Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 Skoðun TXV Spurning dagsins Ferðu oft út að borða? Kormákur Sigurðsson nemi: Já, aöallega á skyndibitastööum, Nonnabitar og Kentucky eru staðirnir mínir. Rakel Brynjólfsdóttir nemi: Já, mest samt á skyndibitastaöi og helst þá á Subway. Guðbjörg Birna Jónsdóttir nemi: Já, ég fer mjög oft á Pizza 67 viö Tryggvagötu. Birgir Steinarsson nemi: Nei, ekki mjög. En uppáhaldsmatur- inn minn fæst hjá American Style. Haukur Pálsson nemi: Á skyndibitastaöi já, Pizza Mongó á Akureyri er bestur. Erla Stefánsdóttir nemi: Nei, en Tres Locos er besti staðurinn. Flugvöllinn hér þar til hann fer! Sigurjón Sigurjónsson skrífar: Vilt þú að flugvöllurinn verði þangað til hann fer? Þið skuluð ekki halda að ég líti á borgarbúa sem ein- hver fífl sem hægt sé að ráðskast með. - Eitthvað í þessa veru hef ég oft heyrt borgarstjórann í Reykjavík segja þegar hún vill slá vopnin úr höndum and- stæðinga sinna. Ég hef tals- vert velt fyrir mér málefn- um flugvallarins og yfirvof- andi „kosningu" borgarbúa um það hvort hann skuli fara eða vera. Nú hef ég áttað mig á því að ég er búinn að láta hafa mig að algeru fífli í þessu máli. Hvort ég vil flugvöll- inn burt eða ekki skiptir ekki máli. Þessi „atkvæða- greiðsla" er að verða að al- gjörum skrípaleik. - Og ég sem ætl- aði að mæta á staðinn og kjósa. Nú er komið í ljós að það skipíir engu máli hvort ég mæti á kjörstað og kjósi eða fer bara á skíði eða eitt- hvað. Þetta er markleysa sem engan bindur, hvorki borgarstjóm, ríkis- stjóm né nokkum mann, ekki einu sinni hið dæmalausa Útvarpsráð. - Ef aðdragandinn er skoðaður þá skýrist m.a. hvers vegna mér liði eins og fífli við kjörborðið. fngibjörg Sólrún gekk fyrir skömmu frá samningi um að flug- völlurinn yrði á sínum stað næstu 16 árin. Daginn eftir ákvað hún að „Ingibjörg Sólrún gekk jyrir skömmu frá samningi um að flugvöllurinn yrði á sínum stað nœstu 16 árin. Daginn eftir ákvað hún að efna til atkvæðagreiðslu meðal borg- arbúa um það sem hún var að skrifa undir. “ efna til atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um það sem hún var að skrifa undir. Síðan hleypur forseti borgarstjórnar, Helgi Hjörvar, af stað og stofnar samtök undir kjör- orðinu „Flugvöllinn burt“. Éin- hvem veginn skildist mér á mann- inum að það gæti bara orðið nánast á morgun ef atvikin höguðu því svo. En þetta er bara ekki svona, þetta er bara grínatkvæðagreiðsla sem hefur i raun ekkert gildi annað en að dreifa huga borgarbúa. Hvers vegna göngum við ekki skrefið til fulls og lögum spurningarnar að að- stæðum? Þær gætu t.d. orðið í þessa veru: A) Vilt þú að flugvöllurinn verði kyrr þangað til hann fer? B) Vilt þú að flugvöllurinn fari, en komi síðan aftur? Opið bréf til DV Stjórn kjördæmisfélags Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboös í Reykjavík sendi þennan pistil: Á stjórnarfundi kjördæmisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs í Reykjavík mánud. 19. febrúar 2001 var samþykkt að senda DV opið bréf. Tflefnið er að VG í Reykjavík for- dæmir framsetningu DV í helgarblaði þess laugard. 