Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 Fréttir I>V Meö nælonsokka á höfðum og kúbein í höndum: Rússneska mafían handtek- in á pósthúsi á Stórhöfða - bjuggu á Farfuglaheimilinu í Laugardal - myndbandsupptaka felldi þá „Þeir klikkuðu á smáatriðum," sagði Gunnleifur Kjartansson rannsóknarlögreglumaður eftir að lögreglan í Reykjavik hafði hand- tekið þrjá austur-evrópska inn- brotsþjófa sem höföu látið greipar sópa í tveimur verslunum í aust- urbæ Reykjavíkur. Innbrots- þjófarnir komu til landsins með Flugleiðavél frá Kaupmannahöfn á föstudaginn og létu til skarar skríða í verslun Hans Petersen á Laugavegi 178 strax nóttina eftir. Aðfararnótt sunnudagsins brutu þeir sér leið inn i raftækjaverslun Bræðranna Ormsson við Lágmúla og tæmdu þar flestar hillur á met- tíma. Samkvæmt myndbandsupp- töku úr verslun Hans Petersen voru innbrotsþjófarnir aðeins í 27 sekúndur inni í versluninni og gengu hratt og örugglega til verks. í hugum lögreglumanna er enginn vafi á að hér er rússneska mafian að verki. Rússi, Efsti og Lithái „Þetta eru þrír menn, rétt lið- lega tvítugir, einn Rússi, einn Eist- lendingur og einn Lithái. Þeir hafa komið gagngert til landsins til að ræna verslanir og áttu bókað far aftur út snemma í morgun,“ sagði Gunnleifur Kjartansson. „Við gát- um ekki þekkt mennina á mynd- bandsupptökunni því þeir voru með nælonsokka á höfðum. Við gripum þá til þess ráðs að spóla til baka og skoða viðskipavinina í Hans Petersen sem komið höföu i verslunina á föstudaginn.“ Fundust í Laugardalnum Við skoðun á myndbandsupp- tökunni komu lögreglumenn auga á þrjá menn sem voru að litast um í búðinni og virtust vera af er- lendu bergi brotnir. Hófst nú áköf Farfuglaheimlliö í Laugardalnum Hér bjuggu innbrotsþjófarnir meó gðss sitt. Egill Sigurösson hjá verslun Hans Petersen viö Laugaveg Stafræn fagverslun meö dýrustu tækin - vandlega vaiin af ræningjunum. Bræöurnlr Ormsson Vaöiö í gegnum gler í aöalanddyri. leit að þessum mönnum á hótelum og gistiheimilum höfuðborgarinn- ar. Leitin bar brátt árangur því mennirnir þrir sem heimsótt höfðu verslun Hans Petersen á fóstudaginn reyndust búa á far- fuglaheimilinu í Laugardal Eltir á pósthús „Svo heppilega vildi til aö þegar menn mínir birtust í Laugardaln- um voru hinir grunuðu að bera út pappakasa í bíl. Þeim var veitt eft- irför upp á pósthúsið á Stórhöfða og þurfti þá ekki lengur vitnanna við,“ sagði Gunnleifur Kjartans- son. Mennirnir voru handteknir og í Ijós kom að í kössunum var allt góssið sem rænt hafði verið úr verslunum Hans Petersen og Bræðranna Ormsson; myndavélar, fartölvur og myndbandstæki; allt tæki af vönduðustu gerö og vand- lega valin af innbrotsþjófunum. Óöu í gegnum gler í verslun Hans Petersen á Laugaveginum óðu innbrots- þjófarnir í gegnum stóran sýning- arglugga vopnaðir kúbeinum og hjá Bræðrunum Ormsson stukku þeir hreinlega í gegnum gler í að- alinngangi verslunarinnar. Þýfið sem þeir höfðu á brott með sér er metið á um 8 milljónir króna og vó ekki undir 40 kílóum þegar lög- reglan kom höndum yfir það á pósthúsinu á Stórhöfða. Gunnleifur Kjartansson er sann- færður um að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem rússneska mafian lætur tU skarar skríða hér á landi: Ekki í fyrsta sinn „Ég tel að þeir hafi komið hing- að fyrst fyrir tveimur árum þegar tvær fataverslanir í miðborg Reykjavíkur voru tæmdar án þess að málið væru nokkru sinni upp- lýst,“ sagði Gunnleifur og átti þar við innbrot í tískuverslunina Spaks manns spjarir í Þingholts- stræti og herrafataverslunina Herra Reykjavík á miðjum Lauga- veginum. Sá fatnaður sem þar hvarf hefur vafalítið verið notaður sem skiptimynt í umsvifamiklum viðskiptum rússnesku mafiunnar í Austur-Evrópu. Innbrotsþjófarnir þrir sátu í gærkvöldi í fangageymslum lög- reglunnar við Hverfisgötu og var stefnt að því að færa þá fyrir dóm- ara hið fyrsta. -EIR Hollustuvernd ríkisins og Embætti yfirdýralæknis: Upplýsingakerfið hýst á Akureyri DV, AKUREYRI:_____________________ Þekking-Upplýsingatækni annars vegar og Hollustuvernd ríkisins og Embætti yfirdýralæknis hins vegar skrifuðu í dag undir samning um rekstur og hýsingu samræmds upp- lýsingakerfis en kerfiö veröur hýst hjá Þekkingu hf. á Akureyri. Samningur þessi er hluti af stærri samningi sem sömu aðilar hafa gert viö upplýsingatæknifyrir- tækið Hugvit hf.. í honum felst að Hugvit mun annast gerð samræmds upplýsingakerfis fyrir Hollustu- vernd, Embætti yfirdýralæknis og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Kerfið, sem er gert af Hugviti hf„ byggist á GoProCase sem er staðlað