Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2001, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001
13
IDV
Utlönd
Pólitískt hneyksli í kosningabaráttunni:
Dömubuxur og mafíu-
ásakanir skekja Ítalíu
Pólitískt hneyksli skekur nú ítal-
íu tveimur mánuðum fyrir kosning-
ar. Málið snýst um háðsádeilusjón-
varpsþátt sem bendlaði forsætisráð-
herraefni hægri manna, Silvio
Berlusconi, við mafiuna.
Hægri menn fullyrða að
Berlusconi hafi verið tekinn opin-
berlega af lífi í þættinum Satyricon
sem ríkissjónvarpið sendir út.
Stjórnandi þáttarins, Daniele Lutt-
azzi, er alræmdur eftir að hafa þef-
að af nærbuxum fallegrar konu í
beinni útsendingu. Þáttastjórnand-
inn er einnig frægur fyrir viðbrögð
sín við gagnrýni þeirra sem sögðu
þáttinn sorp og það eina sem vant-
aði væri að menn ætu skít. „Þetta
var góð hugmynd," sagði Luttazzi
viku seinna og hámaði í sig saur,
reyndar úr súkkulaði, að því er
kemur fram í norska blaðinu Aften-
posten.
Blaðið greinir frá því að Luttazzi
hafi á dögunum boðið i þátt sinn
Marco Travaglio sem skrifað hefur
bók um hvernig Berlusconi rakaði
saman auðæfum sínum og möguleg
tengsl hans við mafluna. Auk þess
sýndi Luttazzi brot úr óbirtu viðtali
við þjóðarhetjuna Paolo Borsellino
sem var á eftir maflunni. í þessu rit-
skoðaða viðtali nefnir BorseOino,
sem mafían sprengdi í loft upp 1992,
möguleg tengsl mafíunnar og
Berlusconis.
Vinstri menn og miðjumenn
verja sjálfstæði ríkissjónvarpsins
en hægri menn krefjast þess að
stjórn sjónvarpsins verði látin
víkja. Þátturinn Satyricon hefur
verið tekinn af dagskrá um óákveð-
inn tíma. Fulltrúar hægri manna í
stjórn sjónvarpsins hafa dregið sig í
hlé og hægri sinnaðir stjórnmála-
menn hóta því að koma ekki fram í
þáttum sjónvarpsins fyrr en hlut-
leysi sé tryggt.
Silvio Berlusconi
Segir allar ásakanir vera pólitískar
ofsóknir.
Stjórnmálaskýrendur eru ekki í
vafa um að deilan snúist í raun um
hver eigi að hafa yfirráð yfir þrem-
ur rásum ríkissjónvarpsins fyrir og
eftir kosningarnar. Það er hefð á
Ítalíu að sigurvegarinn geri innrás í
sjónvarpið.
Sjálfur hefur Berlusconi yfírráð
yfir þremur stærstu einkasjón-
varpsstöðvunum. Sigri hann í kosn-
ingunum verða 90 prósent sjón-
varpssendinga undir yfirráðum
hægri manna.
Það hefur aldrei áður verið fjallað
um það i sjónvarpi hvernig
Berlusconi byggði upp veldi sitt.
Það hefur ekki verið rætt í sjón-
varpinu hvers vegna hann hafi haft
mafíuforingja sem stallara í 18 mán-
uði. Þagað hefur verið um bækurn-
ar sem fjalla um þessi mál.
Berlusconi svarar öllum ásökunum
með því að segja að þær séu
pólítískar ofsóknir.
•Vitlaasir
Neil Simon
laugard. 24. mars
kl. 20
Síðasta tækifæri
tii að sjá þennan
skemmtilega
gamanleik!
Á Akureyri
og á ferð
Ariel Sharon
Forsætisráöherra Israels feryfir
skjöl á leiö sinni til Bandaríkjanna
þar sem hann hittir ráöamenn.
Sharon vill að
þrýst verði á
Palestínumenn
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, hvatti þjóðir heims í gær til
að auka þrýsting sinn á Palestínu-
menn um að láta af ofbeldisaðgerð-
um og sagði enn einu sinni að ekki
væri mögulegt að semja um frið fyrr
en blóðbaðinu linnti.
