Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 15 DV Baltasar Kormákur verðlaunaður í Rúðuborg fyrir 101 Reykjavík Frumleg og vel gerð DV, PARIS__________________________ íslenska kvikmyndin 101 Reykjavík, eftir Baltasar Kormdk, handhafa Menningarverðlauna DV í kvikmyndum, fékk aðalverðlaunin á nor- rœnu kvikmyndahátíóinni í Rúóuborg sem haldin var í fjórtánda sinn dagana 14.-25. mars. Þetta er í annað skipti sem íslensk mynd fœr aóalverðlaun- in; áöur hafði Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen hreppt þau. Auk þess hafa íslenskar myndir tví- vegis fengió verðlaun ungra áhorfenda sem menntaskólanemar í borginni veita, fyrst Ryð eft- ir Lárus Ými Óskarsson og síðan Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Friðriksson. Það kom mönnum ekki mjög á óvart að 101 Reykjavík skyldi fá aðalverðlaunin að þessu sinni því fljótlega varð ljóst að hún hafði góðan meðbyr og þótti bæði frumleg og vel gerð. En við lokaathöfn hátíðarinnar á laugardagskvöldið vildi svo til að enginn íslendingur var viðstadd- ur til að taka á móti verðlaununum, hvorki leik- stjórinn né nokkur leikari eða fulltrúi íslenskrar kvikmyndagerðar. Það var norsk kona frá norskri kvikmyndastofnun sem steig fram, tók við verðlaunagripnum og hélt svo langa ræðu þar sem leidd voru að því margvísleg rök og læ- vísleg að 101 Reykjavík væri eiginlega að nokkru leyti norsk mynd. Það má teljast ískyggilegt ef Norðmenn láta ekki við það sitja að eigna sér Snorra Sturluson heldur hafi nú tilburði til þess að leggja undir sig Baltasar Kormák. Er ljóst að íslendingar þurfa að vera vel á verði, ekki síst á þessum fornu slóðum víkinga. Hörð samkeppni Þótt 101 Reykjavík nyti mikillar hylli áhorf- enda var samkeppnin nokkuð hörð. Níu aðrar kvikmyndir, frá Norðurlöndum, Litháen og Hollandi, kepptu um verðlaunin, þ.á m. önnur ís- lensk mynd, Englar alheimsins, eftir Friðrik Þór Friðriksson, og vöktu sumar mikla athygli. í þeim hópi var hollenska myndin Allir frægir, eft- ir Dominique Deruddere, sem segir frá verka- manninum Jean, konu hans og 17 ára dóttur sem Marva heitir og þráir frama fyrir dægurlaga- söng. Jean ætlar að hjálpa dótturinni með því að semja lög fyrir hana en hún hefur mestu skömm á því og treður upp á samkomum þar sem hermt er eftir frægum söngvurum. Árangurinn er harla rýr. Svo fer að Jean rænir stórri söngstjörnu til að vekja athygli á dóttur sinni og úr verður hin DV-MYND SV.Þ. Baltasar Kormákur og stjarnan hans, Victoria Abril. Illt er ef Norðmenn eigna sér hann eins og Snorra. forkostulegasta flækja þar sem ýmislegt býr að baki drepfyndinni atburðarás. Af allt öðru tagi er finnska myndin Óheppni í ástum eftir Olli Saarela sem gerist meðal oíbeld- isfullra óknyttamanna í úthverfi Helsinki. Einn þeirra lendir í steininum eftir soralegt manndráp og verður þar fyrir róttækri hugarfarsbreytingu. En það reynist þrautin þyngri að breyta um lif- erni þegar hann sleppur út á ný. Niðurstaðan varð sú að Allir frægir fékk verð- laun áhorfenda og Óheppni í ástum verðlaun ungra áhorfenda. Danska leikkonan Ghita Norby fékk verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki í myndinni Her í nærheden eftir Kaspar Rostrup og Ian Hart fyrir besta leik í karlhlutverki í norsku myndinni Aberdeen eftir Hans Petter Moland. Tilsammans eftir Lukas Moodyson, sem hér var á norrænni kvikmyndahátíð Filmundar, vakti einnig athygli en