17. febrúar sl. undir feit- letraðri fyrirsögn á forsíðu, „Hvíta ís- land“, ásamt opnuviðtali undir sam- hljóða fyrirsögn við varaformann í fé- lagi sem hefur það að markmiði að:... „stöðva innflutning á fólki af öðrum uppruna en evrópskum tfl íslands. Fé- lagið vill viðhalda, vernda og efla tungu, menningu og kynstofn íslend- inga, hefja þjóðernishyggju tfl vegs og virðingar og draga úr erlendum áhrif- um. Slagorð félagains er ísland fyrir Því er það með öllu óviðun- andi að DV skuli setja fram umfjöllun um þetta félag með þeim hætti sem gert var. íslendinga." VG í Reykjavík átelur DV harðlega fyrir umfjöllun þess og telur að með framsetningu umrædds efnis fari blaðið út yfir öll velsæmismörk. Aug- ljóst má vera að hér sé fyrst og fremst um að ræða auvirðilega sölumennsku. VG í Reykjavík telur að markmið og stefna þessa félags fari í bága við eina megingrein stjórnarskrárinnar sem er að: „Allir skulu vera jafnir fyr- ir lögum og njóta mannréttinda án tfl- lits til kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, lit- arháttar, efnahags, ættemis og stöðu að öðru leyti.“ Þvi er það með öllu óviðunandi að DV skuli setja fram umfjöllun um þetta félag með þeim hætti sem gert var. Athugasemd ritstjóra 1 viðtali við Guðrúnu Ögmunds- dóttur, alþingismann Samfylkingar- innar, í sama blaði og viðtalið birt- ist við varaformann Félags is- lenskra þjóðernissinna var hún spurð hvort ekki ætti að ræða for- dóma gagnvart útlendingum. „Það væri mjög freistandi að kæfa for- dóma í fæðingu," sagði Guðrún, „en það má ekki loka augunum fyrir þessum vandamálum. Við megum ekki vera í blindingjaleik,“ sagði þingmaðurinn og bætti síðan við: „En ef enginn talar um vandamálin er hætt við því að við vitum ekki af vandanum.“ Dagfari Byttur í beinni Dagfari er á því að Skjár 1 hafi fariö nokkuð vel af stað sem skemmtileg viðbót við það framboð sem í boði er varðandi sjónvarpsefni. Lengi vel leit þetta vel út en nú undanfarið er að fjara undan þessari nýju sjónvarpsstöð. Það eru einkum og sér í lagi þrír þættir sem eru stöðinni til skammar. Djúpa laugin, nýr þáttur um menningu og Bjöm og félagar sem nú er farið að sýna á fóstudagskvöldum. Gera verður þá kröfu til stjómenda sjónvarpsþátta að þeir séu þokkalega að sér í íslenskri tungu. Konumar, sem em umsjónarmenn Djúpu laugarinnar, em báðar ófærir þáttastjómendur. Þá er það einnig furðulegt aö fólki skuli leyft að lepja öl i þættinum þrátt fyrir að bannað sé að auglýsa áfengi í íslenskum fjölmiðlum. Þessi þáttur nýtur vinsælda á meðal yngi kynslóðarinnar og því mikflvægara en ella að þar sé fólk við stjómvölinn sem kann íslensku. Sömu sögu er reyndar aö segja um Bjöm og félaga á fóstudagskvöldunum, nema að þar em menn edrú á skjánum. Stjómandinn, Bjöm Jömndur Friðbjömsson, er eins langt frá því að teljast hæfur stjórnandi sem hugsast getur. Hann er málhaltur með afbrigöum og alveg sérstaklega klaufalegur sjónvarpsmaður. Stjómendur sem hægt er að nefna til samanburðar em Sjgríður Loks má nefna nýjan menningarþátt sem er mesta lágkúra sem boðið hefur verið upp á í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar. „Hettumávamir“ sem stýra þættinum virðast hafa það eitt að markmiði að auglýsa brennivín og bjór og ná því að vera undir áhrifum í þáttunum. Amardóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Fréttastofa Skjás 1 minnir um margt á leikskóla frekar en fréttastofu. Reyndar er það yfirlýst stefna Skjás 1 að vera með öðmvísi fréttir en hinar stöðvamar en fyrr má nú rota en dauðrota. Öll umfjöllun á fréttastofunni, ef hægt er að nefna stofuna því nafni, er í bamalegum aulahúmorsstíl. „Fréttamennimir" alltaf að rembast við að vera fyndnir og í langflestum tilfellum mistekst það hrapallega. Loks má nefna nýjan menningarþátt sem er mesta lágkúra sem boðið hefur verið upp á í íslensku sjónvarpi fyrr og síöar. „Hettumávamir" sem stýra þættinum virðast hafa það eitt að markmiöi að auglýsa brennivin og bjór og ná þvi að vera undir