Sharon er í Washington þar sem
hann hittir George W. Bush Banda-
ríkjaforseta aö máli síöar í dag. Það
verður fyrstu fundur þeirra síðan
þeir tóku við embætti æðstu manna
landa sinna. Búist er við að Bush og
bandarísk stjómvöld þrýsti á Shar-
on um að fara hægar í sakirnar í
aðgerðum sínum gegn Palestínu-
mönnum.
Sharon sagði í gær að ísraelar
myndu gera það sem þeir gætu til
að komast að friðarsamkomulagi.
Drottningarmað-
ur ver reykingar
Hinrik prins, drottningarmaður í
Danmörku, kom til .vamar reyking-
um eiginkonu sinnar, Margrétar
Þórhildar, á fundi með íinnskum
fréttamönnum í Kaupmannahöfn í
gær. Tilefnið var frétt danska blaðs-
ins BT í gær þar sem sagt er frá
gagnrýni belgísks prófessors á reyk-
ingar Danadrottningar.
„Leyfum fólki að deyja af reyk-
ingum ef það vill deyja. Það er
þeirra eigið mál,“ sagði prinsinn og
benti á að Ingiríður drottningar-
móðir hefði reykt meira en Margrét
Þórhildur og hefði þó orðið níræð.
Margrét drottning sagði finnsku
fréttamönnunum að það væri
ekkert leyndarmál að hún reykti.
„Fólk má tala um það sem það vill,“
sagði Danadrottning.
Úr öskuhaugunum í hátískuna
Jeane de Mattos, sem er 27 ára gömul móðir, sýnir nýjustu nærfatatískuna á auglýsingu fýrirtækisins Du Loren
lingerie. í baksýn er fátækrahverfið Rocinha sem er stærsta fátækrahverfiö i Suður-Ameríku.
eftir:
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Siguróur Sigurjónsson.
Sýningar í lönó
Miðasalan opin alla virka
daga, nema mánudaga, frá kl.
13:00-17:00 og fram að sý-
ningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Smáauglýsingar
visir.is
Sveitarstjórnarkosningar í Frakklandi:
Vinstriflokkarnir
fengu á baukinn
Sósíalistaflokkurinn í
Frakklandi, sem fer með
völdin í landinu, fékk ær-
lega á baukinn í síðari um-
ferð bæjar- og sveitarstjórn-
arkosninganna á sunnudag.
Þrátt fyrir glæsta sigra
vinstrimanna í höfuðborg-
inni París og næststærstu
borginni Lyon töpuðu þeir
um þrjátíu borgum og bæj-
um.
Fréttaskýrendur frönsku
blaðanna sögðu í gær að
samsteypustjórn Lionels
Jospins forsætisráðherra
myndi tapa ' bingkosningunum á
næsta ári, úrslitin frá því á
sunnudag yrðu endurtekin.
Þeir spá þvi að Jacques Chirac
forseti myndi nú beijast
fyrir því með oddi og egg að
þingkosningarnar yrðu
haldnar áður en hann býð-
ur sig fram til endurkjörs í
forsetaembættið. Fastlega
er reiknað með því að hann
muni þar keppa við Lionel
Jospin.
Jospin hefur reynt að
koma því þannig fyrir í
þinginu að forsetakosning-
arnar verði haldnar á und-
an, þar sem það myndi
styrkja stöðu hans og ríkis-
stjórnarinnar.
Kommúnistar, sem eru í stjórn
Jospins, fóru líka illa út úr kosning-
unum en græningjum vegnaði aftur
á móti betur.
Lionel Jospin
Því er jafnvel
spáö aö forsætis-
ráöherra Frakk-
tands stokki upp.
Útsöluhornið,
30-70%
afsláttur
Bretti, húdd, stuðarar,
ökuljós, afturljós,
stefnuljós, hliðarlistar,
hjólkoppar, loftbarkar,
mottur, vatnsdælur,
fjaðragormar,
bremsuklossar
og fleira.
varahlutir
Stórhöfða 15 • S. 567 6744
TOSKUR
-margar stærðir
RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 • FAX 568 0215
rafver@simnet.is