Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001
5
x>v
Fréttir
Faðir fórnarlambs flugslyssins í Skerjafirði:
Afsagnar flugmálastjóra og yfir-
manns flugöryggissviðs krafist
- sem og sviptingu leyfis Leiguflugs ísleifs Ottesens ehf.
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Breytingar hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga:
Starfsfólki sagt upp
DV, STOÐVARFIRÐI:____________________
Kaupfélag Stöðfirðinga hefur sagt
öllu sínu starfsfólki upp með þriggja
mánaða fyrirvara og auglýst eigur
sinar til leigu eða sölu. Um er að
ræða verslunarrekstur á Stöðvar-
firði og Breiðdalsvík en kaupfélagið
hefur verið rekið með tapi mörg
undanfarin ár.
Hafa nokkur tilboð borist og er
verið að athuga þau. Einstaklingar
hafa sýnt áhuga á rekstrinum á
Breiðdalsvík en hugsanlegt er að
Samkaup komi inn í málið á Stöðv-
arfirði en Samkaup reka nú versl-
anir á fjörðunum norðan Stöðvar-
fjarðar og á Héraði.
-GH
Ryksaga
eftir á tönkunum, sem talið er að hafi
tæmst þegar vélin var yfir Skerjafirð-
inum og að hann hafi misst stjórn á
flugvélinni í kjölfar eldsneytisskorts.
Þótt fram komi að margt hafi verið at-
hugavert við bókhald og viðhaldsbæk-
ur flugfélagsins í sambandi við flug-
vélina þá er ekki talið að flugfélagið
og flugmálastjórn hafi átt mikla hlut-
deild i harmleiknum.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar
er ekki samin í þeim tilgangi að finna
sekt manna heldur með það í huga að
koma í veg fyrir frekari flugslys og
auka flugöryggi í landinu.
Flugmálastjórn kannaði rekstur
Leiguflugs ísleifs Ottesens í vetur en
sá ekki ástæðu til þess að endurskoða
flugrekstrarleyfi þess. Heilbrigðis-
ráðuneytið og samgönguráðuneytið
hafa nú óskað eftir umsögn Flugmála-
stjómar varðandi það hvort upplýs-
ingar sem fram koma í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar gefi tilefni til
þess að segja upp sjúkraflugsamningi
við flugfélagið annars vegar og hins
vegar samningi um áætlunarflug en
flugfélagið annast áætlunarflug á
hluta Vestfjarða. -SMK
DVWYND GARÐAR HARÐARSON
Kaupfélag hættlr
Eftir mikinn hallarekstur undanfarinna ára neyöist Kaupfélag Stööfiröinga til
aö segja upp fólki sínu og selja eöa leigja reksturinn.
Aðstandendur fórnarlamba flug-
slyssins í Skerjafirði í ágúst síðastlið-
inn hafa sent samgönguráðherra bréf
þar sem farið er fram á það að óvil-
hallir aðilar kanni vinnubrögð Rann-
sóknarnefndar flugslysa. Jafnframt
hefur faðir eins fórnarlambanna farið
fram á lögreglurannsókn á ákvörðun
flugslysanefndar að senda hreyfil vél-
arinnar úr landi fjórum dögum eftir
slysið, sem og á öðm flugi Leiguflugs
ísleifs Ottesens ehf. þennan dag.
Mánudagskvöldið 7. ágúst hrapaði
lítil flugvél 1 sjóinn í Skerjafirði.
Fimm létust af völdum flugslyssins og
sá sjötti liggur enn þungt haldinn á
sjúkrahúsi. Hann hefur nú verið flutt-
ur á gjörgæsludeild á ný.
Rannsóknarnefnd flugslysa hóf þeg-
ar í stað rannsókn á slysinu og gaf
hún út skýrslu sína um málið fyrir
helgina. í kjölfar þess sendu aðstand-
endur flugmannsins frá sér harðorða
yfirlýsingu þar sem því er mótmælt
að slysið hafi orðið vegna mistaka
flugmannsins og jafnframt hefur Frið-
rik Þór Guðmundsson, faðir farþega
sem lést, gagnrýnt skýrsluna harð-
lega.