áhrifum í þáttunum. Á sérstaklega bamalegan og aulalegan hátt er reynt aö vera öðravísi en aðrir en það hefur algjörlega mistekist. Hér er um að ræða menningarþátt sem er Skjá 1 tfl mikillar skammar og verður að treysta því að stjórnendur stöðvarinnar átti sig á þessu sem fyrst og taki þáttinn af dagskrá. Ef Skjár 1 ætlar sér að verða að alvöra sjónvarpsstöð sem tekin er alvarlega verða stjómendur stöðvarinnar að sýna örlítið siðferðisþrek og vanda valið þegar stjómendur þátta eru annars vegar. _ n . Stofnanir úr Reykjavík Kistinn Sigurðsson skrifar: Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi varðandi flutning ým- issa stofnana úr Reykjavik út á land og virðist mönnum í þeim flokki standa á sama þótt hundruð manna missi vinnu sína. Þeir byrjuðu á Landmælingum ríkisins. Og þótt Hæstiréttur úrskurðaði það ólöglegt, þá var lögunum bara breytt og Sjálf- stæðisflokkurinn samþykkti orða- laust. Næst var það Byggðastofnun og siðan RARIK og þar er rústað afkomu hundruðum manna. Enginn þeirra er öruggur um að fá vinnu sambærilega við þá sem hann hafði. Mikil reiði er meðal starfsmanna þessara stofnana. Ég tel að í næstu kosningum til borg- arstjórnar og síðar Alþingis muni Sjálftæðisflokkurinn tapa allt að 3000 atkvæðum, því þessir menn og konur eiga fjölskyldur, kunningja og vini og það fólk sem hugsanlega kaus Sjálf- stæðisflokkinn mun kjósa ýmist Vinstri-græna eða Samfylkinguna. Maður spyr sig hvað ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins séu að hugsa. Þeir eru líka þingmenn Reykjavíkur, en segja já og amen þegar Framsókn vill rústa lífsafkomu fólks. - Hvað er næst? Reykjavíkurflugvöllur Stendur á Skitdinganesinu aö mestu. Flugvöllurinn er ekki í Vatnsmýrinni Kristín ÞorvaJ_dsdótUr_hringdi: Reykjavíkurflugvöllur er alls ekki í Vatnsmýrinni nema að litlum hluta.í umræðunni er talað eins og hann sé allur í mýrinni. Völlurinn stendur á Skildinganesinu, en smáendi norður- suðurbrautarinnar nær aðeins út í Vatnsmýrina. Þeir sem vilja vemda Vatnsmýrina eiga lika að vilja vernd- un flugvallarins, því völlurinn vernd- ar Vatnsmýrina. Meðan hann fær að vera verður ekki byggt í mýrinni og i henni má ekki byggja, því þá eyði- leggst Tjörnin. Ég er sammála Birni Guðmundssyni í DV á laugardag að það er fáránlegt að tala um flugvöll úti á Skerjafirðinum. Það gengi aldrei. Ég hef búið í meira en 50 ár við flugvöllinn í Litla Skerjafirði. Hann hefur verið góður nágranni og hér líð- ur fólki vel. Héma í Skerjafirðinum er gott loft - það stafar af því að við höfum flugumferð en ekki bílaumferð i þéttri byggð eins og nú er lagt til. Fíkniefnafárið í Eyjum Gunnar Magnússon skrifar: Mér finnst þessi umræða nú um fíkniefhi sem sögð voru til staðar í skipi sem kom tfl Vestmannaeyja en fundust ekki hljóma afar ein- kennilega. Ekki síst eftir að þing- maður þeirra Sunn- lendinga, úr Sam- fylkingunni, hefur tekið málið upp og á allt öðrum forsendum en maður hefði talið að ætti að taka málið upp á. Mér og öðram sem hafa heyrt rætt um þetta mál sýnist það snúa einung- is að þeim í Vestmannaeyjum, en ekki koma lögreglunnni í Reykjavík baun við. Ekki væri ég hissa þótt þingmað- urinn væri fenginn til þess að ganga í málið af slíkri hörku sem raun ber vitni, til þess að kveöa niður frekari umfjöllun um þetta furðulega fikni- efnamál í Eyjum og koma höggi á dómsmálaráðherra í leiðinni. Lúövík Bergvinsson alþm. Undarleg fyrir- taka hjá þing- manninum. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- ínn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.