fékk ekki verðlaun. Verðlaunin lyftistöng Að venju var kvikmyndahátiðin í Rúðuborg fjölsótt og vakti athygli um allt Normandi eins og glöggt mátti sjá í héraðsblöðum. Talsvert hefur skort á að orðstír mynda sem vekja athygli þar berist til Parísar og víðar um Frakkland en ýms- ar myndanna í samkeppninni nú verða teknar til dreifingar í Frakklandi á næstunni. Meðal þeirra er 101 Reykjavík og er ekki vafi á að verðlauna- veitingin i Rúðuborg verður henni lyftistöng. Einar Már Jónsson Alþjóða leikhúsdagurinn 27. mars 2001: Draumar um leikhús - ávarp Ólafs Egils Egilssonar DVMYND PJETUR Ur sýnlngu Nemendaleikhússins á Ofviðrinu sl. haust. Ein afkröfum áhorfenda er aö láta koma sér á óvart og aö upplifa eitthvað ófyrirséö... Góðir leikhúsgestir! Á Alþjóðlegum degi leikhússins hefur hinni yngstu kynslóð íslensks leikhúsfólks verið boðið að segja nokkur orð um leikhús, 5 mínútna mónólóg um allt það sem í okkur býr. Við þökkum heiðurinn en höfum þann fyrirvara á að þó orð séu til alls fyrst þá fari e.t.v. best á því að láta verkin tala, í fyllingu tímans. Kannski er of mikið sagt að kalla okkur, nemendur leiklistardeildar Listaháskólans, leikhúsfólk. Nær væri ef til vill að segja að við séum leikhúsfóstur, við búum um stund í vernduðu umhverfi skólans og þekkj- um ekki það sem bíður okkar að nám- inu loknu, hlutverk okkar í framtið- inni. En, eins og fóstrin, fer okkur, á einhveiju stigi, að dreyma. Og ef eitt- hvað má á torg bera af tilvist okkar þá eru þaö kannski helst þessir draumar, ósnortnir af ósigrum og bit- urri reynslu raunveruleikans, hags- munapoti og hagnaðarsjónarmiðum. Og hvað dreymir okkur þá? Okkur dreymir um að fá að vinna að draumum okkar óskipt sem viður- kenndir þegnar þjóðfélagsins í þjón- ustustörfum. Við gerum okkur þó grein fyrir þvi aö til þess að starf okkar verði metið sem slíkt verðum við að sýna fram á, í orðsins fyllstu merkingu, að það sé einhvers virði að halda úti leikhúsi. Hvernig? í draumum okkar er svarið einfaldlega gott leikhús. Og hvað er gott leikhús? Útgcmgspunktur slíkr- ar umræðu hlýtur að vera áhorfandinn. Þátttaka áhorfenda með einlægri upplifun sinni er algjör grunnforsenda og leikhúsið er því að því marki í nokkurs konar þjónustuhlutverki við áhorfendur sína. Berum leikhús saman við annars konar hús sem einnig hafa það hlutverk að þjónusta gesti sína - bókasöfn. Gott bókasafn geymir fjölbreyti- legt úrval bóka, eitthvað við allra hæfi, fagurbók- menntir og froðu. Það er nauðsynlegt að fá svig- rúm til þess að velja sjálfur eigið lesefni hverju sinni, út frá eigin þroska og þorsta. Þannig verður til raunverulegur smekkur lesandans og, í kjölfar þess, einlægur vilji hans til þess að lesa, út frá reynslu af lestri og samanburði, ánægjunni sem felst í þvi að kunna sjálfur gott að meta. Gott leikhús er með öðrum orðum fjöl- breytt og síbreytilegt. Áhorfendunum verð- um við svo að treysta til þess að þroska smekk sinn og þar með gera kröfur til leik- hússins. Okkur dreymir um kröfuharða áhorfendur. Leikhúsið er ofurselt augnablikinu, til- raunarammi þess er eitt æfingaferli, ein sýning, ein einasta kvöldstund, eitt einasta augnablik, hver og einn áhorfandi. Raf- magnið i loftinu (núna). Leikhúsið verður þannig að beygja sig undir skilning og með- virkni áhorfenda á hverjum tíma, en það er ekki þar með sagt að leikhúsið eigi ein- göngu að halda sig innan ramma þess sem viðtekið