Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
Fréttir
DV
Bláhvamms-manndrápsmálið sem Hæstiréttur vísaði heim í hérað hafið á ný:
Frekari rannsókn -
sömu héraðsdómarar
- Hæstiréttur vill sérfræðiálit og skýrt mat héraðsdóms á trúverðugleika ákærða
Rannsókn heldur áfram í Bláhvammsmálinu
Hæstiréttur teiur framburö sonar hins látna tortryggilegan og vill aö héraösdómur geri skýrt mat á frásögn hans.
Sömu þrír héraðsdómarar og
dæmdu svokallað Bláhvammsmál, þar
sem 22 ára karlmanni var gefið að sök
aö hafa banað fóður sínum á heimili
þeirra í Reykjahreppi í Þingeyjarsýslu
þann 18. mars á síðasta ári, þinguðu í
málinu á ný í Héraðsdómi Norður-
lands í morgun eftir að Hæstiréttur
ómerkti dóminn og vísaði heim í hér-
að á ný. Til stóð í þinghaldi á Akureyri
í morgun að þeir Freyr Ófeigsson dóm-
stjóri, Halldór Halldórsson og Ásgeir
Pétur Ásgeirsson fælu ákæruvaldinu
að afla frekari gagna í samræmi við
fyrirmæli Hæstaréttar. Mun lögreglu-
rannsókn því heflast á ný. Samkvæmt
upplýsingum DV er stefnt að því að
dómur gangi í málinu á ný í héraði í
maí og helst ekki síðar en í júní, fyrir
réttarhlé.
Héraðsdómur hafði áður sýknað
ákærða af ákæru um manndráp en
sakfellt fyrir gáleysi í meðferð skot-
vopna og dæmt hann í 4ra mánaða
skilorðsbundiö fangelsi. Hæstiréttur
vísaði hins vegar málinu heim í hérað
á ný, m.a. með þeim orðum að málið
hefði legið þannig fyrir héraðsdómi að
rökstuddur grunur hefði verið fyrir
hendi um að ákærði hefði framið
manndráp.
Sérfræöimats veröur krafist
Hæstiréttur vill að héraðsdómur
hlutist til um að rökstutt sérfræðOegt
mat verði fengið á því hvort eða hvem-
ig staðsetningar hins unga manns við
rúm fóður síns geti komið heim og
saman við frásögn ákærða um að um
slysaskot hefði verið að ræða.
Einnig var málinu vísað heim í hér-
að af þeirri ástæðu að sérstaka athug-
un þurtl að gera á því hvort unnt sé að
meta út frá blóði á og við líkið hver
staða höfúðs hins látna hafi verið er 3
skotum var hleypt af. Einnig vill
Hæstiréttur að rannsakað verði til
þrautar hvort unnt sé með tæknilegum
rannsóknum að fá fram frekari vís-
bendingar af ljósmyndum sem teknar
vom þegar lögregla kom á vettvang.
Héraösdómur á aö taka af-
stööu til trúveröugleika
ákæröa
Auk framangreindra atriða fer
Hæstiréttur fram á að héraðsdómur
„kveði skýrt á um mat sitt á sönnunar-
gildi og trúveröugleika framburðar
ákæröa". Við meðferð málsins í
Hæstarétti sagöi Bogi Nilsson ríkissak-
sóknari að Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefði fjallað um fæst þeirra at-
riða sem þó lægju fyrir i málinu og
þýðingu þeirra - upplýsingar um at-
burðarás og málavexti.
Hæstiréttur benti á að ákæruvaldið
mæti það svo, með hliðsjón af gögnum
málsins í heild, að niðurstaða ríkissak-
sóknara væri afdráttarlaust sú að næg
sönnun, sem ekki verði vefengd með
skynsamlegum rökum, hafi komið
fram um að ákærði hefði framið þann
verknað sem hann var ákærður fyrir.
Framferði ákærða bendir tii
sektar - blekkingar
Hæstiréttur féllst á með ákæruvald-
inu að framferði ákærða gæfi ákveðn-
ar vísbendingar um sekt hans. Þannig
hafi hann breytt vettvangi og fjarlægt
sönnunargögn áður en lögreglan kom
að Bláhvammi þar sem faðir ákærða
fannst í rúmi sínu. Þannig bendir
Hæstiréttur á að ákærði hefði látið líta
út eins og um sjálfsvíg hefði verið að
ræða. „Blekkti hann þar með lögreglu-
menn og leiddi þetta
til þess að ummerkj-
um á vettvangi var
eytt,“ segir í niður-
stöðum Hæstaréttar.