„Ég hef sagt að skýrslan, þótt göll-
uð sé, innihaldi atriði sem varða taf-
arlausri sviptingu flugrekstrarleyfi
LÍO, að viðhaldsaðilinn, Flugvéla-
verkstæði Guðjóns V. Sigurgeirsson-
Sagan segir af Hreini Agnarssyni,
fyrrverandi Stoke aðdáanda, sem
keypti sér alvöru ryksugu hjá
Ormsson. (eða tæki eins og hann
kallar hana) Hann hefur ekki lengur
áhuga á enska boltanum.
CE 220,0
•1500w
• 350 sogwött
• Stiglaus styrkstillir
• Fimmfalt filterkerfi
• Breytilegur soghaus
• Fjórir fylgihlutir
Friörik Þór Guömundsson.
ar, verði svipt sínu JAR-OPS leyfi og
jafnframt hef ég sagt að í skýrslunni
séu nógu alvarleg atriði til þess að
flugmálastjóri, framkvæmdastjóri
flugöryggissviðs Flugmálastjómar og
jafnvel fleiri þar innanborðs sjái sóma
sinn i því að standa upp úr sætum sín-
um,“ sagði Friðrik Þór i samtali við
DV í gær. Hann vísaði til Alþingis
hvort ábyrgð samgönguráðherra varð-
aði hans stöðu, þar með talinn dráttur
leifs Ottesens flaug sama dag og slys-
ið varð frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur, þar sem tveim farþeg-
um var ofaukið í lítilli tveggja
hreyfla vél. Friðrik Þór segist hafa
heimildir fyrir því að einn farþegi
hafi setið óspenntur á gólfl vélarinn-
ar og aö ung barnshafandi kona hafi
setið óspennt í fangi unnusta síns í
umræddu flugi.
Rekstur LÍO kannaður
í skýrslu rannsóknarnefndarinnar
er talið líklegast að flugmaðurinn hafi
ekki vitað hversu mikið eldsneyti var
CE-POWER
• Ný, kraftmikil ryksuga
í sportlegri tösku
• Sogkraftur 1.600 W
• Lengjanlegt sogrör
• Fimmfalt filterkerfi
• Tveir fylgihlutir
___rfti____
RdtDICfyAÍJST
Geislagötu 14 • Slmi 462 1300
á gildistöku reglugerðar varðandi
flugrekstur minni flugvéla í atvinnu-
skyni, sem nefnd er í tillögukafla
skýrslunnar.
Viðbótarkæra til lögreglu
Bréfið til samgönguráðherra er
undirritað af Friðriki Þór og er skrif-
að með stuðningi aðstandenda tveggja
annarra fórnarlamba. Þar er endur-
nýjuð krafa aðstandendanna um að
óvilhallir aðilar, helst erlendir sér-
fræðingar, rannsaki vinnu-
brögð Rannsóknarnefndar
flugslysa í tengslum við
þetta mál. Áöur en skýrslan
kom út fóru aðstandendur
fram á þetta en Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra
sagði þá að hendur hans
væru bundnar þar til
skýrslan væri birt. Aðstand-
endurnir vilja jafnframt að
áreiðanleiki skýrslunnar
verði metinn.
Friðrik Þór fór fram á lög-
reglurannsókn á slysinu hálfum
mánuði eftir að það varð. Nú hefur
hann lagt fram viðbótarkæru til lög-
reglustjórans í Reykjavík, þar sem
farið er fram á að lögreglan rannsaki
meint réttarspjöU nefndarinnar með
því að afhenda eiganda hreyfilsins,
dönsku tryggingarfélagi, hann fjór-
um dögum eftir slysið. Jafnframt fer
Friðrik Þór fram á að lögreglan
kanni annað flug, sem Leiguflug ís-
CE 275,0
•1500w
• 350 sogwött
• Stiglaus styrkstillir
• Lengjanlegt sogrör
• Fimmfalt filterkerfi
• Breytilegur soghaus
• Fjórir fylgihlutir
Umboðsmenn
um landallt.
■
mm
Rugslysiö í Skerjafiröi
Aöstandendur fórnarlamba flugslyssins í Skerjafiröi í ágúst síöastliðnum eru mjög óánægöir meö skýrslu Rannsóknar-
nefndar flugslysa. Fjölskylda flugmannsins hótar lögsókn gegn þeim sem reyna að fela sannleikann í málinu og faðir
eins fórnarlambsins krefst afsagnar flugmálastjóra ogyfirmanns flugöryggissviös.