Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 32
tr
Hfrettaskotio
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Slapp ótrúlega frá snjóflóði við Strákagöng:
Ók blindaður inn
Suðursveit:
Flutningabíll
fauk út af
í miðja spýjuna
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001
m
DV-MYND HELGI GARÐARSSON
Glórulaust vetrarveóur í morgun
Glórulaust vetrarveöur gelsaöi um Austurland I nótt og í morgun. Voriö, sem
virtist handan viö horniö á dögunum, hefur vikið um sinn. í morgun var veðr-
iö hvaö verst á Eskifiröi en þar voru þessir menn aö þerjast viö aö komast
um þorö í þát viö bryggjuna.
Flutningabíll með tengivagni
aftan í fauk út af veginum um 300
metra austan við afleggjarann að
bænum Hala í Suðursveit um fjög-
urleytið í morgun. Bilstjórinn,
sem var einn í bílnum, slapp
ómeiddur frá atvikinu.
„Hann er bara lemstraður eftir
höggið frá öryggisbeltinu," sagði
Björn Ingi Jónsson, formaður
Björgunarsveitar Homafjarðar.
Björn Ingi kom ásamt fimm öðrum
björgunarsveitarmönnum á tveim-
ur bílum ökumanninum til aðstoð-
ar og flutti hann til byggða.
Veður var mjög slæmt á svæð-
inu í nótt og tók það björgunar-
sveitarmennina hátt í tvo tíma að
komast kílómetrana 47 að flutn-
ingabílnum.
Ekki var vitað um skemmdir á
flutningabílnum eða farmi hans í
morgun. .
Vonskuveður var á austanverðu
landinu í nótt, skafrenningur,
hvassviðri og snjókoma. Margir
skólar felldu niður kennslu í
morgun á svæðinu og varaði Veð-
urstofa íslands við stormi norð-
austanlands i dag.
-SMK
HITNAR UNDIR
KÍNVERJUNUM!
DV-MYND GVA
Snarpar umræöur
Snarþar umræöur urðu á Alþingi í gær um ýmis mát, þar á meöal viðskiþta-
hallann og skýrslu Þjóöhagsstofnunar sem voru til umræöu utan dagskrár.
Hér er þaö Ögmundur Jónasson, alþingismaöur Vinstri grænna, sem lætur til
sín heyra. Forsætisráöherra htýöir á.
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur heim frá Peking:
Hitaveita í Kína fyrir milljarða
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, er nýkom-
inn heim frá Kína þar sem hann
undirritaði viljayflrlýsingu um hita-
veituframkvæmdir að íslenskri fyr-
irmynd i Pekinghéraði. í fyrstu at-
rennu er stefnt að hitaveitu fyrir um
30 þúsund manns í borginni Yanqing
en þar búa alls rúmlega 200 þúsund
manns. Að því loknu verður fram-
haldið skoðað.
„Þessar fyrstu framkvæmdir eru
upp á 2-3 milljarða en í Pekinghér-
aði eru 8 önnur jarðhitasvæði sem
mætti virkja þannig að við sjáum
ffam á að geta veitt heitu vatni inn á
heimili nokkur
hundruð þúsund
Kínverja í það
minnsta," sagði
Guðmundur Þór-
oddsson en með
honum í för ytra
voru borgarfull-
trúrnir Alfreð
Þorsteinsson og
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson. „VOja-
yfirlýsingin veitir okkur ákveðinn
aðgang að kínverska markaðnum
sem er óplægður akur. Kínversk
stjórnvöld berjast nú mjög gegn
Guömundur
Þóroddsson.
mengun enda hafa Kínverjar notað
brúnkol tO upphitunar en þau eru
mikOl mengunarvaldur. Þá hefur
bOaflotanum í Peking verið skipt út
í viðleitni tO að draga úr mengun,"
sagði Guðmundur Þóroddsson sem
er vongóður um að hitaveitufram-
kvæmdimar í Kína geti brátt orðið
annað og meira en vOjayfirlýsing.
Auk Orkuveitunnar er það fyrir-
tækið Enex sem hyggur á þessar stór-
feOdu hitaveituframkvæmdir í Kína
en Enex er í eigu verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen, Landsvirkjunnar,
Orkuveitu Suðurnesja og fleiri aðOa.
-EIR
r. 2.750,-
Herkilega heimilistækió
Nú er unnt aö
merkja allt á
heimilinu,
kökubauka,
spólur, skóla-
Rafport ZlT
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
- fer heim í dag og hugar aö sauöfé sínu
„Mjög blint var þegar þetta gerðist
og ég sá nánast ekkert fram fyrir
mig. AUt í einu var ég svo kominn
inn i mitt snjóflóðið sem var þó sem
betur fer ekkert annað en lausamjöO.
Ég lenti inni í miðri spýjunni og þar
sat bflinn pikkfastur. Mér tókst að
brjótast út farþegamegin og þaðan
ifljóp ég svo í bæinn eins og fætur
toguðu, um tveggja kflómetra leið,“
segir Viðar Pétursson, bóndi á
Hraunum i Fljótmn. Hann lenti síð-
degis í gær i snjóflóði sem féU í
Siglufirði, skammt innan við Stráka-
göng. Snarvitlaust veður var nyrðra
í gær. Annað flóð féU svo á veginn
við Stráka síðdegis í gær og var það
mun stærra en flóðið sem Viðar lenti
í.
„Ég fór í bæinn tU að erindast fyr-
ir sjálfan mig og var á heimleið. Ég
var á drollferð þegar þetta gerðist og
aUt var þetta mjög óvænt. Það voru
eiginlega eftir-
hreytumar af
flóðinu, sem var
um tíu metra
breitt, sem ég
lenti í,“ segir Við-
ar Pétursson. „Þó
þetta hafi verið
mikfl lifsreynsla
Viöar Pétursson. er ég forsjóninni
feginn að hafa
ekki komist lengra, þá hefði ég
máske lent í stóra flóðinu sem féU al-
veg út við göng. Það var á hæð við
hjólaskófluna sem renndi sér siðar
þar í gegn. Ef ég hefði lent í því flóði
hefði ekki þurft að spyrja að
leikslokum."
Eftir að Viðar var kominn í bæinn
fékk hann menn með sér tU að moka
bUinn sinn upp úr snjóflóðinu. Þegar
ég kom með böinn í bæinn vfldi ekki
betur tU en svo að á götuhomi var
keyrt aftan á hann og er hann af
þeim sökum nokkuð skemmdur.
„Það er þó lítið í samanburði við
hitt. Ég er hólpinn maður eftir þetta
aUt,“ segir Viðar - sem áður hefur
lent í snjóspýjum í Mánárskriðum
en aUtaf sloppið lifandi.
Viðar var staddur á lögreglustöð-
inni á Sigiufirði þegar DV ræddi við
hann í gærkvöld. Hann ætlaði að
hafast við í bænum í nótt en leggja af
stað heim á Hraun strax nú í morg-
unsárið. Þangað segist hann nauð-
synlega þurfa að komast tfl að gefa
kindunum sínum en einnig tU að
sinna öldruðum foreldrum sínum
sem þar búa. „Ég geng ef ekki vfll
betur en vonast þó tfl að geta komist
að minnsta kosti einhvem hluta leið-
arinnar á bU því þetta eru einhvers
staðar nærri því tuttugu kUómetr-
ar,“ sagði Viðar og var hvergi bang-
inn. -sbs