Þrír dagar liðu fram
að krufningu en þá
kom í ljós að líkið
var með 3 skotsár-
um, ekki einu eins
og fyrst hafði verið
talið. Beindist grun-
ur þá að ákærða.
Hann bar hins vegar
fyrir sig að að hafa
ætlað að taka eigið
líf fyrir framan rúm
fóður síns - haldandi
á rifHinum en sitjandi og snúið baki í
fóðurinn sem hafi tekið í byssuna
þannig að skot hafi hlaupið af.
Hleður eínhver byssu í myrkri,
lítur undan og hittir tvisvar?
Það sem fjallað verður um i réttar-
höldunum sem fram undan eru á Ak-
ureyri að lokinni frekari lögreglurann-
sókn er frekara mat á frásögn ákærða
sem Hæstiréttur taldi „tortryggilega".
Þannig þykir ótrúverðugt að ákærði
hafl í fyrsta lagi ætlað að svipta sig lífi,
í öðru lagi að faðirinn hafi gripið um
hlaupið með þeim afleiðingum að skot
hafi farið í höfúð hans. í þriðja lagi
taldi Hæstiréttur tortryggilegt að
ákærði hefði eftir slysaskotið tvívegis
hlaðið riffilinn en til þess þyrfti átak.
Síðan hefði hann skotið tveimur skot-
um í enni foðurins, bæði nær þvi á
sama stað í ljóslausu herbergi - en
samt hefði hann litið undan.
Auk þessa benti Hæstiréttur á að
við þetta bættist að röksemdir hefðu
komið fram hjá reyndum lögreglu-
mönnum sem gæfú tilefni til að efast
um að atburðir hefðu getað gerst með
þeim hætti sem ákærði hefði haldið
fram.
Búast má við að aðalmeðferð nýrra
réttarhalda hefjist innan fárra vikna.
-Ótt
Réttarhöld á Akureyri
Þrír dómarar þinguöu á ný í Bláhvammsmálinu á
Akureyri í morgun.
Mettúr hjá Kleifaberginu:
Hásetahlutur 1,2
milljónir á 38 erf-
iðum dögum
Kleifabergið frá Ólafsfirði kom inn
fyrir helgina, rétt eftir að verkfall sjó-
manna skall á, með afla sem er 120
milljóna króna virði. Hásetahluturinn
eftir 38 sólarhringa úthald, veiði og
vinnslu 500 tonna af dýrum fiski, ekki
síst grálúðu, er 1,2 milljónir króna.
Áhöfnin, 26 duglegir sjómenn, fór
beint í fyrirskipað verkfall, en ekki
munu þeir allir ánægðir með að leggja
niður störf. Kleifabergið var að veið-
um á hefðbundnum slóðum við land-
ið, byrjaði í grálúðu og endaði í karfa.
Túrinn var stílaður upp á verkfallið.
„Þetta er mikið áreiti og mikil
vinna að vera á 76 vöktum, kaupið er
ágætt en engin ofboðsleg laun,“ sagði
Víðir Jónsson skipstjóri. Hann sagði
að skipverjar reru annan hvern túr.
-JBP
Oli í Sandgerði seld-
ur á 700 milljónir
DV, Akranesi: ______________________
Óli í Sandgerði fyllti.sig á loðnumið-
unum við Vestmannaeyjar á mánu-
dagskvöldið fyrir rúmri viku. Skipið
hélt að því búnu af miðunum inn til
Vestmannaeyja, þar sem loðnunótin
var sett í land. Það kom sér vel þar
sem Víkingur fékk risakast nokkrum
klukkutímum síðar og sprengdi nótina
sína. Hann gat því rennt sér inn til
Eyja til þess að sækja nótina hans Óla.
Frá Vestmannaeyjum hélt Óli í
Sandgerði beint til Noregs þar sem afl-
anum var landað á fimmtudag. Að lok-
inni löndun var skipið afhent nýjum
eigendum. Skipið hefur fiskað vel frá
áramótum eða rúm 22.000 tonn af
loðnu. Söluverð skipsins er rúmar 700
milljónir króna. Skipið mun heita Or-
dinat, kemur í stað eldra skips sem
hafði sama nafn. Það skip var selt til
Rússlands. Skipið mun halda næstu
daga til veiða á kolmunna við Irland en
það mun annars stunda makríl-, sild-,
loðnu- og kolmunnaveiðar.