kerfi frá GoPro Landsteinar Development. Keifið keyrir á Lotus Notes Domino Server. Til tölfræði- legrar úrvinnslú verða gögn keyrð yfir i MS SQL gagnasöfn en allt við- mót verður í gegnum vafra. í samningi þeim sem undirritað- ur var nú felst að Þekking hf. mun sjá um hýsingu upplýsingakerfisins, gagnasafns og vefsíðna er tengjast kerfinu. Þá mun Þekking sjá um uppsetningu kerfisins. Helstu markmið með samningn- um er að stuðla að hagkvæmum rekstri kerfisins, hámarka rekstrar- öryggi þess og stuðla að samræmd- um rekstri þess. Gerð var krafa um það í útboðs- lýsingu að bjóðendur hefðu a.m.k. tveggja ára reynslu í rekstri upplýs- ingakerfa fyrir utanaðkomandi aö- ila og hefðu a.m.k. fjórum starfs- mönnum á að skipa sem starfa við almenna notendaþjónustu. Einnig var það krafa að bjóðendur ynnu eftir skjalfestum verkferlum og hús- næði og aðstaða uppfylltu eðlilegar kröfur, bæði hvað varðar innra og ytra öryggi. Aö sögn Alberts Sigurössonar hjá Hollustuvernd ríkisins voru helstu ástæður þess að Þekking hf. varð fyrir valinu sem hýsingaraðili upp- lýsingakerfisins þær að fyrirtækið uppfyllir allar kröfur um öryggis- mál og er með hagstæða verðlagn- ingu. Albert sagði starfsfólkið með trausta fagþekkingu og gott viðmót. Einnig vó þungt að framþróun í gagnaflutningum um háhraða nettengingar hefur tryggt að land- fræðileg staðsetning skiptir ekki lengur máli hvað varðar hýsingu á upplýsingakerfum. Þekking hf. er eitt öflugasta fyrir- tæki landsins á sviði hýsingar- og rekstrarþjónustu. Það er með á fimmta tug starfsmanna og starfs- stöðvar á tveimur stöðum á land- inu, á Akureyri og í Kópavogi. Fyr- irtækið var stofnað þann 1. nóvem- ber 1999 af KEA og íslenska hugbún- aðarsjóðnum. -gk Kampakátir Framsóknarmenn eru kátir eftir flokks- þingið og þykir mönn- um sem vel hafi tek- ist til með kosningu á nýrri forustu. t pottinum hafa menn einna helst haft áhyggjur af slæmri útreið Ólafs Amar Haraldssonar í varaformannskjör- inu og fullyrt er að ýmsir hafi beinlínis óttast að Ólafur hætti í flokknum og túlkaði niðurstöð- una þannig að sér hafi verið hafnað. Því munu margir flokksmenn hafa gert sér far um að ræða við Ólaf eftir kosninguna og reynt að bera smyrsl á sárin - enda munu tilteknir flokks- menn í Reykjavik ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef Ólafur hrektist úr flokknum og settist á lista hjá vinstri grænum í næstu kosningum!... Jón formaður? Lending framsóknarmanna í sjávar- útvegsmálum vakti líka athygli í pott- inum. Þar er farin Evrópunefndar-leið- in og ákveðið að setja málið i stóra vinnunefhd. Enn mun ekki kominn formaður í þessa nefnd en stríðandi fylkingar munu áQáðar i að hreppa þá stöðu. Talsverðar líkur eru þó taldar á því að Jón Sigurðs- son, hagfræðingur sem stýrði starfi Evr- ópunefndarinnar verði fenginn i þetta jobb, því hann þótti standa sig vel í Evrópunefndinni og hann er ekki eymamerktur ákveðinni fylkingu í sjávarútvegsmálum heldur... Dugar stemningin? Samfylkingarmaðurinn i heita pott- inum fylgdist eins og fleiri með því sem fram fór á flokksþingi framsókn- armanna. Ummæli hans vöktu tals- verða athygli, en hann sagði stemn- inguna og ein- drægnina á þinginu áberandi og í raun keimlíi5a;þeirri stemnifigu. baráttu- gleði óg éíndrægni sem ríkt hafi á öðrum fundi fyrir nokkrum mánuðum - en það var á sto&ifundi Samfylkingarinnar. Sú stemning hafi þó dugað Samfylking- unni skammt, spumingin væri hvort þetta yrði eins hjá framsókn... Alltaf sigrar Ingibjörg Úrslit atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar er siður en svo óumdeild og sýnist sitt hverjum. Þrátt fyrir lélega þátttöku hrósa and- stæðingar vallarins sigri og það þótt kjörsókn hafi verið langt undir þeirra væntingum og mun- ur á fylkingunum, þegar upp var staðið, sáralítill. Af þessu öllu varð til þessi vísa: Vatnsmýrin er vot og körg þó vinir hennar hrósi og alltaf sigrar Ingibjörg þó aðeins fáir kjósi Guðni flottur Guðni Ágústsson var yfirburða-sig- urvegari í varaformannskjöri Fram- sóknarflokksins um helgina. Hann malaði meintan kandídat Halldórs Ás- grímssonar flokksformanns og einnig rúllaði hann upp Ólafi Emi Haralds- syni heim- skautafara. Greini- legt er að Guðni var sterkari á svellinu en bæði pólfarinn og fulltrúi þéttbýl- inga. Sagt er að þessi úrslit skerpi linur í Framsóknarflokknum sem verði enn meiri bændaflokkur en áður. Með þennan mikla stuðning að baki geti Guðni gefið Reykjavíkurgemsum langt nef og átakalitið flutt höfuðstöðv- ar flokksins austur á Ölfúsárbakka... m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.