Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 HiiiSSMg ■ ■%#■■■■ VW'B tölvui t*kni og vísinda GameCube á leiðinni - Nintendo lofar byltingu Nintendo er, eins og flestir vita, á leiðinni með leikjavél- ina GameCube. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað síðustu vikur í útgáfu- dag leikjavélarinnar. Margt hefur verið sagt og skrifað á Netinu og ekki öllu treystandi eins og geng- ur. Nintendo hefur verið frekar sparsamt á yfirlýsingar um málið og hefur þögnin virkað eins og olía á eld á sögusagnirnar. Nú hefur Nintendo hins vegar loksins gefið út yfirlýsingu um það hvenær GameCube mun koma í hillur verslanna í Bvrópu. Dagsetningin sem Nintendo læt- ur okkur neytendunum í té er vor 2002. GameCube mun birtast nokkru fyrr í Japan, eða í júlí næstkomandi, og síðan mun leikja- vélin birtast í október í Bandaríkj- unum. Leikjavélin Game Boy Advance er svo væntanleg þann 21. mars í Japan og 11. júní í Bandaríkjun- um. Nintendo hefur ekki gefið upp neinar dagsetningar um það hvenær Game Boy Advance birtist i Evrópu. Nintendo-fyrirtækið er ansi kok- hraust þessa dagana og lét tals- maður þess hafa það eftir sér að GameCube eigi eftir að gjörbylta tölvuleikjaheiminum. Það er bara vonandi að Nintendo hafi rétt fyr- ir sér og viti þá eitthvað sem við hin vitum ekki. Hann starir vongóður á GameCube en verður að bíða fram í júlí til að komast yfir eina vél. Fox hættir við - leikjaframleiðslu á Dreamcast Afþreyingarfyr- irtækið Fox Interactive er búið að vera með í smíðum ýmsa leiki, byggða á sjón- varpsþáttum fyrir Dreamcast-leikja- vélina. Þar á meðal er leikurinn Buffy the Vampire Slayer. Fox Interactive eyddi á sinum tíma ansi miklu púðri í að kynna þessa leiki sína en það virðist allt hafa verið unnið fyrir gýg. Nú hefur fyrirtæk- ið ákveðið að fresta þessum leikjum um óákveðinn tíma og virðist sem það þýði einfaldlega að hætt hafi verið við gerð þeirra. Fox Interactive gaf engar alvöru- ástæður fyrir liðhlaupi sínu en án efa hefur ákvörðun Sega um að hætta framleiðslu á Dreamcast- leikjavélinni eitthvað með þetta að gera. Það er vonandi að ekki fylgi fleiri fyrirtæki í fótspor Fox Interactive þar sem eigendur Dreamcast-leikja- véla eru ansi margir og vélin selst eins og heitar lummur víðs vegar um heim um þessar mundir. Mikið selst af Dreamcast þessa dagana þar sem veröiö er afar hagstætt en hins vegar veröur lítiö varið í aö eiga hana ef leikjaframleiöendur fara að hætta framleiöslu ieikja á vélina. Game Boy Advance: Fullt af leikjum Ekki er víst aö allir ieikirnir sem koma út í Japan komi út annars staðar eins og venjulega gerist. Game Boy Advance er væntan- leg á markað í Japan á næstu dög- um. Fullt af leikjum kemur út um leið og leikjavélin og er þar eitthvað fyrir alla. Sumt af leikjunum mun þó aldrei ná út fyrir landsteina Japans enda Japanar þekktir fyrir sérvisku sína þegar kemur að tölvuleikj- um. Hér fylgir listi yfir þá leiki sem koma út sama dag og Game Boy Advance í Japan og ætti hann að gefa einhverja mynd af því hvers við Evrópu- búar megum búast við þegar röðin kemur að okkur: Super Mario Advance, F- Zero: Maximum Velocity, Kuru Kuru Kururin, Napoleon, Dodgeball Advance, Pocket GT Advance, Mega Man EXE, EZ Talk, Top Gear, All Japan GT, Tweety and the Magical Jewel, Castlevania: Circle of the Moon, Konami Wai Wai Racing, Golf Master, J-League Pocket, Powerful Pro Kun Ba- seball, Silent Hill Play Novel, Monster Guardians, Dungeondice Monsters, Fire Pro Wrestling A, Chu Chu Rocket, I Am an Air Traffic Controller, Mr. Driller 2, Pinobee: Quest of Heart, Momotaro Festival og Winning Post Nóg af leikjum sem sagt og bara vonandi að úrvalið verði eins gott þegar röðin kemur að Evrópu. 'JuJyiÞ : JiijJíjr ÉtHMÉIMÍfeilHíNii Packard Bell BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls Örgjörvi celeron 700 Móðurbord - Kubbasett Huston - i810e Minni std/max 64/512 Flýtiminni | 128 Harður Diskur : 20 GB Skjákort ámóðurborði Kubbasett iSIOe Skjáminni 4 Mb Share Dynamic Skjár | 17” CD-Rom /CD-RW* 48 x / 8 x* 3d-Hljóð í já Fjöldi radda | 128 Faxmódem 56k. - V.90 Fax Netkort 10/100 Vélbúnaður 1 ér Simaaðstoð, v/hugbún j 3mán Slmaaðstoð, v/vélbún 1 ár Veglegur hugbúnaðarpakki fylgir uppsettur á öllum Packard Bell tölvum Tilvalin fyrir heimilið og skólann verðfrá 116.900 með geislaskrifara kr. 134.900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.