Dalvík og Ólafsfjörður:
Framtíðarskíða-
menn
Unglingameistara-
mót íslands á skíðum '
fer fram dagana 29. mars
til 1. apríl á Dalvík og Ólafs-
firði. Mótið verður haldið sameigin-
lega af Skíðafélagi Dalvíkur og skiða-
deftd Leifturs. Keppt er í flokkum 13-14
ára og 15-16 ára. Mótið verður sett í
Dalvíkurkirkju fimmtudaginn 29. mars
kl. 21. Á fóstudeginum verður keppt í
stórsvigi og göngu með frjálsri aðferð,
á laugardag verður keppt í svigi og
göngu með hefðbundinni aðferð og á
sunnudag i risasvigi og boðgöngu. -hiá
Veðrið í kvöld
m'
..
*(S
-áots
Austan og suðaustlægar áttir
Austan 5 til 8 m/s allra syðst en annars
fremur hæg suðaustlæg átt. Skýjaö og dálítil
él, einkum við sjóinn en víða léttskýjaö á
Norðurlandi. Hiti O til 4 stig sunnan til að
deginum en annars frost 2 til 10 stig, kaldast
á Norðausturlandi.
Sólargangur og sjávarföil
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 19.44 17.56
Sólarupprás á morgun 07.25 08.58
Siödegisflóö 16.24 20.57
Árdegisflóö á morgun 04.47 09.20
Skýrtngar á yefyfjrtáfetujm
J*-»VINDÁTT 10V-HITI -10? &
^VINDSTYRKUR í metrum á sekúndu ^FROST HEIÐSKÍRT
JD D>,o
UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
V,í' •WW
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
'W -\r =
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA
Veðríð á morgun
Greiðfært um helstu þjóðvegi
Greiöfært er um alla helstu þjóövegi
landsins, hálka eöa hálkublettir eru þó
á heiðum á Vestfjörðum, Noröaustur-
landi og Austurlandi.
lEÍHE
Viða léttskýjað á Norðurlandi
Austan 5 til 8 m/s allra syðst en annars fremur hæg suðaustlæg átt.
Skýjaö og dálítil él, einkum viö sjóinn en víöa léttskýjað á Noröurlandi. Hiti
O til 4 stig sunnan til en annars frost 0 til 5 stig.
Fimmtu
Vindur: /J'
10-15 nv's
Híti 3° tii -5°
NA 10-15 m/s norövestan
til en annars fremur hæg
austlæg átt. Hiti 0 til 3
stig sunnanlands en frost
0 til 5 stig noröan tll. Él
um allt land.
Föstud
.
WM
Vindur:
5-8 m/»
Hiti 0° til
Laugard
Vindur. /O r' \
Hiti 0“ til -5* 0oo°o0
Fremur hæg NA-átt og él
á noröanveröu landlnu en
skýjaö með köflum sunnan
tll. Frost 0 tll 8 stig,
kaldast á Noröurlandi.
Breytileg átt, él og frost
yfirleitt á blllnu 0 tll 5 stlg.
| Veðríð kl. 6
AKUREYRI léttskýjaö -7
BERGSSTAÐIR skýjað -3
BOLUNGARVÍK alskýjaö -4
EGILSSTAÐIR -5
KIRKJUBÆJARKL. -1
KEFLAVÍK skýjaö 1
RAUFARHÖFN alskýjaö -4
REYKJAVÍK skýjaö 0
STÓRHÖFÐI léttskýjaö 1
BERGEN léttskýjaö -5
HELSINKI léttskýjaö -12
KAUPMANNAHÖFN alskýjaö -3
ÓSLÓ þoka -12
STOKKHÓLMUR -8
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 1
ÞRÁNDHEIMUR snjóél -10
ALGARVE þokumóða 12
AMSTERDAM skýjaö 0
BARCELONA léttskýjaö 14
BERLÍN snjókoma -3
CHICAGO skýjaö 1
DUBLIN skýjaö 3
HAUFAX hálfskýjað 1
FRANKFURT skýjaö -2
HAMBORG léttskýjað -6
JAN MAYEN skafrenningur -18
LONDON skýjaö 3
LÚXEMBORG léttskýjaö -2
MALLORCA þoka 9
MONTREAL heiöskírt -2
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 3
NEWYORK heiðskírt 6
ORLANDO alskýjaö 20
PARÍS alskýjaö 4
VÍN léttskýjaö 3
WASHINGTON heiösklrt -2
WINNIPEG alskýjaö 0
M #11, ;)X*Íl ill? :l-| ý'jf|rj