Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Síða 11
IX FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001_______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Stuöningsmenn forsetans Stuðningsmenn Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, ætla aö hindra handtöku hans. Standa vörð um hús Milosevics Um 100 stuðningsmenn Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíu- forseta, segjast ætla að standa vörð um hús hans dag og nótt til að koma í veg fyrir handtöku hans. Stuðnings- mennirnir söfnuðust saman við heim- ili Milosevics í Belgrad í gær. Undan- farna daga hafa borist fregnir af því að handtaka Milosevics sé yfirvof- andi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna er kominn til Belgrad og bíður. í gær var greint frá að yflrvöld í Króatíu hefðu hvatt júgóslavnesk yfirvöld til að láta Milosevic svara til saka fyrir þjóðarmorð fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Vojislav Kostunica Júgóslavíuforseti er nú undir miklum þrýstingi. Hann hefur sagt að framsal Milosevics myndi valda óstöðugleika þegar verið væri að koma á lýðræði. Reiði vegna eyði- leggingar styttna Talibanar, sem ráða mestöllu Afganistan, hafa kallað yfir sig reiði heimsbyggðarinnar vegna eyðilegg- ingar á fornum sögulega verðmæt- um höggmyndum. Talibanar segja þær ekki samræmast íslamskri hreintrúarstefnu sinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt íslamstrúar- þjóðir tU að reyna að fá Talibana of- an af áformum sínum. Meðal högg- myndanna sem á að eyðileggja eru tvær risastórar styttur af Búdda, sem voru höggnar nokkrum öldum eftir fæðingu Krists. Búddistar, kristnir menn og múslímar um all- an heim eru yfir sig hneykslaðir. í>gvs Gnmmívinnnstofan ehf. Réttarhálsi 2, síml 587 6688 Sklpholtl 35, síml 568 1066 Þjónustuaðllar um land allt Gorbatsjov sjötugur Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi leiötogi Sovétríkjanna, er sjötugur í dag. Mikiö hefur veriö fjallað um Gorbatsjov í rússneskum fjölmiölum aö undanförnu og hefur hann veriö oröaöur viö embætti ráögjafa Viadimirs Pútins Rússlandsforseta. Bílstjórinn sem olli lestarslysinu alveg óhuggandi Ökumaður Land Rover-jeppans sem olli lestarslysinu við Selby í Englandi var í felum í gær og alveg óhuggandi. Fjölskylda hans vísaði á bug fréttum um að hann kynni að hafa sofnað undir stýri með fyrr- greindum afleiðingum. „Það er tóm vitleysa. Hann sofn- aði örugglega ekki. Þetta var slys,“ sagði eiginkona ökumannsins við fréttamenn í gær. Þrettán manns létu lífið í slysinu þar sem tvær lestar rákust saman eftir að önnur þeirra haföi ekið á jeppann sem var á brautarteinunum og farið út af sporinu, í veg fyrir lest sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaðurinn, Gary Hart, var í gær hjá vinafólki sínu á ókunnum stað, að sögn lögreglu. Móðir Harts sagðist vona að syni hennar yrði ekki kennt um slysið. Fyrir nokkrum dögum beindist athygli Bandaríkjamanna aö til- raunum Hugs Rodhams, bróður Hillary Clinton, fyrrverandi forseta- frúar Bandaríkjanna, til að fá mág sinn, Bill Clinton, til að náða dæmd- an fjársvikara og dæmdan flkni- efnasmyglara. Hugh fékk 400 þús- und dollara greiðslu fyrir greiðann. Nú hefur komið í ljós að Tony Rod- ham, sem einnig er bróðir Hillary, notfærði sér tengsl sín við fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna. Bandaríska blaðið New York Times greindi frá því í gær að Tony, sem virðist hafa jafn mörg vafasöm sambönd og bróðir hans, fékk Clint- on í fyrra til að náða hjónin Edgar Allan og Vonnu Jo Gregory sem fundin voru sek um alvarleg fjár- svik árið 1982. Afbrot þeirra þóttu svo alvarleg að forsetanum var eindregið ráðið frá að gefa þeim upp sakir. Þá datt hjónunum í hug að biðja vin sinn, Hneykslismálin vinda upp á sig Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Tony Rodham, um að tala máli þeirra í Hvíta húsinu í Washington. Tony varð við beiðni þeirra en harðneitar að hafa þegið fé fyrir. Tony er reyndar í viðskiptasam- bandi við hjónin. Greint var frá þrýstingi Tonys samtímis sem þrír fyrrverandi ráð- gjafar Clintons voru í gær yfir- heyrðir af þingnefnd sem rannsakar umdeildar náðanir Clintons. Nefnd- in rannsakar einkum sakaruppgjöf landflótta auðkýfings, Marcs Rich. Fyrrverandi eiginkona hans, Denise Rich, gaf stórfé í sjóði demókrata fyrir náðunina. Ráðgjafarnir þrír kváðust allir hafa verið andvígir náðuninni á Rich sem flýði til Sviss 1983. Þeir kváðust hafa talið að mál- ið hefði verið lagt til hliðar eftir fund 16. janúar síðastliðinn. Hins vegar virtist sem símtal frá Ehud Barak, fráfarandi forsætisráðherra ísraels, þann 19. janúar hefði ráðið úrslitum. Hreinsunarstarfið hafið í Seattle: Tveir eftirskjálftar í gær Það er talið því að þakka að skjálft- inn varð á miklu dýpi, eða 48 kíló- metra undir yfirborði jarðar. „Við vorum mjög heppin," sagði Locke í viðtali við sjónvarpsstöð í Seattle. „Þetta hefði getað orðið hræðilegt hefði hann verið nær yfir- borðinu eða ef hann hefði verið á Seattle misgenginu,“ sem er undir miðri borginni. Eftirskjálftamir sem riðu yfir i gærmorgun, að staðartíma, mæld- ust 3,4 og 2,7 stig á Richter. Þeir voru það öflugir að menn urðu þeirra sums staðar varir en ekki höfðu borist neinar fréttir af alvar- legum skemmdum eða meiðslum af þeirra völdum. Jarðskjálftafræðing- ar sögðu ólíklegt að öflugir eftir- skjálftar myndu koma vegna þess hve djúpt stóri skjálftinn var. Bush forseti lýsti yfir neyðará- standi í vesturhluta Washington og á hann því rétt á ríkisaðstoð. Tveir eftirskjálftar skóku vestur- hluta Washington-ríkis i Bandaríkj- unum í gær, sólarhring eftir að gríð- arlega öflugur skjálfti olli milljarða króna tjóni á mannvirkjum. Embættismenn sögðu það ganga kraftaverki næst að aðeins væri hægt að tengja eitt dauðsfall skjálft- anum, sem mældist 6,8 stig á Richt- er. Tugir manna slösuðust hins veg- ar. Skjálftinn í fyrradag var hinn öflugasti sem hefur orðið á þessum slóðum í rúma hálfa öld. Hreinsunaraðgerðir hófust í gær en margir skólar og vegir voru enn lokaðir. Gary Locke, ríkisstjóri í Was- hington, sem mat tjónið á meira en 86 milljarða króna, sagði að það gæti tekið nokkrar vikur að gera við suma þjóðvegi og brýr. Hann sagði það þó létti að skemmdimar væru tiltölulega litlar, miðað við hvað skjálftinn hefði verið öflugur. Minjagripur um skjálfta Steffan Tubbs frá Los Angeles fær sér múrstein til minningar um jarö- skjálftann í Seattle á miövikudag. Tveir bræður Hillary þrýstu á um náðun i ) i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.