaus næturvinna Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra hefur þótt á liðnum misserum stiga nokkur feilspor varðandi málefni löggæslu í land- inu. Blásið hefur verið til glæsifunda þar sem kynnt hafa verið ný markmið sem jafnharðan hafa verið slegin af vegna mark- miða um sparnað. Lengst af báru lögreglumenn blak af ráðherran- um en nú hefur Sólveig reitt sjálft Landssamband lögreglumanna til reiði. Boðað var til neyðarfundar hjá sambandinu í gær vegna um- mæla ráðherra um að yfirvinnu- bann hafi ekki átt sér stað. Gár- ungar telja þarna mikinn miskiln- ing á ferðinni hjá löggum. Fullt af pappalöggum hafi verið í botn- lausri næturvinnu síðan í sumar... Guðlaugur borgarstjóri! „Nú er tækifær- ið til að kjósa Guðlaug Þór Þórðarson sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins,“ segir Þórir Kjartansson, eld- heitur stuðnings- maður Guðlaugs á Netinu. Vill hann að fólk taki höndum saman við tölvurnar við að tikka á nafn Guðlaugs Þórs í netkosningu á strik.is. Þannig komist Júlíus Vífill Ingvarsson og Bjöm Bjarnason hreinlega ekki að. Síðan klykkir Þórir út með að segja að hann fái ekki séð hvernig hægt sé að styðja Bjöm og Hannes Hólmstein Gissurarson þar sem þeir séu búnir að taka Ingu Jónu Þórðardóttur af lífi og nær allan borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins... Júllus frystur úti Netkosning þessi hefur tekið á sig hinar undar- legustu hliðar. Þannig hafi stuðningsmenn hinna ýmsu kandídata í odd- vitastöðu sjálf- stæðismanna í borginni lagt dag við nótt og safn- að liði fólks fyrir framan tölvu- skjái til aö kjósa sína menn. Það sé m.a. skýringin á því að mikill fjöldi atkvæða hafi hlaðist inn á Ingu Jónu Þórðardóttur eina nóttina. Þá segir sagan að tölvugúrú hafi lagt í það ómælda vinnu að „blokkera“ út nafn Júliusar Vífils Ingvarssonar á strik.is-vefnum þannig að hvað sem stuðningsmenn hans pikkuðu á hnappinn hans þá komst það ekki til skila í kosningunni. Þykir allt þetta umstang og vökunætur dæmi um taugaveiklun, ekki síst í ljósi þess að netkosningin er al- gjörlega marklaus... Siv launar lambið... Hjálmar Áma- son, þingmaður Framsóknar og framjóðandi til rit- arastöðu i flokkn- um, segir hið besta mál að Siv Friðleifsdóttir hafi lýst yfir áhuga á sama embætti. Ber Hjálmar sig manna- lega í samtali við DV í gær en seg- ist ekki spámannalega vaxinn að- spurður um möguleg úrslit. Þrátt fyrir hógværð Hjálmars þykjast kunnugir greina kraumandi reiði í kappanum. Framboð Sivjar í emb- ættið sé ekkert annað en hefnd fyr- ir þau orð Hjálmars fyrir skömmu að hann gæti vel unnið með flest- um þingmönnum flokksins. Á milli lína lásu menn að Siv væri sá þingmaður sem ekki væri hægt að vinna með og því launi ráðherrann þingmanninum nú lambið gráa...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.