er. Ein af kröfum áhorfenda er að láta koma sér á óvart og að upplifa eitthvað ófyrirséð; hann krefst þess að hleypa list- inni fram úr sér á vit hins óþekkta þegar svo ber undir. Þannig eltir tíðarandinn list- imar að einhveiju leyti - um gagnkvæma speglun er að ræða. Áhorfandinn vill á stundum fá að sitja skilningslaus í salnum og takast á við það sem fram fer utan við hann og innra með honum. Og það er hið raunverulega svigrúm leikhússins til tilrauna - vilji áhorfenda. Okkur dreymir um viljuga áhorfendur. Ólafur Egill Egilsson er nemi á 3ja ári Leiklistardeildar Listaháskóla íslands og er ávarpið samiö aö beiöni Leik- listarsambands íslands. Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdöttir Harmoníku- leikur Áhugamenn um harmoníku- leik ættu að sperra eyrun því norrænir meist- arar á því sviði, Maria Kal- aniemi frá Finn- landi, Greta Sundström frá Álandi, Jon Faukstad frá Noregi og Johan Kullberg frá Sví- þjóð, halda tónleika í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20. Þau eru á tónleika- ferðalagi um Svíþjóð, Álandseyjar, Grænland og Færeyjar auk íslands. Undirleik annast sænski bassaleikar- inn Michael Krönlein og finnski pí- anóleikarinn Timo Alakotila. Stjórn- andi hópsins er Bernt Andersson frá Svíþjóð. í tilefni af tónleikaferðalaginu hef- ur verið gefinn út geisladiskur sem verður til sölu á tónleikunum. Jónas á Akranesi Jónas Ingimundar- son heldur píanótón- leika á Akranesi í kvöld kl. 20 í sal Tón- listarskólans. Á efn- isskránni eru tvö verk eftir Beethoven, Andante favori og Waldstein-sónatan, fjórar prelúdíur eftir Debussy og loks tvö verk eftir Liszt, Gosbrunnamir við Villa d’Este og Ballatan nr. 2 í h-moll. Líf í nýju landi Á alþjóðlegum degi gegn kynþátta- mismunun 21. mars voru tilkynnt úr- slit og afhent verðlaun i ljóða- og smá- sagnasamkeppninni „Líf í nýju landi“. Keppnin var fyrir börn í 7. bekk grunnskóla og að henni stóðu Borgarbókasafn Reykjavikur, Skóla- safnamiðstöð Reykjavíkur og Miðstöð nýbúa. 52 verk bárust, bæði sögur og ljóð. Af þeim voru 44 á íslensku, eitt á þýsku, eitt á víetnömsku, tvö á portú- gölsku, tvö á pólsku og tvö á rúss- nesku. Dómnefnd valdi 10 verk til verð- launa og voru úrslitin kynnt með stuttri athöfn í Grófarhúsi. Þrír verð- launahafanna lásu upp verk sín, tvær stúlkur lásu sögur á íslensku og stúlka frá Grænhöfðaeyjum las ljóð á portúgölsku sem einnig var flutt í ís- lenskri þýðingu. Verðlaunaverkin er hægt að lesa á heimasíðu Borgarbókasafns Reykja- yíkur, www.borgarbokasafn.is „Mannauður" er eftir Grjetar Andra Ríkharðsson, 7. SÞ í Öldusels- skóla: Nýbúar til landsins koma í huga sínumfullir vona um frið og náð á nýrri slóð. Færa okkur nýjan sjóð sem auógar land og þjóð. „Á fjallinu bláa“ er eftir Marly Simone da Cruz Gomes í Austurbæj- arskóla: Á fjallinu bláa á staðnum bláa þar sem fuglarnir syngja Á þeirri stundu sem vindurinn blés Vindurinn lék um þakplöturnar Gœsahúðin fór um mig og hristi Á fjallinu bláa þar sem vatnið rennur þar sem fuglarnir fljúga Gyllt sólin eins og gulu sólblómin Háskólatónleikar Síðustu háskólatónleikar þessa skólaárs í Norræna húsinu verða á morgun kl. 12.30. Þar syngur Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran við gít- arundirleik Péturs Jónassonar verk eftir John Dowland, Henry Purcell, Fernando Obradors og Enrique Granados.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.